Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 10. mal 1975. o GUÐSÞJONUSTUR OG KIRKJUSÓKN A nýliönum páskum var kirkjusókn góö hér I borginni eins og raunar yfirleitt er á stór- hátiöum. En eins og allir vita, þá er þaö ekki nema örlitið brot af söfnuðinum, sem sækir kirkju á venjulegum helgidögum. Og stundum, þegar fæst er, og maður lltur yfir hina mörgu auðu bekki, getur stundum vaknað I huga manns sú spurning — hvort messan — guðsþjónustan — sé ekki að veröa úrelt form orðsins boðunar og iðkunar trúarllfsins — — — En það er sama frá hvaða sjónarmiði þetta er skoðað. Það er vart hægt að koma auga á neitt, sem gæti tekið sæti kirkjugöngunnar og komið I hennar stað til að helga sunnudaginn — gera hann að helgum degi. Fyrir nokkru birtist hér á Kirkjusíðunni ræða eftir prest- inn i Vallanesi, sr. Gunnar Kristjánsson. Þá sagði hann frá eftirgreindu atviki: Við barna- guðsþjónustu á sunnudags- morgni notaði hann tækifærið til að auglýsa messu kl. 2. Þá spurði einn litill kirkjugestur: Nokkrir kirkjugestir ásamt far- kostum sínum að lokinni messu i sveitakirkju. Söfnuður vlð sveitakirkju aö lokinni messu. Hvað kostar i messuna? Þetta finnst okkur barnaleg spurning. Það er öllum heimilt að koma i kirkju. Það eru allir boðnir og velkomnir, ungir og gamlir, há- ir og lágir, visir og fávisir. Og aðgangurinn er ókeypis. Það vita allir. Og það er ósköp litil fyrirhöfn nú orðið, aðeins að ganga eða aka smáspöl og „fóma” i það 1-2 klst. Hvað fæst svo f staðinn? Hvað erum við að sækja til kirkjunnar? Hvert erindi eigum við þangað? Þessu ætti hver kristinn maður aö eiga auðvelt með að svara. Við göngum á helgum degi I herrans helgidóm til að eiga þar stund bænar og tilbeiðslu, mæta drottni i orði hans og sakramentum, njóta samfé- lagsins i söfnuðinum i söng og sambæn trúaðra hjartna þeirra sem guðsþjónustuna sækja hverju sinni. Ef við fáum notið þessa I kirkjunni þá eigum við þangað ósmátt erindi. Og eitt er vist: Ef guðsþjónustan væri bet- ur sótt, kirkjuganga almennari, þá yrðu okkar löngu helgarfri hollari hvildartimi og heilbrigð- ari tómstundir bæði fyrir unga og fullorðna til heilla fyrir allt samfélagið. Með þetta i huga getum viðtekið okkur i munn og gert að okkar orðum þetta erindi Guðmundar Inga: Kirkjan gamla, kirkjan min, kem ég enn að vitja þin, til að öðlast traust og fró, trúarstyrk og sálarró, sjá oss vita himinshlið huga minum blasa- við. Keldnakirkja — þar á ég heima Keldnakirkja — þar á ég heima Um miðja 18. öld ólst upp á Geidingalæk á Rangárvöllum Guðrún Palsdóttir bónda þar, efnileg stúlka. Þar var fátækt mikil. Þá bjuggu i Keldnaseli Guðmundur Erlendsson og Halla Valdadóttir. Það var eitt sinn, að Guörún Pálsdottir var send að Keldna- seli. Ekki er getið um erindi hennar. Hún var illa klædd. Á leiöinni gerði kafaldsbyl. Treystist Guðrún þá ekki til að rata en lét fyrirberast i kletta- skúta og örvænti um líf sitt. Þá bar þar að Guðmund i Keldnaseli og barg hann Guðrúnu til bæja. Nokkrum árum siðar andaðist Halla kona Guðmundar. Þá bað hann Guörúnar. Er sagt, að hún hafi veitt honum þetta svar: „Ekki er álitlegt að taka að sér barnahópinn með engum efnum. En þú gafst mér lífið, og er mér skylt að muna það.” Giftust þau Guðmundur, og gerðist Guðrún mikil húsmóðir, orðlögð fyrir hagsýni þrifnað og myndarskap. Hjá bónda si'num réð hún þvi, sem hún vildi, fór þó jafnan hægt og kom sinu fram með lagi. Þau gerðust vel efnuð. Fór svo, að Guðmundur keypti Keldna- eignina og bjuggu þau Guðrún þar lengi siðan, en Keldnasel lagðist i eyöi. Guðrún á Keldum var trúkona mikil. Eru um það nefnd ýms dæmi. Keldur á Rangárvöllum. A— FRÆKORN Hafið brennandi