Vísir - 21.04.1975, Síða 5

Vísir - 21.04.1975, Síða 5
Vísir. Mánuttagur 21. aprll 1975. 5 TLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Þessi simamynd barst VIsi I morgun, en hiin var tekin á „einingarhátiö” sösfalista i Lissabon I gær, en þar er kosningabaráttan aö færast I aukana fyrir kosningarnar á föstudaginn. Monnréttínda- menn ókœrðír fyrir óhróður Mannréttindafrömuð- urinn Andrei Sakharov skýrði frá þvi i gær, að rithöfundur frá Úkrainu, sem er félagi i mann- r éttinda hrey f in gunni „Amnesty Internatio- nai”, hafi verið ákærður fyrir að breiða út and- sovézkan óhróður. En rithöfundurinn, sem heitir Mikola Rudenko, var látinn laus aftur í gær, en hann hafði þá verið tvo sólarhringa I haldi hjá lög- reglunni I Kiev. Áður en honum var sleppt, varð hann að skrifa undir loforð þess efnis, að hann mundi ekki yfirgefa borgina, meðanrannsókn færi fram á máli hans. — Reynslan hefur sýnt, að sllkar réttarrannsóknir geta tekið nokkurárog jafnvel aldrei endað, ef verkast vill. Ákærumar á hendur Rudenko fylgja I kjölfar handtökunnar á eölisfræðingnum Andrei Tver- dokhlebov, sem er formaður „Amnesty International” I Sovét- rlkjunum, en þessi alþjóðahreyf- ing hefur annars aðalstöðvar sin- ar i London. Hann var handtekinn á föstudag, en um leið fóru fram hUsrannsóknir á heimili tveggja félaga hreyfingarinnar í Moskvu. Dr. Sakharov, sem sjálfur hef- ur sætt svipuðum ofsóknum vegna mannréttindabaráttu sinn- ar, greinir frá því, að lögreglan hafi sagt Rudenko, að verk hans á vegum hreyfingarinnar sönnuðu glæpi hans. — Rudenko afsagði þó að fara að fyrirmælum lögregl- unnar og segja sig úr félags- skapnum. Lögreglan gerði húsleit hjá honum og fjarlægði af heimili hans handrit, sem hann hafði i smiðum og ýmis plögg varðandi félagsstarfið. Samkvæmt lögum þessa félags- skapar mega félagar hans ekki berjast fyrir náðun til handa póli- tiskum föngum I föðurlandi sínu, en hins vegar fá til þess félaga er- lendis. Rudenko getur átt yfir höfði sér þriggja ára þrælabúðavist fyrir afbrotin, sem honum eru gefin að sök. Norðmenn œtla að fœra fiskveiðilögsög- una úr tólf út í fimmtfu mílur Noregur hyggst efna til við- ræðna undir lok næsta mánaðar um tttfærslu fiskveiðilögsögu Noregs úr tólf milum i fimmtiu milur. — Jens Evensen, fiski- málaráðherra, skýrði frá þvl I gær, að stjórn hans hygði til við- ræöna við Sovétrlkin, Bretland og önnur lönd, sem þetta mái snerti. Evensen var að flytja ræðu á landssambandsþingi Verka- mannaflokksins i Noregi, þegar hann greindi frá þessu. Sagði hann þar, að 50 mílna lögsaga yröi fyrsta skrefið I átt til 200 milna fiskveiöilögsögu. Norðmenn hafa áður átt við- ræður við ofannefndar rikis- stjómir og sömuleiðis Þýzkaland vegna fyrri fiskverndunarað- gerða sinna, þegar þeir lokuðu ákveðnum svæðum undan Noregsströndum fyrir togveiði. Khleu Samphna, leiðtogi Rauðu Khmeranna, og Sihanouk prins. RÆÐA MÖGULEIKA KJARNORKU Fulltrúar nær 50 landa koma saman i París i dag tH vikulangrar ráð- stefnu um kjarnorku. Tilgangur hennar er að reyna að finna