Vísir - 14.03.1975, Page 2
2
Vlsir. Föstudagur 14. marz 1975.
vfemsm--
Hvað finnst þér skemmtilegast i
sjónvarpinu?
Svanlaug Arnadóttir, frú og
hjúkrunarkona aö mennt: Ja,
herra minn trúr. Það er svo
óskaplega sjaldan sem eitthvað
er að horfa á. Þó held ég að
Heimshorn og Kastljós séu með
bezta efninu. Annars er útvarpið
öllu betra.
Svavar Berg Pálsson, korta-
gerðarmaður: 1 fljótu bragði held
ég að það séu fréttirnar. Það er
dálitið fjör I þeim núna. Annars
horfi ég ekki mikið á sjónvarpið.
Guðjón Sigurðsson, sjómaður: Ég
veit það varla, ég er nú búinn að
vera sjómaður um tima, svo ég
hef lítið sem ekkert séð sjónvarp-
ið. Annars held ég að Onedin sé
eitt af þvi bezta.
Vilborg Hafsteinsdóttir, af-
greiðsiustúika og nemi: Popp-
þættir og framhaldsþættir, og svo
stundum kvikmyndirnar á mið-
vikudags- og föstudagskvöldum.
Kristrún Jónsdóttir, starfar viö
gluggaskreytingar: Það er ekki
gott að segja, sjónvarpið virðist
vera anzi þunnt. En ef á dag-
skránni eru góð leikrit eða kvik-
myndir þá læt ég það helzt ekki
fara fram hjá mér.
Valdimar Einarsson, fulltrúi:
Þaö er ekki gott að svara þvi,
þetta er svo viðtækt mál. En ef ég
ætti að velja eitthvað, þá langar
mig mest i efni utan af lands-
byggðinni. Ég veit að það er dýrt,
en það væri gaman að fylgjast
með starfi og liðan fólksins þar.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Hnífstungumaðurinn
gengur alltaf laus
Einn átján ára skrifar:
„Glæpir borga sig aldrei”,
segir orðatiltæki nokkurt, en ég
er orðinn einn þeirra mörgu,
sem eru farnir að efast um
sannleiksgildi þess, að minnsta
kosti hér á landi. Ég mundi ekki
hika við að fara út á götu á
morgun, stinga gamlar konur
með hnifi, stela af þeim ellilif-
eyrinum og nauðga dætrum
þeirra, ef ekki kæmi til siðferði-
legt mat mitt á slíkum verknuð-
um. Eitt er vist, að ekki eru það
lögin, eða réttara sagt, fram-
kvæmd þeirra i reynd, sem
myndi draga úr þvi, að ég gerði
mér svona „dagamun”.
Á nokkrum vikum hefur 18
ára jafnaldra minum tekizt að
stinga félaga sinn með hnifi á
kvikmyndasýningu I einu kvik-
myndahúsi borgarinnar, þvi
næst gerði hann garð sinn fræg-
an með þvi að ráðast á mann
fyrir utan veitingahús I borginni
og veita þeim hinum sama
mikla áverka i andliti, og núna
siðast fengum við fréttir af þvl,
að þessi sami lúsablesi hefði
stungið mann með hnifi i vinstri
upphandlegg, og það á sjálfum
Laugaveginum klukkan 8. Geri
aðrir „betur”!
Getur ekki unnt ríkis-
starfsmönnum hvíldar!
um frltima. Ég hef sjálfur séð
einn starfsmann vera að skrifa
utan á umslög viðvikjandi fund-
um, þar sem hann er ritari, og
það I vinnutíma og virtist ekkert
feiminn við það. Einn var að
skrifa skattaskýrsluna sina
þegar ég kom inn til hans.
Annað dæmi. Margir iðka
sport og er ekki nema gott eitt
um það að segja. Það er, ef það
kemur ekki niður á vinnu
þeirra. Þeir fara i göngur i há-
deginu eða synda eða I blak og
júdó o.fl. En finnst ykkur það
ekki ganga helzt til langt, þegar
þeir fara úr vinnu kl. 11 1/2 og
koma kannski aftur til vinnu kl.
