Vísir


Vísir - 04.03.1975, Qupperneq 7

Vísir - 04.03.1975, Qupperneq 7
Vfsir. Þriðjudagur 4. marz 1975 cTVIenningarmál Dr. Coppelius: Bessi Bjarnason — Svanhildur: Júlia Claire. Listgrein nemur land Þjóðleikhúsið: COPPELÍA Ballett i þrem þáttum við tóniist eftir Delibes. Stjórnandi og höfundur leik- mynda og búninga: Alan Carter. Islenski dansflokkurinn. Árið 1870 þann 25. mai, var ballettinn Coppelia frumsýndur i Paris. Sviðsetning og sögu- þráður var eftir Charles Nuitter, en söguna hafði hann frá þýska hugóra- skáldinu Hoffmann. ettinn gerist I litlu þorpi I Evrópu, hugmyndin að þorpinu var fengin i Póllandi og upprunalega voru dansarnir runnir upp úr pólskum þjóðdönsum. 1. þáttur gerist á torgi, það er hátið i þorpinu. Dr. Coppelius gullgerðar- og galdra- maður setur fallega stúlku út á svalir sinar, nafn hennar er Coppelia. Hún er niðursokkin i bóklestur. Piltarnir verða mjög hrifnir af henni og hinar stúlkurn- ar afbrýðisamar, einkum Svan- hildur vinkona Franz. Svanhildur reynir seinna að fá Coppeliu til að dansa með sér, en Coppelia litur ekki upp úr bókinni og Svanhildi finnst hún heldur en ekki merki- leg með sig. Hátiðin heldur sprengingu sem þeytir honum út á torgið, við sprenginguna rifna buxurnar I tætlur á honum og sót- ugur og skömmustulegur gengur hann afturábak inn til sin. Seinna er hann er á leið til að kaupa sér nýjar buxur, gera piltarnir aðsúg að honum og striða honum, hann verður ævareiður og i öllum lát- unum missir hann lykilinn á húsi sfnu. Vinkonur Svanhildar finna lykilinn og ákveða að fara með henni og forvitnast um i húsi dr. Coppeliusar, einkum að leita að hinni dularfullu Coppeliu. 2. þáttur gerist i vinnustofu dr. Coppeliusar. Þar finna stúlkurn- ar margar dularfullar verur, sem þær hræðast i fyrstu, en komast svo að þvi að þetta eru allt vél- brúður, og einnig Coppelia. Svan- hildi léttir mikið, og þær ákveða að hún fari i föt Coppeliu. Dr. Coppelius kemur heim, verður fokvondur er hann kemur að þeim og rekur þær skelkaðar á dyr. Hann er rétt að jafna sig, þegar enn kemur óboðinn gestur. Það er Franz, sem kemur inn um glugga. Franz segir Coppeliusi að hann unni Coppeliu, en dr. Coppe- íius fyllir Franz svo að hann sofn- ar. Nú ætlar dr. Coppelius að nota galdrahæfileika sina: með hjálp galdrabókar gerir hann tilraun til að flytja lif úr Franz i Coppeliu, sem tekst svo undursamlega að hún lifnar smátt og smátt við og tekur aðhaga sér illa, hún er bæði ókurteis og kenjótt og aumingja doktorinn alveg I vandræðum með hana, en samt svo barnslega ánægður með meistaraverk sitt. Hann veit ekki, að Svanhildur er I fötum brúðunnar og leikur á gamla manninn. Hún dansar fyrir hann spánskan dans og skoskan ræl af krafti og ónákvæmni, framkoma hennar er öll að verða mjög ófáguð, svo að dr. Coppelius setur hana aftur i stólinn bak við tjöldin. Nú vaknar Franz og hann og Svanhildur sættast heilum sáttum og fara út frá öllum vél- brúðunum i gangi og Coppelíu fatalausri, en dr. Coppelius græt- ur beisklega af skömm og reiði. 3. þáttur gerist á torginu. Fagn- að er brúðkaupi Svanhildar og Franz. Þorpsbúar færa hinum ungu hjónum gjafir, allir eru glaðir og ánægðir þar til dr. --- ^ u umojuiugu, ug --- er aö hér eru margir ballettunn- endur. Enn fleiri verða þeir þegar áhorfendum gefst kostur á aðl- vöruballettsýningum og vonandi er þetta fyrsta af fleiri slikum. Tónlistin við Coppeliu er létt og falleg og naut sin vel i hinum nýju hljómflutningstækjum, sem Þjóð- leikhúsið hefur eignast. Þó alltaf sé betra að hafa „lifandi” flutn- ing tónlistar við ballett. BALLETT Júlia Claire og Þórarinn Bald- vinsson sem Svanhildur og Franz. Stjórnandi sýningarinnar, Alan Carter, hefur verið hér i tæp tvö ár og unnið gott starf. Hann endursemur dansana i Coppeliu, þó að ramminn sé fastmótaður, söguþráðurinn og hlutverkaskip- an. Það er vist ekki nýlunda að Coppelia sé sett upp eftir nýjum hugmyndin stjórnenda, t.d. er dr. Coppelius ekki ákveðin manngerð og hefur verið túlkaður allt frá „elegant aristókrat” til „comic butt”. Carter tekst oft vel til i uppfærslunni hér, einkum döns- unum sem Svanhildur og vinkon- ur hennar dansa, svo og I þriðja þætti, tvidansi prestsins og brúð- armeyjarinnar og þridansi prestsins og nunnanna. Aftur á móti er mazurkinn i fyrsta þætti þungur og alls ekki skemmtilega saminn. Aaln Carter var einnig höfund- ur leikmynda og búninga. Leik- mundin féll ágætlega að sýning- unni. Búningarnir voru mjög fall- egir og skemmtilegir