Tíminn - 19.07.1966, Síða 1
161. tbl. — Þriðjudagur 19. júlí 1966 —- 50. árg.
Enn eitt banaslysið:
BARN DRUKKNAR
Á HVAMMSTANGA
BS—Hvammstanga, mánudag.
Laugardaginn 16. júlí vildi það
slys til rétt fyrir liádegi, að dreng
ur á öðru ári féll í sjóinn og
drukknaði. Þetta var á grunnu
vatni. Systkini drengsins þrjú
voru að leik úti, er slysið átti sér
stað Drengurinn hafði ráfað frá
svstkinum sinum. og er þau urðu
þiss vör, að hann vantaði. fóru
þ->” að leita hans og fundu hann
fijótt.
Kramhald á bls 14
BÆNDUR KREFJAST STfTTARSAM
BANDSFUNDAR UM SÖLUSTÖÐVUN
AK.Rvík, 18. júlí. — Héraðsnefndir bænda hinar söniu og
héldu fund um sölu- og framleiðslumál landbúnaðarins í Rvk
20. júní s. 1. komu saman til fundar á Akureyri fyrir helgina, og
var þar samþykkt einróma eftirfarandi ályktun:
„Fulltrúafundur bænda, hald
inn á Akureyri 16. júlí 1966 bar
sem mættir voru fulltrúar ui
Múlasýslum, Þingeyjarsýslum.
Eyjafirði, Skagafirði, Austur-
Húnavatnssýslu og Árnes- og
Rangárvallasýslum, telur með
öllu óviðunandi þá níðurstöðu,
sem fengizt hefur við kröfura
fulltrúafundar bænda í Reykja
vík frá 20. júní s- 1. samkvaamt
tilkynningu framleiðsluráðs
landbúnaðarins, 13. þ. m.
Því vill fundurinn endurtaka
og árétta kröfur fundarins í
Reykjavík til stjórnar stéttar-
sambandsins, að boða tafarlaust
til aukafundar samtakanr.a, fil
þess að taka ákvörðun um sölu
stöðvun landbúnaðarvara, eða
aðrar aðgerðir.
Verði stjórn stéttarsamibands
ins ekki við þessum kröfum um
aukafund í stéttarsambandina,
felur fundurinn framkvæmda
nefnd þeirri er fundur héraðs
nefnda kaus í Reykjavík að
leita þess við fulltrúa Stéttar
sambandsins að fylgja þessan
kröfu fram.“
Fjórfættur
hænuungi
GS—Breiðdalsvík, mánudag.
Fyrir nokkrum dögum gerðist
sá atburður á Gilsá í Breiðdals.
vík að þar kom úr eggi hænuungi
með fjórar lappir. Aukalappirnar
eru heldur visnar. Að öilum líkind
um verður hænuunginn sendur
suður, svo að sérfræðingar þar
megi líta á gripinn.
3SÍLDAR
/ 40 NET
IH—Seyðisfirði, mánudag.
Um' helgina komu hingað þrír
norskir reknetabátar. Alls eru 13
norskir reknetabátar komnir á ís
landsmið, en engir snurpunóta-
bátar. Norsku bátarnir hafa ekki
fengið neina síld; vitað var um
einn bát. sem lagði 50 net á 3ja
hundrað míiur út af Langanesi og
fékk hálfan stamp og annar lagði
40 net á leiðinni milli Færeyja og
íslands og hafði þrjár síldar upp
úr krafsinu!
Hrafnsungi í
l/esturbænum
HZ—Reykjavík, mánudag.
Blaðam. og Ijósmyndari Tím-
ans GE hittu í dag á förnum
vegi Lárus Salómonsson, iög-
regluþjón, og hélt hann á
hrafnsunga. Spurðum við hann
hvar hann hefði náð í ungann.
— Eg var sendur vestur í
bæ til þess að ná í þennan
hrafnsunga, sem var að flögra
um í görðum.
— Hvernig heldurðu, að hafi
staðið á fcrðum hans þar?
