Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 4
4 Vfsir. Laugardagur 8. marz 1975 Á að hjálpa þeim til að lifa? — Lœknar og forráðamenn sjúkrahúss í Bandaríkjunum viðurkenna að bezt sé og ef til vill mannúðlegast að veita mikið vansköpuðum börnum enga hjálp í fœðingu IIMIM SÍÐAN Umsjén: Edda Andrésdéttir „Læknar hafa löngum skotið sér und- an að hafast nokkuð að til að bjarga lífi mjög vanskapaðra barna, heldur látið þau deyja i fæðingunni og oft sagt foreldrunum, að þau hafi verið andvana fædd. Bókamarkaóurinn í HÚSI IÐNAÐARINS VÐ INGÓLFSSTRÆTI Almennar umræBur um þetta ógeöfellda efni er nýlegt fyrir- brigBi. Læknar og forráöamenn sjúkrahúsa f öllum Bandarikj- unum viöurkenna nú opinskátt, aö bezt fyrir alla, sem hlut eiga aö máli —og ef til vill hiö mann- úölegasta — sé að veita mikið vansköpuöum börnum enga hjálp i fæöingunni.” Þannig segir meöal annars I grein sem birtist i nýútkomnu Fréttabréfi um heilbrigöismál, sem gefiö er út af Krabba- meinsfélagi islands. Margar góðar greinar er aö finna I þessu blaöi, og ber þessi yfirskriftina Þungbærasta ákvörðunin. i greininni er getiö um tvö dæmi þess aö vansköpuð börn hafi fæðzt. í báðum tilvikum óskuöu foreldrar eftir þvi aö ekkert yröi gert til þess að lengja lif barnanna. 1 ööru tilvikinu var um mongólabarn aö ræöa og neit- uöu foreldrarnir að leyfa upp- skurö á þvi vegna banvæns van- skapnaðar i meltingarfærum þess. Þó aö læknarnir og starfs- fólk spitalans legöu hart aö þeim, skiptu foreldrarnir ekki um skoöun og barniö leiö hæg- fara hungurdauöa. 1 hinu tilvikinu fæddist mjög vanskapaö barn. Þar lögöu ráöamenn viökomandi spitala máliö fyrir dómstólana til úr- skuröar. Dómari taldi barniö eiga rétt á aö lifa og gaf út úr- skurö um aö læknunum væri leyfilegt aö skera barniö upp. Þrátt fyrir þann uppskurö dó barniö 1/2 mánuöi eftir fæöingu. „Þessi tilfelli gefa til kynna hörmulega sjálfheldu, sem nú- tima læknisfræöi er komin i. Á aö lengja lif stórkostlega van- geröra barna og þeirra, sem fædd eru meö óhugnanlegan vanskapnaö?” segir I greininni, ,,Á aö lengja lif þeirra og fórna fyrir þaö miklum mannafla, ógrynni fjár og valda meö þvi óbærilegri hugarkvöl og angist, þrátt fyrir þaö, aö llfiö, sem verndaö er, veröi óhjákvæmi- lega samfelld þjáning og skuggatilvera örvita vesalings?” Þá segir ennfremur aö aöal- þáttur þessa breytta viðhorfs sé ekki virðingarleysi fyrir tilver- unni, lifinu, heldur nýtt mat á hvers viröi lifið sé þegar svo ber undir. Margir læknar, prestar og foreldrar^ eru ekki lengur þeirrar skoöunar, aö þaö sé viö- unandi aö gera mjög vansköp- uöu barni kleift að lifa. Skoöun þessa fólks er, aö minnsta krafa vegna nýfædds barns veröi að vera sú, aö þaö sé gætt mögu- leikum til að öölast sjálfsvitund, tilfinningu fyrir einhverri fram- tið og hæfni til samskipta viö aðra. Fáir eöa engir læknar eru fá- anlegir til aö gefa nokkra alhliöa leiðsögn um, hvaöa börn ættu að veröa aðnjótandi aö- gerða sem bjargi lífi þeirra og hver ekki. En margir viöur- kenna, aö öðru hverju komi fyrir svo hörmuleg tilfelli — og sérstaklega gildi það um mikinn vanskapnaö — aö öllum sé fyrir beztu, að læknirinn haldi aö sér höndum og láti þau hverfa af- skiptalaust úr sögunni. Læknir og prófessor i barna- sjúkdómum viö háskólann i Suöur Kaliforniu hefur sagt aö sé hann við fæöingu mjög van- skapaöra barna, geri hann enga tilraun til aö bjarga þeim. Fleiri læknar ræöa máliö á svipaöan hátt. Iiæknablaöi