Vísir - 14.03.1975, Síða 4

Vísir - 14.03.1975, Síða 4
4 Visir. Föstudagur 14. marz 1975. andri hf. UMBOÐS & HEILDVERZLUN Borgartún 29, Pósthólf 1128 Símor-. 23955, 2Ó950, Rvík HOFUM FYRIRLIGGJANDI HINAR ÞEKKTU METREX PLAST ÞAKRENNUR OG FITTINGS KYNNIÐ YÐUR HIÐ SERSTAKLEGA HAGSTÆÐA VERÐ Ádeila og náttúran Hin hliðin á Guðmundi, náttúrudýrkandinn, er i raun og veru ekki eins fjarlæg ádeilu- manninum og ætla mætti i fljótu bragði. Sérhver góðkunningi náttúrunnar hlýtur að taka það óstinnt upp þegar mannfólkið i græðgi sinni og hugsunarleysi saurgar jörðina, lifið og tilver- una. Guðmundur á eina oliu- mynd á þessari sýningu, ákaf- lega slæma, en þegar hann tek- ur sig til við að nota pastel og vatnsliti er árangurinn bæði ferskur og fagmannlegur. Vatnslitamynd eins og nr. 15 („Grásleppukofar....”) er sneisafull af tærum og næmum tilbrigðum i kringum sterkt og einfalt viðfang, og pastelmyndir Guðmundar frá Hveragerði og nágrenni eru gerðar af kunnáttu og tilfinningu sem ég hef ekki séð lengi. Guðmundur virðist hafa náð fullu valdi yfir þeim erfiða miðli, pastellitunum, hvort sem hann leggur niður blokklaga form húsa, kræklótt tréform, eða sýnir hreyfingu öldunnar upp i sjávarmáh, eins og I myndinni „Frá Eyrar- bakka” (nr. 6). Að túlka fasta hreyfingu eða form lætur Guðmundi best sem pastelmanni, en það er aðeins i tjáningu fyrirbæra eins og sólarupprisu sem pastellitir hansverða gufukenndir. Afturá móti bætir hann þetta upp með vatnslitamynd sinni af sólarlagi (nr. 8) sem er heiðarleg og fin- lega unnin tilraun. Guðmundur Hinriksson: Mynd nr. 15: „Grásieppukofar” Beinskeyti Verk Guðmundar Hinrikssonar hef ég ekki séð áður, en hann sýnir nú 29 myndir að MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson Klausturhólum. Mun hann hafa haldið eina einkasýningu áður, en er menntaður i mynd- list frá Frakklandi 1965-70. Verk Guðmundar á þessari sýningu skiptast mjög skýrt i tvennt, i vatnslita- og pastel- myndir af húsum og landslagi og blýantsteikningar tileinkað- ar hugvisindum og tæknimenn- ingu 20. aldar. Þær siðarnefndu eru langt frá þvi að vera lofgjörð um 20. öld- ina, heldur eru þær bitrar ádeil- ur á græðgi, strið, auglýsinga- tækni og tviskinnungshátt. En sjónarmið Guðmundar er ekki hið hefðbundna vinstri sjónar- horn og túlkun hans byggist ekki á þeim tuggum um „imperial- isma” sem við höfum vanist I ádeilumyndum, heldur eru það óargadýr hins nútima þjóð- félags almennt sem Guðmundur afhjúpar. Það er einnig tilbreyting að sjá beinskeyttar ádeilumyndir sem eru vel teiknaðar. Connecting bracket Gutter length Folalda skrokkar KfTSTJÓRN simi 86611 VÍSIR Nýr glœsilegur skrifborðsstóll ó mjög hagstœðu verði AÐEINS KR. 8.910.- fjölmargar aðrar gerðir HVERGI MEIRA _______ ÚRVAL Suðurlandsbraut 10 Sími 83360 Framleiðandi: STALIÐJAN HF. KÓPAVOGI Úrbeining, p'okkun og merking. kg.kr. 270 0OT®©Tr©O>)0D^] Laugalæk 2 Simi 35020 Sérkennaranám í Svíþjóö Skólaárið 1975—76 mun væntanlega tveimur íslendingum gefast kostur á námsvist i sérkennaradeildum við kenn- araháskóla i Svlþjóð. Um er að ræða nám til undirbúnings stuðnings- og sérkennslu fyrir nemendur, sem eiga við örðugleika að etja vegna aðlögunarvandkvæða eða fötlun- ar af einhverju tagi. Til inngöngu er krafist kennaraprófs, og yfirleitt er skilyrði að umsækjandi hafi gegnt fullu kennslustarfi um a.m.k. þriggja ára skeiö. Þeir sem kunna að hafa hug á að sækja um námsvist sam- kvæmt framansögöu skulu senda umsókn til menntamála- ráðuneytisins.H'verfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. april nk. á sérstöku eyðublaði, sem fæst I ráðuneytinu ásamt nánari upplýsingum um námssvið og inngönguskilyrði. Vakin skal athygli á, að eingöngu er um að ræða námsvist, en ekki styrk. Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1975. cTYLenningarmál

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.