Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.08.1966, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 7. ágúst 196B TÍMINN 5 Þórarinn og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinUj símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Morgunblaðið hefur síðustu dagana veifað sigri hrós- andi einu „skrautblómi“, sem það telur eins konar sigur- tákn „viðreisnar”-stjórnarinnar. Það segir, að kaupmátt- ur tímakaupsins hafi á síðustu tveimur árum hækkað um 15—20% og sé þetta eftir „traustustu útreikningum“, sem völ sé á. Hins vegar hefur blaðið forðazt að greina frá því, hvernig þessi útkoma kaupmáttardæmisins er fengin. Það er hernaðarleyndarmál Morgunblaðsins. Fólk á aðeins að trúa án þess að sannfærast f rökum. Formaður Verkamannasambandsins, Eðvarð Sigurðs- son, segist ekki einu sinni geta áttað sig á því, hvernig Mbl. reikni dæmið, en hann fullyrðir, að þetta séu ein- hverjar sjónhverfingar. Af því að Mbl. hampar þessu skrautblómi sínu framan í þjóðina nær daglega um þessar mundir, er ekki ófróð- legt að skyggnast í töflu, sem Efnahagsmálastofnunin hef- ur gefið út ekki alls fyrir löngu um það hvernig vísitala kaupmáttarins hefur breytzt síðan 1959. Sú tafla er þannig: Ef gert er ráð fyrir, að vísitala kaupmáttarins hafi ver- ið 100 (eðal00,2) að meðaltali árið 1959, þá lækkaði hún í 90.3 árið 1960. Árið 1961 lækkaði hún enn í 85.4 og var eins á árinu 1962. Árið 1963 lækkaði vísitala kaup- máttarins enn lítið eitt og varð 84.6 að meðaltali það ár, og árið 1964 komst hún lægst eða niður í 83. 1 Jafnvel þótt það væri rétt hjá Morgunblaðinu, að kaup- máttur tímakaups hefði hækkað um 15% síðustu tvö árin, eða miðað við 83 árið 1964, þá hefur ríkisstjórnin ekki enn náð því að veita launþegum sama kaupmátt launa og 1959, þegar hún tók við. Slík afrek eru ekki beinlínis til þess að hæla sér af eftir 6 ára samfellt og einstakt góð- æri. Skrautblómið, sem Mbl. er að veifa, er því aðeins vesælt gerviblóm, sem blaðinu væri hollast að fleygja. Þess skal getið, að sú vísitala kaupmáttarins, sem felst í þessari töflu Efnahagsstofnunarinnar, er án húsnæðis- liðsins í framfærsluvísitölunni, enda er hann sannan- ekki sé búið að tilkynna hana opinberlega. Þó bera þessi blöð engar brigður á, að talan sé rétt, og um hana hefur þegar verið rætt á opinberum vettvngi. Hljóta menn því að spyrja: Er niðurstaða opinberrar neyzlurannsóknar eitthvart leyndarmál, þar til stjórnin kveikir grænt ljós? lega svo rangur, að hann er ekki takandi með í neinn reikning og brgytir enda ekki þessari mynd. Þessar tölur geta ekki talizt góðar einkunnir fyrir nú- verandi ríkisstjórn. Þær sína, að hún hefur ekki reynzt fær um að veita landsfólkinu réttlátan hlut í aukningu þjóðarteknanna á hinum miklu góðærum, sem yfir hafa gengið. Það hefur farið í súginn og brunnið að mestu upp í eldi óstjórnar. Þessar staðreyndir minna á söguna af karlinum, sem sagði, að aðeins væri eins stafs munur á Guðmundi tengdasyni sínum og guði almáttugum, sem sé sá, að guð gerði allt af engu, en tengdasonurinn gerði allt að engu. Slíkur tengdasonur er núverandi ríkisstjórn þjóð sinni. Er þetta leyndarmál? Stjórnarblöðin