Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 16
16 . ___________________________Vlsir. Láugardagur 3. mai 1975
q □AG | n KVÖLD | Q □AG | 0 KVÖ L al Q □AG |
„Elsku pabbi" kl. 20,30 í kvöld:
Dóttirin vill halda
striplinu leyndu
önnur dóttir elsku pabba hef-
ur nii fyllzt skyndilegum leik-
listaráhuga og á nú að fá hiut-
verk I Rómeó og Júiiu, sem ver-
ið er að setja á sviö i nágrenn-'
inu.
Sá böggull fylgir þó skamm-
rifi, að leikstjórinn krefst þess
að dóttirin komi fram nakin, og
fellst hún loks á það. Um þetta
fjallar þátturinn „Elsku pabbi”
I kvöld.
Nú, dóttirin vill auðvitaö
halda þessu stripli leyndu fyrir
föður sinum, sem aftur á móti er
ákafur I að sjá leiksýninguna.
Þær systur reyna öll tiltæk ráð
til að halda aftur af honum og
ræna meðal annars öllum bux-
unum frá honum, og af þessu
skapast endalaus misskilningur
að vanda.
— JB
Pabbi, Patrick Cargill, og dæturnar sem leiknar eru af Natasha
Pyne og Ann Holloway. Um þessar mundir sýnir Háskólabió kvik-
mynd um tiltektir þessara kostulegu feðgina.
n
EG VERÐ TAUGAVEIKLUÐ EF EG SE SEGULBAND
#/
— segir umsjónarkona „Öskalaga sjúklinga"
„Þáttinn „Óskalög
sjúklinga” hef ég haft i
ein átta ár, en raunar
eru tólf ár siðan ég
byrjaði að taka þátt í
útvarpsþáttum.”
Þetta eru orð Kristínar Svein-
björnsdóttur, sem sér um
„óskalög sjúklinga” á laugar-
dagsmorgnum.
„Raunar kynntist ég útvarp-
inu og fólkinu þar fyrst i gegn-
um bróður minn, Úlfar Svein-
bjömsson, sem var að vinna
þar. Svo var það einhvern tima
aö Jónas Jónasson sem ég
kannaðist viö stanzaði mig á
gangi og baö mig að koma i
prufuupptöku. Þá var hann að
fást við dagskrárkynningarþátt
I útvarpinu. Utkoman varö svo
sú, að ég vann meö honum við
þann þátt I hálft ár”, segir
Kristin.
En það eru ekki eingöngu
Kristin og Ólfar, sem unnið hafa
við fjölmiðlana. Annar bróðir
Kristinar er Helgi Sveinbjörns-
son. Þvi nafni sjáum við alloft
bregða fyrir á sjónvarpsskerm-
inum, enda er hann ljósmyndari
hjá sjónvarpinu.
„Jú vissulega eru átta ár orð-
in nokkuð langur timi. En ég
held ég verði seint leið á út-
varpsstarfinu sem sllku vegna
þess aö útvarpið á mikið af mln-
um áhuga. Hitt er svo annað
mál, aö minn draumur er og
hefur ætlð verið að fá að spreyta
mig á einhverri annarri dag-
skrárgerð. Ég á mér raunar
stóran draum á þvl sviði, en ég
held ég láti ekki út úr mér hver
hann er, en ég lifi I voninni um
einhver skemmtilegri verkefni
hjá útvarpinu,” segir Kristln.
Kristln starfar nú á lög-
mannsskrifstofu og hefur gert
það I eitt og hálft ár. Aður var
hún starfsmaður Loftleiða og
þar á undan vann hún hjá dóms-
málaráðuneytinu.
„Ég á sennilega beztu vinnu-
veitendur I heimi, sem gera
manni kleift að sjá um útvarps-
þátt auk föstu vinnunnar. En
engu að slður er ég þreytt að
vinnudegi loknum og það hefur
ef til vill llka valdið þvi að ég hef
aldrei gert neitt úr þvl að reyna
við aðra dagskrárgerð en
Óskalögin,” segir Kristln.
„En „Óskalögunum” á ég
auðvelt með að sinna þar sem
þau eru send út beint á laugar-
dögum en eru undirbúin kvöldið
áður.
