Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 6. ágúst 1966 8 TÍMINN Leifniþjónusta Bandaríkjanna Hefur fá tækifæri til að verja starfsemina Áhættusöm, en oft nytsöm. Sagt er, að einföldustu og yfirlætislausustu þessara hættu legu en oft nytsömu starfa C. I.A. séu framkvæmdar í hin- um vinveittu löndum Vestur- Evrópu. Sagt er til dæmis, að njósnarar C.I.A. í Bretlandi séu í sambandi við brezku leyni- þjónustuna, brezka sérfræðinga um Sovétmálefni og aðra fræði menn og sérfræðinga. MI-6, leyniþjónustan í Lond on og C.I.A. bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum um sameiginleg hagsmunamál. Leyniþjónustan, sem fyrir nokkrum árum hafði gert hræði leg mistök í Singapore, lætur nú Bretlandi eftir njósnir í Malaysíu, en veitir líklega í staðinn gnótt upplýsinga frá Indónesíu. Einnig ríkir venjulega sam starfsfyrirkomulag í löndum eins og Kanada og Ítalíu og að nokkrú leyti í Frakklandi. í Vestur-Þýzkalandi, aðalbaráttu velli kalda stríðsins,! ér C.I.A. mun starfsamari. C.I.A. hefur skrifstofu í Berlín, sem stjórnar sérstakri starfsemi eins og hinum frægu símagöngum inn í Austur-Berl ín, sem hleraði samtöl í sovézk um herbækistöðvum og var frábært tækniafrek. Göngin fundust árið 1956, þegar verka menn í Austur-Þýzkalandi, sem voru við gröft í öðrum til- gangi, hittu veikan stað í göngunum, svo að þau hrundu. Skrifstofa C.I.A. í Frankfurt hefur umsjón með hluta af njósnastarfsemi Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum, nær tali af svikurum og útbýr njósnara til starfa í kommúnistalöndum. f Miinehen styður C.I.A. margs konar rannsóknarhópa og áróðurstæki eins og útvarp frjálsrar Evrópu (Radio Free Europe), sem útvarpar til Austur-Evrópu og frelsisútvarp ið (Radio Liberty) ætlað Sov étríkjunum. Störf fyrir flóttamenn. Auk þess að skemmta og íræða milljónir hlustenda í kommúnistalöndum veita þessi „einkafyrirtæki“ vinnu mörg- um gáfuðum og fróðum flótta mönnum frá Rússlandi, Pól- landi, Ungverjalandi og fleiri löndum. Þau óska eftir þjónustu upp ljóstramanna í kommúnista- löndum, fylgjast með kommún istískum útvörpum, skrifa und ir andkommúnistíska fyrir- lestra og rit eftir menntamenn og dreifa rannsóknaritum þeirra meðal fræðimanna og blaðamanna í öllum heimsálfum. Sagt er, að tiltölulega litlar njósnir C.I.A. séu I sambands- löndum Bandarikjanna. Jafn- vel í eins ólýðræðislegum lönd um og Spáni og Portúgal, þar sem búast mætti við sjálfstæð ara starfi C.I.A. eru aðgerðir sagðar hógværar. Leyniþjónustan hefur til dæm is sérstakan áhuga á að fylgj ast með suður-amerískum flótta mönnum á Spáni eins og Juan Perón frá Argentínu. Samt sem áður reiðir hún sig svo mjög á upplýsingar spænsku lögreglunnar, að oft er betra fyrir embættismenn ameríska sendiráðsins að fá upplýsingar hjá amerískum blaðamönnum en skrifstofu C.I.A. Þrátt fyrir hve illræmd C.I.A. er meðal stjórna margra Afríku ríkja stendur hún að baki leyniþjónustum Breta og Frakka og einbeitir sér við söfnun upp lýsinga varðandi sovézka, kín- verska og kommúnistiska starf semi þar. (Kongó hefur verið aðalundantekningin). Leyni- þjónustan gerir lista yfir ferðamenn til Moskvu, Prag eða Peking, reynir að hafa áhrif í sendiráðum þeirra og hindr ar vopnasendingar um afríska flugvelli. Hefur auga með hugsan- legum uppreisnarmönnum. Haldið er, að Leyniþjónust an hafi reynt að hafa áhrif á öryggisþjónustu sumra Afr- íkuríkja, en með mismunandi árangri. Hún safnar sérstökum upplýsingum um starfsemi ým- issa