11/2-2. Þeir taka sem sé 2 tima I
matarhlé sem lögum samkv. á
að vera hálfur timi.
Ég gæti haldið þessari upp-
talningu áfram, en ég læt hér
'staðar numið að sinni.
Þar sem ég vinn eru um 20
starfsmenn, og það er hjá
einkafyrirtæki. Þar er ég viss
um að slik vinnubrögð væru
ekki látin liðast. Og ég held að
engum mundi detta I hug að
gera neitt af þessu I vinnu-
timanum, maður fengi bara
„pokann” sinn, eins og sagt er á
sjóaramáli.
En mér er spurn. Hver ber
ábyrgðina á sllkum vinnubrögð-
um? Hvernig er með ráðu-
neytisstjórana, skrifstofustjór-
ana, forstjórana, eða hvað þeir
heita nú allir þessir yfirmenn
hjá rikinu? Bera þeir ekki vissa
ábyrgð? Eiga þeir ekki að fylgj-
ast með daglegum rekstri og sjá
um að allir séu við vinnu?
Mér finnst að hjá þeim sé
pottur brotinn.”
K.J. skrifar:
„Það er nú mikið rætt um
sparnað á öllum sviðum og þá
helzt af ráðherrum og stjórn-
endum þessa lands, og er það
eflaust rétt mælt. En sumum
fyndist að þeir ættu að lita sér
nær, þeir góðu herrar.
Ég vil hér litillega minnast á
nokkrar rikisstofnanir, sem ég,
atvinnu minnar vegna, þarf oft
Iað koma I, og blöskra mér satt
að segja svo þau vinnubrögð,
sem þar eru látin liðast, að ég
get ekki lengur orða bundizt.
Þar er viðast hvar ofhlaðið á
jötuna. Ég er viss um að I mörg-
um ráðuneytum og stofnunum á
vegum rlkisins mætti fækka
starfsfólki um helming. Ég hef
aö undanförnu gert mér far um
aö kynnast starfsháttum nokk-
urra rikisstofnana nánar að
undanförnu og hef getað aflað
mér mikilla upplýsinga þessu
viðvíkjandi. En ég ætla aðeins
aö stikla á nokkrum dæmum
sem ég veit að margir hafa orð-
ið varir við auk mln.
Einn deildarstjóra veit ég um
sem þarf oft að fara á fundi er-
lendis. Sumir af þessum fundum
taka aðeins nokkra tima,
samanber þegar þessir fundir
eru haldnir hér heima, sem oft
kemur fyrir, en þegar þessi
rlkisstarfsmaður fer erlendis á
þessa dagsfundi tekur það hann
viku. Ég hef hitt hann erlendis
og hef þvl getað fylgzt með þvi.
Annan rlkisstarfsmann veit
ég um, sem var að koma úr
hálfsmánaðarferð til fjarlægs
lands, þar sem hann hafði staðið
I samningum fyrir land okkar.
Hann innritaðist á hótel i
London á heimleiðinni og dvaldi
þar I heila viku og skemmti sér
konunglega. Hver borgar brús-
ann fyrir þann aukakostnað sem
sllku fylgir og allt það vinnutap,
sem af þessu stafar?
Einn ríkisstarfsmaður fer i
kaffi þar sem hann hittir annan
úr öðru ráðuneyti kl. 3 1/2 og
sitja þeir þar minnst til kl. 4 1/2
og þá er bara eftir að fara i
vinnuna og sækja töskuna sina
og fara heim.
Annað dæmi. Einn starfsmað-
ur fer i morgunkaffi og situr yfir
þvi i 1 1/2 tima. Að minnsta
kosti er manni sagt að hann sé I
kaffi ef spurt er um hann.
Annað dæmi. Einn rikis-
starfsmaður hverfur úr vinnu,
kannski á hádegi, svona einu
sinni I viku og kemur ekki meir
þann daginn og kannski ekki
næsta dag heldur. Hann á vin-
konu, sem hann þarf að heim-
sækja, sem er einnig ríkis-
starfsmaður. Hver borgar brús-
ann af slikum vinnubrögðum?
Þetta fólk þarf ekki að halda að
ekki sé tekið eftir þessu, þegar
slikir hlutir gerast I vinnutima,
þó þaö sé hjá hinu opinbera.
