Vísir - 14.03.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 14. marz 1975.
7
Þannig
smíðum við
rúmið
M ‘
■ „» \
.
. ;,V'4v ■/
J »3Vt‘ , > : s '
*
Þetta getum víð
smíðað sjálf
Þetta skemmtilega rúm getum viö smíðað sjálf eftir teikningun-
um, sem við birtum hér á siðunni. Kúmið er smfðað úr furu og botn-
inn er spónaplata. Rúmið er 204 cm á breidd og 217 cm á lengd. Þar
með eru þá taldar hliðarplöturnar, sem eru 20 cm langar.
Dýnan er 195x160 cm. Þetta er vissulega stórt húsgagn, en þaö
þarf svo sem ekki annað aðhafa I svefnherbergi. Þaö má llka segja,
að rúmið taki alla fjölskylduna, svo stórt er það.
Það gefur rúminu enn skemmtilegri svip, ef dýnan er röndótt eins
og myndin sýnir. Áklæðið er saumaö úr 30 cm löngum ræmum.
Áklæöiö er rautt og hvltt á þessari mynd. Það getur verið hentugt að
sauma rennilás á, þvl þá er hægara að þvo það.
-* 207
70
: :
• • » 164 «——
Þetta er efnið, sem til
þarf:
1. Sökkullinn: 2 fjalir, sem eru
200x15x2 cm, 1 fjöl 196x15x2 cm,
2 fjalir 160x15x2 cm.
2. Rúmbotninn: 16 mm þykk
spónaplata , stærð 204x217 cm
(reiknið með botninum í tveim-
ur hlutum þar sem ekki er vlst,
að hægt sé að fá svo stóra
plötu.)
3. Ramminn, sem heldur dýn-
unni: 2 trélistar, stærð 160x5x2
cm, 2 trélistar stærð 199x5x2
cm.
4. Gaflinn: 5 fjalir stærð
207x10x2 cm, 1 fjöl 164x10x2, 2
fjalir í 18x10x2 cm.
5. Fjalir á hliðum og við fætur: 2
fjalir, sem eru 219x10x2 cm, 2
fjalir 210x10x2 cm, 1 fjöl
207x10x2 cm, 1 fjöl 185x10x2 cm.
Ennfremur þarf 64 stykki af 5
cm löngum boltum, 4 stykki af
hornvinklum, ca. 3.5 cm löng-
um ásamt skrúfum.
Smiðin:
1. Sökkullinn: Skrúfið saman
fjalirnar 5, þannig að myndist
rammi.eins og teikningin sýnir.
2. Rúmbotninn: Skrúfið saman
botninn úr spónaplötunni við
rammann eins og brotna linan á
teikningunni sýnir.
3. Ramminn utan um dýnuna:
Byrjið á þvl að skrúfa saman
rammann. Skrúfið 4 hornvinkl-
ana innan á rammann og skrúf-
ið rammann þar á eftir fastan
meö hjálp vinklanna við botn
rúmsins. Brotnu linurnar á
teikningunni sýna þetta nán-
ar.
4. Gaflinn: Leggið 6 langar fjal-
ir á gólfið og þvert yfir þær fjal-
imar tvær, sem eru 81 cm á
lengd. Skrúfið saman með bolt-
um. Sagið form gaflsins, og
festið hann við enda rúmsins
meö 4 boltum í sökkulinn.
5. Hliðarfjalirnar: Leggið fjal-
imar á gólfið 11 cm fjarlægð frá
rammanum utan um dýnuna.
Sagiö úr hornunum 45 gráðu
vinkil. Borið gat og skrúfið fast
með boltum i botninn. SHpið öll
skörp horn af og sllpið meö
sandpappír. Bæsiö og strjúkið 2-
3 sinnum yfir með glæru lakki.
Eða grunnmálið og lakkið, slíp-
ið á milli umferða.
Ennfremur þarf:
Dýnu, sem er 195 cm löng, 160
cm breið og 15 cm þykk.
Til þess að sauma áklæöið
þarf efni, sem er 225x190 cm. Til
þess svo að sauma áklæðið með
skáliggjandi röndum, eins og
sýnt er á myndinni, þarf 9 stykki
af 30 cm breiðum ræmum (gerið
ráð fyrir 1 cm í sauma á öllum
hliðum). Saumið ræmurnar
saman eins og teikningin sýnir.
Klippiö úr hverju horni 15x15
cm. Saumið hornin niður frá
röngunni.
Umsjón:
Edda Andrésdóttir