Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 9. júlí 1966 TÍMINN BORGARMÁL Fraimihald af bls. 7. Á þessu sést, að hækkunin er langsamlega mest eða 184% af minnstu og algengustu íbúðarhús um. Þessi hækkun mun gefa hita- veitunni nokkra milljónatugi á ári, sennilega 40—50 millj. sem þýðir, að meðalhækkun hitaveitu- gjaldanna í heild er 40—50%. Sé tekið dæmi, sagði Kristjár t.d. af 549 rúmm. húsi en það e stærð sem ýmsir munu miða vi' þá er heimæðagjaldið nú 11.4? kr. en verður samkvæmt hækkun artillögunni 27.980 kr., og er ber hækkun þá 16.458 kr. eða 144% Nýlega úthlutaði borgin 485 lóð um undir einbýlishús og raðhú-- Verði meðalstærð húsa á þessum Jiðum 500 rúmm. sem að vísu ei ágizkun en líkleg stærð yrðu heim { lagjöidin af þeim á fjórtándr milljón í stað 5 millj. samkvæm' gamla taxtanum. Þetta lækkar ekk | byggingarkostnaðinn. 1 Það er og augljóst mál, sagði Kristján, að þessar gjaldskrárhæki anir eru ekki í neinu samræmi "ið aðrar síðustu hækkanir í þjóð d aginu. Verkamenn, sem nýlega ifa samið um 3.5% kauphækkun J nu varla telja þetta í samræmi i ' það. Kristján spurði, hvernig þ im mönnum, sem teidu sig mál- svara verkamanna. og þeir sætu beði í meiri- og minnihluta í fund í salnum, litist á þetta, og hverr ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég vinum mínum nær og fjær, sem minntust mín hlýlega á áttræðisafmæli mínu 2. þ.m., með heimsóknum, skeytum og gjöfum og af alhug þakka ég börnum mínum og tengdabörnum góðar gjafir og allt, sem þau gerðu fyrir mig til þess að gera mér dag- inn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir frá Brúnastöðum. Okkar innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur á margvíslegan hátt vinarhug og gerðu okkur ógleymanlega sjötugs og áttræðis afmælis- dagana. Lifið heil. Guðrún J. Guðmundsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Efri Hrepp. Hiartans þakkir til ykkar allra nær og fjær, sem glödu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum. á 85 ára afmæli mínu 24. júní s.l. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Jóna Benónýsdóttir. Útför fööur míns. Ólafs Þórarinssonar Laxárdal í Þistilfirði, fer fram mánudaginn 11. júlí og hefst aö heimili hans kl. 2 s. d. 'F. h. vandamanna, Eggert Ólafsson. I Hugheilar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug og samúö við andlát og jarðarför, Guðlaugar Jensínu Jónsdóttur Valdasteinsstöðum, Hrútafirði. Vandamenn. Þökkum Innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðar- för eiginmanns mins og föður okkar, Runólfs Einarssonar fyrrv. skólastjóra. Guðbjörg Elímundardóttir, Evmundur Runólfsson, Erlingur Runólfsson, Sigriður Runólfsdóttir. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og iarðarför, Guðnýjar Jónsdóttur frá Kýrholti. Bessi Gislason, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. ■«——jpq SWilllliJIBWBBIWWWBWWWWaii.Mlii.iu iiWWU,i»lll)W— —WW* Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Sigursteins Þorsteinssonar, Ojúpadal, Hvolhreppi. Margrét Þorgeirsdóttir. Sigríður Siqursteinsdóttlr. Alexander Sigursteinsson. 8 þeir vildu réttlæta þennan sam- í iburð. Fyrir tæpu ári hefði gjaldskrá bitaveitu verið hækkuð um 10% c, þegar nú ætti að hækka aftur æri rétt að líta á kaupgjalds- og i rðlagsþróunina síðan. Byggingar 1 isitaian hefði hækkað um 17%, c'a úr 248 í 290 stig. Vísitala s ru og þjónustu hefði hækkað 1 15%. Dagvinnukaup Dagsbrún ar í 2. taxta hefði hækkað um 33% og síðasta grunnkaupshækk- un þá með talin og minni væri l ekkunin á ýmsum öðrum töxt- um Dagsbrúnar. Þetta þættu ýmsum nægilegar l/ekkanir á einu ári og nóg æt.ti ií t vera, að hitaveitan hækkaði 1 xta sína í samræmi við það, en < -50% hækkunartillaga borgar- s jóra væri ekki í samræmi við þetta eða neitt annað. Kristján