grundvöll fyrir alþjóðlega sam- vinnu við að finna orku- gjafa, sem leyst gæti af hólmi oiiuna. Að ráðstefnunni standa fimmtán evrópsk kjarnorkurfki, sem mynda Evrópusamband kjarnorkulanda. Aðalmál hennar verður llka kjarnorkuvæðing Evrópu, en alls munu sitia ráð- stefnuna, 2,830 fulltrúar frá Evrópulöndum og Ameriku og 700 áheyrnarfulltrúar frá öörum hlutum heims, þar á meðal frá oliuframleiðslurlkjum Austur- landa. Þetta er fyrsta ráðstefnan, sem haldin er um kjarnorku sem hugsanlegan arftaka oliunnar, sem hefur fimmfaldazt I verði á tæpum tveim árum. „Þurfum ekki að sleikja hermanna- stígvélin" segir leiðtogi sosíalista í Portúgal. Tœp vika til kosninganna Talið er, að um 100.000 manns hafi flykkzt til Lissabon i gær á ,,ein- ingarhátiðina”, sem sósialistar efndu til, en nú fer i hönd siðasta vika kosningaundirbún- ings þeirra tólf stjórn- málaflokka, sem bjóða fram i Portúgal. — Kosningar fara þar fram á föstudag. Mario Soares, leiðtogi sósial- istaflokksins, ávarpaði mann- fjöldann, er safnazt hafði saman á iþróttaleikvangi höfuðborgar- innar. Sagði hann, aö flokkur hans væri einlægur bandamaður stjórnmálahreyfingar hersins (sem öllu ræður i landinu), ,,en viö þurfum ekki að sleikja her- mannastigvélin dag hvern”. Soares hefur sætt gagnrýni af hálfu nokkurra hinna vinstrisinn- aðri herforingja fyrir að vera of Ihaldsamur. „Þeir saka okkur um smáborgarahátt”, sagði hann. ,,En ef við erum smáborgarar, þá eru sex milljónir portúgalskra kjósenda smáborgarar”. Kommúnistar efndu til útifund- ar i Oporto i gærkvöldi og söfnuð- ust þar saman um 50.000 manns. Kosningabaráttan er hin ákaf- asta, þótt fiestir flokkanna hafi látið þröngva sér til þess að undirrita yfirlýsingu, sem felur i sér, að herinn hafi öll æðstu völd I landinu næstu þrjú eða fimm ár- in. Þessi mynd var tekin I aðalstöövum Rauðu Khmeranna skömmu fyrir fail höfuðborgarinnar, Phnom Penh, en þeir rákualian timannútvarps- stöð og komu I gegnum hana boðskap sinum áleiðis. Sihanouk sakar CIA um falsaðar útvarpsfréttir frú Asíu Norodom Sihanouk, prins Kambodiu, sakaði i dag CIA leyniþjónustu Bandarikjanna um að reka leppaða útvarps- stöð, sem flytti falsaðar fréttir af grimmdar- verkum Rauðu Khmeranna. Prinsinn sagði fréttamönnum i morgun, að þama væri um aö ræöa útvarpsstöð, sem ranglega væri sögð á vegum Rauðu Khmeranna og bæri fyrír fréttum sinum hinar og þessar fréttastof- ur. — Hann sagði hana staðsetta I einhverju nágrannalanda Kambodiu og rekna af CIA. „Tilgangur hennar er að varpa rýrö á endurbyggingarstarf Rauðu Khmeranna,” sagði prins- inn. Shiano.uk, sem hefur sagzt mundu móta utanrikisstefnu Kambodiu, þegar hann snýr heim, sýndi fréttamönnum orð- sendingar þriggja landa, sem áöur studdu stjórn Lon Nols, en viðurkenna nú hina nýju valda- menn Kambodiu. Fjöldamörg lönd hafa lýst yfir stuðningi við væntanlega stjórn sigur- vegaranna. En Sihanouk segist ekki ginn- keyptur fyrir viðurkenningu sumra þeirra landa, sem áður studdu Lon Nol-stjórnina.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.