Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 17. april 1975. Smyrill opnar í allar óttir — nokkur viðdvöl í Fœreyjum í bóðum leiðum Kim skipafcla g íslands verftur aftal umboftsaftili Strandfaraskips landsins i Færeyjum, hvaft snertir fyrir- greiftslu fyrir hilafcrjuna Smyril á tslandi. l>aft verftur Ferftaskrifstofan (Jrval, sem ersameign Kimskipaféiagsins og Loftleifta, sem annast þetta umboft. Þó munu allar ferfta- skrifstofur hafa söluumboft fyrir ferftir Smyrils. Verft þau, sem Visir til- greindi i gær um ferftalög meft skipinu, eru án matar og gistingar meftan skipiö stend- ur vift I Færeyjum, en þangað kemur þaft á sunnudegi eftir nætursiglingu frá Islandi, og fer þaftan ekki fyrr en á þriftjudagsmorgni. Hægt verft- ur gegn vægu aukagjaldi aft fá gistingu i skipinu meftan á viö- dvöl stendur, en ef menn óska, geta þeir farift i land og tekift sér gistingu þar á meftan. 1 bakaleiftstendurskipift styttra vift i Færeyjum, efta 10-14 tima. Siglingin til Færeyja tekur 15 ttma, en 20 þaftan til Berg- en. Skipift siglir aft jafnafti meft 18 milna hrafta, en kemst i 21 milu. Rúm er fyrir 200 manns i koju, en 360 farþegar eru leyfftir á skipinu i allt. Ahöfnin er um 30 manns. Þeir, sem þess óska, geta farift af skipinu meft bila sina i Þórshöfn og tekift ferjuskipift England yfir til Esbjerg, efta farift af i Leirvik, i þeim ferft um sem þar verftur komift vift, og tekift bilaferjuna þaftan til Aberdeen. A fréttafundi i gær lagfti Vis- ir þá spurningu fyrir Thomas Arabo, hvort'kaupin á Smyril stæftu i einhverju sambandi viö vangaveltur samgöngu- málanefndar Norfturlanda- ráfts um bilaferju á þessari leift. Hann kvað rjei við þvi, aftalorsökin hefði verið sú að Færeyingar hefðu þurftá skipi af þessu tagi að halda til strandsiglinga, og séð sér leik á borfti til aft nýta skipið á þennan hátt yfir sumartim- ann. ,,,Það var augljóst, að annafthvort Islendingar eða Færeyingar yrðu að taka frumkvæöið,” sagði Thomas. „Þetta eru eyriki, sem eiga verulegra hagsmuna að gæta á þessu svifti. En kaupin voru gerft algerlega upp á okkar eindæmi, og nú ætlum við að sjáhvernig þetta gengur. Hins vegar væri ekki óeftlilegt, að Norfturlandaráð styddi starf- semina, ef þess reynist þörf.” — SHH Alþingi j j Ókeypis, fullkomnar verjur án aukaverkana" „Ókeypis, fuilkomnar gctnaðarvarnir, án allra auka- verkana,” segir Stúdentaráö Háskólans, að hér skorti, elia þurfi fóstureyðingar að vera frjálsar. Ragnhildur Helgadóttir (S) las upp bréf ráðsins um þetta efni við fjörugar umræður á Aiþingi i gær. Hún andmælti fullyrðingu Magnúsar K jartanssonar (Ab) um, að frjálsar fóstureyðingar mundu ekki leiða til kæruleysis i notkun getnaðarvarna. Eiga konur, sem ekki nota getnaðarvarnir barn á hvcrju ári? Það taldi Magnús ekki vera, frekar, að fjórða hver kona eignaðist barn. Magnús taldi, að röksemdir Jóns Skaftasonar (F) byggðust á slikum og öðrum einkennileg- um reikningum. Jón Skaftas. mælti fyrir áliti meirihluta heilbrigðis- og trygginganefndar, sem vill samþykkt stjórnarfrum- varpsins um frjálsari fóstur- eyðingar, en þó ekki jafnfrjálsar og frumvarp vinstri stjórnarinnar gerði ráð fyrir, þegar Magnús var ráðherra. 1 frumvarpi vinstri stjórnarinnar var ákvörðun um fóstureyðingu eingöngu fengin konunni i hend- ur. Jón varaði við sliku frelsi, sem hann taldi, að reynsla i þeim löndum, sem lengst hafa gengið, svo sem Sviþjóðar, sýndi, að leiddi til kæruleysis. Ragnhildur sagði að ákvörðun um fóstureyðingu væri ekki mál konunnar einnar, heldur og föfturins og þjóftfélagsins alls. Allir þingmenn, sem til máls tóku, voru fylgjandi þvi, aö fóstureyðingar yrðu gerðar mun frjálsari hér á landi en verift hefur til þessa. -HH. Skugginn horfinn" Jón Sigurðsson eftir fund með forsœtisráðherra „Þessi skuggi sveif yfir vötnunum. Hann haföi vafalaust sín áhrif á, aö sjómenn felldu samninginn. Nú ætti hann aö vera horfinn," sagöi Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, i morgun. „Með „skugga” átti Jón við frumvarp rikisstjórnarinnar um útvegsmál og fleira, sem er i þann veginn að birtast á Alþingi. Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra ræddi við samninga- nefnd bátasjómanna i gær. Jón Sigurðsson sagðist ekki geta „hermt neitt loforð upp á for- sætisráðherra”. Hann gerði ráð fyrir, að frumvarpið yrði lagt fram óbreytt frá þvi, sem uppkast þess nú er. „Ég get ekki sagt, að neitt kæmi út úr þessum viðræðum,” sagði Jón. „Við höfðum vitað um efni frum- varpsins áftur.' Hann taldi þó, að sjómenn mundu nú upplýsast um frumvarp þetta og óttinn við frumvarpið stæði ekki i vegi fyrir samningum. Samningafundur verður klukkan tvö i dag. -HH. Álandseyja- vika undirbúin í Norrœna húsinu í Norræna húsinu er nú verið að undirbúa menningar- viku, þar sem Álandseyjar verða kynntar. Þegar við lit- um þar inn i gær, var verift aö koma fyrir héljarmiklum ljós- myndum, verið var að taka upp úr kössum og fieira á eftir að koma. Héðan verður farið með sýninguna til Færeyja, og lik- lega þaðan til Osló, það er þó ekki fyllilega ákveðið enn. Álandseyjavikunni verður hagað á svipaðan hátt og færeysku vikunni og Sama- vikunni, sem áður hafa verið haldnar. Þar verða sýningar, kvikmyndir, fyrirlestrar, tónleikar og fleira. Mest af þvi efni, sem kynnt verður, á við eyjarnar eins og þær eru i dag, en einnig verður saga þeirra kynnt. Atvinnulif Álendinga og þró- um þess til þessa verður t.d. kynnt i samfelldri dagskrá. Þeir hafa miklar tekjur af ferðamönnum, en hafa einnig kynnzt miklum vandamálum vegna hins mikla ferða- mannafjölda, og hafa af mikilli reynslu að miðla i þeim efnum. Hingað koma ýmsir i sam- bandi við þessa viku til þess að flytja fyrirlestra og annað. Það má svo bæta þvi við, að Álandseyjar eru um 6.500 að tölu, en aðeins örfáar þeirra eru byggðar. -EA. Hann vermir sín gömlu bein „Það er ekki á hverjum degi hér á þessu skeri, sem maður fær almennilega sól. Það er annaö en gaman að vera svona beinlwftur ár og sfð ogalia tíð,” hefur hann sjálfsagt hugsað þessi (forn?) kappi, sem i sólskininu i fyrradag stillti sér út i glugga móti sólinni. Annars er hann ákaflega dularfuilur, við vitum ekki einu sinni hvað hann heitir, en hann á heima i húsnæði Læknadcildar- innar við Ármúla, og þar var hann kominn út i glugga að ylja sin iúnu bein. — Ljósm. Visis Bragi. Ferðafélagið sigraði Útivist í annarri lotu Útivist, hið nýstofn- aða ferðafélag Einars Guðjohnsen fyrrver- andi framkvæmda- stjóra Ferðafélags ís- lands, tapaði annarri lotu i samkeppninni um þátttakendur i göngu- ferðum. Eins og skýrt var frá i Visi i siðustu viku varð töluvert betri þátttaka i fyrstu ferðum Úti- vistar helgina 5. og 6. april held- ur en Ferftafélags Islands þá sömu dag. Útivist vann þannig fyrstu lotu! Um siðustu helgi brá hinsveg- ar svo við, að F.l. náði saman 81 þátttakanda i ferð á laugar- deginum á meðan Útivist varð aft láta sér nægja 26 þátttakend- ur. Daginn eftir fóru bæði félögin i hópferðir á nýjan leik. Þá mætti 21 göngugarpur til þátt- töku i ferð F.Í., en aðeins 6 hjá Útivist. Ferðafélag Islands hafði sigr- aði i annarri lotu! Þess má geta, að á laugar- deginum var það skoðunarferð um Seltjarnarnes og Fossvog, sem F.I. fór i undir leiðsögn Þorleifs Einarssonar jarð- fræftings. Útivist fór þann dag i gönguferð um nágrenni Kleifar- vatns. Á sunnudeginum fór F.í. að Djúpagili og i Grensdal, en Úti- vist fór með sinn hóp um Rauðu- hnúka og Stóra-Kóngsfell. Óg nú er að vita, hvort félagið sigrar i þriðju lotu. ____ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.