Annað dæmi. Sagt er að þriðji
hver Islendingur starfi I ein-
hvers konar félagsskap. Og oft
þarf að undirbúa fundi og skrifa
ræður og greinar þessu viðvikj-
andi. Það hef ég frá einni vél-
ritunarstúlku i einu ráðuneyti,
að ótaldar séu þær stundir, sem
hún eyðir i að vélrita ræður og
greinar fyrir þetta fólk, sem er
þá hennar yfirmenn. Finnst
ykkur þetta vera rétt? Ef þetta.
fólk er að taka slíkt að sér á það
skilyrðislaust að vinna það i sih-
ef fundirnir eru haidnir eriendis
þurfa fulltrúar okkar viku til
liáifan mánuð til ferðarinnar.
Það er furðulegt, og til mikill-
ar skammar fyrir lögreglu og
dómsyfirvöld okkar, að slikum
glæpamanni sem þessum skuli
ekki hafa verið komið örugglega
bak við lás og slá strax eftir
verknaðinn i Laugarásbiói, sem
hefur áreiðanlega ekki verið
fyrsti verknaður bófans. En að
gefa honum svona rokna
„sjans” hvað eftir annað, svo
hann geti fullnægt ofbeldishvöt-
um sinum, það er nokkuð, sem
allir skynsamir menn myndu
roðna undan að bera ábyrgð á.
Það er algjör lágmarkskrafa
almennings, að framkvæmda-
valdið (lögreglan) og dóms-
valdið sjái til þess, að svona
mönnum sé komið bak við lás og
slá til að verja saklaust fólk
fyrir hugsanlegum árásum, i
stað þess að láta þá vaða uppi
og halda þannig áfram iðju
sinni. Einnig er nauðsynlegt, að
þessir menn fái hjálp geðlækna
og sálfræðinga til að reyna að
leysa vandamál þeirra. Þá er
það skylda iöggjafans og fram-
kvæmdavaldsins (rikisstjórnar-
innar), að hafin verði bygging
rikisfangelsis nú þegar. Síðan
Bjarni Benediktsson, þáverandi
dómsmálaráðherra, kom með
MAÐU$ STUNGINN
HNIFII HANDLEGG
LAUST fyrir klukkan 20 f fyrra
kvUd var riéizt á mann sem var í
gangi á Laugaveginum og hann
stunginn með hnffi f vinstri upp-
handlegg. För bnifsblaðið f gegn-
um vðévann og oddurinn stakkst
aéeins inn f hold i handakrikan-
um. Árásarmaéurinn var 18 íra
gamall piltur, töluvert ölvaður.
Piltur þessi hefur tvfvegis áður
verið tekinn fyrir slikar árásir á
ttnTHi Flittl hann
félaga sinn á kvikmyndasýníngu f
Laugarásbfði og skildi hann eftir
f blóði sfnu og seinna réðst hann á
mann fyrir utan Sílfurtunglið f
Reykjavík og veitti honum mikla
áverka f andliti. Pilturinn hefur
nú verið úrskurðaður i 60 daga
gæzluvarðhald.
Nánari atvik eru þau, að maður-
inn var að koma út úr kaffistof-
unni áatiÉiÉavegi 28. Var hann
aldábls. 23
frumvarp til laga um rikisfang-
elsi og vinnuhæli og annað laga-
frumvarp um héraðsfangelsi,
árið 1961, hefur litið sem ekkert
verið gert i þessum málum.
Nú er kominn timi til breyt-
inga. Ég vil þvl skora á dóms-
málaráðherra, herra Ólaf Jó-
hannesson, að hann láti hefja
raunverulega framkvæmd á
þeim lögum um rikisfangelsi,
sem eru brátt að ná 15 ára af-
mæli sinu. Dómsmálaráðherra
gerði jú nóg af þvi að gagnrýna
framkvæmd refsiréttarins,
meðan hann starfaði sem
prófessor. Svo nú er kominn
timi til að framkvæma, Ólafur!
P.S. Af hverju eru nöfn óbóta-
manna aldrei birt i dagblöð-
um?”