Ég hef frá upphafi sent út
beint og kann mjög vel við það.
Ég verö aftur á móti tauga-
veikluð ef ég sé segulband ein-
hvers staðar 1 nánd. Maður vill
treysta um of á endurtekningar
ef maður tekur þáttinn upp
fyrirfram, en ég geri þetta að
vlsu ef ég er ekki viðlátin á
laugardagsmorgnana”, segir
Kristln.
„Það geta að vlsu komið fyrir
óhöpp I beinu útsendingunum en
ég tel að einmitt þau gefi beinu
útsendingunum gildi. Þær verða
persónulegri fyrir vikið og Hf-
legri. Það kemur til dæmis fyrir
að ég skelli upp úr þegar ég mis-
mæli mig á einhvern kjánalegan
hátt.enaldreihef ég þó gert það
mikinn skandal að ég fengi á
mig ákúrur fyrir,” segir
Kristln.
„Þetta form á „Óskalaga-
þættinum” gefur mjög litla
möguleika til að fitja upp á
nýjungum. Flest eru bréfin frá
orði til orös eins, og þeir, sem
eru frá Skagafirði, biðja um
Skagfirzku söngsveitina en þeir
frá Búðardal biðja um „Heim I
Búðardal”. Égfæ 60til70 bréf á
mánuði og kem þeim vitanlega
aldrei öllum að”, segir Kristín.
„Ég vel oft frekar bréf frá
bömum þvi þau segja fremur en
aörir frá einhverju skemmti-
legu. En ég blð ennþá eftir bréf-
inu, sem er ööruvisi en öll hin.
öll bréf, sem eru skemmtilega
frábrugðin, les ég,” segir
Kristln.
„Að ég sjái um þáttinn I önnur
átta ár? Ja, hver veit,” segir
Kristln að lokum. — jb
SJDNVARP •
Laugardagur
10. mai
16.30 tþróttir. Knattspyrnu-
kennsla
16.40 Enska knattspyrnan.
17.30 Aðrar Iþróttir.
Umsjónarmaöur Ómar
Ragnarsson.
18.30 tvar hlújárn. Bresk
framhaldsmynd, byggð á
sögu eftir Walter Scott. 2.
þáttur. Þýðandi Stefán
Jökulsson.
19.15 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Elsku pabbi Breskur
gamanmyndaflokkur.
Þýöandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
,20.55 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir á llðandi
stund. Umsjónarmaður
Aðalsteinn Ingólfsson.
21.45 Vogun vinnur... (Classe
tous risoues) Frönsk bló-
mynd frá árinu 1960. byggð
á sögu eftir José Giovanni.
Leikstjóri Claude Santet.
Aöalhlutverk Jean-Paul
Belmondo og Sandra Milo.
Þýðandi Ragna Ragnars.
Aöalpersóna myndarinnar
er franskur afbrotamaður,
sem flúið hefur úr landi og
búið I Rómaborg um skeið.
Hann vill nú snúa aftur
heim til Parisar, en þaö
ferðalag veröur honum
næsta örðugt.
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
11. mai 1975
18.00 Stundin okkar Glámur
og Skrámur spjalla saman,
og sýnd veröur teiknimynd
um Robba og Tobba. Þar á
eftir fer brúðuleikur um
Meistara Jakob og pylsusal-
ann og slðan norsk kvik-
mynd um litla stúlku, sem
eignast pinu litla systur, og
er ekkert sérstaklega hrifin
af þvl. Stundinni lýkur svo
með spurningaþætti. Um-
sjónarmenn Sigriður Mar-
grét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
18.50 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Það eru komnir gestir
Vigdís Finnbogadóttir ræðir
við Guörúnu Snæfriöi Gísla-
dóttur og Evert K. Ingólfs-
son, nemendur I leiklistar-
skóla SÁL, og Andrés Sigur-
vinsson og Helgu Thorberg,
nemendur I leiklistarskóla
leikhúsanna.
21.15 Hedda Gabler Leikrit
eftir norska skáldið Henrik
Ibsen. Sjónvarpssviðsetn-
ing, byggð á sviðsetningu
þjóðleikhússins I Osló. Leik-
stjóri Arild Brinchmann.
