Vísir - 04.03.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Þriðjudagur 4. marz 1975 — 53. tbl.
Dýrasti sykur í heimi
á boðstólum hér? ***,
— verðið lœkkar á heimsmarkaði, en ekki hér
Samkomulag til bráðabirgða
- eða verkfall nœstu daga
Kjararáðstefnunni
lauk í nótt
Ráðstefna Alþýðusam-
bandsins/ sem lauk í nótt,
skoraði á öll verkalýðs-
félög að afla nú þegar
heimilda til verkfalls-
boðunar og vera viðbúin að
beita þeim heimildum, ef
atvinnurekendur og rikis-
stjórn opna ekki á næstu
dögum möguleika á kjara-
samningum, sem miðað
við allar aðstæður gætu
talizt viðunandi til bráða-
birgða, eins og segir i
ályktuninni.
1 þvi ótrygga og óvissa efna-
hagsástandi, sem nú rikir, telur
ráðstefnan ekki koma til greina
að festa samninga um kaup og
kjör nema til mjög skamms
tima, heldur verði nú að stefna að
settu marki og ná fram i áföngum
kaupmættinum, eins og hann var
eftir siðustu samninga.
Ráðstefnan taldi, að verkalýðs-
samtökin hefðu sýnt mikið lang-
lundargeð og þau gefið atvinnu-
rekendum og rikisstjórn fyllstu
tækifæri til að koma i fram-
kvæmd ráðstöfunum i þá átt að
mæta áföllum þjóðarheildarinnar
með þvi meðal annars að vinna að
réttlátari skiptareglum þjóðar-
tekna og verja rétt og kjör þeirra,
sem verst eru settir, sem sé hin
eina stefna, sem eigi rétt á sér,
þegar minna er til skipta en áður.
,,En nú hefur sannazt,” segir i
ályktuninni, ,,að hvorki atvinnu-
rekendur né stjórnvöld hafa notað
timann til slikrar stefnumótunar
heldursifellt ráðiztá garðinn, þar
sem hann er lægstur og notað
áföll þjóðarbúsins sem tylliástæðu
til að skerða almenn lifskjör stór-
um freklegar en efni og ástæður
hafa gefið tilefni til.”
Þá er talað um ,,algert and-
varaleysi stjórnvalda gagnvart
aðsteðjandi vanda.” í ályktuninni
segir, að skerðing kaupmáttar
muni verða 30-40% 1. mai, ef ekki
verður að gert, og þyrfti kaup-
gjald þá að hækka um 50-60% til
þess að náð yrði þeim kaupmætti,
sem samið var um i febrúár 1974.
Sagt er, að framfærslukostnaöur
heimilanna muni hækka um 10-
11% næstu tvo mánuði vegna
hækkunar viðkvæmustu neyzlu-
vara, svo sem búvara, og annarra
afleiðinga gengislækkunarinnar.
Á sama tima fari atvinna minnk-
andi og samdráttarstefna rikis-
valdsins ógni atvinnuöryggi. ,,Af
þessum sökum öllum stefnir óð-
fluga að neyðarástandi meðal alls
þorra verkalýðsstéttarinnar,”
segir i ályktun ráðstefnunnar.
—HH
BJARTSÝNN
— aflahœsti skipstjórinn tekinn tali
við Reykjavíkurhöfn í morgun
„Ætli við séum ekki með
svona 9200 tonn núna, og það er
gott betur en i fyrra. Ég gæti
trúað að vertiðin væri svona
liálfnuð. En hvað við verðum
með þegar hún er búin? Þvi þori
ég ekki að spá.”
Þetta sagði skipstjórinn á
Sigurði RE, Kristbjörn Þór
Árnason, þegar Visir brá sér
niður að höfn i morgun til þess
að hitta hann að máli, en
Sigurður er aflahæstur á loðnu-
veiðunum núna.
„Kraftblökkin bilaði hjá okk-
ur, og þess vegna erum við
hérna núna. Við búumst við að
það taki svona tvo til þrjá daga
að gera við hana”, sagði Krist-
björn.