ráðast á Tímann fyrir það að nefna niðurstöðutölu neyzlurannsóknar, sem nýlega er lokið. Telja blöðin það óheiðarlega blaðamennsku af því, að Gerviblóm Morgtmblaðsins Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Walter Lippsnann ritar um alþjóðamái: Forusta enskumælandi þjóða heyrir til liðna tímanum Bretland er ekki framar stórveldi og Bandaríkjamenn eiga í raun og veru nóg með sína eigin erfiðleika heima fyrir TENG9L okkar við Evrópu hafa gerbreytzt svo á fáeinum mánuðum, að stefnan sem mörkuð var gagnvart Evrópu á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöldlna, er orðin al- gerlega úrelt. Afstaða er orð- in ,svo gersamlega út í hött, eins og málin horfa nú við, að áhrif okkar á framvindu mála í Evrópu eru orðin hverfandi litil. Þetta á að nokkru en ekki öllu leyti rætur að rekja til þess, hve rammflæktir við er- um orðnir í styrjöldinni í Vieí- nam og önnum kafnir við rekst ur hennar, en hún er ákaflega óvinsæl hvarvetna í Evrópu. En þessi fjarlæging Evrópu og Bandaríkjanna undir for- ustu ríkisstjórnar Johnsons, á einnig rætur að rekja til þeirr- ar staðreyndar, að mótendur bandarískrar stefnu í málefn- um Evrópu hafa verið alger- lega skilningsvana á framþró- un nútíma Evrópu og eindreg- ið andvígir henni. Meðal þeirra atburða, sem sýna bezt aðrar breytirigar, er linun kalda stíðsins, eins og hún kemur fram í hnignun At- lantshafsbandalagsins og einn- ig hernaðarbandalags þess, sem kennt er við Varsjá. í kjölfar þessa koma svo heimsókn de Gaulles til Sovétríkjanna, en hún boðaði meðal annars enda lok þeirrar hugmyndar eftir- stríðsáranna, að Evrópu yrði . framvegis skipt í tvö banda- lög, sem aðgreind vrðu ákveð- ið með járntjaldi. NÆST á eftir heimsókn de Gaulles til Moskvu gerðust enn tveir atburðir, sem eindregið < benda til, að eftirstríðstíminn sé iiðinn. Þýzki flokkurinn m Kristilegir demokratar hefur verið aðal samherji okkar i Evr ópu allt frá því á valdadögum John Foster Dulles. Hann varð fyrir miklu fylgistapi í West- falen og Erhard kanslari er í þann veginn að missa pólitísk völd sín, en hann hefur verið í meira uppáhaldi hjá John- son forseta en aðrir stjórnmála menn í Evrópu. Strax eftir að þetta gerðist í Þýzkalandi þurfi ríkisstjórn Wilsons í Bretlandi að takast á við meiri erfiðleika í fjárhags- málum en nokkru sinni áður. Erhard kanslari hefur verið ser stakur vinur okkar Bandaríkia manna á meginlandi Evrópu, en Wilson forsætisráðherra hef ur verið sérlega vinveittur okk- ur í Asíumálunum — og raun- ar eini vinur okkar í Evrópu á þeim vettvangi. Full ástæða er til að ætla að erfiðleikarnir, sem nú steðja að Bretum, og ef til vill tekst að draga úr með þeim róttækj ráðstöfunum. sem gerðar hafa verið, tákni •'upphaf þess, að brezka þjóðin verði að brevta mjög verulega viðskiptum og efnahagslífi svo og stjórnmála og hernaðarstefnu sinni bæði heima fyrir og gagnvart öðr um þjóðum. WILSON forsætisráðherra hefur verið að reyna að verja sterlingspundið falli, færa út kvíar velferðarríkisins, varð- veita samvaldið, halda í leifar heimsveldisins fyrir austan Su- esskurð og fylgja valdhöfunum í Washington að málum til end- urgjalds