Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 14. marz 1975.
3
Skákkeppni
stofnana lokið
Þrjár
sveitir
jafnar
í fyrsta
sœti
Þrjár sveitir urðu jafnar I
fyrsta sæti i skákkeppni stofnana,
sameiginleg sveit Orkustofnunar
og Rafmagnsveitna rikisins, sveit
Otvegsbankans og sveit Mennta-
skólans i Hamrahlið.
Þær fengu 18 1/2 vinning hver.
Teflt var á 4 borðum, 7 umferðir
eftir Monradkerfi.
t B-flokki sigraði sveit Flens-
borgar með 19 1/2 vinning. Jafnar
i 2.-3. sæti urðu sveit barnaskól-
anna I Reykjavik (B-sveit) og
sveit Austurfells sf. með 19 vinn-
inga.
1 hraðskákkeppni sigraði
Útvegsbankinn i A-fíokki með 38
vinninga. Búnaðarbankinn varð i
öðru sæti með 35 og sveit
Menntaskólans i Hamrahlið i
þriðja með 34 vinninga. Tefldar
voru 14 umferðir eftir Monrad-
kerfi I hraðskákinni.
1 B-flokki sigraði sveit Austur-
fells með 43 1/2 vinning . 1 öðru
sæti varð Veðurstofan með 43 1/2
einnig, og i þriðja sæti Blaðaprent
með 34. —HH
Samþykktu
mótmœli
til vego-
mólastjóra
Mjklar umræður urðu um þjón-
ustu sjónvarpsins og Pósts og
sima, þegar Framfarafélag Mos-
feilinga hélt sinn fyrsta aðalfund
fyrir skemmstu.
1 fréttatilkynningu frá fundin-
um segir, að sjónvarpið sjáist
frekar illa viðast hvar i Mosfells-
sveit og séu ibúarnir að sjálf-
sögðu óánægðir með það.
Þá finnst Mosfellingum þeir ó-
rétti beittir af Pósti og sima. Bæði
vegna þes, hve vont er að ná sam-
bandi við aðra staði á Stór-
Reykjavikursvæðinu og vegna
þess, að Brúarland er eina sjálf-
virka stöðin á svæði 91 með hærra
gjald en aðrar.
Fundarmenn ræddu sömuleiðis
fram og aftur um framkvæmdir á
vegum hreppsins. Þótti þeim
hægt miða i gatnagerðar- og hol-
ræsaframkvæmdum, að þvi er
segir I fréttatilkynningunni.
Loks voru samþykkt á þessum
fundi mótmæli til vegamálastjóra
vegna saltausturs á Vesturlands-
vegi. Töldu fundarmenn, aö
reynslan hefði synt, að sandur sé
sizt verri en salt til vamar hálku
á þessum vegi. —ÞJM
Hvað hafa Loftleiðir
raunverulega borgað í
leigu af þotunum?
r ■• • * l r , r | * _ *_r_I? » J_
Helgason, einn af forstjórum
Flugleiöa. ,,Ég hef þessar tölur
þvi miður ekki fyrir framan
mig, en þær eru til og frá þeim
verður rækilega skýrt á blaða-
mannafundi, sem boðað hefur
veriö til á morgun föstudag.”
Þoturnar, sem um ræðir, eru
mjög langfleygar og burðamikl-
ar. Þær taka 249 farþega, og
voru ófáanlegar um skeið.
önnur þessara véla er I flugi um
Island milli Bandarikjanna og
Evrópu, en hin flýgur með
erlendum áhöfnum án viðkomu
hér fyrir International Air Ba-
hama, sem Loftleiðir eiga.
—SHH
— maiin eiga ao SKyrasT a maoamannaTunai i aag
Loftleiðir hafa borg-
að 160 þúsund dollara á
mánuði i nærri fimm ár
i svokallaða kaup-leigu
fyrir hvora DC-8-63
flugvélanna tveggja,
sem Flugleiðir h.f. fara
nú fram á rikisábyrgð
til kaupa á. Þetta kem-
ur fram i viðtali við
Kristján Guðlaugsson,
stjórnarformann Flug-
leiða, i Alþýðublaðinu i
gær.
Kristján staðfesti siðan I við-
tali við Visi, að þessi upphæð
væri rétt. Þetta væri leigan á
mánuði fyrir hvora vél, sem að
frádregnum vöxtum rynni upp i
kaupverðið, ef af kaupurh yrði.
Þetta svarar til þess, að
greiddar hafa verið rúmlega niu
milljónir dollara inn á hvora
vél, þar sem Loftleiðir hafa haft
þær á leigu i 5 ár á miðju þessu
ári og kaupverðið er upp gefið
um ellefu milljónir dollara.
Að sögn forráðamanna Flug-
leiöa, eru eftirstöðvar af kaup-
verði vélanna nú um 6,5 milljón-
ir dollara fyrir hvora vél, eða
um 13,5 milljónir dollara fyrir
báðar, og það er súupphæð, sem
farið er fram á i rfkisábyrgð.
Miðað við þá leiguupphæð, sem
Kristján Guðlaugsson gaf upp,
hafa þá um fjórar og hálf mill-
jón dollara farið i vexti eða ann-
an kostnað af þeim niu milljón-
um dollara, sem þarna virðast
hafa verið greiddar.
„Þessi niu milljóna taia er
ekki rétt,” sagði Sigurður
hjartabil, sem á að fara til Akur-
eyrar, en vegna siðustu gengis-
breytinga hækkaði verð bilsins
mjög, og skortir nú um 800 þús-
und krónur til að endar náist
saman. Er búizt við, að bíllinn
verði tilbúinn frá verksmiðjunni
um næstu mánaðamót.
