Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 20
vísm // Ég þekki Bessa /# — sagði einn af hinum litlu leikhús- gestum sem horfðu á Kardemommu- fr bœinn í gœr ,,Allir í takt, áfram gakk", heyrðist kallað. Og krakkarnir úr 6 ára bekkjum Keflavíkur- barnaskólans kepptust um að vera t sem beinust- um röðum. Sennilega hefur þeim sjaldan verið Ijúfara að hlýða kennur- um sínum, því að þau voru einmitt að leggja af stað seinasta spölinn í Þjóðleikhúsið, sum meira að segja í fyrsta skipti. „Ég ætla að fara að sjá „Kardemommubæinn”, sagði okkur litil hnáta, svona heldur lágmælt. „Jú, ég hef komið i Þjóðleikhúsið áður. Ég er bara 6 ára. Jú, ég heiti Bryndis Lúð- viksdóttir”. Og hún fræddi okk- ur á að hún vissi nú ekkert hverjir léku i Kardemommu- bænum, en það væri voða gam- an að vera að fara að sjá hann. „Nei, ég hef ekki komið i leik- húsið áður, en ég þekki Bessa. Ég held hann sé i leikritinu. Þetta er agalega spennandi,” sagði Kristin Pétursdóttir okk- ur. Sjöfn Sóley Guðlaugsdóttir var öllu fróðari, þvi að hún vissi að Bessi lék Jónatan, en Þorkell Hans Þorkelsson mátti varla vera að þvi að tala mikið við okkur. Hann var bara æstur i að komast sem fyrst inn. Einn af kennurunum sagði okkur að börnin væru 108 i allt. „Jú, við kennararnir njótum góðs af og komumst fritt á Kardemommubæinn, þegar við förum með svona hópa. Sumir fara meira að segja oftar en einu sinni,” sagði kennarinn. „Það er ekki langt i að allir barnaskólar af Suðurnesjum hafi séð Kardemommubæinn,” upplýsti Halldór Ormsson miða- sölustjóri Þjóðleikhússins. Fljótlega eftir að byrjað var að sýna Kardemommubæinn byrjuðu föstudagssýningar og koma þá krakkar frá hinum mörgu barnaskólum á landinu. I gær var fertugasta sýning á Kardemommubænum. Börnin sem sáu hana voru frá barna- skólunum á Eyrarbakka, Þær eru stásslegar, dömurnar á myndinni, enda þótt klæðnaðurinn cigi vist ekki að skipta miklu máli I musteri ieiklistarinuar. Liklega er þetta þeirra fyrsta þjóðleikhúsferð, en vart sú siðasta. (Ljósmynd V'isis Bj. Bj.) Borgarnesi, Hveragerði, dálitið frá Langholtsskóla og svo frá Keflavik, sem fyrr segir. Ekki voru þau öll 6 ára eins og Kefl- vikingarnir, heldur meira blandaður hópur. Halldór sagði að alltaf væri Kardemommubærinn jafnvin- sæll og sæi hann fólk á öllum aldri, frá tveggja upp i áttrætt. Virtust allir skemmta sér jafn- vel. — EVI — Hvossafell: NÝKOMIÐ ÚR KLÖSSUN — er því var siglt öðru sinni í strand LEITAÐ INNAN KLÆÐA BALL- GESTA — reynt að stöðva ótilhlýðilegan „innflutning" ófengis í húsin Að sögn veitingahúsamanna hefur það færzt allverulega i vöxt eftir siðustu verðhækkanir á áfengi, aö fólk reyni að bera vin með sér inn i vinveitingahúsin. „Þess hefur alltaf orðið vart i einhverjum mæli fyrst eftir hverja áfengishækkun, en það er langt siðan það hefur kveðið eins rammt að þvi og nú,” sagði dyra- vörður, sem Visir hafði tal af. Hann kvaö það ekki óalgengt, að eftir dansleiki mætti finna nokkra tugi fleyga og annarra iláta undir borðum. Þá hafi það einnig verið mjög áberandi að undanförnu, að gestir komi ölvað- ir á dansleikina. „Það er greinilegt, að partium i heimahúsum fyrir ball hefur fjölgað. Þar reyna allir að inn- byrða svo mikið áfengi sem þeir mögulega geta i sig komið til að þurfa ekki að drekka eins mikið á ballinu,” sagði dyravörðurinn. Og hanri bætti þvi við, að meira væri um það, að fólk væri að þamba vin úr flöskum á meðan það þrammar áfram i biðröðun- um. Siðan, þegar inn i hitann er komið, stigur alkóhólið fóikinu snarlega til höfuðs. Sumir vinveitingastaðirnir hafa gert leit á fólki við inngang- inn, en alltaf eru einhverjir, sem komast inn með vin á sér. Það er aldrei hægt að fyrirbyggja slikt algjörlega. Vinleitin hefur mælzt misjafn- lega fyrir, en ennþá hefur það ekki gerzt, að nokkur hafi krafizt úrskurðar, sem heimilaði dyra- verði vinveitingahúss leitina. Enda mætti ætla, að ýmsum þætti slikt heldur tafsamt. En sam- kvæmt lögreglusamþykktinni er hægt að neita að gangast undir leit án úrskurðar. Ýmsir vilja llka þrjózkast viö, en er þá boðiö upp á það samkomulag, „að leyfa leit á sér eða hverfa burtu ella.” —ÞJM Hvassafellið var að koma úr klössun i Finnlandi eftir að hafa iaskazt i strandi