sagði, að eðlilegt væri að gjald- skráin fylgdi almennun hækkun- um og væri því 10—15%, og við það hefði breytingartillaga sín til samkomulags verið miðuð í von um, að skynsamlegri leið hefði ver- ið valin en ekki ætt út í þá fjar- stæðu, sem hér væri um að ræða. Nú væri auðséð, að 4 ár væru til næstu kosninga. Jón Snorri Þorleifsson borgar- f ílltrúi Aliþýðubandalagsins tók næstur til máls og andmælti hækk- uninni einkum á þeirri forsendu, | að hún væri svik við verkafólk eftir hina hóflegu samninga, sem það hefði nú gert í von um að hemjll yrði hafður á dýrtíð og verð- bólgu. Bárður Daníelsson talaði einnig og kvað hækkunina of mikla. Einn i: gagnrýndi hann ýmis rök, sem fyrir henni væru færð og taldi þau falsrök. Borgarstjóri svaraði gagnrýnend um nokkuð og varði hækkun sína af miklu kappi, og síðan var henni og breytingartillögum vísað til síð- ari umræðu. AÐ HÓLUM íð að nokkuð sæmileg færð sé ef farið er vestan við Stóra- sand, og bæði Borgfirðingar og Vatnsdælingar segja að sæmi- legur gróður sé kominn á heið- arnar, svo vonandi gengur hestamönnunum 7 eða 8 úr Reykjavík vel á leið sinni um óbyggðir. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. sendi honum knöttinn út til liægri og áður en dönsku varnarmennim ir vissu hvaðan á þá stóð veðrið, hafði Baldvin brunað að marki og skorað. Barten, miðherji Fjóns, skoraði síðasta mark leksins 4:2 seint í hálfleiknum með skalla. Þetta mark skrifast á reiikning Heimis í markinu, sem hljóp út á röngu augnabliki. í heild var leikurinn í gær- kvöldi skemmtlegur. Margir höfðu vænzt þess að sjá Þórólf leika dönsku vörnina grátt, en hann fór sér rólega, enda greinilega æfingalaus. Þórólfur hafðí þó góð áhrif og var sterkur hlekkur. Ann ars var KR-vörnin mjög góð, sér- staklega Bjarn Fel. og Ársæli. Þórður lék einnig vel. Ellert Schram fór út af í hálfleik og kom Þorgeir inn fyrir hann. Af fram línumönnunum var Gunnar Fei. einna skemmtilegastur. Og Bald- vin barðíst eins og ljón í síðari hálfleik, ætlar greinlega að halda stöðu sinni í liðinu. Fjóns-úrvalið fékk nú muii meiri mótspyrnu en gegn Rvikur-úrval inu. Liðíð var mjög jafnt og erf- itt að gera upp á milli leikmanna. F. Hansen dæmdi leiknn mjög vel. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. Þess má að lokum geta, að sex af leikmönnunum léku með ungl- ingalandsliðinu í fyrra, þeir Magn ús, Elmar, Sigurbergur, Arnar, Sæ var og Halldór. FramogVestmanna eyjar annað kvökl Á sunnudagskvöld leika á Mela- vellinum í Reykjavík, Fram og Vestmannaeyjar í a-riðli 2. deih',- ar. Er þetta fyrri leikur liðanna. Bæði liðin hafa tapað 2 stigum — gegn Haukum — en önnur lið í riðlunum hafa tapað 3 stigum og meira, svo búizt er við, að baráttan standi á milli þessara liða. Leikurinn hefst kl. 20.30. Bandaríkjamaður sýnir á Mokka SJ-Reykjavík, föstudag. Um þessar mundir sýnir á Mokka Bandaríkjamaðurinn John H. Kalifcher 21 landslagsmynd frá ýmsum stöðum á landinu, en hann hefur ferðazt víða um landið á undanförnum árum. Á sýningunni eru 8 tússteikn- ingar, 7 pastelteikningar og 6 olíumálverk, og er verðinu mjög í hóf stillt — frá kr. 1500 til 6000. Sumarferð FUF F.U.F. í Ámessýslu efnir til sumarferðar laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. júlí. Farið verður um Snæfellsnes og Dalasýslu Lagt af stað frá Sel- fossi kl. 8.30, verið við Reyki á Skeiðum kl. 9., Brúará Id. 9.30 farið frá Laugarvatni H 10. Þátttaka tilkynnist Gunnari Guðmundssyni skrifstofu KÁ.. Selfossi, Rafnari Valtýssyni, Laugarvatni, Karli Gunnlaugs- syni Varmalæk eða Garðari Hannessyni Aratungu. Þátttak- endur hafi með sér nesti og tjöld. Ferðanefnd FUF. Framhald af bls. 16. þar um nóttina. Svo á sunnu- dagsmorguninn förum við yf- ir Holtavörðuheiðina og ætl- um að hafa næturstað á Skeggjastöðum í