Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1966, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. júlí 1966 TÍMINN F. 12. júlí 1900 — D. 11. júli 1966 | í næðu og riti er iðulega le:tld athygli okkar að þeim breytingu-.u til batnaðar, sem orðið hata á kjöruim íslenzku þjóðarinnar á síðustu 50 árum, er hún hóf sig úr allsleysi upp í allsnægtir. Uim aldamótin átti þjóðin eng- in skip til að færa sér varning, varla skip til að draga sér fisk úr sjé, engar hafnir enga vegi, litla sem emga ræktun, og fæstar þeirra stofnanna, seim nú þykja alveg óimissandi. Foreldrar urðu að leiggja hart að sér til að koma börnum sínum til mennta Jg varla var aðra æðri menntun að fá en þá, sem talin var henta emtoiættismönnum. Nú eru íslendingar með tekju- Ihæstu þjóðum Evrópu miðað við tovem einstakling og helztu á- hyggjuefni stafa af alls konar óráðsíu efnahagskerfisins sem fylgt hefur í kjölfar velmegunnar innar. Nú era unglingar reknír í skióla, hvort sem þeir vilja eða ekiki og þeim býðst margvísleg fyr irgreiðsla hérlendis og erlendis, ef hugur þeirra ttendur til að afla sér æðri menntunar, sem nú er að fá á ölluim sviðum mannlegs lífs og lífsþarfa. Það er holt að hafa sögu þessarar þróunar í huga, þvi hún hefur vissulega ekkí komið fyririhafnarlaust og oft er vandara að gæta fengis fjár en að afla þess. Það er nauðsynlegt að ungir íslendingar kunni skil á þessari sigunsælu framfaraþróun og til þess þurfa þeir að vita deili á þeim forigönguinönnum, körlum og konum, sem ruddu brautína, hver á sínum vettvangi, og nú eru óð- um að kveðja. En því vek ég at- hyglx 'á þessu máli, að í dag berum við til moldar einn af þessum mœtu sonum íslands, sem ruddu brautina og mörkuðu sporin. Teitur Eyjólfsson frá Eyvindar- tungu verður í dag jarðsettur í Laugardal, sveitinni, sem hann helgaði mest af sinu ævistarfi og þar sem hann unni fósturjörðinm heitast. Kiornungur varð Teitur að taka þátt í brauðstriti fjölskyldunnar, eins og flestir aðrir jafnaldrar lians. En hinn kjarkmikli og skarp gáfaði unglingur fékk litla mennt un aðra en barnafræðsluna. í af-! mælisgrein sem Teitur reit um Jónas Jónsson áttræðan gerir hann grein fyrir því, að þessi barnafræðsla var svo kyngimögn- uð hugsjónum, franxfaravilja og þjóðerniskennd, að hún reyndist honum varanlegt veganesti alla tíð. Að barnafræðislu frátalinni varð hann að byggja á eígin þekk ingarleit og með vaxandi þroska dugði hún honum til að brjóta af sér fjötra fátæktar og íordóma og sækja fram á mörgum sviðum. Mjög ungur gerðist iianr. mikil- virfeur bóndi og framkvæmdi um- bætur í búnaði og rækt.un, sem voru afihyglisverðar og fyrirferðar miklar á þeirrar tíðar mælikvarða nýbyggingar og rafvæðingu. Hann var um sjö ára skeið forstöóumað ur rfkisfangelsins á Litla Hrauni, hann var umsjónarmaður með fyrstu hafnargerð í Þorláksihöfn, hann stofnaði hyggingarvöruv.jrk- smiðju í Hveragerði og rak hana, þar til heilsa hans bilaði, hann var síðustu 4 ár ævinnar ráðs- maður sjúkrahússins á Selfossi, og umsjónarmaður sauðfjár /eikivarna í Árnessýslu var hann frá upphafi þeirra til dánardægurs. í engu þessara verkefna taldi Teitur það duga að fylgia aðeins straumi þróunarinnar. Hann beitti sér í hverju verkefni að því að veíta sjálfur þeim straumi i réttan farveg og lagði óhikað inn á nýjar leiðir. Slík er einkenm hins atorkusama brautryðjanda. Sins og aðrir samtímamenn hans, sem ruddu brautina, lét hann MINNING Teitur Eyjólfsson frá Eyvindartungu hvorki þrældóm né latækt kúga sig heldur brauzt út úr viöjunun: til að taka þátt í að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag, með nýj um