Tíminn - 05.08.1966, Side 2

Tíminn - 05.08.1966, Side 2
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 1966 t TÍMINN Opnar rakarasfofu í Efstasundi 33 FB-Reykjavík, fimmtudag. Friðþjófur Óskarsson, rakara meistari, sem undanfarin ár hef ur starfrækt rakaastofu að Skólavörðustíg 11, hefur nú flutt starfsemi sína í Efstasund 33. Þar hefur hann komið sór fyrir í skemmtilegri og bjartri stofu, og með nýjum húsa- kynnum tekið upp nýja starfs- hætti. Framvegis geta menn hringt og pantað tíma hjá hon- um, og ætti þá ekki að þurfa að bíða lengi, eins og hefur viljað brenna við, þar sem að- sóknin hefur verið mikil. Frið- þjófur byrjaði að klippa fyrir nær því fjörutíu árum, eða 1928, þá aðeins 13 ára gainall, en sjálfstæða stofu setti hann á fót árið 1940 á Húsavík, svo þeir munu nú vera orðnir marg ir kollarnir, sem hann hefur klippt. Hjá Friþjófi vinna tveir menn, sonur hans Óskar (lengst til hægri á myndinni og Dan- inn PE.. Hansen (t.v.) Frið- þjófur er á miðri myndinni, sem tekin var á stofu hans i dag. Handbók sveitar- stjörna komin ót Skipulagsstjórn ríkisins og Samband íslenzkra sveitarfélaga hafa sameiginlega gefið út Hand bók sveitárstjórna númer 4 og eru í henni birt skipulagslög og er- indi, sem flutt voru á ráðstefnu, sem þessir aðilar efndu til um skipulags- og byggingarmál 29. marz til 1. apríl 1965. í handbókinni skrifar Páll Lín dal, borgarlögmaður um skipu lagslögin nýju, Zophonías Páls- Héraðsmót og kjör dæmisþing að Króksfiarðamesi Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Vestfjarðarkjördæmi verð ur haldið í Króksfjarðarncsi 13. og 14. ágúst n. k. Hefst þingið kl. 2 e. h. laugar- dag. Á laugardagskvöldið verður svo \ sama stað haldið hóraðsmót Fram sóknarmanna í A.-Barð. með fjöl breyttri dagskrá og verður nán ar sagt frá henni í næstu blöðum. son skipulagsstjóri um samskipti byggingarfulltrúa og skipulagsins og Sigurjón Sveinsson bygging arfulltrúi um hina nýju byggingar samþykkt fyrir Réykjavik. Þá ‘er grein eftir Jón Bergsson verk- fræðing um störf byggingarfull- trúa, Haraldur Ásgeirsson verk- fræðingur skrifar um byggingar- efnarannsóknir, Gústav E. Páls- son borgarverkfræðingur um steinsteypu og Jóhannes Zoega hitaveitustjóri skrifar um vatns veitur, Ingi Ú. Magnússon gatna málastjóri um frárennsliskerfi og Bárður Daníelsson verkfræðingur um brunavamir. Birt er ávarp er Hörður Bjarnason formaður Skipu lagsstjórnar ríkisins flutti við fundarsetningu. Aðalfundur KÞ Aðalfundur Kaupfélags Þing eyinga, var haldinn nýlega á Húsa vík. Mættir voru á fundinum, auk félagsstjórnar, kaupfélagsstjóra og endurskoðenda, 105 fulltrúar frá deildum félagsíns. Úr félagsstjórninni gengu: Úlfur Indriðason, Héðinshöfða, Tjörnesi, og Illugi Jónsson, Bjargi, Mývatns sveit. Voru þeir báðir endurkjörn ir til þriggja ára. í stað Þráins Maríussonar, sem látízt hafði á árinu, var kosinn í félagsstjórnina til tveggja ára: Jóhann Hermannsson, Garði, Húsa vík. Varamenn í félagsstjórnina til eins árs voru endurkosnir: Þráinn Þórisson, Skútustöðum, Mývatns- sveit og Óskar Sigtryggsson, Reykj arhóli, Reykjahverfi. Endurskoðandi til tveggja ára var kosínn: Hlöðvar Hlöðversson, Björgum, Ljósavatnshreppi. Fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga voru kosnir: Karl Kristjánsson, Húsavík Teitur Björnsson, Brún