Vísir - 17.04.1975, Síða 9
Vlsir. Fimmtudagur 17. april 1975.
cTVIenningarmál
TÓNABÍÓ •
„Mafian og ég”
Leikstjóri:
Iienning örnbak
Aðalhlutverk:
Pirch Passer.
Allt í sömu
hrollvekjunni
Leitið og þér munuð finna. Dirch Passer I einu af gervum sinum i
myndinni „Mafian og ég”. A litiu myndunum á siðunni hér við
hliöina má sjá nokkur af gervum hans til viöbótar.
Bregður sér í 11 gervi
Dirch Passer hafði ekki leikið
i kvikmynd i tvö ár þegar hapn
tók að sér hlutverk Viktors i
myndinni „Mig og Mafiaen”,
sem Lise Nörgaard hafði samið
fyrir hann. Það er eins og
Passer hafi viljað bæta upp
fjarveru sina og i þessari einu
mynd sjáum við hann i ellefu
mismunandi gervum.
Taka myndarinnar stóð i tvo
mánuði og á öllum þeim tima
fékk Passer aðeins tvo fridaga.
Hann er með i næstum hverju
einasta atriði og stöðugt er hann
að skipta um andlit. Hann
bregður sér nokkrum sinnum i
gervi kvenna, einnig i gervi
auðmanns, lögfræðings, þjóns,
fréttaljósmyndara, hers-
höfðingja og kaþólikka.
Atburðarásin er hröð og
áhorfendur standa allan timann
á öndinni af hlátri. En maður
fær aldrei of stóran skammt af
Dirch Passer. Það er hreint
ótrúlegt, hvað þessi leikari get-
ur brugði- upp margvislegum
svipbrigðum.
„Mig og Mafiaen” er gerð
árið 1973, þegar myndin um
Godfather hefur slegið i gegn.
Hér fer Passer með hlutverk
Viktors, sem vinnur við að
pretta náungann. Eitt skiptið
gengur hann of langt: Hann fer
að troða mafiunni um tær.
Hann hafði haft 10 milljónir
sænskra króna út úr ítala, sem
möglunarlaust hafði greitt þá
upphæð fyrir að fá Carl Gustaf
fyrir tengdason.
Viktor hefur einig orðið fyrir
þvi óláni að svindla á
„Klumpinum,”, sem er dansk-
ur stórbófi. Sá vill umsvifalaust
myrða Viktor, en morð-
tilraunirnar mistakast hver af
annarri, þvi útsendarar
mafiunnar eru jafnan á næstu
grösum i þeim tilgangi að
vernda Viktor. Mafian vill
nefnilega ógjarnan missa
Viktor undir græna torfu, áður
en þeim hefur tekizt að endur-
heimta 10 milljónirnar, sem
'áður eru nefndar og komnar
voru inn á bankareikning i
Sviss.
Félagi Viktors i svindlinu
hafði lagt peningana i bankann
og týnt lifinu, áður en hann gat
sagt Viktori nafn bankans
og númer reikningsins. Hann
hafði þó náð að skrifa hjá sér
upplýsingarnar, áður en hann
lézt: A bakhluta fjögurra
vinkvenna sinna. Og nú má
Viktor fara á stúfana með les-
gleraugun sin....
Þessi mynd gerði mikla lukku
i Danmörku og þvi var farið út i
að gera aðra mynd i framhaldi.
I þeirri mynd hefur Viktor
gengið i lið með mafiunni og
fyrsta verkefni hans er að selja
arabiskum oliusheik Sivala
turninn i Kaupmannahöfn.
Þegar Viktor heldur á
greiðslunni i höndunum, 10
milljónum danskra króna,
kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að það fari betur á þvi, að
upphæðin sé óskipt og slær eign
sinni á alla upphæðina. Mafian
lætur sér það ekki lynda.
Eltingaleikurinn er hafinn!
En hvað um það. Það er fyrri
mafiu-myndin, sem núna er
verið að sýna. Það er öhætt að
mæla með henni fyrir hvern
þann, sem vill hlæja duglega i
90 minútur. Vonandi fáum við
svo að sjá framhaldið innan
tiðar.
bæði tónlist og myndatökuvél-
um er beitt á kunnáttusamlegan
hátt.
Myndín fjallar um kaupsýslu-
mann i Kataniu á Sikiley, sem
hefur misst konu sina frá þrem
ungum sonum. Þegar feðgarnir
koma heim frá útförinni tekur á
móti þeim ung og falleg stúlka,
sem segistvera nýja vinnukon-
an. Frúin hafi pantað eina slika
frá ráðningarskrifstofunni rétt
fyrir andlátið. Stúlkan, sem
heitir Angela er myndarleg og
þrifin og allt i röð og reglu i
húsinu.
