Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 08.03.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. Laugardagur 8. marz 1975 — 57. tbl. Stefnir í verkföll „upp úr púskum"? Spurningunni „Verða verkföll og þá hvenær?” gátu'menn ekki svarað i gærkyöldi. A samninga- fundinum i gær gekk ekki nægi- lega saman til þess að menn væru vongóðir. Sáttasemjari, Torfi Hjartarson, var óræður, þegar blaðið hafði samband við hann, en ekki vildi hann þvertaka fyrir, að eitthvað hefði gengið saman. Sumir hafa spáð verkföllum eftir páska og sagt sem svo, að verkföll þurfi að boða með viku fyrirvara og varla muni þau boð- uð i páskavikunni. „Það er ekkert að frétta — i bili” sagði Torfi i gærkvöldi við spurningunni, hvort formleg til- boð hefðu komið fram þá á fund- inum. — HH Vörubílstjórar heimsóttir: Ástandið ekki svona slœmt í 40 ór - bls. 3 STÓÐU HRYÐJUVERK FYRIR DYRUM í BYGGINGU ÍSLENZKA SENDIRÁÐSINS í STOKKHÓLMI? Grunsamlegir Japanir ★ Lesendur hofo orðið — sjó bls. 2 ★ Ætlarðu í kirkju á morgun? Margir prestar telja sig verða vara við vaxandi kirkjusókn um þessar mundir. Kannski ætlar þú i kirkju i fyrramálið, gang- andi I góða (vonandi) veðr- inu. A bls. 3 er aö finna tvær fréttir af kirkjustarfi i Kópa- vogi og frétt um aldarfjórð- ungs starf óháða safnaðar- ins. í dagbók er svo að finna lista yfir messur i kirkjum höfuðborgarinnar,— ★ Úr klössun eftirstrand, í annað strand — Baksíða um Hvassafellið ★ FORDINN FÆR NÝn LÍF — baksíða handteknir við húsið //Japanarnir höfðu verið um tvo daga fyrir utan bygginguna og fylgzt með og tekið mikið af Ijós- því, hverjir komu og fóru myndum af fólki, sem íkveikja í gœrkvöldi í nýbyggingu rannsóknarstofu Háskólans? Mikill eldur stór- skemmdi nýja byggingu rannsóknarstofu Háskóla islands á Landspítalalóð- inni. Húsið er stál- grindarhús, og er bygging langt komin. Búið var að einangra húsið, en ekki enn búið að glerja það eða loka því. Virðist einhver hafa farið inn i húsið og lagt eld i einangrunina, sem er mjög eldfim. Þegar slökkviliðið kom á staðinn á 9. timanum i gærkvöldi skiðlogaði byggingin og var mikill reykur frá eldinum. Tókst þó að slökkva eldinn á hálftima, en lengi á eftir var unnið við að slökkva i glæðum, sem fundust. Hús þetta er reyndar lang- þráður draumur rannsóknar- fólksins, enda hefur það búið við miklar þrengingar. Hafa rann- sóknir ýmissa sýna tekið lengri tima fyrir bragðið. Virðist sá hugsunarháttur að leggja eld að húsi óheilbrigður i hæsta máta, — en að leggja eld að húsum á spitalalóð virðist ganga vit- firringu næst. —JBP— Newsweek um endurlífgun Vestmonnoeyja — sjú Að utan bls. 6 þarna átti leið um. Eins höfðu þeir farið inn í ganga hússinsog gert uppdrætti." Þessar upplýsingar fékk Visir hjá sendiherra Islands i Sviþjóð, Guðmundi I. Guðmundssyni. Við byggingu þá i Stokkhólmi, er is- lenzka sendiráðið er i ásamt fimm öðrum sendiráðum, höfðu menn tekið eftir bil, sem stóð á bilastæði hússins með tveim mönnum i. Er menn höfðu veitt þessum bil eftirtekt i tvo daga tilkynnti eitt sendiráðanna lögreglunni um hann, og á miðvikudagskvöldið voru mennirnir tveir handteknir. „Það varð ekki séð að athygli Japananna hefði beinzt að neinu ákveðnu sendiráði i húsinu,” sagði Guðmundur 1. Guðmunds- son. „Lögreglan fann i bil Japan- anna myndavélar og fjölda filma, með samtals um 300 myndum á. Eins var þarna að finna teikning- ar af göngum hússins. Þarna eru ásamt okkar sendiráði sendiráð Austurrikis, Uruguay, Sómaliu, Libanon og Bangladesh. Á neðstu hæðinni er sendiráð Uruguay og sendiráð okkar og Bangladesh á hæðinni þar fyrir ofan,” sagði Guðmundur I Guðmundsson. „Það er alla daga mikil örtröð manna á göngum byggingarinn- ar, manna af öllum þjóðernum og þvi var ekki von að við veittum Japönunum eftirtekt strax. Þaö kom i ljós, að mennirnir tveir höfðu komið á bilaleigubil frá Osló með fölsuð vegabréf, en ekkert hefur komið fram um tilgang þeirra né það hvort áhugi þeirra hafi veriö bundinn okkur frekar en öðrum,” sagði Guð- mundur. Lögreglan hefur ekki viljað gefa frekari upplýsingar um mennina, sem hún handtók. Kvaðst hún vilja geyma það til mánudags, að þvi er fréttir frá Sviþjóð herma. Félagarnir tveir kölluðu sig Kazoo Watanalo og Ryoji Yone- jama á gistihúsinu, sem þeir gistu á og sögðust fæddir 1951. Þessar upplýsingar reyndust rangar og hafa mennirnir tveir harðneitað að segja á sér nánari deili. Lögreglan segir, að vel megi vera, að Japanirnir tilheyri samtökum hryðjuverkamanna. Japanska sendiráðið varaði Svia við þvi fyrir mánuði, að félagar i japanska hermdar- verkamannaflokknum „rauði herinn” störfuðu i Sviþjóð. Þessir tveir eru ekki á lista japanska sendiráðsins yfir þessa félaga „rauða hersins”. Lög i Sviþjóð veita lögreglu heimild til að hand- taka útlendinga, sem eru grunaðir um að vera hermdar- verkamenn. Halda má þeim i fangelsi um nokkurt skeið, meðan rannsókn stendur, og siðan má gera þá landræka. —HH/JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.