frelsishreyfinga og þjóð- ernissinna og vingast við leið Nasser toga stjórnarandstöðunnar í löndum eins og Alsír og Sam- bandslýðveldi Araba í von um að geta sagt fyrir um óeirðir eða í það minnsta vera kunnug hinum nýju stjórnendum, ef vonir þeirra um völd rætast. C.I.A. hafði löngu fyrir- fram upplýsingar um ráðagerð herforingja í Alsír að fella Ah med Ben Bella s. 1. júní, en þeir vissu ekki í hvaða mánuði embættismennirnir mundu framkvæma það, og hún átti engan þátt í samsærinu eða framkvæmd verksins. Vegna sambands við Gamai Abdel Nasser áður en hann náði völdum í Egyptalandi hafði C.I.A. náin samskipti við stjórn Nassers, áður en Banda ríkin vöktu reiði hans með því að neita um þá hjálp, sem þeir höfðu lofað honum við byggingu Aswan stíflunnar. Sum þessara vináttubanda hald ast enn, þótt sambandið hafi verið þvingað síðustu árin. Sagt er í Arababandalaginu, að C.I.A. hafi fengið nákvæmap upplýsingar hjá frægum heim ildarmönnum eins og Mustafa Amin, sem er þekktur ritstjóri í Karió um vopnaskipti Sovét ríkjanna og Egyptalands árið 1964 og aðrar svipaðar upplýs ingar. Þegar Amin var hand- tekin s. 1. haust er líklegt að mikilvæg sambönd hafi slitnað og það gaf Sambandslýðveldi Araba tækifæri til að krefjast meiri hjálpar frá Bandaríkjun um fyrir að bera ekki vitni gegn starfsemi C.I.A. í Kairó. Vitað er, að hæfileiki C.I.A. til leynilegra hernaðaraðgerða hafi komið tvisvar fram í Suð ur-Ameríku. Hún stjórnaði vei heppnaðri „frelsisbaráttu" gegn vinstrisinnaðri stjórn Jacoba Arbenz Guzman ofursta í Guate malá árið 1954. Sjö árum síðar stökk her, semXM.A. bar á- byrgð á burtu frá leynilegum herstöðvum í Guatemala og Nicaragua til að taka þátt í hinni misheppnuðu Svínaflóa- innrás á Kúbu. Tillöguaðili um vígstöðvar. C.I.A. rekur fjöldan allan af öðrum stofnunum víða um heim. Hún veitir „tæknilega hjálp“ flestum þjóðum Suð- ur-Ameríku með því að hjálpa þeim að stofna and kommúnistískar lögreglusveitir. Hún styður andkommúnistísk félagasamtök námsmanna, verka manna, embættismanna, kaup sýslumanna, — bænda og stjórnmálaflokka. Hún sér um sambönd milli þessara flokka og ameríska verkamannasam- taka og stofnana. Hún hefur eytt miklu fé í suður-amerískar kosningabarátt ur til að styðja hógværa fram bjóðendur og á móti vinstrisinn uðum leiðtogum eins og Cheddi Jagan í Brezku-Guiana. Hún njósnar um sovézka, kínverska og aðra kommúnist- íska undiróðursmenn og sendi- ráðsmenn og reynir að eyði- leggja áform þeirra. Þegar C. I.A. fékk vitneskju um það s. 1. ár, að ungur maður frá Brazilíu hafði verið drepinn ár ið 1963, að talið var í bílslysi, þegar hann var styrkþegi við Lumumba háskólann í Moskvu, var gert mikið veður út af þessu til að draga kjark úr öðrum fjölskyldum í Suður-Ameríku að senda syni sína til Sovét- ríkjanna. Leyniþjónustan hefur verið svo framkvæmdasöm í Suðaust ur-Asíu síðasta áratuginn, að hún hefur verið fastur liður í J. F. Kennedy stefnu Bandaríkjanna þar. Það er til dæmis sagt, að C.I.A. hafi tekizt svo vel að hafa áhrif á ráðamenn Indónes íustjórnar og hersins, að Banda ríkin voru ófús að stöðva ieyni lega starfsemi C.I.A. með því að hætta fjárhagslegum stuðn ingi og upplýsingaáætlunum á árunum 1964 og 1965. Það, sem var tilkynnt opinberlega í Was híngt. sem umburðarlyndi gagn vart móðgun Sukarno forseta var miklu frekar ósk að starf semi C.I.A. gæti haldið þar áfram. > Þótt ekki sé haldið, að C.I.A. hafi tekið þátt í þeim brögðum, sem hefur haldið stjórn Suk arno forseta í skefjum