Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 9. júlí 1966 TIMINN Síldveiðiskip við bryggju í Vopnafirði Þá erum við komin í síld. Hængurinn á þeirri ráðstöf un er aðeins sá, að síldin sjálf er ókomin. Að vísu hafa þeir fengið talsvert magn í bræðslu en hingað til hefur víst'ekki verið saltað í svo mikið sem eina tunnu. Þar sem maðurinn minn hef ur verið svo sæll og heppinn, að fá vinnu „á plani“ eins og það heitir, þá fær hann ýmis legt að dútla. En ég verð að bíða. Sumir hér eru svo svart sýnir að halda að í sumar fari á sömu leið og í fyrra. Þá var síldarlaust allan júlí og ágúst mánuð og loks gafst síldarfólk ið upp og hólt heimleiðis. En það var varla komið til Akur eyrar, þegar ofsaveiði varð aft ur og þá var sent eftir fjölda manns bæði til Raufarhafnar, og Akureyrar. Það er einkennileg tilfinn ing, sem grípur mann, þegar maður er kominn á staðinn og svellur móður í brjósti, nú á aldeilis að hressa upp á líkama sál og fjárhag, maður hefur jafnvel séð sjálfan sig í anda sveifla hnífnum og salta á einu andartaki ofan í heilu tunn- urnar, og svo kemur maður á vettvang og þá er engin síld. Ekki svo mikið sem ein ein- asta. Meðan við biðum eftir síld- inni, væri ekki úr vegi að skoða sig um á staðnum. í Vopnafjarðarþorpi munu búa að staðaldri um 450 manns, en í góðum síldarárum tvöfaldast sú tala. Landslag er býsan sér kennilegt, hæðótt og klett- ótt og húsin skjóta upp kollin um, þegar minnst varir, innan um hæðir og hóla. Heilmikið er um að vera, bæði í athafna lífi og menningarlífi, það sést fljótlega. Hér er myndarleg síldarverksmiðja, sem hrepps félagið á og rekur og síðan hún kom, hefur hún brætt stanzlaust, en um afköst henn- ar er mér ekki kunnugt. Fréttaritari Tímans á Vopna firði er Kristján Wium, og hann hefur bent mér á ýmsa góða menn, sem gaman væri að spjalla við, hér í þorpinu og í sveitinni. Búskapur er víða með mesta myndarbrag, og i þorpinu er starfandi mjólkur bú, sem hefur mjög ýtt undir að bændur fjölguðu nautgrip- um sínum. Sauðfjárbúskap ur er einnig mikill, um 200— 300 fjár á einyrkjubæjum. í flugvélinni austur hingað var líka ungur amerískur mað ur, sem réð sig hingað sem „söltunarstúlku", því að hann komst ekki að á plani. Nú bíður hann eins og við hin, en er vongóður, enda ætlar hann sér _að salta fyrir ársdvöl á Spáni. í gærkvöldi tók hann að sér að snyrta hárið á bítl unum, sem vinna hér og fórst það svo vel úr hendi, að menn hafa stungið upp á því við hann að setja upp rakarastoíu þangað til síldin kemur. Hérna er líka danskt par, hann vinn ur á planinu, en hún situr úti undir vegg og á náðuga daga sem stendur. Annars er ekki margt sölt- unarfólk komið enn, okkur er sagt, að stúlkurnar komi yfir leitt ekki, fyrr en nokkurn veg inn er öruggt orðið, að ein hver atvinna verði. Þegar við komum var blíða logn og sólskin og verkstiórinn ráðlagði mér að nota tímann og fara í sólbað. Svo að ég smurði mig ræki lega með Níveakremi, fækk aði fötum og hugðist fara að ráðum hans. Uin leið og ég kom út, var að draga fyrir sólu og skömmu seinna var þoka skollin á. Síðan hefur orðið lít ið vart við sól írekar en sild á Vopnafirði, en þó var veður milt. Það er áberandi mikið af börnum í þorpinu og mér finnst þau fara seint í bólið. í gærkvöldi vorum íið á labbi niður á bryggju á ellefta tím- anum og þá voru einir fjórir pottornjar á aldrinum 3— 6 ára með færin sín að dorga, en afli var heldur rýr hjá þeim. Þó hafði einn drengj anna fengið tvo smáfiska. Þá setja kindur svip sinn á stað- inn ekki síður en börn. Þær eru spakar og rólyndislegar og rölta um göturnar með lömbin á eftir sér, og eina sáum við með þrjú mórauð lömb. Sum um finnst mórauð lömb eins og þau séu „óhrein" hvít lömb Mér hins vegar þykja mórauð lömb fallegust. Leiklistaráhugi er hér nokk- ur. Leikfélag Vopnafjarðar sýndi í vetur „Gullna hliðið" eftir Davíð Stefánsson, og hyggst nú taka það upp aftur í sumar og sýna einnig á næstu fjörðum. Því verða væntan- lega gerð fyllri skil á næstunni. Níu hundruð fermetra barna . skóli — teiknaður af Sigvalda heitum Thordarson — er í smíðum og þegar við gengum hjá í gærkvöldi, var