Baldur Baldvinsson, Ófelgsstöð um, Jón Sigurðsson, Yztafelli, Pétur Jónsson, Reynihlíð. HERAÐSMÓT í V-SKAFT. Framsóknarmenn í Vestur-Skaft. halda héraðsmót sitt að Kirkju- bæjarklaustri laugardaginn 13. ágúst og hefst það kl. 9 s. d. Ræður flytja ritari Framsókn- arflokksins, Heigi Bergs, alþm. og Jón Helgason, bóndi, Seglbúð- um. Þá skemmtir Ómar Ragnars- son og Ríó tríóið syngur. Tóna- hræður leika fyrir dansi. Ilelgi Jón 175. ARTID SERA JONS STEINGRIMSSONAR Þann 11. ágúst n.k. eru 175 ár liðin frá andláti séra Jóns Stein- BIL STOLIÐ GÞE-Reykjavík, fimmtudag. f nótt sem leið var bifreiðinni R-5320 stolið frá Stóragerði 8. Bifreiðin er Taunus 17 M station árgerð 1958, hvít og blá að lit. Hægra frambretti bifreiðarinnar er nýtt og ósprautað með ljós- iráum grunnlit. Þeir, sem gætu refið upplýsingar um hifrfiðina, eru beðnir að hafa samband við Rannsóknarlögregluna. grímssonar, sem prestur var í Vest ur-Skaftafellssýslu frá 1760—1791, og um skeið prófastur í öllu Skafta fellsþingi. Sem kunnugt er bar nafn hans hæst, er hann í Skaftáreldum hert- ist við hverja raun og átt meiri þátt í því en nokkur annar mað- ur að leiða söfnuð sinn í gegnum þær hörmungar, er þá dundu yf- ir héraðið og landið allt. Þann 7. ágúst n.k. verður hald- in hátíð að Prestbakka og Kirkju- bæjarklaustri til minningar um séra Jón Steingrímsson, og verð- ur dagskrá hennar sem hér segir: - Kl. 13.30 Safnast saman heima á Prestbakka og gengið til kirkju. Kl. 14.00. Messa í Prestbakka- kirkju. Altarisþjónustu annast ásamt Biskupi íslands, fyrrverandi sóknarprestar Prestbakkakirkju, þeir séra Óskar J. Þorláksson og séra Gísli Brynjólfsson. Sóknar- presturinn séra ,’igurjón Einarsson predikar. Kirkjukór Prestbakka- sóknar syngur. Kl. 16.00. Útisamkoma í hinum forna kirkjugarði á Kirkjubæjar klaustri. Biskup íslands flytur ræðu. Kirkjukór Prestbakkasóknar syngur, Að lokum verður sameig jinleg kaffidrykkja i Félagsheim- ilinu að KirkjubæjarklaustrL ARSÆLL SIGURDSSON, NYTT 250 TONNA SÍLDVEIÐISKIP SJ-Reykjavík, miðvikudag. Nýlega fékk Sæmundur Sigurðs- son, skipstjóri í Hafnarfirði nýtt 250 tonna stálskip, sem var smíð- að í Noregi, og ber það nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320. Sæ- mundur átti áður 100 tonna skip með sama nafni og seldi hann það til Vestmannaeyja. Ársæll Sigurðsson hélt út til veiða í dag, og var áætlað að reyna síldveiðar við Suðurland, a.m.k. til að byrja með. Stefán Friðbiamar- son bæiarstióri á Siglufirði HZ-Reykjavík, fimmtudag. Eins og fram kom í fréttum fyr- ir skömmu náðist samkomulag á Siglufirði um samstarf í bæjar- stjórn milli Framsóknar-, Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins. Á fundi bæjarstjórnar í gær var ráðinn bæj arstjóri með 7 atkv. af 9. Ráðinn var Stefán Friðbjarnarson, sem hef ur verið bæjarritari á Siglufirði í 4 ár og átt sæti í bæjarstjórn og bæjarráði. Á fundinum var einnig kosinn forseti bæjarstjórnar, Ragnar Jó- hannesson^ og varaforseti Knútur Jónsson. í bæjarráð voru kosnir Ragnar Jóhannesson (F) Knútur Jónsson (A) og Jóhann B. Möller (S). Kosið var í nefndir og einnig var kunngerð stefnuyfirlýsing fyrrnefndra flokka um bæjarmál- in. TJALDSAMKOMUR VIÐ ÁLFTAMÝRAR- SKÓLA í dag, föstudag, hefjast almenn- ar, kristilegar samkomur í stóru samkomutjaldi, sem reist hefur ver ið