Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 6
VISIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjói'narfuIItrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjaid 600 1 lausasölu 35 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánuöi innanlands. eintakiö. Blaöaprent hf. Skipuleg orkuþróun Orkuþróun á íslandi er að skýrast um þessar mundir eftir nokkurra ára millibilsástand i kjöl- far Búrfellsvirkjunar. Athuganir á virkjunar- stöðum eru svo vel á veg komnar, að senn verður unnt að gera samfellda orkuáætlun nokkuð fram i timann. Svo virðist sem virkjunarstaðir á Suðvestur- landi hafi á undanförnum árum haft algeran for- gang að rannsóknum. Embættismennirnir hafa ráðið þessari þróun og stjórnmálamennirnir ver- ið næsta máttlitlir gagnvart henni. Menn standa nú andspænis þeirri staðreynd, að virkjun Hrauneyjarfoss milli Sigöldu og Búrfells er að verða tilbúin til útboðs og að áætlanir um virkjun við Sultartanga ofan Búrfells og um gufu- virkjun i Hengli eru vel á veg komnar, meðan undirbúningur virkjana annars staðar á landinu hefur dregizt aftur úr. Skýringin felst að verulegu leyti i þvi, að Landsvirkjun hefur haft töluverða forustu i orku- málunum og starfssvæði hennar er eingöngu á Suðvesturlandi. En nú þegar samtenging orku- veitusvæða er i vændum, er nauðsynlegt að herða undirbúning virkjana utan Suðvesturlands. Gunnar Thoroddsen orkuráðherra hefur tekið af skarið og lýst þvi yfir á alþingi, að ákvörðun um virkjun á Norðurlandi, væntanlega virkjun Blöndu, verði tekin á undan ákvörðun um virkjun Hrauneyjarfoss og verði tekin þegar á þessu ári. Þessi stefnuyfirlýsing er vel þegin og markar timamót i orkuþróuninni. Athuganir benda til þess, að virkjanir i Blöndu og við Hrauneyjarfoss og Sultartanga séu svipað- ar að hagkvæmni, svo að engu á að vera fórnað, þótt Blanda fái forgang. Hitt er svo sennilegt, að virkjun við Hraun- eyjarfoss verði fyrr tilbúin en virkjun i Blöndu, sem varla verður starfhæf fyrr en árið 1982, þótt undirbúningi verði hraðað eins og kostur er. En Hrauneyjarfossvirkjun gæti verið tilbúin árið 1979, ef þörf krefur. Fjöldi orkuvera og hraði virkjana fer eftir stór- iðjuþróun næstu ára. Ef ekkert verður gert i þeim efnum, er hugsanlegt, að Sigalda, Krafla og Blanda nægi til almennrar notkunar og uppbygg- ingu húsahitunar i dreifbýli næsta áratuginn. En auðvitað hvetur hækkað oliuverð okkur til að gera fleiri samninga um orkufrekan iðnað til að bæta gjaldeyrisstöðuna og auka tekjur i þjóð- félaginu. Virkjun Blöndu færi vel saman við stór- iðjuver við Eyjafjörð, álver, áburðarverksmiðju eða annan hliðstæðan rekstur. Samtenging orkuveitusvæðanna stuðlar veru- lega að þvi, að unnt sé að dreifa stóriðjunni um landið allt. Laxárvirkjunarsvæðið verður þegar tengt Landsvirkjunarsvæðinu, áður en Blöndu- virkjun lýkur, svo að aðstæður fyrir stóriðju við Eyjafjörð ættu þá að vera orðnar góðar. Frá velmegunarsjónarmiði þjóðarinnar allrar og frá byggðasjónarmiðum ætti einnig að vera æskilegt að stefna hið bráðasta að stórvirkjun og stóriðju á Austurlandi, þar sem skilyrði eru eins og bezt verður á kosið. En undirbúningur er enn svo skammt á veg kominn, að vafalaust er ára- tugur i að orkufrekur iðnaður taki þar til starfa. Með markvissri orkuþróun á næstu árum má gera viðkvæmt efnahagslif okkar miklu traust- ara og fjölbreyttara en nú er. —JK Visir. Föstudagur 14. marz 1975. Hafréttarráðstefnan hefst aftur á mánudag Olia og fiskur — tveir þýðingar- miklir orku- og matargjafar heims — verða efst á baugi á þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst núna i Genf á mánudaginn. Þar veröur tekinn upp þráöurinn frá þvi I Cara- cas i fyrra, þar sem reynv veröur aö ná samstööu þjóöa um lagaramma, sem gilt gæti um nýtingu auölinda hafsins. Arangurinn af ráöstefnunni i Caracas var miklu minni en menn höföu gert sér vonir um. Stafaöi þaö aö likindum af þvi, aö menn áttu svo margt órætt, áöur en setzt var