— Það er vitað, að hrafnar
verpa ekki i Reykjavík. Þar af
leiðandi hefur unginn verið
fluttur af manna völdum til
borgarinnar. Einnig virðist rétt
að álíta, þar sem unginn er
flugvana, að fólkið hafi haft
hann innilokaðan i nokkurn
tíma.
— Hvað hyggstu gera við
krumma?
— Honum verður bezt borg.
ið hjá einhverjum dýravernd-
ara eða fuglagæzlumanni, sagði
Lárus.
Urskurður Alþjóðadómstólsins í málinu um Suðvestur-Afríku
VÍSAÐI MÁLINU FRÁ!
NTB-Haag og Jóhannesarborg,
mánudag.
Alþjóðadómstóllinn í Haag vís
aði á bug ákæru Líberíu og
Eþíópíu gegn Suður-Afríku
vegna stjórnar Suður-Afríku í
Suðvestur-Afríku. Vísaði dóm-
s'óllinn ákærunni á bug á þeim
forsendum, að hvorki Líbería né
Eþiópia hefðu lagalegan rétt til
þess að hefja mál út af Suð-
vestur-Afríku.
Á þennan hátt slapp Alþjóða-
dómstóllinn við að dæma um
kjarna málsins, nefnilega, hvort
aðgerðir Suður-Afríkustjórnar í
Suðvestur-Afríku og apartlieid-
stefnan, sem er framkvæmd þar,
sé f samræmi við umboðið frá
þjóðabandalaginu. Dómstóllinn
ræddi mál það ekkert, heldur
einungis það lögfræðilega atriði,
hvort ríkin, sem ákærðu Suður-
Afrfku, hefðu lagalegan rétt til
þess að taka afstöðu til aðgerða
stjórnar Verwoerds f Suðvcstur-
Afríku.
Dómstóllinn skiptist til helm-
inga f afstöðu sinni til málsins,
og formaðurinn, Sir Percy Spend
er frá Ástralíu, notaði rétt sinn
til tvöfalds atkvæðis til þess að
fella dómlnn gegn Líberíu og
Eþíópfu. Bandaríski dómarinn P.
C. Jessup segir i séráliti, að
hann harmi að þurfa að lýsa því
yfir, að hann telji að úrskurður
dómstólsins hafi alls engan laga-
legan grundvöll.
Framhaid á bls. 14.
Geimferð
Gemini-10
hófst í gær
NTB-Kennedyhöfða, mánudag.
Bandaríska geimfarinu Gemini-10
með geimfarana John Young og
illichael Collins innanborðs var í
kvöld (íslenzkur tími) skotið á
loft frá Kennedyhöfða á Florida,
og eiga þeir samkvæmt áætluninni
að dveljast þrjá sólarhringa úti f
geimnum. Geimfararnir eiga að
fara lengra út í geiminn en nokk-
ur annar maður og einnig eiga þeir
að eiga „stefnumót" við tvær eld-
flaugar úti í geimnum.
Geimfarinu var skotið á loft kl.
20,20 að íslenzkum tíma, eins og
áætlað var. 100 mínútum áður var
Agena-eldflaug skotið á loft og
komst hún á fyrirhugaða braut
umhverfis jörðu.
Ætlunin er. að Gemini-10 hitti
Agena-eldflaugina á fjórða timan-
um í nótt að íslenzkum tíma, og
verður geimfarið þá yfir Suður-
Atlantshafi. Þrem tímum síðar
eiga geimfararnir að tengja geim-
farið við eldflaugina.
Tveim tímum þar á eftir á erf-
iðasti þáttur geimferðarinnar að
hefjast. Þá er ætlunin að geim-
fararnir noti Agena-eldflaugina
sem orkugjafa til þess að flytja
geimförin. sem verða tengd sam-
an, í átt tii annarrar Agena-eld-
flaugar, Agena-8. sem er á braut
umhverfis jörðu l 393 kílómetra
fjarlægð. eða 106 km iengra frá
jörðu en Gemini-10. Þetta verður
i fyrsta sinri að mannað geimfar
notar annað geimfar sem orku-
gjafa úti I geimnum. Ef þetta
„stefnumót“ tekst. mun það eiga
sér stað um 47 klukkustundum
eftir að Gemini-10 var skotið á
loft. Collins á þá að fara út úr