atvinnutækjum, nýjum stofn unum, nýjum möguleikum til betra lífs fyrir sig og niðja sína. Það eru þessir menn, sem eru lausnin á þeirri gátu, sem spokíng um innlendum og erlendum þykir oft harla torráðin, hvernig fslend inguim mátti takast að verða sjálf stæð og bjargálna þjóð. Teitur Eyjólfsson var fældur að Háteigi í Garðabreppi 12. júlí árið 1900, og hann lézt á sjúkra húsinu á Selfossi 11. júlí 1966, dag inn fyrir 66. afmælisdag sinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Teitsson, óðalsbónda í Háteigi, og kona hans Asbjörg Þorláksdóit ir alþingismanns í Fífuhvammi. Hann fluttist með foreldrum sin- um tveggja ára gamall til Reykja víkur, þar sem hann ólst upp í 5 sysfikina hópi. Teiti var strax sem unglingi gef ín mikil athafnaþrá, sem hið fá- tæklega umhverfi og stopula at- vinnulíf gat litla litrás veitt. Þá var honum komið í sveit 16 ára göimlum og í búskapnuim fnnn hann sjálfan sig og fjórum árum síðar var hann orðinn sjáífstæð- ur bóndi á Böðmóðsstöðum í Laug ardal. Hann kvæntist glæsilegii höfðingsdóttur, Sigríði Jónsdólt- ur frá Stýflisdal, sem fóstruð var í Efstadal. Eftir tveggja ára búiskap á Böð- móðsstöðuim fluttust þau hjónin að Eyvindartungu, sem bau höfðu fest kaup á. Jörðin var þá heldur rýr, að miklu leyti fúamýri cg var vart komizt ríðandi heim að bænum fyrir fenjurn. Þessa jörð gerði Teitur að höfuð bóli. Með handverkfærum einum tækja ræsti hann mýrina við tún fótinn, breytti henni í engjar og stæklkaði túnið. Hann byggði nýtt íbúðarhús, fyrsta steinsteypta íbúð arhúsið í sveitínni, og siótt.i f sko-ppandi bæjarlækinn, sem rann út mýrina, nægilega raforku xil matseldunar, til upphitunar bæjar hússins og lýsingar þess og allra útihúsanna. Hór fór sannur full- trúi hins nýja tíma og ekkí fór hjá því, að sveitungarnir veittu hinum unga aðkomumanni nokkra athygli, enda fór svo fljótlega, að þeir fólu honum forsjá sveitar- málefna og var hann um langt skeið yngsti oddviti landsins. Teit ur hafði enga löngun til að fara troðnar slóðir í búskap heldur leitaði ýmsra nýrra leiffa og nýrra úrræða. T. d. tók hann upp þá aðferð við fóðrun fjárins, sem þá þótti af flestum lítil bú- mennska, að fóðra féð vel yfír veturinn. Hann taldi víst, að fóð- urkostnaðurinn myndi skila s«r aftur. Nú er þetta ein af undir stöðukenningum fjárræktarmanna. Arið 1938 réðst Teitur í þ| miklu fjárfestingu að byggja upp að nýju öll útihús og stækka íbúðar- húsið. Um það bíl, er þessu verki lauk, fengu bændur heimsókn af vágesti, sem fór ránshendi um eig- ur þeirra og hrakti þá marga írá búum sínum. Sauðfjárpestin voða- lega felldi á skömmum tíma megn ið af bústofni bóndans í Eyvindar- tungu og skildi hann eftír með þungan skuldabagga en rúinn tekj um. Bændur tóku höndum samatx við yfirvöldin um að reyna að stemima stigu við framsókn pest- arinnar með víðtækum vörnum og var Teiti falin umsjón þeirra í Árnessýslu. Urðu nú þáttaskil í starfi hans. Dómsimálaráðherra var um þoss ar mundir að skyggnast eftir du? legum og stjórnsöimum manni til að taka við forstjórn vinnuliælis- ins að Litla Hrauni. Fól han.i nú Teiti þetta starf. í sambandi við sköruglega stjórn sína á Lítla Hrauni varð Teihtr þjóðkunnur maður. Ég hef það eftir embætt.ismaniii sem var í áratugi nákunnur mál- um vinnuhælisins, að aldrei hafi rekstur og stjórn stofnunarinr.ar verið bétri en meðan Teits naut þar við. f öllum störfum sínum var Teitur stjórnsamur mjög og náfcvæmur og naut stofnunin þoss í rífcum mœli. Einnig hafði hann einkar gott lag á því að vek.ia vinnuáhuga fanganna. Við hælið starfaði hann í 7 ár og hvarf þá aftur að búi sínu í Eyvindartungu. En nú voru við 