Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 10. mai 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason yAuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakið. Blaöaprent hf. Þrjú mögur ár Dökk er sú mynd, sem dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri dró i gær um horfurnar i efna- hagsmálum næstu árin. Á ársfundi Seðlabankans sagði hann, að það yrði ekki fyrr en árið 1978, sem skynsamlegt væri að vænta þess, að ráðstöfunar- tekjur á mann yrðu svipaðar og þær voru árið 1973. Seðlabankastjóri gefur sér það markmið, að viðskiptahalli íslands gagnvart útlöndum verði minnkaður i áföngum, svo að hann verði horfinn með öllu á árinu 1978. Ef þjóðartekjur minnka i ár um sex af hundraði, eins og siðustu spár gera ráð fyrir, en byrji með næsta ári að vaxa að nýju um nálægt fimm af hundraði á ári, eins og verið hefur að meðaltali siðustu tvo áratugi, verða lands- menn að fórna þetta miklu af ráðstöfunartekjum sinum til að jafna viðskiptahallann. Bankastjór- inn sagði, að hann teldi þessa mynd ekki dregna dekkri litum en ástæða væri til. Sáralitið svigrúm mundi verða til að auka raunverulega neyzlu og fjárfestingu næstu árin. ,,Þessi kaleikur verður ekki frá okkur tekinn með frekari rýrnun gjald- eyrisstöðunnar eða aukinni skuldasöfnun er- lendis, þvi að i þeim efnum hefur þegar verið teflt á tæpasta vað,” sagði hann. Siðustu fréttir af gjaldeyrisstöðu og vöru- skiptajöfnuði eru vissulega ekki til að örva bjart- sýni um framvindu mála. Að visu ber þess að gæta, að enn eru ekki fram komnar allar þær ráðstafanir sem rikisstjórnin hyggst gera i efna- hagsmálum. Meðal annars má minna á fyrir- ætlanir um niðurskurð rikisútgjalda, sem ástæða er til að undirstrika, að staðið verði við fullum fetum. Þessi sparnaðaráform rikisins eiga að draga úr þenslunni miðað við það, sem ella hefði orðið, en jafnframt er með skattalækkunum stefnt að þvi að jafna byrðum sem réttlátast á landsmenn. Rikisstjórnin hefur i aðgerðum sin- um kappkostað að hafa þær ekki bitrari en brýnasta nauðsyn var til. Það sést lika á gjald- eyrisstöðunni og vöruskiptajöfnuðinum, að sizt hefur verið rist of djúpt. Sem betur fer hefur einnig i aðalatriðum tekizt að halda fullri at- vinnu, ef undan er skilið atvinnuleysi af völdum togar a verkf allsins. Gjaldeyrissjóður þjóðarinnar er enn minus- tala. Hann var um það bil tveimur milljörðum undir núlli i febrúarlok, versnaði enn i marz og batnaði ekki i april. Vöruskiptajöfnuðurinn, hlut- fallið milli inn- og útflutnings, varð i marz ein- hver hinn óhagstæðasti, sem orðið hefur. Þetta hvort tveggja hefur vakið þá spurningu, hvort gengi krónunnar sé enn ekki of hátt skráð og hvort ný gengisfelling verði ekki nauðsynleg, áður en langt um liður. Rökum seðlabankastjóra verður ekki mótmælt á þessu stigi. Ekki er unnt að treysta á, að við hljótum uppörvun með stökkbreytingum á er- lendum mörkuðum á næstunni. Ekki verður með viti safnað meiri skuldum erlendis i þeim mæli, að það bjargi okkur úr þessari klemmu. é _ Við getum aðeins sótt bjartsýni i spána um fimm prósenta aukningu þjóðartekna þegar á næsta ári. En miðað við þau lifskjör, sem við höf- um tamið okkur, áður en harðna tók i fyrra, munu okkur sennilega þykja árin 1975, 1976 og 1977 nokkuð mögur. -HH [R FRANCO MÆTTA ? Franco hershöföingi og Juan Carlos prins. Franco leiöir Sophiu prin- sessu sér viö hliö. Menn spyrja hver annan í Madrid þeirrar spurning- ar þessa dagana, hvort ekki líði að því bráðum, að Franco hershöfðingi, sem. verið hefur einráður á Spáni um 36 ára bil, fari að draga sig í hlé. Þeir hafa veitt því eftir- tekt, að Juan Carlos prins og arftaki Francos hefur látið mikið á sér bera opin- berlega að undanförnu, og það vekur menn til um- hugsunar um, hvort hann sé ekki að búa sig undir að taka við af gamla mannin- um alveg á næstunni. Svo er að sjá sem fjölskylda Francos hershöfðingja hafi ekk- ert á móti þvi, að hann setjist i helgan stein, en enginn vill