við Álftamýrarskólann við Safa- mýri í Reykjavík. Samkomur þess- ar eru haldnar á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga, en þau sam- tök eru, sem kunnugt er, leik- mannahreyfing innan þjóðkirkj- unnar og stendur hreyfingin fyrir kristniboðsstarfinu í Konsó í Eþi- ópíu. Tjaldsamkoman hefst í kvöld kl. 20.30. Verða síðan almennar samkomur á hverju kvöldi næstu daga, eða allt til sunnudagsins 14. ágúst, og hefjast þær jafnan kl. 20.30 hvert kvöld. Ræðumenn verða margir, bæði leikir og lærðir, og munu í kvöld tala þeir Ástráður Sigursteindórss., skólastj., og Páll Friðriksson og Sigursteinn Hersveinsson. Af öðr- um ræðumönnum má nefna kristni boðana sr. Felix Ólafsson, Jóhann- es Ólafsson, lækni og Ólaf Ólafs- son, Bjarna Eyjólfsson, ritstj., sr. Frank M. Halldórsson, Gunnar Sigurjónsson, guðfr. o.fl. Mikill söngur og hljóðfæraleik- ur verður á hverri samkomu. Ákveðið hefur verið að halda tvær samkomur fyrir börnin sér- staklega, þ.e. mánud. 2. ágúst og fimmtudaginn 8. ágúst, og hefjast þær kl. 6 síðd. Verður börnunum m.a. sagt frá starfinu í Konsó. Er öllum börnum heimill aðgangur að barnasamkomunum. SUMARHÁTÍÐ FRAMSÓKNAR- MANNA í V-HÚN. Sumarhátíð Framsóknar- manna i V-Húnavatnssýslu verð ur haldin að Laugabakka laug ardaginn 27 árúst. Nánar i blaðinu síðar. Skipstjóri á skipinu er Sæmund- ur Sigurðsson, 1. stýrimaður Viðar Sæmundsson, 1. vélstjóri Kristinn Steindórsson og 2. vélstjóri Aðal- steinn Sæmundsson. Utanríkisráð- herra Israels væntanl. á sriðiuda«;inn EJ-Reykjavík, fimmtudag. Utanríkisráðherra fsraels Abba Eban, sem kemur hing að til lands n.k. þriðjudag, mun flytja fyrirlestur f há- skólanum á miðvikudaginn kl. 17. f fylgd með utanrík- isráðherranum verður kona hans. Eban kemur hingað að kvöldi þriðjudagsins, og á miðvikudaginn hittir hann utanríkisráðherra, Emil Jónsson, forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og for seta íslands, Ásgeir Ásgeirs- son. Einnig hittir hann Geir Hallgrímsson, borgarstjóra, þann dag. Á fimmtudaginn, 11. ágúst fer hann til Þingvalla og á leiðinni til Reykjavíkur kem ur hann við hjá Sogsvirkj- un og í Hveragerði. Síðar þann dag heldur hann fund með blaðamönnum. Hann heldur síðar utan á föstu- dagsmorguninn. Eban er sem stendur í opinberri heimsókn í Dan- mörku, en þaðan kemur hann til íslands. Skoða garða í Hafn- arfirð, Kónavogi og *?pv|< iítvík Garðyrkjufélap íslands gengst fyrir hópferðum í ágústmánuði til að skoða fallega einstaklingsgarða 1 Hafnarfirði. Kópavogskaupstað og Reykjavík, og ennfremur grasa- garðinn í Laugardal. Öllum er heimil þátttaka í þess um hópferðum. Mörgum mun æra hugleikið að skoða fegurstu garða Reykjavíkur og gefst hér gott tækifæri til þess. Einnig eru fallegir garðar f Kópa- vogskaupstað og sjálfsagt munu margir nota þetta einstæða tæki- færi til þess að skoða garðana i Hafnarfirði með sínu sérstæða og margbreytilega landslagi. Hér kemur svo áætlunin: Laugard. 6. ágúst: Farið frá Miðbæjarskólanutn kl 2 e.h. tii Kópavogskaupstaðar of Hafnarfjarðar. Laugard. 13. ágúst: Farið frá Miðbæjarskólanum kl 2 e.h. og skoðaðir garðar í Reykja vik. Laugard. 20. ágúst: Mætt við grasgarðinn í Laugarda kl 2 e.h og garðurinn skoðaðui í öllum þessum ferðum verf' valinkunnir leiðsögumenn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.