Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 8. marz 1975 ORN PETERSEN PILOT: „FROM THE ALBUM OF THE SAME NAME?” Ný popphljómsveit frá Eng- landi, sem ugglaust á eftir að sjást oft á vinsældalistanum þarlendis á þessu ári. PILOT er á svipaðri linu og „Bay city Rollers” og „Paper Lace”, þó að tónlist þeirra fjór- menninganna mætti teljast öllu flóknari eða „þroskaðri”. Þeir eru allir ættaðir frá sömu borg og meðlimir B.C.R. Edinburgh, svo poppið virðist varla eiga erfitt uppdráttar i þeirri frægu listaborg. öll lög þeirra félaga eru skrifuð af tveimur liðs- mönnum hljómsveitarinnar þeim David Paton og Bill Lyall, og eru þau flest létt og skemmti- leg. Þeir hafa þegar átt þrjú lög á brezka vinsældalistanum, „Just a smile” „Magic” og nú er þriðja lag þeirra, „January” i fyrsta sæti. Þeir félagar byrjuðu ekki að leika saman fyrr en i fyrrasum- ar, svo þeir lofa góðu hvað framtiðina snertir. PILOT er auömelt og skemmtileg plata og fyllilega hægt að mæla með henni sem slikri. Antique-munir Nýkomið mikið úrval af borðstofuhús- gögnum, sófasettum og stökum borðum og skápum. Antique-munir, Snorrabraut 22. Sími 12286. Opnum í dag laugardag verzlun að Laugavegi 10 B undir nafninu I-Inotan, sérverzlun með prjónafatnað á börn. Gjörið svo vel og litið inn. Hnotan, Laugavegi 10 B, Bergstaðastrætismegin. snmTijK; v SVnmGHFOLKS DÖMUR — ATHUGIÐ Námskeið í almennri framkomu og snyrtingu. Leiöbeint verður við: Hreyfingar, fataval, mataræði, hárgreiðslu o.fl. Kennt i tveimur aldursflokkum, 16-25 ára og 26 og eldri. Kennsla hefst mánudaginn 10. marz. Innritun og upplýsingar i sima 38126 daglega frá kl. 13-16 og 18-22. Hanna Frimannsdóttir. BOB DYLAN: „BLOOD ON THE TRACKS”. Það er freistandi að rifja upp feril Dylans nú á þessari stundu, er hann óumdeilanlega markar timamót i þeim litrika og langa ferli. En ég yrði sjálf- sagt aö leggja undir mig allt blaðið til að gera þeim manni full skil, og það gengur ei. Oft hefur Dylan valdið aðdáendum sinum vonbrigðum. 1964 (Another side of Bob Dylan) sneri hann sér frá þjóðfélags- legum ádeilusöngvum og söng þess I stað um ástir. Ari seinna tók hann upp á þvi að spila á rafmagnsgitar, og töldu margir að þar hefði hann glatað kveðskap sinum i þágu rafmagnsins. Ariö 1966 varð Dylan fyrir al- varlegu slysi nærri Woodstock, og heyrðist þá ekki mikið frá Dylan fyrr en hann gaf út plötu sina „John Wesley Harding” 1968. Ýmsir gagnrýnendur töldu hana vera túlkun Dylans á bibli- unni (fall hans og upprisu), þó að Dylan sjálfur vilji ekkert við það kannast. Það er reyndar hálffyndið að lesa gagnrýni spekúlanta á „John Wesley Harding” (1968) og bera siðan þeirra orð saman við svör Dylans við blaðamann „Rolling Stones” frá ’68-’69. Gagnrýnandinn lýsir J.W.H. sem hetju hins fátæka manns Hróa hetti eða Johnny Cash og þar fram eftir götunum. En i viðtalinu kemur reyndar fram, að laglinan sjálf skipti Dylan mestu máli, hann átti i meira basli við að finna orðin sem að- löguöust lagiinunni sem bezt, og þar kom John Wesley Harding inn i, án þess þó að nafnið sjálft skipti nokkru máli. En sleppum þvi, Dylan er dularfullur persónuleiki, sem fáir geta krufið til fullnustu, og aldrei mun koma maður er með réttu mætti kalla „hinn nýja Dylan”. „BLOOD ON THE TRACKS” er hans bezta plata frá upphafi. Hann virðist nú ein- beita sér að „country-western- rock”, og i textum hans er vart að finna ádeilusöngva, enda erfitt fyrir milljónara að syngja um þjóðfélagsvandamál. Að þessu sinni nýtur hann aðstoðar Eric Weissberg og hljómsveitar