þar við iand, þegar það sigldi i strand við Flat- ey i gærmorgun. Var skipið aðeins búið að koma við i heima- höfn sinni, Akureyri, þegar það fékk skellinn. Var skipið með Siúklingarnir Sjúklingar á ýmsum deildum Borgarspítalans eiga muni á sýn- ingu, sem Starfsmannaráð spital- ans hefur gengizt fyrir að koma upp á sjúkrahúsinu. Sýningunni hefur verið komið ellefu hundruð lestir af áburði, sem lestað hafði verið i Finn- iandi. Lausleg athugun I gær leiddi i ljós, að skipið er mikið skemmt eftir strandið. Sjór var kominn I botngeymana og sömuleiðis i vélarrúmið. Ljósavélar skipsins upp I anddyri og á 3., 4., 5., og 6. og 7. hæð sjúkrahússins og verður andrúmsloftið á sjúkrahúsinu hlýlegra fyrir vikið. Alls kyns munir eru þarna á sýningunni, málverk, hannyrðir voru þó ekki úr leik fyrr en eftir hádegi I gær, en skipið strandaði klukkan sex um morguninn. Vegna veðurofsans á strand- staönum var erfitt að vinna að björgun skipverjanna i land. I gærdag voru sjö til átta vindstig á staðnum og hefur sama veðri verið spáð áfram fram á nótt. og útskurður og eru það vistmenn á geðdeild Borgarspitalans, á Arnarholti, á Hvitabandinu og á endurhæfingardeildinni á Heilsu- verndarstöðinni, sem unnið hafa að gerð þessara muna. Þrjár konur voru um borð i skipinu og voru þær með þeim fyrstu, sem bjargað var i land, en auk þeirra yfirgáfu átta skipverj- ar Hvassafellið. Fór annar Húsa- vikurbátanna með fólkið til Húsa- vikur seint i gær, en skipstjórinn og sjö aðrir voru áfram um borð I skipinu. —ÞJM Gerð þessara muna er þáttur i iðjúþjálfun, sem sjúklingunum er leiðbeint með af sérmenntuðu fólki i þvi skyni að auka hreyfi- getu og starfshæfni sjúklinganna. —JB setja upp sýningu ó sjúkrahúsinu Fordarinn er 20 „Þegar ég keypti bflinn var hann átta ára gamall og kaup- verðiö 65 þúsund. Þá var hann rauður með hvftum topp og I eigu leigubilstjóra,” sagði Einar Guð- jónsson, sem hafði það að tóm- stundaiöju I f jögur ár að gera upp Ford Fairlane bll árgerð 1955. Þegar billinn kom svo á götuna aftur slöasta haust vakti hann verðskuldaða athygli, enda ekki algengt að sjá 20 ára gamlan bll, sem litur út eins og „beint úr kassanum”. „Ég ók bilnum allt til ársins 1970 án þess að gera hann upp á nokkurn hátt,” heldur Einar áfram. „Þá ók ég honum inn i skúr og dundaði viö það I tóm- stundum mlnum I fjögur ár að rifa hann i sundur og gera hann allan upp. Og ég hef lært geysi- mikið á þvi að fást viö þetta,” segir Einar. Auk þess sem Einar kennir við Iðnskólann er hann sýningarmað- ur I Laugarásbiói, og þar hefur billinn staðið flest kvöld. „Maður heyrir stöðuga skelli, þegar forvitnir bilaáhugamenn eru að opna og loka vélarhlíf- inni,” segir Vilhjálmur Ástráðs- son, dyravörður i Laugarásbiói, sem nýlega keypti bilinn af Ein- ari. Argerð 1955 var nokkuð sérstök gerð af Ford, þetta var afmælis- árgerö og var þvi sérstaklega til hennar vandað. Bilar frá þessu ári þóttu með þeim fallegri á þessum árum. „Þegar ég fór að gera upp þennan bil, keypti ég annan af ár- gerð 1956 og hirti ýmislegt nýti- legt úr honum til dæmis mæla- boröið. Stuðarana fékk ég nýja hjá umboðinu, og króm og ýmsa aðra muni tindi ég saman hér og þar. Maður var leitandi um allt og haföi ýmislegt upp úr krafsinu,” segir Einar. óra gamall — en eins og nýkominn úr kassanum „Siðan pantaði ég sjálfskipt- ingu i bilinn að utan og fékk átta strokka vél i hann af árgerð 1960. Ég fékk lika nýjar hurðir og frambretti, en neðri hluta aftur- brettanna svo og allt gólfið varð ég að smiða sjálfur. Einar sandblés þá hluta bils- ins, sem áfram áttu að standa og hreinsaöi allt ryð úr honum. Þá lét hann sprauta bilinn bláan og innrétta hann upp á nýtt. Aftur- bekkurinn er úr gamla bilnum, en að framan setti Einar nýja stóla i bílinn i staö bekks, sem var þar áður. „Það verður aldeilis flott að stilla bilnum upp fyrir framan bióið, þegar sýningar á American Graffiti byrja,” segir Vilhjálmur Astráðsson, sem nú á bilinn, en myndin American Graffiti gerist árið 1962, þegar unglingana dreymdi um að eignast bila af ’55 árgeröinni! — JB Tók fjögur ár að gera hann upp Vilhjálmur Astráðsson og Einar Guðjónsson við 20 ára gamlan bilinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.