fyrir væntanalegar vel Harold Wilson gjörðir. Framundan blasir við það ehfiða og sársaukafulla verk, að kjósa sér suma þá kosti, sem völ er á, en. hafna öðrum. Þegar til þessa kemur rimn liða undir lok sú úrelta Ludwig Erhard skoðun, að enskumælandi heimsveldin tvö, Bretar og Bandaríkjamenn, séu útvaldir verðir heimsfriðarins. Öllum beim, sem hafa í krafti þessarar hugmyndar þolað storma og strit tveggja heims- styrjalda, mun þykja sárt að þurfa að viðurkenna, að hinir fornu yfirburðir enskumælandi þjóða heyri til horfnum tímum. En þeir eru liðnir undir lok. „Vér erum menn og hljót- um að hryggjast beear ho.fihn er jafnvel skuggi þess, sem eitt sinn bar af öðru.“ Bretland er ekki framar heimsveldi. Bretar eru aðeins evrópsk miðlungsþjóð bæði að mannfjölda og mætti. Og Banda ríkjamenn eru, þrátt fyrir all- an sinn auð og hernaðarmátt og þrátt fyrir allt hugsjónayfir varpið, sem ástundað er í Hvita húsinu og utanríkisráðuneytinu algerlega ófærir um að takast á hendur að vera löggæzlu- menn meðal þjóðanna og fara í allsherjar krossferð um heim- inn til að berjast fyrir út- breiðslu lífshátta sinna og upp- áhalds kenninga. Margar ástæður valda þvi, að Bandaríkjamenn eru ófærir um að gegna þessu húsbónda- hlutverki í mannlegum málum almennt. Ein er sú, að til eru í heiminum önnur stórveldi, sem ekki munu hlýða okkur og ekki fylgja okkur að máhim. Við eigum enn eftir að koma á lífvænum og þolanlegum sam búðarháttum við þessar þjóðir. Önnur ástæða er, að hinar vanmáttugu þjóðir á jörðunni eru búnar að finna upp andsvar gegn auðmagni okkar og vopna valdi. Vegna þess, að þær hafa lært að sætta sig við harðrétti þjáningar og dauða, geta þær gengið þegar ríku þjóðirnar verða að ríða komast af við þær aðstæður, sem yllu sulti meðal hinna ríku, leitað sér skjóls þótt íbúðarhús þeirra séu horfin og barist með frum stæðum vopnum gegn fjölbreytt um og margbrotnum vígvélum. Og erfiðlega gengur að sigra þessar þjóðir vegna þess, hve margir einstaklingar meðal þeirra eru reiðubúnir að láta líf sitt. Hinum fornu hernaðar yfirburðum vestrænna þjóða veitist síður en svo auðvelt að fást við skæruliðana. ENN er ein ástæðan, sem veld ur því, að við getum ekki gegnt því húsbóndahlutverki, sem Johnson forseti vill hugsa sér að hann hafi með höndum. Hún er sú, að hin mikla þjóð okkar á við að stríða heima fyrir sína eigin erfiðleika, sem hún getur ekki látið sér nægja við að káka við öllu lengur, nema eiga á hættu mjög alvar- legeftirköst. Ástandið í stórborgum okkar, þar sem meirihluti þjóðarinnar býr, er orðið svo eldfimt og spennt, að sprenging vofir þá og þegar yfir. Þetta stafar ekki einungis frá fátækrahverjum negranna, sem Joseph Alsop hefur að undanförnu skrifað um af mikilli málsnilld, heldur og af hinu, að borgirnar eru í síauknum mæli að verða óþol- andi jafnt fyrir svarta og hvíta Þessar borgir krefjast athygli okkar framar öllu öðru. í breyt ingar á þeim þarf að verja feiknilegum fjármunum. En einmitt núna, þegar ríkis- stjórnin fiöwar sóma sínum við dýrkun falsgaða í eftirsókn eft ir heimsvaMi, er hvorki aflögu athygli né fjármunir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.