'horf orðin breytt. Hann fann sig ekki lengur sama mann og áður til að leggja á sig erfiðisvinnu bóndans og einnig höfðu nú elztu synir hans tekið við öllum störf- um á búinu í samvinnu við móð- ur sína og leystu þau af hendi af mesta myndarskap. Á búinu voru því ekki lengur nein hlutverk , sem á hánn kölluðu sérstaklega og hófst nú enn nýr þáttur ævislarfs ins. Hafnarnefnd Þorlákshafnar hafði byrjað fyrstú hafnarframkvæmdir og þurfti nú röskan og úrræða- góðan mann til að annast umsjón með verkinu fyrir hennar hönd. Teitur tók að sér það starf. Þá var engin byggð komín í Þorlákshöfn utan gömlu bæjarhús anna en til að vekja tiltrú út á við á útgerð frá staðnum hóf Teitur nú útgerð tveggja báta með góðum árangri. En hann lagði hana niður, þegar Meitillinn hóf útgerð sína við bættar lendingar bætur og með stærri bátum. Teitur hefur sagt mér, að með an hann var á Eyrarbakka og síð- ar í Þorlákshöfn, hafi sér verið það mjög hugleikið mál, hvernig hagnýta mætti eitthvað af hinum geysilega jarðhita í Hveragerði til iðnaðar. Helzt haf5 honum hug- 1 kvæmst að nota mætti hana til að gera sérstaklega sterkan bygg ingarstein, stein'hellur, rör og ann að þess háttar. Að loknum framkvæmdum í Þorlákshöfn kynnti hann sér þetta mál rækilega. Fékk liann gerðar vísindalegar at.huganir bæði við Hásfcöla íslands og í Þýzkalandi. Upp úr athugunum hans varð til steypuverksmiðjan Steingerði h. f. í Hveragerði árið 1954. Var þar síðan reikin umfangsmikill bygg- ingarvöruiðnaður undir stjórn Teits. Þegar heilsa Teits fór að bresta verulega var verksmiðjunni lokað. Er það mi'kíð tjón fyrir Hveragerði, að iðnaður þessi skyldi ekki halda áfram og dafna. Teitur lagði á margt gjörva hönd og reyndist traustur og úr ræðagóður en framar öllu öðru var bonuim landbúnaðurinn nug- fólginn, hann var bóndi fyrst og síðast. Búnaður og ræktun bæði til nytja og augnayndis var hon um hjartfólgnara viðfangsefni en nofckuð annað. Hann var bóndi í Eyvindartungu í 30 ár. Þá gerði hann jörðina að ættaróðali og lét hana í hendur elzta syni sínum. Kindur átti hann á iörð sinni í Selvogi síðustu ár sín. Árið 1960 hófst síðasti þáttur í ævistarfi Teits og sá, er lekldi leiðir okkar saman. Þá fyrir nokkru var hafinn á Selfossi rekstur sjúkraskýlis, sem fyrir starfsemi ungs og ötuls s.iúfcraihúslæknis varð á svípst.undu ærið umfangsmikill. Þávei-andi for maður sjúkrahússtjórnar hafði haft með höndum efnahagslega leiðsögn spítalans í hjáverkum en nú varð ekki hjá því komizt að ráða sérstakan ráðsmann og tók Teitur að sér það starf. Stjórn stofnunar með all margt starfs- fólk og margháttaðar þarfir var ekkert nýmæli fyrir Teit, enda fannst fljótt, að enginn viðvanings bragur var á handleiðslunni. En sj.úkrahúsmál sem slík voru hon- um nýmœli og nú kom í Ijós sú kostgæfni, sem honum var töm, að kynna scr gaumgæfilega hvert verkefni. Hófst hann þegar í stað handa að afla sér staðgóðrar þekk ingar á öllu því, er að starfi hans laut, með því að ná sambandi við ráðsmenn annarra sjúkrahúsa og fræðast af þeim. En ekki lét hann þar staðar numið heldur kynnti sér allt, sem snerti rekstur og rekstrarafkomu sjúkrahúsa ai- mennt og ekki leið á löngu, þar til hann var farinn að vinna af fullum krafti með forstöðumönn- um annarra sjúkrahúsa til að finna lausn á hinum miklu fjárhagsörð- ugleikum sjúkrahúsanna, hæði í byggingu og rekstri. Leiddi þetta samstarf til þess, að stofnað var Landssamtoand sjúkrahúsa. Vsr hann einn af stofnendum þess og í stjórn þess til dauðadags. Starf sambandsins hefur leitt margt gott af sér í þessum efnum þótt margt þurfi enn að lagfæra. Vann Teit ur einmitt að nánari