Vísir - 21.04.1975, Page 10

Vísir - 21.04.1975, Page 10
10 Vísir. Mánudagur 21. april 1975. G@rum notalegt á svölunum Þó að sumarið sé enn ekki komið eru margir farnir að hugsa til þess, enda er nú kominn miður april. Þeir sem hafa svalir nota þær liklega oft á sumrin til þess að liggja þar og flatmaga þegar sólin skín. Þá getur oft veriö gott að hafa einhver þægindi við höndina. Margir hafa reynt að lifga svolitið upp á svalirnar og gera þær vistlegri, og á þess- um myndum sjáum við ein- mitt dæmi um slfkt. Hér eru svalirnar gerðar lif- legar og skemmtilegar á mjög einfaldan hátt. Nóg af kössum og púðum og það nægir. Hér eru notaðir plastkassar, en hvaða kassi sem er ætti að koma i sömu þarfir. Kössun- um er raðað saman og búinn til eins konar sófi úr fjórum púðum, stórum og þykkum. Motta er breidd yfir svalirnar. Svo er vist ekkert verra að koma fyrir blómum á svölun- um. Hér hefur verið breytt til, blómin eru ekki lengur i venjulegum potti, heldur tágakörfu, og það kemur skemmtilega út. SKÓU" FYRIR KONUR SEM VILJA SNÚA ÚT Á VINNU- MARKAÐINN Á NÝ 1 Paris er nú starfræktur eins- konar „forskóli” fyrir hús- mæður sem hyggjast snúa út á vinnumarkaðinn á ný, eftir að hafa verið heimavinnandi um margra ára skeið. Evelyne Sullerot, sem veitir skóla þessum forstöðu, kom honum á laggirnar i haust, eftir að hafa gengið lengi með hug- myndina i kollinum. „Við viljum koma þessum konum i skilning um, að það er mögulegt að fara út á vinnu- markaðinn aftur”, segir Evelyne. „Margar þessara kvenna hafa ákaflega litið sjálfsálit og þarfnast virkilega aðstoðar. Á fyrsta námskeiðið, sem við héldum, tókum við konur úr öllum þjóðfélagsstéttum og á öllum aldri. En við fórum þó eftir þremur atriðum, og það má segja að við höfum skipt konunum niður i þrjá hópa. Konur, sem af fjárhagsástæðum þurftu nauðsynlega að snúa út á vinnumarkaðinn. Konur á aldr- inum 30-35 ára, sem snemma gengu i hjónaband og áttu allar iítil böm , og loks konur á aldrinum 45-50 ár,sem þurftu að leita út vegna sálrænna orsaka.” Skólinn veitir enga þjálfun á neinu sérstöku sviði. Hlutverk hans er að hjálpa konunum að velja sér atvinnu, undirbúa sig fyrir hana og umfram allt að öðlast sjálfsálit. „Það sem hjálpar mikið til, er það, að við sem kennum höfum sömu reynslu. Ég á til dæmis fjögur börn og var lengi hús- móðir, áður en ég sneri út á vinnumarkaðinn.” Hver dagur i skólanum hefst á þvi að þátttakendur tala um persónuleg vandamál nokkra stund, hlusta hver á annan og tjá sig. Margar kvennanna hafa hingað til verið mjög einangr- aðar og eru hreinlega óvanar þvi að hafa samband við margt fólk. Skólinn, eða hvert námskeið, stendur yfir i mánuð, og ekki er annað að sjá en að hann hafi gefið mjög góða raun Konurnar láta ekki allar af húsmóður- starfinu, en þær segja nám- skeiðið hafa veitt þeim mikið og hjálpað þeim heima fyrir. Horníð innréttoð ó skemmtlegan hótt Þetta skemmtilega horn samanstendur af tveimur dýnum með fullt af púðum á. Við þurfum ekki að eyða of fjár i að kaupa ný hús- gögn til þess að gera notalegt i kringum okk- ar. Það má gera mjög mikið sjálfur, eins og reyndar svo margir eru farnir að gera nú í þessari dýrtíð. Dýnur eru lika mjög vinsælar núna, og I stað þess að kaupa rúm eöa smlöa, láta sér nú margir nægja að nota frekar þykkar dýnur. En ef einhver er I vandræðum með að innrétta eitthvert hornið hjá sér, þá er þetta tilvalið. Það er lika sérlega þægilegt að breiða úr sér innan um marga púða. Ljósið verður að vera neðar- lega svo það njóti sln og helzt nokkuð stórt. Hillan I horninu gefur skemmtilegan svip. Svona má innrétta hvaða herbergi sem er. Skemmtilegust eru þó þau herbergi þar sem lágt er til lofts, svo ekki sé talað um þau sem eru undir súð. - „Stofrófspúði" ó stuttumfíma Púða eins og þennan getur næstum hver sem er saumað á ekki iöngum tlma. Stafirnir eru saumaðir með krosssaumi, og eru einfaidir og fljötgerðir. Þessi starfrófspúði sem við sjáum hér á myndinni er hvitur með rauðum stöfum. Það sem til þarf eru tveir efnisbútar i þeirri stærð sem púðinn á að vera og svo efni fyrii pifuna Sú efnislengja þarf að vera að minnsta kosti 1 1/2 sinnum um- mál púðans til þess að hægt sé að rykkja hana. Stafirnir eru saumaðir i stramma. Ef ráðgert er svo að hafa púðann hvi'tan, þá er eins gott að athuga að hægt sé að þvo hann, þvi að hvitt þoiir ekki mikið og lætur fljótt á sjá. ÁTTU HUND? Hundar eru ekki sérlega al- gengir IReykjavík.en þeir eru þó leyfðir á Seltjarnarnesi, Garðahreppi o.g á fleiri stöðum. Við hér erum ekkert vön þvi aðsjá hunda klædda, en sumir hafa gaman af að skreyta þá svolitið, og á meðfylgjandi myndum sjáum við hvað hægt er að gera. Prjónuð er eins konar „peysa” yfir bakið á hund- inum og að sjálfsögðu i skrautlegustu litum. „Peysan” er fest með þvi að prjóna band og binda það undir kviðinn á þeim. Og það er ekki annað að sjá en að þessir taki sig hið bezta út!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.