Vísir - 08.03.1975, Side 9

Vísir - 08.03.1975, Side 9
Vísir. Laugardagur 8. marz 1975 ......... PASSAÐU UPP A TROMPÁSINN í dag gefum við italska stór- meistaranum Giorgio Bella- donna orðið, en eftirfarandi er framlag hans i keppni þeirri, er BOLS verksmiðjurnar hafa efnt til meðal átta bestu bridgespil- ara heimsins, og eru þúsund dollara verðlaun i boði fyrir þann, sem skrifar besta bridge- heilræðið. „Voldugasta spilið i bridge er áreiðanlega trompásinn. Þegar þú, sem varnarspilari, ert svo heppinn að fá hann á hendina, þá verður þú að varðveita sem best notagildi hans. Góður hershöfðingi þarf ekki alltaf að senda bestu hermenn- ina á stað strax i byrjun og þess vegna er oft gott að geyma trompásinn, þar til hann gerir mest gagn. 1 eftirfarandi spili ert þú vest- ur: A 10-9-6 Y 10-3-2 V A-D-G-5 * A-K-2 A A-7-4-2 A I K-D-G-8-6 J ' 9 D-10-5 5-3 9- 7-4 10- 6-4-3-2 + G-8-7 + K-D-G-8 Ý A-5 V K-8-7 * 9-6-4-3 Sagnir voru þannig: V^tur Norður Austur Suður 1 P* P D P 2V P p 3+ P P P P 2 + 4 + Belladonna — 77 IMP undir við USA. Þii spilar út hjartakóng ög suður drepur á ásinn. Ef suður getur svælt út trompásinn, þá eru tiu slagir auðveldir. Góður og útsjónarsamur sagnhafi spil- ar ekki trompi frá hendinni, þvi þá væri augljóst að hann ætti gott og sterkt tromp. Suður fer þvi inn á blindan og spilar trompi úr borði á kónginn. SEGJUM að þú drepir á ás- inn. Þá er spilið unnið. Þú tekur á hjartadrottningu og spilar hjartagosa. En suður trompar ekki, hann gefur bara af sér lauf. Nú getur hann drepið hvaða útspil sem er, tekið trompin og siðan lagt upp. EN SEGJUM að þú gefir trompkónginn. Sagnhafi spilar aftur trompi, en þú gefur aftur. Suður er nú varnarlaus. Ef hann spilar þriðja trompi, þá drepur þú og spilar hjarta. Sagnhafi verður þá tvo niður. Ef suður hættir við trompið, þá færð þú einhvern timann á smátrompið og suður fær niu slagi. Bridgeheilræði mitt er þvi mjög einfalt: Alltaf þegar þú, sem varnar- spilari, getur talið trompásinn tekna megin hjá þér, þá skalt þú vera vel á verði, þegar trompi er spilað i fyrsta sinn. Athugaðu hvort ekki sé rétt að gefa. Þegar á allt er litið, þá er trompásinn eina spilið i stokkn- um, sem alltaf er öruggt um slag.” Sveitir Þóris og Þórarins hafa tryggt sér sœti í úrslitakeppninni Belladonna — 26 IMP yfir og heimsmeistari i þrettánda sinn Nú er aðeins ein umferð eftir i undankeppni islandsmótsins, sem jafnframt er Reykjavikur- mót. Tvær sveitir hafa þegar tryggt sér sæti i úrslitakeppn- inni um Reykjavikurmeistara- titilinn, en það eru sveitir Þóris Sigurðssonar, sem er núverandi islands- og Reykjavikurmeist- arar og sveit Þórarins Sigþórs- sonar, báðar frá Bridgefélagi Reykjavikur. Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: 1. Sveit Þóris Sigurðssonar BR 224. 2. Sveit Þórarins Sigþórssonar BR 217. 3. Sveit Hjalta Eliassonar BR 205. 4. Sveit Helga Sigurðssonar BR 199. 5. Sveit Jóns Hjaltasonar BR 184. 6. Sveit Ólafs Lárussonar BR 128. 7. Sveit Braga Jónssonar TBK 126, 8. Sveit Viðars Jónssonar BR 121. Siðasta umferðin verður spil- uð n.k. þriðjudagskvöld og spila þá saman sveitir Helga og Þórarins, Hjalta og Gylfa, Jóns og Braga, en sveit Þóris á yfir- setu og fær 12 stig. Jakob og Páll efstir í Butlertvímenningskeppni BR Nýlega er hafin Butlertvlmenn- ingskeppni hjá Bridgefélagi Reykjavikur og er staða efstu paranna þessi: 1. Jakob Armannsson — PállHjaltason 82 2. Karl Sigurhjartarson — Eftir fyrstu umferð i tslands- móti I einmenningskeppni er staða efstu manna þessi: 1. Páll Hjaltason 128 Jón Ásbjörnsson 82 3. Jakob R. Möller — Jón Baldursson 75 4. Björn Eysteinsson — Björn Jóhannsson 72 5. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 71 slur í íslandsmó 2. Jón Stefánsson 118 3. Hafliði Gislason 116 4. Asmundur Pálsson 113 5. Kristln Þórðardóttir 112 6.HjaltiEliasson 111 6. Sigurjón Tryggvason — Gunnar Birgisson 7. Clafur Lárusson — Lárus Hermannsson Alls taka 36 pör þátt i keppninni, en næsta umferð verður spiluö miðvikudaginn 19. mars i Domus Medica kl. 20. 67 65 7. Hallur Simonarson 110 Næsta umferð verður spiluð n.k. mánudagskvöld I Domus Medica og hefst kl. 20. M.I. sendir þættinum linu og segir að gaman væri að sjá einn og einn fyrri- part með innrimi; þegar hann og kunningjar hans hafi verið að kveðast á fyrr á árum hafi engum fyrriparti verið svarað nema hann væri dýrt kveðinn. Þetta er auðvitað rétt hjá M.I. enda hef ég ekki ætlað botnunum stórt hlutverk i þættinum. Þeir hafa nær eingöngu verið hugsaðir sem dægrastytting fyrir þá, sem gaman hafa aT þvi að botna visur. Aftur á móti hefur mig lengi langað til að fá góðar visur frá lesendum, en þótt það hafi stundum komið fyrir, hefur það ekki veriö I jafn rikum mæli og ég hef óskað. Svo ég snúi mér aftur að bréfi M.I. þá segir hann að oft hafi verið reynt að bæta upp einfaldari fyrripartana með þvi að rima saman fleiri orð en nauðsynlegt var. Siðan sendir hann ágætt sýnishorn. Eftir siðum áa vorra ýmsir halda blót, Þú yrkja mótt í okkar þótt margan kviðinn þjáir á þorra þetta kalda dót. Annan botn sendir M.I. einnig og er fyrriparti litillega breytt. Eftir siðum áa vorra ýmsir halda þorrablót, þó trúi’ég ekki á ’ann Snorra að hann hafi mælt þvi bót. Um leið og ég þakka M.I. bréfið er hér fyrripartur sem er ætlaöur honum fyrstog fremst, en fleiri mega gjarnan spreyta sig á. Þú yrkja mátt i okkar þátt undir háttum dýrum. Helga frá Dagverðará sendir visur er hún nefnir Sólarlag I Reykjavík. Sál mln teygar fagnaðsfull, fegurð syngur gieðibrag, þegar kvöldsins geislagull glitrar hér við sólarlag. Jarðarguil — það jarðlifsböl ég hygg málma verst á storð, fæðir af sér ágirnd, kvöl, ótal glæpi, slys og morð. Gullið llfsins Ijósi frá liggur kyrrt á sinum stað. Engar hendur i það ná. Engum sorgum veldur það. Þá eru hér tveir botnar við fyrri- partinn, Nú hækkar verð á vörum ótt, vlst það dæmin sanna. A rikisstjórnar reynir þrótt rætur meinsins kanna. H.J.G. En lifshamingju og léttasótt lagasmiðir hanna. Eggert Loftsson. M.S. skrifar þættinum í tilefni af vfsu Andrésar I Siðumúla sem birtist I Morgunblaðinu fyrir nokkru. Sú visa var ort eftir að Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra ákvað að veita ekki áfengi I veislum er hann stæði fyrir og er visan þannig. ValdaferiII verði þinn vorri þjóð til nytja, en veislur þínar Villi minn vill ég ekki sitja. M.S. er einn af þeim sem likar þetta tiltæki Vilhjálms vel og sendir honum næstu visu. Eg hef Villi á þér traust og það vil eg róma, og veislur þinar vafalaust verða þjóð til sóma. Hér með er þrotið efnið, sem þættin- um barst að þessu sinni. Ég gæti sagt eins og þeir i sjónvarpinu að dagskráin væri tæmd og kvatt siðan. Það ætla ég þó ekki að gera heldur láta fljóta með tvær visur, sem ortar voru að gefnu tilefni fyrir um það bil ári. Ég hafði þá i nokkur skipti lánað kunningja minum bil og vildi hann endilega setja bensin á hann i hvert skipti sem hann fékk bílinn lánaðan. Mér fannst þetta óþarfi og bað hann að yrkja heldur visur i staðinn. Kom svo visa daginn eftir ásamt talsvert dýrari vökva en bensini. Þú gerir flest I góðri trú og getur fært i stilinn. Af höfðingsskap mér hiklaust þú hefur lánað bilinn. Mér fannst ég tilneyddur að svara og geröi það þannig. Að lána bil sig borga má. — Býsna hýr er þankinn. — ef þú setur sopa á sálarbensintankinn. Og þá er ekki annað eftir en að semja fyrripartinn. Vegna kaups og kjara sinna komissarar geta, Ben. Ax.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.