Vísir - 03.05.1975, Blaðsíða 7
Kínalífselexír
Með bros á vör: klnverskur traktor á graffksýningunni á
Kjarvalsstöðum.
í mannkynssögunni
er þess oft getið að kin-
verjar hafi fundið upp
púðrið, áttavitann og
orðið fyrstir til að gefa
út dagblöð. í sambandi
við hið siðastnefnda
gleymist oft að geta
þess að kinverjar
þrýstu ekki aðeins út-
skornum táknum á
pappír, heldur lika tré-
skurðarmyndum og
það á áttundu öld eftir
Krists burð. Þaðan
bárust bæði tréskurð-
armyndir og málara-
list til Japan og viðar
um Asiu og framlag
kinverja til listþróunar
i austri erþvi svipað
og framlag grikkja til
vestrænna lista.
Klnversk list, bæði i tréskurði
og málaralist, einkenndist jafn-
an af skáldlegri innlifun I og lof-
gjörðum náttúruna og samband
mannsins við hana.
Þeir töldu það vera fyrir neð-
an sinn heiður að llkja nákvæm-
lega eftir náttúrunni, heldur
reyndu þeir að tjá hringiðu og
hrynjandi hennar með llnunni
einni, en fíngerðir litflekkir
fylgdu svo á eftir sem fylling.
Landslagsmyndir þeirra eru þvl
stemmningar eða hugmyndir
um náttúruna, gerðar af af-
burða drátthögum mönnum.
Það var ekki aðeins I listsköpun
serii kínverjar stóðu framar-
lega, heldur einnig I gerð eftir-
prentana, en sú grein naut allt
að því eins mikillar virðingar og
sjálfstæð myndgerð.
Á seinni hluta 19. aldar fór
nokkur hnignun að gera vart við
sig I klnverskri myndlist sökum
erlendra áhrifa og eftirspurnar,
sem svo skapaði mikinn eftiröp-
unariðnað í klnverskum hafnar-
borgum. Og allt keyptu evrópu-
búar sem voru þá að uppgötva
kínverska list.
Það er ekki fyrr en Nýja Klna
er stofnað að nýtt llf kemur I
myndlist þeirra, — en á bak við
þá grósku eru allt aðrar hug-
sjónir og mat. Það er graflist
frá Nýja Kina sem við sjáum
þessa dagana að Kjarvalsstöð-
um, 127 eintök alls. Fyrsta
spurning sem læðist að manni á
þessari sýningu er hvernig I
ósköpunum margmilljóna þjóð
fari að þvl að skapa sér svo
keimllkan stll, og I öðru lagi,
hvort slikur stlll, innrættur eins
oghann er af stjórnvöldum, geti
verið heilbrigður og þroskandi
fyrir listamanninn. Það er eng-
inn vafi að lögð hefur verið mik-
il rækt við tréskurðarmyndina I
Klna á undanförnum áratugum
og tæknilega séð eru vinnubrögð
fyrsta flokks og gleðilegt að sjá
hve snjallir klnverjar eru enn
við eftirllkingar. Á ég þar við
þær sjö myndir sem hér eru
eftir eldri listamenn (18-24) og
ég hefði getað svarið fyrir að
væru ósviknar vatnslitamyndir.
Ópium fyrir fólkið
Þessar gömlu myndir hafa
einnig á sér yfirbragð margra
listrænna persónuleika, en af-
gangurinn af sýningunni gæti
nær allur verið eftir sama lista-
manninn. Myndefni þessa lista-
manns er alþýðan við vinnu á
ökrum, i skógum, I verksmiðj-
um, skipum og skólum.
Er ekki nema gott eitt um það
að segja þvi landið heitir nú einu
sinni „alþýðulýðveldi”. En eitt
er það sem slær mann strax, og
það eru brosin. Allt fólk á mynd-
unum brosir eða hlær, hvort
sem það er að kenna rafmagns-
verkfræði eða sligast pungsveitt
undir byrðum á ökrum. í verk-
smiðjunni, innan um hávaðann
og eldglæringar logsuðutækja,
brosa menn út undir bæði eyru
eins og I óplumvimu. Hvar eru
hinar hliðarnar á mannlegu lifi?
Þær hljóta að vera til einnig I
Klna. Og þá rennur upp fyrir
manni ljós. Þessi verk eru gerð
til að fá fólk til að sætta sig við
strit sitt, eins og trúarbrögð
gerðu fyrr á öldum. Myndirnar
eru ekki gerðar af fólkinu I
verksmiðjunum, heldur af list-
vinnustofum sem skapa list sem
verkafólki er skömmtuð. Hún
verður að vera, eins og segir i
sýningarskránni „einföld, skýr,
tjáningarrlk og skrautleg”. Og
listamaðurinn er orðinn geld-
ingur sem gerir eingöngu það
sem hann er skikkaður til að
gera. Þvl er vart hægt að nefna
þessi verk „alþýðulist” fremur
en hina fordæmdu gömlu kln-
versku list.
En það er lærdómsrikt að
skoða list sem er kirfilega undir
handleiðslu stjórnvalda, og
einkar viðeigandi að hún skuli
vera sýnd að Kjarvalsstöðum.
Verst hvað hún er illa hengd,
— myndirnar eru á pappa-
spjöldum sem mörg eru orpin
og utan á er limt gróft plast með
klúðurslegu glæru limbandi.