Aðalhlutverk Mona Tand-
berg, Tor Stokke, Henny
Moan, Knut Wigert og Per
Sunderland. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
(Nordvision — Norska
sjónvarpið)
23.20 Að kvöldi dagsDr. Jakob
Jónsson flytur hugvekju.
23.30 Dagskrárlok
ÚTVARP •
Laugardagur
10. mai.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar. 12.25 Fréttir
og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 íþróttir Umsjón: Jón
Asgeirsson.
14.15 Aö hlusta á tónlist,
XXVIII Atli Heimir
Sveinsson sér um þáttinn.
15.00 Vikan framundan
Magnús Bjarnfreðsson
kynnir dagskrá útvarps og
sjónvarps.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir. Islenzkt mál. Dr.
Jakob Benidiktsson flytur
þáttinn.
. 16.40 TIu á toppnum
17.30 Sögulestur fyrir börn:
„Agni og dóttir selkonungs-
ins” irskt ævintýri
18.00 Söngvar I iéttum dúr.
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 I minningunniÞorsteinn
Matthlasson kennari talar
viö Hermann Guðmundsson
frá Bæ I Steingrfmsfirði.
20.00 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson
bregður plötum á fóninn.
20.45 „Hérnamegin glers-
ons”, smásaga eftir Véstein
Lúðviksson Kjartan
Ragnarsson leikari les.
21.15 Frönsk og rússnesk
balletttónlist Hljómsveitin
Philharmonia leikur:
Efrem Kurtz stjórnar.
21.45 Bak við rimlana.
Sigurður A. Magnússon les
þýöingar sínar á grlskum
ljóöum.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
tJtvarpsdansleikur I
vertiðarlok. M.a. leiknir
sjómannavalsar og önnur
gömul danslög. (23.55 Frétt-
ir I stuttu máli).
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
11. mai
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vlgslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar (10.10
Veðurfregnir).
11.00 Messa I Kópavogskirkju.
Prestur: Séra Þorbergur
Kristjánsson. Organleikari:
Guömundur Gilsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Um Landnámabók. Dr.
Sveinbjörn Rafnsson flytur
slðara hádegiserindi sitt.
14.00 „Að trúa á þann gula”.
Veiðiferð með togaranum
Snorra Sturlusyni RE 219.
Þriðji og slöasti þáttur Páls
Heiöars Jónssonar.
15. Miðdegistónleikar.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Bein lina. Sigurður E.
Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðis-
málastofnunar rlkisins,
svarar spurningum hlust-
enda. Umsjónarmenn: Arni
Gunnarsson og Vilhelm G.
Kristinsson.
17.25 Hljómsveit Franks
Chacksfields leikur létt iög
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Borgin við sundið” eftir
Jón Sveinsson (Nonna).
Hjalti Rögnvaldsson les
þýðingu Freysteins Gunn-
arssonar (15).
18.00 Stundarkorn með banda-
riska pianóleikaranum
Doris Pines, sem leikur
verk eftir Leopold Godow-
sky.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Hvað er jóga? Sigvaldi
Hjálmarsson flytur erindi.
19.50 Unglingakór Gautaborg-
ar syngur i útvarpssal.
Stjórnandi: Gunno Palm-
quist.
20.20 Bréf frá frænda. Jón
Pálsson frá Heiði flytur.
20.40 „Úr myndabók Jónasar
Hallgrimssonar” eftir Pál
lsólfsson. Sinfóniuhljóm-
sveit Islands leikur, Bohdan
Wodiczko stjórnar.
21.00 „Það vorar á ný”
Sigrlður Eyþórsdóttir og
Jón Hjartarson lesa ljóð.
21.25 Strengjakvartett nr. 3 I
es-moll eftir Tsjaikovský.
Vlach kvartettinn leikur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Astvaldsson dans-
kennari velur lögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 114., 16.og 17. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1975 á eigninni Hverfisgötu 49, rishæð, Hafnarfirði,
þingl. eign Þorbjargar Þórarinsdóttur, fer fram eftir
kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Innheimtu
Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14.
maf 1975 kl. 2.45 e.h.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.