endurskoð un þessara mála, er hann lagðist banaleguna- Um svipað leyti og Teitur kom að sjúkrahúsinu á Selfossi, var ég kjörinn í sjúkrabússtjórnina og é'g fór margar kynnisferðir með honum á önnur sjúkrahús. Ég kynntist Teiti mjög vel í þessu starfi okkar og lærði að meta hann því meir sem kynni okkar urðu lemgrí. Hann var umhyggju- samur og hjálpsamur við alla, sem leituðu fyrirgreiðslu hans. Hann mátti ekkert aumt sjá, svo að hann reyndi ekki úr að bæta. Hann var óþreytandi starfs maður en hafði þó ævinlega nógan tíma til að sinna nýmælum. Hann kunni þá list að skipuleggja starf og skilja kjarna frá hismi. Það var sönn ánægja að vera með Teiti, er við þurftum að sækja heim ' 'náttarvöld“. Þá fékk óg að V "'rnig þessi óskólagengni bói ræddi við sér miklu menntaðri menn um vandamálin eins og við jafningja og góða kunnimgja og svo fim- lega hélt hann á málum, að ævin- lega var tekið tillit tíl þess, sem hann sagði. Slíkt leika ekki aðrir en veraldarvanir gáfumenn- Það mál, sem við Teitur áttum saman fremur en önnur mál og gerði okkur að nánum vinum, þótt ekkert vekti okkur meiri skoðana mun, var stofnun og fyrsta ganga blaðsins Þjóðólfs. Við vorum þrír, sem hleyptum því blaði af stokkunum, Björn Fr. Björnsson alþingismaður, Teit ur og ég, en það var Teitur, sern lagði fram fyrstu penimgar.a. f áhugamálum sínum var hann aldrei hálfvolgur. Síðar komu aðr ir og margir fleiri við sögu, en það vorum við Teitur, sem mest afskipti höfðum af blaðinu í upp hafi. Ég man hve hann skemmti sér innilega við þetta brall okkar og var þá fullur af fjöri og glensi eins og nýútskrifaður stúdent. Teitur var vel ritfær og hafði mikla ánægju af því að skrifa. Greinar hans, eins og „Ljós yfir Strandakirkju" og afmælisgreinin u m J.J. áttræðan eru perlur. Fn mér lífcaði ekki ádeílustíll hans, þótt ekki skorti rökfimina. Við urðum fljótlega mjög ósanrmála um það, hvernig skrifa bæri blað ið, og gerðist ég því afar einráður ritstjóri til að reyna stýra þessu fátæklega blaði fram hjá því, sem ég taldi verstu fallgryfjur áhuga- blaðamennskunnar. Teitur lét þetta gott heita og rökræður okfcar urðu aðeins til að skerpa vináttu okkar. Tími hans til að skrifa varð fljótlega takmarkaður, því oddvitastarf hans í Hveragerði færðí honum ærin verkefni. Þetta oddvitastarf hreppti hann eftir fræga kosninga baráttu, þar sem hann leidcli vinstri flokkana til sigurs, en ágreiningur kom upp milli hans og annarra samstarfsmanna, sem skerptist af langri fjarvizt hans sökum vanheilsu, því nú sótti sá sjúkdómur fast á hann, sem að lokium réði úrslitum. Það lýsir því aðdáanlegu sálarþreki hans til hinstu stundar, hve miklu hann fcom í verk, bæði fyrír Hvera- gerði og sjúkrahúsið á þessu erf iða sjúkdómsskeiði hans. Aldrei heyrði ég hann leiða tal ið að kvalafullum sjúkdómi símim nema til að kvarta yfir þeim töf- um frá vinnu, sem hann ylli hon um. Hugurinn var allur við verk efnin í Hveragerði og á sjúkrahús inu eða vandamál vina hans. Æðrulaust síkipaði hann sjálfur síðustu málum sínum, sinní eigin útför. Hann vildi kveðja aoelro- stað sinn Reykjavík og iegg.iast síðan til hinstu hvíldar f sveii- inni sinni, Laugardal. Ýmsum þótti Teitur harðskeytt ur og erfiður víðskiptis. f því efni var um að ræða þá eiginleika sem hinn bláfátæki kaupstaðadreagur á fyrstu tugum aldarinnar taldi að þyrfti að temja sér til að brjótast út úr örbirgð til bjargálna og til að kikna hvorkí fyrir stórbokkum né illmælgi. En harkan var ekki hið eiginlega eðli Teits. Að eðlis- fari var hann ljúfur og glaðsinna. Flestir sem til hans leítuðu ti] Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.