Ekki var annað að heyra á
honum en að hann væri ánægður
með skipið. Hins vegar er það
stórt og þarf sitt pláss, og það
getur orðið nokkuð erfitt þegar
þröng er á miðunum.
Sigurður RE hefur farið fjór-
um sinnum á Siglufjörð með
Allt logandi
í kœrumálum
í íþróttunum
Tvö ný kœrumál
komu í gœr og
beðið eftir dómi
í því þriðja
- Sjá nánar
íþróttir í opnu
afla. En hvað á skipið að gera
þegar vertiðin er búin?
„Það er nú liklega betra að
spyrja útgerðarmennina að þvi.
Annars var ég að spyrjast fyrir
um þetta fyrir stuttu og þá var
ekkert ákveðið að því er ég held,
en spærlingsveiðar gætu komið
til greina”, sagði Kristbjörn.
Eftir vertiðina i fyrra var skip-
inu lagt.
Kristbjörn sagði að sér virtist
vera töluvert magn af loðnu
núna. Hann sagði að útkoman
væri sæmileg, en verðið nokkuð
lélegt. „En þýðir nokkuð annað
en að vera bjartsýnn?”
—EA
Sigurður RE er aflahæstur núna. Kraftblökkin bilaði og þess vegna erum við hér, sagði skipstjórinn
Kristbjörn Þór Árnason, þegar viðhittum hann að máli niðri við höfn i morgun. Ljósm.: Bragi.
Tilboð vinnuveitenda:
KAUPMATTUR DAGVINNUKAUPS
EINS OG VAR 1972 OG 1973
en ekki hœkkun á eftirvinnu
Samkvæmt tilboði vinnuveit-
enda um helgina hefði kaup-
máttur tfmakaups verkamanna
i dagvinnu aftur orðið svipaður
og hann var árin 1972 og 1973, en
ekki hefði unni/t upp það, sem
tapaðist árið 1974.
Kaupmátturinn mun nú vera
10-11% undir þvi, sem var 1972
og 1973, að sögn vinnuveitenda.
Tilboð vinnuveitenda var ein-
göngu um dagvinnukaup, svo að
i mánaöarkaupi hefði skort
nokkur prósent, að þeir sem eru
með 40-65 þúsund kæmust á það
stig, sem var 1972 og 1973. A
móti þvi mætti hins vegar taka
tilboð rikisstjórnarinnar um
skattalækkanir, sem hefur laus-
lega verið metið til 2-3% launa-
hækkunar fyrir fólk með
miðlungstekjur og 3,5-7% launa-
hækkunar fyrir þá lægstlaun-
uðu. Þá hefur skattalækkunin i
fyrra verið metin jafngilda 3%
kauphækkun. Mat á slikum at-
riðum er umdeilanlegt.
Kaupmáttur timakaups i dag-
vinnu mun hafa verið 2% hærri
að meðaltali árið 1974 en hann
var árið áður. Kaupmátturinn
óx geysimikið við samningana i
febrúar t fyrra, en hann hrapaöi
hratt strax næstu vikur þar á
eftir með miklum verðhækkun-
um. ASl telur, að kaupmáttur-
inn muni 1. mai verða orðinn 30-
40% minni en var fyrir ári, aö
óbreyttum aðstæðum. Þeir sem
hafa yfir 50 þúsund á mánuði,
hafa ekki fengið láglaunabætur
og þvi tapaö nokkrum prósent-
um meira en hinir tekjulægri.
í tilboði vinnuveitenda var
gert ráö fyrir, að 3800 krónur
bættust við mánaðarkaup
undir 65 þúsundunum, og þeir,
sem hefðu kaup á bilinu 65 þús-
und til 68.800 hækkuðu i 68.800
krónur. ASt hafnaði þessu
tilboði.
— HH
„OFSALEG LIFSREYNSLA"
— segir ísl. stúlka sem þurfti að sitja í 3 1/2 mán. í fangelsi í Bretlandi — bls. 3