Fyrr enn varir hefur myndazt
óþægilegur þrihy rningur,
heimilisfaðirinn Don Ignazio og
þrettán ára gamall sonur hans,
Nino, verða báðir yfir sig hrifnir
af Angelu.
Heimilisfaðirinn vill ólmur
ganga i hjónaband með Angelu,
en til þess að það geti orðið
krefst séra Cirillo þess, að
synirnir og móðir Don Ignazio
samþykki ráðahaginn. Nino litli
á erfitt með að kyngja þvi, að sú
sem hann elskar eigi að verða
stjúpmóðir hans og hann
þrjózkast við að gefa samþykki
sitt. Segir að móðir sin heitin
komi til sin á nóttunni grátandi
yfir fyrirætlunum eftirlifandi
manns sins.
Þannig togast feðgarnir um
Angelu áhorfendum til mikillar
skemmtunar!
Þaö er eins og ekki sé lengur
hægt aö framleiöa kvikmynd án
þess aö punta upp á hana meö
stripuöu kvenfólki. Hér er
Laura I einu atriöi myndarinnar
„Maliza”.
LAUGARASBÍÓ:
„Scream..and die ”
Leikstjóri: Joseph Larraz
Aðalhlutv.: Andrea Allan.
,,Scream....and die” er ekki
eins afleit og maður hafði gert
sér i hugarlund, áður en maður
gekk inn i sýningarsalinn. Hröð
atburðarás, þokkaleg kvik-
myndataka óg rétt notkun tóna
gerir myndina að þvi sem hún
er. Leikararnir eru aftur á móti
fremur lélegir og mesta furða,
hvað leikstjóranum tekst að
bjargast með þá.
Þegar upp er staðið að sýn-
ingu lokinni, fer maður að velta
þvi fyrir sér, hvað það hafi ver-
ið, sem hélt athygli manns vak-
andi allan sýningartímann. Við
nánari ihugun kemst maður að
þeirri niðurstöðu, að það hafi i
rauninni verið óþarfi að fara og
sjá þessa mynd. Hún er, þegar
allt kemur til alls, ekkert annað
en safn sýnishorna gamal-
kunnra hrollvekjuatriða. Hér er
tjaldað til öllu þvi, sem aðrar
myndir hafa selzt út á undan
farið, nefnilega geðbiluðum
morðingja, nauðgunum, blóði,
rassaköstum, draugalegheitum
og öðru þviumliku.
Sagan segir frá eftirsóttri
ljósmyndafyrirsætu i London,
sem verður vitni að hrottalegu
morði i afskekktu húsi úti i
sveit. Það er nótt og stúlkukind-
in hleypur út úr húsinu með
morðingjann á eftir sér. Henni
tekst að komast undan, en
morðinginn hefur uppi á henni
og gerir henni lifið leitt....
Blóðidrifið atriöi úr myndinni ,,Scream...and die”.
KVIKMYNDIR
RASSAKÖST
I
w w
BIOUNUM
um og eftir siðustu helgi eru
komnar sin úr hverri áttinni.
Ein er frá Danmörku, önnur frá
Italiu og hin þriðja frá Bret-
landi. Allar eiga þessar myndir
það þó sameiginlegt að skarta
berrassa kvenfólki. Engin
myndanna getur þó talizt til
klámmynda (eina atriðið, sem
mætti fara minna fyrir er ástar-
leikur fullorðnu konunnar og
smástráksins i myndinni, sem
Laugarásbió sýnir).
Myndin „Allir elska Angelu”,
sem Austúrbæjarbió hóf sýning-
ar á i gær, gengur út á sexið frá
upphafi til enda. Það er gert á
jafn léttan og skemmtilegan
hátt og i t.d. Rúmstokks-
myndunum. Það er þó langt i
frá, að hægt sé að bera saman
handbragð þessarar myndar og
Rúmstokksmyndanna. Þessi
mynd er yfirvegaðri og þar af
leiðandi eftirminnilegri.
Hið eina, sem er athugavert
við hana eru litirnir. Þeir eru
eitthvað undarlegir. En allt
annað verður að teljast til þess
betra er sést á hvita tjaldinu
og flokkast undir grin og gam-
an. Það er valinn leikari i
hverju hlutverki og leikstjórn er
afbragðs góð. Hraðinn er jafn og
Laura AntonelM og Turi Ferro I hlutverkum slnum I myndinni
„Malizia”, sem Austurbæjarbió hóf sýningar á I gær.
eftir Þórarin J.
Magnússon
AUSTURBÆJARBtó:
„Maiizia”
Leikstj.: Salvatore Samperi
Aðalhlutverk: Laura Antonelli,
Alessandro Momo og Turi
Ferro.
Þær þrjár biómyndir, sem
komu nýjar i kvikmyndahúsin