kærleika En endir allra hluta er I nánd. Veriö þvi gætnir og algáðir til bæna. Umfram allt, hafið brennandi kærleika hver til annars, þvi að kærleikur hylur fjölda synda. Verið gestrisnir hver við annan án möglunar. Þjóniö hver öðrum meö þeirri náðargáfu, sem honum hefur verið gefin svo sem góðir ráðs- menn margvislegrar náðar Guðs. Tali einhver þá sé það sem orð Guðs, hafi einhver þjónustu á hendi, þá þjóni hann eftir þeim mætti sem Guð gefur til þess að Guö vegsamist i öll- um hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda — Amen. (1. Pétursbréf 4. 7-11) Nauðungaruppboð annað og slöasta á hluta I Grýtubakka 16, talinni eign Guð- bjargar Baldursdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudag 14. mal 1975 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 80., 82. og 84. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á hluta I Eyjabakka 2, þingl. eign Erlends Sv. Fjeldsted, fer fram eftir kröfu tollstjórans I Reykjavik á eigninni sjáifri miðvikudag 14. mai 1975 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. íreifarlinda þann, sem hún lét vefja utan um börn sin nýfædd, hafði hún ofið, með höfðaletri, þetta erindi: Biði su, sem bandið á, bót á hverju meini. Voðinn henni viki frá. Veit það Guð son eini. Þegar hún var að skammta fólkinu fór hún jafnan með Faðir vorið, og á hverjum degi, sem hún var heima, gekk hún út i kirkju og baðst þar fyrir. Þeim sið hélt hún I elli sinni. Það vardag einn i kafaldsbyl, að Guðrún gekk fram i bæjardyr, þegar Páll sonur hennar var að koma inn frá gegningum og bað hann hjálpa sér út i kirkju. Páll færðist undan þvi fyrst, sagði að Guð mundi heyra bænir hennar annars staðar eins og i kirkjunni. Þá svaraði Guðrún: „Þar á ég heima og þar kann ég bezt við mig.” Lét hann þá að orðum hennar. Guðrún á Keldum andaðist árið 1827, 84 ára gömul og þótti hafa verið mikil ágætiskona. Gamla myndin Á KIRKJUTRÖPPUM Þessa mynd tók sr. Þorsteinn L. Jónsson, þegar hann var prestur á Snæfellsnesinu. Fyrstu ár sin þar voru þau hjónin til húsa á Kolbeins- stöðum áður en Söðulsholtið var keypt og gert að prestssetri. Þá komu eitt sinn I heimsókn til þeirra tveir snæfellskir kenni- menn. Það voru þeir sr. Arni Þórarinsson frá Stórahrauni og sr. Sigurður Pálsson i Hraun- gerði núverandi vigslubiskup. Hann er ættaður frá Hauka- tungu. Mennirnir með þeim á myndinni voru báðir bændur i Kolbeinsstaðahreppi, kirkjubóndinn á Kolbeins- stöðum, Björn Kristjánsson og Sigurbergur Dagfinnsson bóndi i Haukatungu. Þeir eru nú báöir látnir. Kveðja fró Hallgríms- kirkju Kveðja frá Hallgrlmskirkju heitir ofurlitill vlsir að safnaðarblaði, sem Haiigrlmssöfnuður byrjaði að gefa út fyrir páskana I vetur. Það flytur 'upplýsingar um heiztu starfsemi safnaðarins t.d. er þar messuskrá fram I byrjun júnimánaðar. Þá eru vinir og velunnarar Hallgrimskirkju minntir á, að nú er (eins og meðf. mynd sýnir) framundan loka- áfanginn I ytri uppbyggingu Hallgrimskirkju þ.e. að reisa kórinn i fulla hæð og koma kirkjuskipinu undir þak. Þetta er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd, en allar gjafir, stórar og smáar, munu flýta fyrir henni. Tekið er á móti gjöfum til Hallgrlmskirkju á giróreikningi 15100. En Hallgrimskirkju berast fleiri gjafir heldur en peningar. 1 haust fékk hún kirkjugripi þá, sem tilheyröu kapellu Holdsveikraspitalans i Laugarnesi, og nú nýlega gaf Þorvaldur forstjóri Guð- mundsson kirkjunni eiraf- steypu af frumdrögum Einars Jónssonar af minnismerkinu um Hallgrim Pétursson. Það gaf Þorvaldur i minningu móður sinnar, Katrinar Jóns- dóttur f. 1878 — d. 1964.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.