New Englands er sagt frá 299 dauösföllum meöal 2172barna, sem fengu sérhæföa meðferð á New Haven spitalan- um og á 2 1/2 árs timabili kom i ljós, aö 43 af börnunum dóu, eft- ir aö foreldrar og læknar ákváöu sameiginlega aö hætta allri meðferð. Oörum 256, sem nutu hinnar fullkomnustu meöferöar, sem nútima læknisfræöi gat látið I té, farnaöist engu betur. Fá þeirra liföu lengur en börnin, sem fengu enga sérhæföa meöferð. Auk þess ’átti hin skamma til- vera þeirra litiö skylt við lif mennskra manna. Einu barn- anna, sem ekki gat andaö af sjálfsdáöum, var haldið lifandi mánuöum saman i öndunarvél og var eins og hluti af henni. Skoöanir lækna eru mjög skiptar. Sumum finnst þeir eigi jafnan að gera allt sem I þeirra valdi stendur til aö vernda lifiö án tillits til nokkurs annars. Aðrir setja fyrir sig, aö sjúk- dómur, sem er ólæknandi I dag, geti allt i einu veriö læknanlegur á morgun, óttast, að þeir kunni þannig aö taka ranga ákvöröun. Fullkomnasta menntun og hæfni stoðar ekkert til aö styöja slika forspá. Dómstólarnir hafa veitt æöi takmarkaöa leiðsögn i þessum viðkvæmu deilumálum. Dómar- ar hafa beitt valdi sinu viö for- eldra, fyrirskipað blóögjafir og uppskurði þegar börn meö lifs- hættulega sjúkdóma hafa átt I hlut, þó þau hafi veriö hroðalega vansköpuö og dæmd til aö vera hrollvekja fyrir alla sem um- gangast þau. Ekki er lengur stætt á ööru en aö löggjafinn taki ákveöna af- stööu til þess, hvort liða eigi aö öll læknishjálp viö illa vansköp- uö börn skuli látin niöur falla. Ennþá hefur engin málsókn veriö hafin á hendur foreldrum, sem hafa neitaö aö heimila slika læknismeðferö. Viö það hefur setiö, að hin þungbæra ábyrgö hefur hvilt og hvilir enn á for- eldrum ©g læknum, hvort mjög vansköpuð börn eigi aö njóta læknismeðferðar. sígaretta á markaðinn? — tilraunir í Englandi Sigaretta, gerö með þaö fyrir augum, að hún valdi sem minnstri hættu á krabbameini, veröur ef til vill sett á markað- inn I Englandi, þegar stjórnin og læknisfræöilegir sérfræöingar hafa samþykkt hana. Þannig segir I grein sem birt er I Fréttabréfi um heilbrigðis- mál. Þá segir ennfremur aö haldiö sé uppi tilraunum I sam- bandi viö þetta, og fram- kvæmdastjóri Huntington rann- sóknarstofnunarinnar, Alstair Worden læknir, segir: Tóbaks- iðnaðurinn er nú kominn i að- stööu til að framleiöa sigarettu, sem hefur stórkostlega minnk- aöa krabbameinshættu I för meö sér. Nýja reykingaefnið er jurta- trefjaraö uppruna, sem er með- höndlaö efnafræðilega. Þó þaö valdi miklu siöur krabbameini hjá tilraunadýrum en venjulegt tóbak, þarf aö minnsta kosti 10 ára tilraunir til að leiöa I ljós, hvort það sé jafnmeinlaust fyrir menn. Aörar hættur, sem fylgja tó- baksnautn, veröa að likindum minni meö notkun nýju slgarett- Unnar, þar sem myndun koltvi- sýrings viö brennslu hennar veröur sennilega mikiö tak- mörkuö, en þetta veröur heldur ekki vitað meö vissu fyrr en eft- ir mörg ár. Sjúkdómarnir, sem erfiðast verður aö draga úr eru lungna- þemba og lungnakvef, þar sem þeir orsakast aðallega af reykjarögnunum sem flytja með sér nikótinið, en það er efni sem reykingafólkið neitar aö af- sala sér. í greininni segir ennfremur aö bráðabirgöaniöurstööur af notkun nýju sigarettunnar sýni ekki að neitt áberandi hafi dreg- ið úr lungnakvefi hjá fólki, sem reykir hana, borið saman viö af- leiðingar af sigarettum úr venjulegu tóbaki, meö nýtizku reyksium.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.