síðustu mánuðina, þá var Leyniþjónust 6. GREIN an vel fær un að fylgjast með atburðum og spá fyrir um upp komu andkommúnistískra afla. MiUigöngumenn. Eftir að hafa aðstoðað við að Ramón Magsaysay var kjör inn forseti Filippseyja árið 1953, stutt fjölskyldustjórn Ngo Dinh Diem og Ngo Dinh Nhu í Suður-Vietnam árið 1954 og komið á stjórn Phoumi Nosa- van i Laos árið 1960. urðu njósnarar C.I.A., sem bersýni lega voru ábyrgir, nánari ráð gjafar og áhrifameiri milli- göngumenn milli stjórna þess ara landa og ráðamanna í Was hington heldur en bandarísku sendiráðin í þessum löndum. Þegar stjórn Kennedys 'com til valda árið 1961 komst for- setinn að þeirri niðurstöðu, að C.I.A. hafið bundið þannig hagsmunamál Bandaríkjanna við Fhoumi Nosavan, að í fyrstu gátu þeir ekki skipt við hann. Ennfremur varð sá hæfileiki C.I.A. til að aðhafast fljótt og með skynsamlegri leynd til þess, að hún fékk mörg verk efni í Suðaustur-Asíu, sem venjulega mundi falla undir varnarmálaráðuneytið. Hún var til dæmis fær um að fljúga með birgðir til manna af Meo kynflokknum í Laos tii að hjálpa þeim að berjast gegn kommúnistanum Pathet Lao á þeim tíma, er samningsbönd leyfðu ekki íhlutun ameriskra hernaðarmálaráðgjafa. C.I.A. hefur í Suður-Viet- nam unga menn með stjórn- málahæfileika og málakunnáttu sem hafa verið mun sigursælli en hinir sérstöku herir Penta gon að vinna frá kommúnist- um fjalla- og skógaþorp. C.I.A. var einnig flækt í málefni Ngo bræðranna og ginntu þeir hana til að styðja einkalögreglusveitir sínar. Þær voru reyndar notaðar gegn Búddatrúarmönnum í stjórnar- andstöðu og æstu þannig hern aðarleiðtoga til „coup d‘état“ árið 4963, sem felldi Ngobræð- ur. C.I.A. hefur núna hafið á- ætlun í Thailandi, sem á að verja sveitahéruð gegn komm- únisma. Hún vinnur í gegnum erlendar hjálparskrifstofur og viss flugfélög og njósnarar vinna með fjallaþjóðíflokkum meðfram landamærum og eru að koma á fót lögreglusveitum meðfram landamærum Laos og Cambodiu. Heimulegar aðgerðii-. Fáir Bandaríkjamenn gera sér ljóst hvernig aðgerðir sem þessar geti haft áhrif á frið- samlegt þjóðlíf hvernig einn flugvélafarmur af rís í leigu vél Air America í Laos veldur heimulegum aðgerðum C.I.A. innan Bandaríkjanna. Þegar Air America eða önn ur félög, sem starfa undir fölsku flaggi hafa komizt í fjárhags- vandræði hefur C.I.A. notað áhrif sín í Washington og í öll um Bandaríkjunum til að finna einhverjar lagalegar tekjulind ir. __ Án þess að forstjórar og hlut hafar einhvers flugfélags vitx getur C.I.A. komizt í samband við aðalembættismenn félags ins og útskýrt fyrir þeim vanda mál sín og farið í burtu með samning um einhverja gróða- vænlega flugfarma. Leynileg yfirfærsla á pening um C.I.A. til utanríkismálaráðu neytisins og Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna eru til dæmis notaðir til styrktar fræði- mennsku eða útgáfustarfsemi. Einnig veitir Leyniþjónustan peninga til rannsókna og áróð urs gegnum stofnanir — laga legar eða leynilegar. Sagt er, að C.I.A. standi að baki starfsemi nokkurra stofn ana, sem bera ábyrgð á ferðum þjóðfélagsfræðinga til austurs ins. Hinn mikli meirihluti sjálf stæðra stofnana hefur varað við, að þessi starfsemi varpi grunsemd á alla fræðimenn, sem ferðast þangað og sagt er á síðustu árum.að C.I.A. hafi minnkað þessa starfsemi. 400.00 dollarar til rannsókna- starfa. Rannsókn þjóðþingsins árið 1964 á stofnunum, sem voru undanþegnar skatti leiddi f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.