að undan- skildum búningum hópdansar- anna sem voru ömurlegir. Stúlk- urnar hefðu átt að vera I þykkum pilsum og stigvélum og piltarnir I venjulegum buxum, eins er óaf- sakanlegt kæruleysi að hafa pilt- ana ekki I dansbeltum. eftir Lilju Hallgrímsdóttur Coppelius kemur æðandi inn á sviðið með fatalausa brúðuna og æfur yfir að fötum hennar hafi verið stolið. En Svanhildur og Franz færa honum fötin og hann tekur þátt i lokadansinum, á- nægður eins og allir hinir. Þjóðdansafélagið tók þátt i sýn- ingunni. Fólkið þar hefur unnið ó- metanlegt starf við varðveislu gamalla dansa og leikja, en þau falla ekki inn i heildarsvip I ballettsýningu, og kemur skýr- lega I ljós munur á þjálfun list- dansara og áhugadansara i þjóð- dönsum. íslenski dansflokkurinn sem 7 islenskar stúlkur skipa auk Júliu Claire fór með veigamestu dans- hlutverkin. Þær dönsuðu allar vinkonur Svanhildar af miklu ör- yggi og þokka. Einnig var leikræn túlkun þeirra og látbragð góð, þar bar af Nanna ólafsdóttir. Brúðar- mærin var Helga Bernhard, mjög örugg og tæknilega góð, en mætti „gefa” meira frjá sjálfri sér. Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur dönsuðu nunnurnar og hafa aldrei verið eins góðar, sigildur ballett virðist vera þeirra sterka hlið. Guðmunda Jóhannesdóttir, Helga Eldon, Nanna ólafdóttir og Auður Bjarnadóttir skiluðu sinum döns- um ekki siður, þær dönsuðu m.a. vinina fjóra sem færa brúðar- hjónunum efnisstranga, ávo þau mættu búa við „góð efni”. örn Guðmundsson dansaði prestinn af innlifun. örn er öruggur mót- dansari alltaf tilbúinn á réttu andartaki, hann vex með hverri raun. Þórarinn Baldvinsson dansar Franz. Þórarinn starfar i Englandi og er alltaf gaman, þeg- ar islenskir dansarar sem dansa erlendis, en þeir eru ekki fáir, koma heim. Þórarinn hefur lik- amsburð, fas og svipbrigði sem best verður á kosið fyrir dansara I sigildum ballett. Hann er einnig öruggur mótdansari og glæsileg- ur á sviði. Júlia Claire dansar Svanhildi, þetta skemmtilega hlutverk, sem gefur svo mikla möguleika i látbragðsleik, tækni, léttleika og leikrænni tjáningu, einkum i 2. þætti. Júlia komst vel frá þessu öllu. Það var aðeins herslumunur á samdansi þeirra Þórarins, þau náðu ekki alveg saman. Brúðurnar i húsi dr. Coppelius- ar dansa nemendur Listdans- skóla Þjóðleikhússins. Börnin voru mjög dugleg, einkum dáðist ég að því hve þau voru eðlileg þegar dúkkurnar standa kyrrar. Yrsa Bergmann Sverrisdóttir dansaði Coppeliu ágætlega. Kari- tas Gunnarsdóttir hafði mikil á- hrif á mig með túlkun sinni á brúðuskrokknum, svo eðlilega gerði hún þetta að tuskudúkka hefði ekki verið betri. Hjálmar Kjartansson var ágætur sem borgarstjórinn. Bessi Bjarnason þúsund listamaður leikur og dansar dr. Coppelius. Það er ekki vandræði að skipa i svo vanda- samt hlutverk fyrir leikhús sem hefur Bessa. Carter hefði átt að láta Bessa gera meira. Hann túlkaði dr. Coppelius eins og mestu listamenn i leikhúslist, þ.e.a.s. mikill „Clown”. Að lokum vildi ég hvetja fólk á öllum aldri til að sjá þessa sýn- ingu og veit að enginn verður fyrir vonbrigðum. Dr. Coppelius með Coppellu (Yrsa Bergmann) og Brúðuna (Karitas Gunnarsdóttir). Danssmiður var Saint-Léon. Ballettinn hlaut þegar frábærar viðtökur og hefur verið með vinsælustu ballett- um allt fram á okkar dag. Söguþráður i stuttu máli: ball- áfram. Franz er heillaður af Coppeliu og er hún fer að bæra á sér og sendir honum fingurkoss töfrast hann af henni. Franz og Svanhildur hnakkrifast út af þessu þar til borgarstjórinn og presturinn koma til skjalanna, þau dansa ásamt þorpsbúum marzurka á torginu. Þá heyrast hamarshögg frá vinnustofu dr. Coppeliusar, sem enda með Það fór vel á þvi að fimm þús- undasta sýning Þjóðleikhússins var fyrsta frumsýning á heilum sigildum ballett með islenskum dönsurum. „Tilvera islenska dansflokksins var loks tryggð nú á nýbyrjuðu ári, með sérstakri fjárveitingu á fjárlögum. Og til- koma hans er lika nokkur for- senda þess, að leikhúsið getur ráðist i stórvirki eins og að sýna Coppeliu. Og er þetta i fyrsta skipti I nálega 25 ára sögu leik- hússins að hægt er að gera dans- listinni jafnhátt undir höfði og þeim systrum hennar öðrum, sem hér eru iðkaðar”, segir Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri i leikskrá I ávarpi, sem hann nefnir „Listgrein nemur land”. Leik- húsgestir létu þakklæti sitt ótvi- Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur og örn Guömundsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.