hljóm- sveit að æfa sig þar inni af svo miklum krafti, að músíkin barst um hálft þorpið. Það mætti sjálfsagt lengi telja, hvað um er að vera á Vopnafirði, þótt síldin láti bíða eftir sér. Meðal annars má geta þess, að héðan eru stund aðar hákarlaveiðar og kannski kemst ég með í einn túr, ef allt fer að líkum. Við mabborðið er taláð um síld. Sumir hafa heyrt, að reitingsveiði sé út af suð urfjörðunum, ekki veit ég, hve nær hún færir sig hingað. Næst á eftir veðrinu tala íslending ar mest um fisk og það út af fyrir sig er ekki skritið. Þess ir tveir þættir hafa úrslitaþýð ingu fyrir velferð okkar. Knut Hamsun segir á einum stað í tríólógíunni um furðuver- una Ágúst, að það sé nóg síld í sjónum, vandinn sé sá einn að finna hana. Og við skulum vona, að það takist og enda í bili á tilvitnun úr sömu bók: „Svo gýs enn upp kvittur um síld fyrir utan.“ H.K. Kirkjan í Vopnafirði Haukur Þ. Oédgeirsson F. 4. maí, 1914, d.29. júní 1966. Ilann bankaði upp á til að fá að borða, kominn úr þeim kalda afkima sauðkindar og dúnfugls, sem Langanes heitir. Kominn til þess að ganga í skóla í Reykjavík. Holdgrannur langhöfði, með ut- hafsbyigjur í hárinu, fullvaxinn, úteygur, stórhentur og handkald- ur — og þráði samvistir við gott fólk. Þennan haustmorgun barst okkur krökkunum á Ljósvallagöt- unni, óvænt, nýr frændi. Hann sagði okkur frá náttúru sveitar sinnar, sem var nánast sagt hálf gildings hvítabjarnarnáttúra í okkar augum, óralangt í burtu, hátt uppi á skólakortinu, í horn- inu til hægri. Hann hló hjartan lega. f föðurgarði átti hann vinnu sama æsku á mannmörgu og um svifamiklu prófastssetri. Fljótt varð Haukur fjárglöggur og furðu hagur. Tíu vetra gamall smíðaðj hann af eigin rammleik sína fyrstu skeifu. Þann dag vann hann sér þegnrétt í ríki útvaldra hagleiksmanna. í dag er skeifan sú stofustáss. Hauki sóttist námið vel. Hann lauk námi við verzlunarskóla ís lands, en verzlunarstörfum sinnri hann aldrei, að marki, þótt ef- laust hefði hann getað orðið góð ur bókhaldarj eins og hann var nákvæmur smali í uppvexti. Hon um var margt vel gefið. Ég minn ist síðar bréfa hans úr „verinu1', hve'glögg og fvndin þau oft voru. Tíðum gazt honum betur að hlusta en tjá sig, en þegar sá gállinn var á honum. stóðst honum eng- inn snúning. Borgarlífið varð Hauki skk: sú uppfylling sem sveitin hafði áð- ur verið. Það varð hlutskipti hans að vera einn. Lund hans vai við kvæm og einveran iók á með- fædda svartsýni hans. Alltaf öðru hverju sleit hann sig lausan frá borginni 3g hvarf út á land, til starfa. Þá var það næsta sama, hvað fyrir lá. hann var óvenju fjölhæfur verkmaður. Og þau skiptin sá ég Hauk vin minn. glaðastan, heimkominn úr starfi. ríkan og stórlyndan og stútfullan af góðum áformum. Snemma yarð Haukur mikill verkalýðssinni. Fann sig knúinn til þess að verja þá, sem bera skarðan hlut frá borði. Og margt særði réttlætis- kennd sósíalistans Hauks. Trún- aðarmaður vinnufélaga sinna var hann jafnan, og landvarnarmað- Ur mikill. En um margt átti Hauk ur þó ekki heima í stríðandi hópi brauðstritsmanna. þó traustur liðs maður væri. Kyrrstöðuhernaður var honum lítt að skapi. Úrlausn ir flókinna félagsmála liggja sjaldnast fyrir hreinar og beinar eins og sannleikurinn um krón- una var þó alténd einfaldur. Hauk ur verður okkur ávallt minnisstæð ui. Handtak hans var þétt og hlýtt. Nú er hann horfinn af sjónarsviðinu og Guð gefi honum góða ferð í eilífðarverið. Öldruðum föður hans, séra Þórði og systkinunum og tengda fólki votta ég innilega samúð. Þorgrímyr Jónsson. Hríngferð S.U.F. um Noröurlönd Noregur-Sví- þjóð-Finnland - Danmörk 22 daga ferð um fjögur lönd fyrir 16.900 krónur. Sumarferð S.U.F. í ár verð ur hringferð um Norðurlönd. Ferðin hefst 5. ágúst og lýkur þann 26. sama mánaðar. í far gjaldi er innifalið flugferðir, ferðir á ferjum, gistingar, morg unmatur og kvöldmatur, sölu skattur og fararstjóm. Sami bíllinn mun flytja þátttakend ur alla ferðina í gegn. Upplýsingar um ferðina og skráning þátttakenda verður í síma 3 56 58 hjá Örlygi Hálf danarsyni, milli kl. 12.30 — 14.00 daglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.