hans, DELIVERANCE, svo og þeirra Tony Brown (bassa), Buddy Cage (stál-gitar) og Paul Griffin (orgel), en sá siöast- nefndi hefur lengst af spilað með Dylan, m.a. á „Positively 4th Street”. Fjögur lög bera nokkuð af á þessari plötu, en það eru lögin „Simple twist of fate”, „Lily Rosemary-”, „If you see her”, og „Shelter from the storm”. Enginn núverandi eða fyrr- verandi aðdáandi Dylans mun verða fyrir vonbrigðum með „Blood on the tracks”. DAN FOGELBERG. „SOUVENIRS". Það er langt síðan að heyrst hefur frá þeim félögum Grosby, Stills Nash & Young og hljóm- sveit Stills Manassas (sem ég reyndar held að sé uppleyst), en hér kem- ur smáuppbót fyrir þá, er unna þeirri tegund tón- listar, sem þeir félagar hafa boðið upp á, sem sé country-rock. Dan Fogel- berg er óþekkt nafn, þó að sjá megi nafninu bregða fyrir á plötum annarra tónlistarmanna, eins og Joe Walsh o.fl. Til aðstoðar við sig á „Souvenirs” hefur Dan þekkta menn, svo sem Graham Nash, sem gefur bakröddum vissan G.S.N&Y blæ i einstökum lög- um, Joe Lala og A1 Perkins báð- ir þekktir úr Manassas. Albúmið býður okkur upp á fjöl- breytilegt „country-sánd”, sem nýtur sin vel i öllum útgáfum. Þetta er plata, sem tvimæla- laust má mæla með fyrir þá sem á annað borð unna slikri tónlist, og ég held að ég taki ekki of sterkt til orða, þegar ég segi, að þessi plata sé beint áfram- hald af plötu G.S.N&Y „Four way street”. Sérstaklega má mæla með lögunum, „Part of the plan”, hratt og nákvæmt lag, með Nash sterkan i bakgrunni. „Changing Horses” sérstaklega fallegt lag, sem fyrst og fremst einkennist af góðum gitarleik Joe Walsh (sem reyndar aðstoð- ar Dan i flestöllum lögunum) og fallegri röddun Dan's. „Morning sky” er með fjörug- ustu lögum albúmsins, og það fær hvern mann til að stappa tám, ef ekki meir, og þar má heyra þetta gamla „Manassas sánd” úr banjói A1 Perkins. Að öðrum lögum ólöstuðum eru þetta bestu lög albúmsins, ann- ars venjast þau öll mjög vel. io c.c.hafa bundiö enda á sam- skipti sin við Jonathan King og eru nú komnir á samning hjá brezka hljómplötuútgáfufyrir- tækinu (þreytandi þessi löngú orð? ) Phonogram. Næsta albúm þeirra er væntanlegt innan skamms og mun það bera yfir- skriftina, „The orginal Sound Track”. MAGNCS KJARTANSSON og félagar hans i JÚDAS eru um þessar mundir að leita fyrir sér um stúdió vestanhafs og hyggj- ast taka upp albúm á næstkom- andi sumri. JOHN LENNON hefur nú sent frá sér annað albúm, sem ber hina sigildu og einföldu yfir- skrift „ROCK’N ROLL”. Litið hefur borist af athyglis- verðum albúmum til landsins undanfarið, enda fá hljómplötu- innflytjendur varl yfirfærslu fyrir slikum „lúxus”?????? Nýtt albúm frá KINKS er væntanlegt innan skamms, það heitir „SOAP OPERA”. GINGER BAKER er nú aftur á fullri ferð með hina nýju hljómsveit sina, BAKER GUR- VITZ ARMY, fyrsta albúm þeirra hefur hvarvetna hlotið lof gagnrvnenda. ELTON JOHN er að gefa út nýja single, og annað laganna er hljóðritað á tónleikum þar sem JOHN LENNON m.a. aðstoðar, og lagið er vitanlega gamalt bítlalag, „I SAW HER STAND- ING THERE”. HUMBLE PIE mun ekki leng- ur vera til. JACK BRUCE hætti við að fá fyrrv. KING CRIMSON með- liminn, trommuleikarann Bill Bruford, i hljómsveit sina, og fékk þess i stað fyrrv. FRANK ZAPPA manninn BRUCE GARY.AÐRIR i hljómsveitinni |> eru MICK TAYLOR, CARLA BLEY og gamall JEFF BECK maður, MAX MIDDLETON. Nafn grúppunnar er óákveðið enn. LINDISFARNE eru hættir og Alan HULL ætlar að reyna sóló.... — örp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.