Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Föstudagur 14. marz 1975 — 62. tbl. BÍLLINN KUBBAÐIST í SUNDUR - baksíðo „Einsmannsfyrirtœki" á íslandi stendur í stórrœðum: samning við Gerir fimm milljarða erlent fyrirtœki Fyrirtæki aö nafni Cebere, sem bæði er með starfsemi í Belgíu og í Englandi hefur gert samn- ing við fyrirtæki Péturs Einarssonar, Sjávarvörur h.f., um að annast flutninga á fljótandi efnum og jarðborunar- vörum, svo eitthvað sé nefnt, á milli Evrópu og Ameríku Sjávarvörur h.f. gera þennan samning fyrir hönd dótturfyrir- tækis sins, sem skráð er i Kanada undir nafninu Icelandic Products. Cebere fyrirtækið á að flytja hrá- efni og vélar til fyrirtækisins i Kanada. Flutningasamningurinn gildir i eitt ár og hljóðar upp á hvorki meira né minna en 5,4 milljarða. Vegna þessa samnings hefur Cebere tilkynnt það opinberlega i Englandi, að það hafi i hyggju að kaupa 18 skip innan árs. Eiga skip þessi að vera ný eða nýleg og ekki eldri en fjögurra ára. Tvö skipanna i það minnsta eiga að flytja fljótandi efni. Að sögn forstjóra Englandsdeildar Cebere fyrirtækisins, herra Gest, eru þeir mjög bjartsýnir á þennan samning, sem nú hefur verið undirritaður eftir tveggja mán- aða fundi. „Samningurinn er undirritaður annars vegar af Pétri Einarssyni, forstjóra Seagoods Ltd. i Reykja- vik, og hins vegar herra Gabé, aðalforstjóra Cebere fyrirtækis- ins,” sagði Gest i sijntali við Visi. „Bæði höfum við rætt við Pétur isima og haldið með honum fundi i London,” sagði Gest. Að sögn Gest felur samningur- inn i sér flutninga á fljótandi efnum til fyrirtækis Péturs i Kanada svo og flutning á oliubor- unartækjum. Að sögn Cebere er samningurinn baktryggður af banka i miðvesturrikjum Banda- rikjanna, en fyrirtækið vildi ekki að svo stöddu gefa upp nafið á honum. „Við erum mjög ánægðir með þennan samning og höfum enga ástæðu til svartsýni”, sagði Gest i viðtalinu við Visi. Yfirleitt, þegar islenzk fyrirtæki gera samninga af þessu tagi, kunngjöra þau viðskipta- ráðuneytinu um það með nokkr- um fyrirvara. Að sögn viðskiptaráðuneytisins hefurþeim þó ekki borizt nein vit- neskja um þessa fimm milljarða samninga. Blaðið reyndi árangursiaust að hafa samband við Pétur Einars- son eða fyrirtækið Sjávarvörur h.f. tii að fá nánari fréttir af þess- um mikla vexti fyrirtækisins. —JB Hvoð hafa þeir raun- verulega borgað af þotunum? — bls. 3 Hjónamiðlun tekur til starfa — baksíða LÆKKA ÚTSVÖRIN LÍKA? — bls. 3 Slys á fimmtán mínútna fresti Miklar annir voru hjá sjúkraflutningamönnum i gærdag. Siðari hluta dagsins i gær lá við, að sjúkrabill væri kallaður Ut á fimmtán minútna fresti vegna slysa. Um fimmleytið lenti skellinöðrustrákur fyrir bil á mótum ArmUla og Háaleitis- brautar. Blll og skellinaðra skemmdust töluvert, en strákurinn stóð upp eftir slysið og sagðist ómeiddur, þótt hann yrði að haltra fram og aftur. Hann var fluttur á slysadeild. Skömmu siðar fóru tveir sjUkrabilar upp að Rauða- vatni vegna siyssins þar, og varla voru þeir búnir að flytja sjáklingana Ibæinn, er nokkuð harður árekstur varð I ÁrtUnsbrekkunni. Þar munu þó ekki hafa orðið al- varleg meiðsl á mönnum. —JB Sígarettu- l„$annar