Miðfirðí. Það an förum við að Torfalæk i A- Húnavatnssýslu, þar sem við verðum um nóttina. Á þriðju- laginn er ráðgert að víkja af vegum og fara beint yfir heið ina frá Blönduósi að Sauðár- króki. Svo á miðvikudaginn ríð um við þaðan til Hóla, en þá á að mæta með sýningarhross á landsmótinu. Við þökkum Páli fyrir spjallið og kveðjum svo þennan glað- væra og myndarlega hesta- mannahóp, sem skemmtir sér við söng og samræður unz há- degisverðurinn. sem er glæný ýsa, er soðínn. Hópurinn á fyr ir höndum fjögurra og hálfs dags ferðalag á hestbaki norð ur að Hólum, þar sem lands- mótið mun standa í þrjá uaga, og svo síðan ferðina aftur suð- ur. Hestamennirnir sem komu í Húsafell í gærkveldi voru þar enn um sjöleytið í kvöld, er Tíminn spurðist fyrir um ferð- ir þeirra. Var ekki talið að þeir myndu leggja á Arnar- vatnsheiði fyrr en í fyrramál- ið. Talið er að þar sé nú blautt um, en þó ekki ófært fyrir hesta. Gren.iaskvttur fóru í Álftakrók fyrir nokrku síðan. en ensinn hefur enn laet ieið sína inn að Arnarvatni. svo ekki verður með vissu sagt um færðina þangað. Eggert í Grímstunau i Vatnsdal fór fyr- ir nokkru suður í Öldumóðu- kvíslarskála. sem er skammt fvrir norðan Stórasand. og komst hann þangað án mikilla erfiðleika á jeppa. Er því tal- BORÐAÐI BANANA Framhald af bls. 1. og gullfiskarnir vöktu athygli hans, og hann spurði hvort þeir væru líka innlendir, en fékk að sjálf- sögðu neitandi svar. Heita mátti að skýfall væri, þeg- ar U Thant kom til Hveragerðis og hélzt það á meðan hann ók að gufugosinu í Gufudal. Er þang- að var komið létti aðeins til. Hann hafði verið frakkalaus alla ferðina, og var auðsjáanlega orðið nokkuð kalt. Hafði honum því verið lán- aður frak-ki, sem hann lagði yfir axlir sér meðan hann horfði á gosið. Síðan var haldið að Grýtu, en sápa hafði verið sett í hana. Var beðið þar í nokkurn tíma og beð- ið eftir hraustlegu gosi, sem aldr- ei kom. Eftir um fimm mínútna bið var haldið af stað og ekið til Reykjavíkur að nýj-u, og kom U Thant til Hótel Sögu um kl. 16.15. Kl. 17 í dag hófst síðan fyrir- lest-ur framkvæmdastjórans á veg- um félags Sameinuðu þjóðanna í Hátíðasal Háskólans, og var þar fullt út úr dyrum, og stóð margt fólk fyrir utan og hlustaði. U Thant ræddi um tilgang og verksvið Sameinuðu þjóðanna, sem hann sagði að væri í höfuðatrið- um að tryggja frið í heiminum með framkvæmdum á ýmsum svið um. Varðveizla friðarins væri og yrði höfuðviðfangsefni Sameinuðu þjóðanna. Einnig ræddi hann um átök þau, sem ríkja í heim-inum i dag vegna deilna millj pólitískra hug- sjónakerfa. En hann sagði, að hug- sjónakerfin myndu líða undir lok og ný taka við. Sem dærni nefndi hann. að kommúnisminn í dag er allur annar en hann var í gær, og á morgun mun hann enn hafa ATHUGID! IYflr 75 þúsund maims lesa Timann daslega. Auglýsiagar Ii Tlmanum koma kaup- endum aamtfagurs I samtand viS seljand- ann. breytzt. Þannig séu öll hugsjóna- kerfi — kommúnismi, kapi-talismi, sósíalismi eða hverju öðru nafni sem nefnist — háð hverfulleikan- um. Hann kvað það nauðsynlegt, ef bjarga ætti heiminum frá eyðingu kjarnorkustyrjaldar, að þjóðir heims fengju aukinn skilning á því að mannkynið er eitt á þessari jörð, og aðeins samstaða allra manna gæti tryggt frið. íbúar heimsins yrðu. að aðlagast breytt- um aðstæðum, breyttum lífshátt um. Hann kvaðst sannfærður um, að mannkynið væri í dag á leið til eins stórs samfélags. U Thant kvað alla vita, að hann væri ákafur stuðningsmaður lýð- ræðis og frelsis — hann teldi, að lýðræðið eitt pólitískra hugsjóna- kerfa hæfði snilli og gáum manns- ins. Að lokum sagði U Thant, að það hefði glatt sig að geta skýrt frá nokkrum hugsunum sínum i sambandi við Sameinuðu þjóðim- ar, sem væri eina von mannkys- is.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.