Vísir - 04.03.1975, Síða 5

Vísir - 04.03.1975, Síða 5
Vísir. Þriöjudagur 4. marz 1975 5 REUTER AP/NTB MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MO Umsjón: G.P. Y I S I H Kejriqjavajto... 0 FENGU LANDVIST í SUÐUR-JEMEN Stjórnleysingjarnir komnir í örugga höfn, en Peter Lorenz enn ó valdi rœnmgianna Lufthansavéliri/ sem flutti stjórnleysingjana fimm til Aden í Suöur- Jemen, sneri þaðan mannlaus aftur heim til Þýzkalands í morgun. Stjórnleysingjarnir urðu eftir og einnig gísl þeirra, presturinn Albertz. Hann sagðist mundu koma með næsta farþegaf lugi. Lengi vel sátu þau sex i vélinni á flugvellinum i Aden og biðu, meðan stjórnvöld geröu upp við sig, hvort þau veittu þeim landvistarleyfi. V-þýzka stjórnin lagði að stjórninni i Suður-Jemen aö leyfa fólkinu að vera. Það virðist siðan hafa orðið ofan á. En mannræningjarnir, sem hafa Peter Lorenz enn á valdi sinu, höfðu neitað að sleppa honum fyrr en presturinn kæmi aftur með orðsendingu og lykil- orð frá stjórnleysingjunum fimm, svo að þeir gætu verið vissir um, að þau væru komin i' örugga höfn. Óvist er um viðbrögð þeirra, þegar þeir frétta að presturinn kemur ekki strax með sömu flugvél heim. Lorenz, leiðtogi borgar- stjórnarminnihlutans i V- Berlin, hefur verið á valdi ræningjanna siöan á fimmtudag. Þeir hafa marg- sinnis hótað aö taka hann af lifi, ef yfirvöld yrðu ekki viö kröfum þeirra. — Aðalkrafan var sú, að þrir menn og þrjár konur, allt stjórnleysingjar og sumir meölimir Baader-Meinhofsam- takanna, fengju að fara úr fang- elsum, þar sem þau hafa setið og afplánað dóma. Vestur-þýzk yfirvöld, sem i fyrstu neituðu að sleppa Baader-Meinhöf-föngunum, létu að lokum undan. En Peter Lorenz, sem vann stóran kosningasigur, meðan hann var i haldi hjá ræningjun- um, hefur ekki verið látinn laus ennþá. Ermolenko farinn frá Rússlandi /Etlaði að strjúka í fyrra, en hefur fararleyfi núna Fiskideila Gatnahreinsunardeild Parisar hefur haft f nógu aö snúast undan- farna morgna vegna mótmæla- aðgeröa fiskimanna. Þeir hafa fleygt bæöi sinum fiski og aðflutt- um á göturnar til aö mótmæla þvi, aö fluttur sé inn fiskur frá öörum löndum og seldur á lægra veröi en þeir treysta sér til aö selja sinn. Parisarkonan fremst á myndinni nýtur góös af, þegar hún fær sér i soöið. Ungi sovézki fiðluleikar- inn, Georgi Ermolenko (18 ára), sem leitaði hælis í Ástralíu fyrir sjö mánuð- um og virtist siðan snúast hugur, hefur nú beðið um að fá að setjast þar að. Yfirvöld i Canberra segja, að Ermolenko sé þegar lagður af stað frá Sovét með foreldrum sin- um, en honum hafði verið veitt leyfi til þess að flytja til tsrael. Annað foreldra hans er Gyðingur. Miklar umræður urðu um fiðlu- leikarann unga i ágúst s.l., en þá gerði hann tilraun til þess að flýja. Hann kom til Perth (stærstu borgar vesturhluta Ástraliu) til þess að vera þar við hljómleika. Eftir hljómleikana fór hann á flugvöllinn i Perth og með honum .4 Rússar aðrir. Ermolenko neitaði að fara um borð i vélina. Óskaði hann eftir lögreglunni, og þegar hún kom að, bað hann um hæli. Eftir mikið stapp féllust Rússarnir á aö fresta fluginu, og fengu fram- lengingu á landvistarleyfiö. Áströlsk verkalýðsfélög hófu her- ferð Ermolenko til stuðnings og var sett afgreiðslubann á hverja þá vél, sem flytja ætti piltinn. Að lokum fór svo að áströlsk herþota flutti Ermolenko frá Astraliu, en nú er hann sagður á leiðinni þangað aftur. Vilja ekki heimsókn yfirmanns KGB Brezka stjórnin verðurí dag beðin um að banna Alexander Shelepin, for- vígismanni sovézkra iðnaðarmanna, að koma til landsins. Með slíku yrði að engu gert heimboð leiðtoga Iðnaðarmannafélags Bretlands. Alexander Shelepin var áður yfirmaður rússnesku KGB-leynilögreglunnar. Honum var boðið til Bretlands af framkvæmdastjóra brezka iðnaðarmannafélagsins, þar sem hann væri formaður sérstakrar nefndar, sem kæmi til Bretlands til aö heimsækja stéttarbræður. Það verður Greville Janner, einn þingmanna verkamanna- flokksins, sem skora mun á rikis- stjórnina i dag, að banna Shelepin að koma til landsins. Mikill úlfaþytur hefur verið undanfarna daga út af þessari væntanlegu heimsókn. Hafa margir orðið til þess að for- dæma, að boöið væri fyrrum yfir- manni KGB. — „Shelepin er sam- nefnari þrælabúða, sem standa að minnsta kosti jafnfætis búðum Himmlers. Hann er fulltrúi rikis, sem minnir helzt á nasistana,” sagði einn hægrimaðurinn i umræðunum undanfarna daga. Sir Charles Krægasti landshornaflakkari kvikmvndanna mun i dag ganga fyrir Klizabetu Hretadrottningu og um leið veröur Charlie Chaplin að sir Charles. 85 árum eftir að haimfæddist I einu fátæklegasta hverfi London, og 65 árum eftir aö hann flutti til Bandarfkjanna, þarsemhann varö ein frægasta stjarna kvikmy ndanna, fer Charlie Chaplin til Bucking- hamhallar i dag til þess aö veröa sleginn til riddara. Rœðismaðurinn Montoneros-skæruliöar Argen- tinu, sem rændu ræöismanni Bandarikjanna i Cordoba i siö- ustu viku, myrtu hann, þegar stjórnvöld uröu ekki viö kröfum þeirra og skildu lfkiö eftir vafiö I fána þeirra. Skaðabœtur vegna versta flugslyss sögunnar Dómari i Los Angeles skýrði frá þvi i gær, að hafnar væru sátta- umleitanir i skaðabótamáli, sem spratt upp af slysi tyrkneskrar DC-10 farþegaþotu, sem fórst við Paris fyrir ári. — Skaðabóta- kröfurnar námu um 1.000 milljón- um dollara. Tyrkneska flugfélagið hefur boðizt til að greiða rúmlega. tiu milljónir dollara. Slysið varð, þegar dyrnar á farangursgeymslu opnuðust og slitnuðu af vélinni i flugi. Hún missti loftþrýsting og féll niður i skóg. 345 manns fórust með vél- inni, og var þetta mesta flugslys sögunnar. Sækjendur málsins eru að- standendur eins þeirra, sem fór- ust með flugvélinni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.