A bingói Eyfirðingafélagsins
verða vinningar m.a. Spánarferð-
ir og ferðir innanlands, en auk
þess ýmsar framleiðsluvörur
helztu iönfyrirtækja á Akureyri.
Er ótrúlegt anriað en að fréttir
beristaf bingóum einhvers staðar
I borginni á þriðjudag og mið-
vikudag lika, en það er að verða
svo, að hægt er að spila bingó ein-
hvers staðar i borginni á hverjum
degi. Já, jafnvel tvisvar á dag.
—ÞJM
„Er það ekki gjarnan þannig,
að þegar kreppir að fjárhagslega
hjá almennningi, eykst alls konar
spilafíkn. Bingóæðið, sem nú
gengur yfir, er áreiðaniega komið
til af þeim sökum”, sagði einn
þeirra aðila, sem stendur fyrir
bingókvöldum um þessar mundir.
Og enn berast fréttir af
bingóum. Hér skal sagt frá tveim,
sem standa fyrir dyrum.
Hið fyrra verður I Sigtúni nk.
sunnudagskvöld. Hefur þvi verið
gefið nafnið „Kabarett-bingó”, en
það er kvennadeild Styrktarfé-
lags lamaðra og íatlaðra, sem
stendur fyrir þvi. Verðmæti ein-
stakra vinninga er frá 10 til 55
þúsund krónur, en á meðal vinn-
inga eru þrjár utanlandsferðir.
Þá er að nefna bingó Eyfirð-
ingafélagsins i Reykjavik, en það
verður i Súlnasal Hótel Sögu nk.
mánudagskvöld. Rennur allur á-
góði af bingóinu tii kaupa á,
Félagar úr kvennadeiid Styrktarfélags lamaftra og fatlaftra sýna hér
nokkra af vinningunum, sem spilað verður um á bingóinu I Sigtúni n.k.
* sunnudagskvöld. — Ljósm: Bragi.
Lœkka útsvðrin líka?
Til greina kemur, að útsvörin
verði einnig lækkuð eins og
tekjuskattar til rikisins I tengsl-
um við viðræður um kjara-
samninga, sem nú standa. Þetta
yrði, ef til kæmi, gert með
hækkun persónufrádráttar.
„Þetta er enn i óvissu,” sagði
Birgir tsleifur Gunnarsson
borgarstjóri i viðtali við blaðið,
þegar hann var spurður um ráð-
gerðan niðurskurð á fram-
kvæmdum borgarinnar. Niður-
skurður er óhjákvæmilegur
vegna slæmrar afkomu borgar-
sjóðs og fyrirtækja borgarinnar.
„Við biðum eftir að sjá, hvað
ríkið sker niður, þvi að það
getur skipt miklu um okkar
áform. ” Um sumar
framkvæmdir gildir, að það eru
bæði riki og borg, sem standa
undir kostnaðinum. Þvi kveðst
borgarstjóri verða að biða þess,
hvarrikið skeri. „Það er jafnvel
rætt um,” sagði hann, „að að-
gerðir rikisins kunni að hafa
áhrif á útsvarið, með hækkun
persónufrádráttar. Þetta er þvi
I óvissu.”
—HH
Stal skjaldar-
merki
sendiróðsins
Ljóshærður piltur læddist að
sendiráði Bandarikjanna að-
faranótt fimmtudagsins með
stiga, reisti hann upp við aðal-
dyrnar, kleif upp stigann og
tók-að skrúfa skjaldarmerki
sendiráðsins af veggnum.
Þetta var um klukkan þrjú
um nóttina. Það sást tii ferða
piltsins og var lögreglunni
gert viðvart. Pilturinn var þó
allur á bak og burt, er að var
komið, og hefur hvorki hann
né skjaldarmerkið fundizt
ennþá. Aftur á móti gripu
sendiráðsmenn þegar til vara-
forða sendiráðsins og á
fimmtudaginn var nýtt skilti
komið yfir aðaldyr sendiráðs-
ins við Laufásveg.
—JB
Bingó — Bingó — Bingó
AGOÐI TIL LAMAÐRA
OG FYRIR HJARTABÍL
Sigölduvirkjun hefur kostað
2000 milljónir
— Energoprojekt hefur ótt í erfiðleikum
,,0kkur þykir mjög
leitt, að greiðsludráttur
hefur orðið á ýmsum
reikningum til is-
lenzrka verktaka og
viðskiptafyrirtæk ja ”,
segja júgóslavnesku
verktakarnir við Sig-
öldu I tilefni fréttar
Visis um ,,skuldseiglu”
þeirra.
„Astæður fyrir þessu eru
ýmsar”, segja Júgóslavarnir. „I
fyrsta lagi má geta þess, að frá
miðjum desember hafa fram-
kvæmdir gengið mjög erfiðlega
oghægt vegna óhagstæðs veður-
fars.
Verðlag og verðbólga i land-
inu hefur haft verulegan kostn-
aðarauka i för með sér.
Og I þriðja lagi getum við
nefnt það, að rekstrarlán hefur
reynzt mjög erfitt að fá innan-
lands og raunar einnig á alþjóða
penin gam örkuðum ’ ’.
„Það má gjarnan koma
fram”, segja Júgóslavarnir
ennfremur, „að Energoprojekt
hefur þegar keypt tæki, efni,
þjónustu og vinnukraft fyrir
samtals tvö þúsund milljónir
króna vegna Sigölduvirkjunar.
Hér er þvi um að ræða mjög lit-
inn hiuta heildargreiðslna eða
um eitt prósent”. —ÞJM