hversu illa er «iárSflunin:| ag íþrÓttUIWm bÚíð" - segir varastjórnarmaður FRÍ, sem segir af sér vegna málsins A næstu þremur mánuðum er gert ráð fyrir, að reyktar verði 20 milljón Winston sigarettur á íslandi, eða kannski allt að 24 milljón sigarettur. Þetta kemur fram I fréttatilkynningu Frjáls- iþróttasambands islands varð- andi söfnun þá á tómum Win- stonpökkum, sem sagt var frá I VIsi I gær. FRI vonast til að fá til baka, af þeim 1-1,2 milljónum pakka, sem reykt verður úr, að minnsta kosti 500 þúsund pakka, sem gefur þá FRÍ 1,5 milljónir króna, sem veitir ekki af, þvl sjóðir sambandsins eru heldur rýrir I roöinu. Eins og Visir sagði frá í gær, hefur þessi sameinaða auglýs- inga- og söfnunaraöferö mælzt æði misvel fyrir og hafa jafnvel þegar verið samþykkt mótmæli vegna hennar. A það hefur aftur á móti verið bent af hálfu þeirra, sem fylgjandi eru söfn- uninni, að fþróttasamtökin fá mikið fé af sigarettusölu I landinu, fá 50 aura af hverjum pakka. Þá telja þeir að t.d. ung- mennafélögin sum ættu að llta sér nær, megnið af rekstrarfé þeirra komi fyrir fylliriisböll i félagsheimilum úti um landið. A plastpokum, sem dreift hefur verið til Iþróttafélaganna, sem beðin hafa verið að hiröa pakkana, stendur orörétt: ÉG TEK VIÐ TÓMUM WINSTON PÖKKUM FYRIR FRl. Vísir haföi I morgun samband við Einar Frimannsson, sem um árabil hefur veriö fyrsti varamaöur I stjórn FRI og sótt stjórnarfundi sem slikur. „Það er rétt,” sagði Einar, „aö ég geröi samþykkt þessarar aðferöar að brottfararefni. Hún var mikið ágreiningsmál innan stjórnarinnar. Hins vegar er þeim, sem þarna stjórna, mikill vandi á höndum, og eftir siöustu gengisfellingu er ekki annað framundan en skera mikið niður af þvi, sem til stóð að gera á þessu ári. Þessi pakkasöfnunaraðferð sannar kannski hrikalegar en margt annaö, hversu illa er búiö að iþróttamálum okkar, aö for- ráðamenn Iþróttanna skuli freistast til að fara út I svona fjáröflun. En þetta gerist vegna þess, að mennirnir hafa brenn- andi áhuga á að gera það, sem þarf aö gera aö freistast þess vegna til að fara jafnvel óheppi- legar fjáröflunarleiðir,” sagði Einar Frímannsson. —SHH | SKAÐBRENNDIST í ELDI í SÚTUNARVERKSMIÐJU í MORGUN Annað sinn, sem slíkt slys verður Eldur gaus upp i tromiu i sút- unarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands við Grensásveg i morgun. Tromla þessi er notuð til að hreinsa fitu úr skinnum. Tromlan er fyllt af skinnum, sagi og benzíni og virðist sem neisti hafi komizt i þetta geysi eldfima efni með þeim afleið- ingum, að eldur gaus upp i tromlunni og i klefa kringum hana. Benzinmettað loftið logaði stafnanna á milli og starfsmað- ur sútunarverksmiðjunnar skaðbrenndist. Fyrir nokkrum árum slösuðust nokkrir starfs- menn verksmiðjunnar I svipuð- um bruna og voru þá gerðar ýmsar ráðstafanir, til að slíkt endurtæki sig ekki. Þær ráðstaf- anir hafa þó ekki dugað og enn einn starfsmaður verksmiðj- unnar hefur nú slasazt við tromlu þessa. Eyjólfur Jónsson lögreglumað- ur á slysstaðnum I sútunarverk- smiðjunni I morgun. Bak við hann sést opið inn I tromluna. (Ljósmynd VIsis BG)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.