Ahrifin eru oft keimllk þvl að
vera I speglasalnum I Tívoll og
er þetta ekki likt þeirri snyrti-
mennsku sem jafnan einkennir
hvað eina sem kinverjar gera.
Væntanlega fáum við ein-
hverntímann að skoða hina ,,úr-
kynjuöu” og yfirstéttarlegu
eldri list frá Klna, sem þó sýnir
allar hliðar mannlegra tilfinn-
inga eins og heilbrigð list ávallt
gerir.
MYNDLIST
eftir Aðaistein
Ingólfsson
USTIÐN
Hvenær skyldi það
hafa myndast, þetta
óyfirstiganlega bil,
sem talið hefur verið
aðskilja ,,list” og
„listiðn”? Á miðöldum
voru þessar greinar i
sama handverksbátn-
um og var þeim þá
skipað i virðingarstöð-
ur eftir þvi hve hrein-
legar þær voru. Góðir
húsgagnasmiðir hafa
vart verið minna metn-
ir en málarar, og
myndhöggvararar
þóttu lægstir allra
vegna þess að þeir voru
þaktir ryki og skit við
vinnu sina. Mynd-
höggvarar og múrarar
unnu hlið við hlið i
kirkjubyggingum og
þótti sjaldan taka þvi
að nefna þá með nafni i
heimildum.
Sennilega er það á 16. öld sem
hinar svokölluöu „fögru listir”
ná yfirhöndinni, þ.e. málaralist
og höggmyndalist, óbeint á
kostnað annarra listgreina. Þar
með er ekki sagt að húsgagna-
smiöir, vefarar, postullnsgerð-
armenn og gullsmiðir drægju
sig I hlé, og nokkrar „súper-
stjörnur” á þeim sviðum getum
við nafngreint og vitum að þeir
nutu mik'llar hylli.
Skrifborð eftir Pétur Lúthersson. Myndir á vegg eftir Baldvin
Björnsson.
C5
1
Það er ekki fyrr en með
William Morris og preraafaelit-
unum að bein tilraun er gerð til
að færa hinar mörgu vanmetnu
listiðngreinar upp á hærra svið,
eða allavega vekja á þeim at-
hygli. Slðan tekur Bauhaus við
og takmark þeirrar stofnunar
var nú ekki aðeins að stuðla að
listrænni hönnun á nytjahlutum
heldur einnig að vinna gegn
fjöldaframleiðslu ómerkilegra
hluta sem ekki voru gerðir með
neinni tilfinningu fyrir formi
eða lit.
Iðja og not
Hér á Islandi hefur innflutt
drasl tröllriðið húsum manna,
bæði að utan og innan I áraraðir
og svo sannarlega tlmi til kom-
inn að stofna til samtaka sem
legðu áherslu á listræna hönnun
á öllu þvi sem I kringum okkur
er innanhúss. Þessi samtök hafa
nú veriö stofnuð og nefnast List-
iðn og sýna nokkrir félagsmenn
um þessar mundir I húsakynn-
um Heimilisiðnaðar, Hafnar-
stræti 3. Nefna þeir þessa fyrstu
Skart eftir Jens Guöjónsson.
sýningu slna „Islensk nytjalist
l” og munu aörar eiga að fylgja
innan skamms. En hvers vegna
„nytjalist”? Mér finnst aö það
orð sé „tautologia”, þvi sé verk
gert af list, þá hlýtur það að
koma að notum, ef ekki höndun-
um þá auganu. Það er litill
munur á þeim notum sem við
getum haft af góðu málverki og
góðu veggteppi og reginmis-
skilningur að miða „not” aðeins
við beina handfjötlun eða
ágang. „Listiðn” er stórum
betra orö.
Asa ólafsdóttir vefari sýnir
nokkur veggteppi þar sem
amerlsk indjánateppi virðast að
einhverju leyti vera kveikjan og
eru þau ofin með litnæmu augu
og tilfinningu fyrir dramatisku
bili milli lita. Baldvin Björnsson
sýnir snyrtilegar auglýsinga-
teikningar og Jens Guðjónsson á
hér snilldarlega gerða og fjöl-
breytilega skartgripi
sem nálgast það að vera hreinn
skúlptúr og er Jens laginn við að
nýta hrjúft yfirborð I „express-
Ifum” tilgangi. Pétur B. Lút-
hersson sýnir skrifborð sem
hljóta að jafnast á við það besta
sem gert er af þessu tagi I
Evrópu, — skrifborð sem eru
bæði I hæsta máta hagnýt og eru
samt ekki „kaldar” mublur,
sökum mjúkrar áferðar. Astæð-
an fyrir þvl að Sigrún Guðjóns-
dóttir skipar sér I flokk Listiðn-
ar, en ekki myndlistarmanna,
er llklega sú að hún málar og
brennir fllsar, og sýnir það hvað
stutt er á milli listiðnaðar og
listar. Sigrún er lipur og „ele-
gant” teiknari, eins og vel kom I
ljós á Kvennasýningunni og eru
skálar hennar og fllsar mikiö
augnayndi.
Verst er að allir þessir hönn-
uðir skuli ekki hafa komið
saman sýningarskrá til minn-
ingar um þessa fyrstu samsýn-
ingu. Vonandi bæta þeir um
betur næst, og verði heildar-
svipurinn eins góður þá og nú,
er enginn efi á að félagsskapur-
inn Listiðn á eftir að verða já-
kvætt afl I Islenskri listsköpun.