niöur til aö móta heildarstefnu i þessum málum. Fór þvi mestallur timinn i ræöu- flutning fulltrúa, þar sem hver og einn lýsti afstööu sinnar rikisstjórnar og hagsmunum. Var þá naum- ur timi eftir til þess aö sætta sjónarmiöin. Eölilega vildu menn heldur ekki hlaupa aö neinu, þvi aö meö einu ótimabæru jái gátu þeir samiö af sér milljaröa króna. Samkvæmt tölum sérfræöinga Sameinuöu þjóö- anna koma 20% bensinbirgöa heims úr sjónum, eöa af hafsbotni. Og hefur veriö ætlaö, aö hlutur bensins unnu úr oliu úr sjó veröi oröinn 33% áriö 1980. Ekki þarf svo aö tiunda, hvaöa verömæti liggja I fiskimiöum hafsins. Þaö var þvi skiljanlegt, þótt fulltrúarnir I Cara- cas væru ekki alveg á eitt sáttir um, hvernig þess- um gæöum yröi skipt milli þjóöa heims. Þróunarlönd t.d., sem lifa af útflutningi ýmissa hráefna, sáu fram á, aö afkomugrundvöllur þeirra gæti breytzt til hins verra meö aukinni vinnslu slikra efna úr sjó. Þannig hefur t.d. veriö spáö, aö verö á kóbalti og manganiði eigi eftir aö lækka meö aukinni vinnslu þess á grunnslóöum. Af þessu litla dæmi má sjá, aö þaö voru fleiri hliöar á málinu en blöstu kannski viö i upphafi. Allsherjarþing S.Þ. fól ráöstefnunni aö gera drög aö hafréttarlögum, er spannað gætu sem allra flest þessara atriöa, svo sem eins og aö ákveöa, hve stórt hafsvæði strandriki skyldu hafa til algerra yfirráða, nefnilega landhelgina og einnig hversu stóra efna- hafslögsögu þau skyldu hafa. Um þetta var nokkur ágreiningur I upphafi Cara- casráöstefnunnar, en eftir þvi sem leiö á hana varö smám saman ljósara, aö hugmyndin um 200 milna efnahagslögsögu virtisteiga vaxandifylgi að fagna. Slðan ráðstefnunni var frestaö, hafa vinsældir þeirrar hugmyndar aukizt enn, og telja flestir það fullvist, aö hún veröi samþykkt á þriöju hafréttar- ráöstefnunni núna. Ekki uröu menn sammála I Caracas, hvernig fara ætti að meö hafsvæði, sem lægju utan viö yfirráöa- svæöi einstakra landa og lytu þvi engum. Sumar þjóöir vildu, að einhver alþjóöastofnun heföi á valdi sinu aö úthluta, hverjir fengju aö kanna sllk haf- svæöi eöa hagnýta þau, og væntanlega fengju þaö þá hæstbjóöendur hverju sinni. Onnur rlki töldu rétt aö sllkur aöili heföi meira umboö og vald, sem beindist aö þvl aö tryggja aö þær auölindir, sem fyndust á slíkum stööum, kæmu öllu mannkyni til góöa. Þetta var látiö biöa þriöju hafréttarráöstefnunn- ar. 1 annan staö blöur ráöstefnunnar þaö verkefni aö setja Itarlegar reglur varðandi hafrannsóknir og mengun. Stjórnmálaleg og efnahagsleg þýöing ráöstefn- unnar er geipileg. 71% af yfirborði jaröar er undir sjó, sem jaröarbúar hafa nýtt tiltölulega lltiö hingaö til, miöaö viö þá möguleika, sem hann býöur upp á. En æ fleiri beina nú augum sinum aö þeim mögu- leikum sem þar bjóöast til öflunar fæöu og hráefnis. Þaö eru ekki bara strandrlkin, heldur llka lönd, sem hvergi liggja aö sjó, sem láta sig þetta varöa. Hin síöarnefndu vilja eölilega, aö þeim verði tryggöur aögangur aö sjó og eölileg umferö skipa sinna um höfin — auk svo sanngjarns hluta af auöæfum hafsins. Ráöstefnufulltrúar, sem sumir hverjir segja, aö hafréttarráðstefnan sé þýöingarmesta alþjóölega samkoman, sem efnt hefur veriö til síöan 1945, eru ekkert of bjartsýnir um árangur I þessum þriöja áfanga. Mikil vinna biður þeirra. 1 Caracas voru lagöar fram um 250 tillögur, sem langflestar buöu upp á annan möguleika til vara, svo I rauninni mætti tvö- falda tillögufjöldann til aö fá sanna mynd af þvi, sem fulltrúarnir eiga eftir aö afgreiöa. Enn hefur engin samstaða náöst um, hvernig hafréttarlögin eigi aö oröast. 1 Genf munu fulltrúarnir fljótlega skipta sér I nefndir til þess að reyna aö finna málamiölunartil- lögur, sem liklegar eru til þess aö njóta nægilegs fylgis. Þrjár nefndir veröa þar mikilvægastar. Sú, sem fjalla á um yfirráö úthafanna. Onnur, sem fjallar um hafrétt og lögsögur. Þriöja, sem fjallar um mengun og hafrannsóknir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.