leggja neitt að honum i þvi efni. — Nema upp komi alvarleg veik- indi. En meðal stjórnarandstöðunn- ar á hinn bóginn, sem lengst af hefur orðið að láta fara litið fyrir sér i gegnum árin, gerast þær raddir þó háværari, sem telja, að þessi 82 ára gamli leiðtogi ætti að stiga niður úr valdastólnum. Þró- un mála i Portúgal hefur aukið andstöðunni á Spáni þor, svo að hún lætur meira af sér vita en fyr- ir nokkrum árum, þegar enginn lét i sér æmta gegn gamla mann- inum. Það hefur kvisazt, að dirfskan gangi svo langt orðið, að nokkrir embættismenn, sem standa nærri Carlos Arais Navarro forsætis- ráðherra, hafi á laun róið að þvi, að prinsinum verði afhent völdin. Með þvi vona þeir, að hraðað verði stjórnmálaþróun Spánar. Eins og flestir ætla þeir, að hinn 37 ára gamli prins reynist frjáls- lyndari en Franco. Navarro er raunar þegar byrjaður að slaka til undnan kröf- um frjálslyndra á sumum sviðum og hefur þar með bakað sér nokkra óánægju meðal róttækari hægri manna. — Hinir siðar- nefndu gruná vini Navarros um að breiða út þann orðróm, að Franco sé i þann veginn að draga sig i hlé. I þeirra augum væri slikt lúmskt bragð til þess að kveikja hjá alþýðunni umhugsunina um Spán án Francos og jafnvel eftir- væntingu eftir þvi, að sú stund sé ekki langt undan. Þeir telja, að það gæti svo áfram þrýst að ,,E1 Navarro forsætisráöherra hefur reynzt írjálslyndur. Illlllllllll Umsjón: G.P. Caudillo” (leiðtoganum) og fjöl- skyidu hans sömuleiðis að fara að draga sig i hlé. Ef næðist að magna nógu mikla spennu, gæti þetta leitt af sér, að Franco drægi sig i hlé, meðan honum væri enn fært að gera það með fullum heiðri, áður en hann bakaði sér óþokka. En menn telja, að það mundi um leið verða til þess að Arais Navarro yrði vikið til hliðar. Að fjölda til hefur róttækum hægrisinnum heldur fækkað á Spáni, en leiðtogar þeirra hafa samt mikil áhrif á Franco hers- höfðingja, sem enn tekur allar þýðingarmiklar ákvarðanir, sem teknar eru á Spáni, — hvað sem liður öllu tali um að hann sé að hugsa um að láta völdin af hendi. Eitt af þessu, sem Navarro hef- ur gert til aukins frjálslyndis, er aukið prentfrelsi, sem gætir nú meira, þrátt fyrir að lögreglan hafi verið látin stöðva útgáfu á nokkrum fréttablöðum, sem þóttu ganga of langt. — Svo er komið, að það er meira að segja skrifað' opinskátt um það i blöðum, hvort Franco sé I þann veginn að hætta stjórnsýslu. Slíkt var þó algert bannorð fyrir bara tveim árum eða svo. Einn fréttaskýrandinn skrifaði á dögunum, að æ meira væri nú um það talað, að þjóðhöfðingi þeirra væri i þann veginn að hætta stjórnarstörfum. Hann hélt þvi fram, að Francos biði þá eitt af þrennu: Að hann hyrfi að bú- skap á býli sinu, sem er i Galicia, fæðingarhéraði hans. Að hann settist að i gamalli höll á Mall- orca eða þá annarri höll i San Lucar de Barremeda, sem er skammt frá Cadiz. Allt þetta tal hefur orðið til þess, að menn vaka nú yfir hverri hreyfingu og hverju orði frá Juan Carlos prins. Menn sjá i hverju hans athæfi aukna þýðingu. Franco afsalaði sér völdum i hendur Carlos prins um nokkurra vikna skeið i fyrrasumar, meðan hann lá sjálfur veikur. En hann tók þau aftur, þegar hann hafði náð sér af veikindunum. Juan Carlos hvarf þá aftur i skuggann, en á undanförnum vik- um hefur hann verið töluvert i sviðsljósinu. Hann hefur verið aðalgestur við hersýningar og oft á opinberum ferðalögum hér og hvar á Spáni. Ekki alls fyrir löngu fór hann i heimsókn til Irans og komst þá á forsiður blaðanna, þegar hann flutti ræðu, þar sem hann komst m.a. svo að orði: ,,Ég er ekki hingað kominn aðeins i skemmti- heimsókn, heldur er tilgangur minn sem tilvonandi Spánarkon- ungs að koma á langri samvinnu landanna.” Svo öruggur hefur prinsinn ekki áður verið um sig, að hann hafi talað svo ótvirætt. Þessi mynd var tekin, þegar Franco útskrifaöist af sjúkrahúsi eftir veikindi sln I fyrra, þegar hann fól Carlos prins völdin um hrlö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.