Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 10. mai 1975. 9 Glœsileg frammistaða Bridgefélags Reykja- víkur gegn landsliði Sviss Besse og Trad hrifsuðu fyrsta sœtið fró Símoni og Stefóni Heimsókn svissnesku bridge- meistaranna lauk s.l. fimmtu- dagskvöld með stórri Baromet- erkeppni og þegar upp var stað- ið höfðu Tony Trad og Jean Besse flest stig. Keppnin var geysilega spennandi i siðustu umferðunum og stóð baráttan milli Trad og Besse og Sfmonar Simonarsonar og Stefáns Guð- johnsen, sem höfðu verið i efsta sætinu mest alla keppnina. Tvö stig skildu á milli i lokin, en röð og stig efstu paranna var þessi: 1. Jean Besse — Tony Trad.............2180 2. Simon Simonarson — Stefán Guðjohnsen.....2178 3. Jakob R. Möller — Jón Baldursson........2142 4. Einar Guðjohnsen — Valur Sigurðsson......2080 5. Einar borfinnsson — Páll Bergsson.........2038 6. Pietro Bernasconi — Halit Bigat...........2032 7. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson... 2007 8. Benedikt Jóhannsson — Vilhjálmur Sigurðsson .1931 9. Hallur Simonarson — .v?>. ÞórirSigurðsson........1881 10. Óli Már Guðmundsson — Sigtryggur Sigurðsson.. 1877 Aður höfðu svissnesku bridge- meistararnir spilað fimm sveitakeppnisleiki, tapað fjór- um og unnið einn. Alls tók . 21 spilari þátt i þessum leikjum og sýnir það augljóslega að Bridgefélag Reykjavikur getur stillt upp meira en einu landsliði ef þvi er að skipta. Svissneska sveitin er eitt af fimm-sex beztu landsliðum Evrópu og gerir það frammistöðu okkar manna mjög glæsilega. A A v « flf ■=i ^ 4 i m c 4 E ▼ * * V . V Umsjón : Stefán Guó.johnsen A A ♦ ♦ 10. -10 láHFT'l J ♦ $♦ ♦ $ ♦ I 'v ♦ ♦♦ ♦*♦ 1, ‘ ♦ ♦ ♦ V V o”- ▼oi ♦ f ♦ ▲ ▲♦ 8^ ▼g i* ♦? . —J Eins og áður hefur verið getið i fréttum, spilaði sveit Hjalta Eliassonar, félagsmeistarar BR, fyrsta leikinn og vann hann 13-7. Siðan komu Islandsmeist- ararnir, sveit bóris Sigurðsson- ar, og vann hún 20-0. Siðan kom leikur Norðurlandalandsliðsins, sem við viljum helzt gleyma, en svissnesku meistararnir unnu stórsigur 20 gegn -í-5. Þá spil- aði landslið: Asmundur-Halti- Stefán-Simon og unnu þeir nauman sigur eða 11-9. Siðasti leikurinn var siðan viö úrvalslið BR og vann það góðan sigur eða 20-0. En snúum okkur aftur að tvi- menningskeppninni. Hér er spil, sem sýnir glöggt hve hart Sviss- lendingarnir sóttu toppana. Staðan var a-v á hættu og vestur gaf. 4 G-9-7-5-3 V A-D ♦ D-7-5 ▲ A-8-7 * D-10-3 V 4 ♦ 10-8-6-2 + K-D-6-5-4 * A-4 V K-G-8-7-3 + A-G-9-3 4> G-2 Sigurvegarar i tvimenningskeppninni: Talið frá vinstri: Tony Trad, Guðmundur Kr. Sigurðsson, keppnisstjóri, Jean Besse, Jakob R. Möller, Stefán Guðjohnsen, Jón Baldursson, Simon Simonarson, Páll Bergsson, Einar Þorfinnsson, Valur Sigurösson og Einar Guöjohnsen. * K-8-2 V 10-9-6-5-2 * K-4 * 10-9-3 Þar sem Toriy Trad og Jean Besse sátu n-s, gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður Besse Trad P 1* D 2 A 3 4» P P P Besse spilaði út spaðafimmi sagnhafi lét litið úr blindum og Trad fékk slaginn á kónginn. Og hverju spilaði hann til baka? Tigulkóng og það er eina útspil- ið sem hnekkir spilinu. Þegar norður fór inn á trompás, spilaði hann tiguldrottningu og meiri tigli, sem Trad trompaði og hjartaásinn var siðan fimmti slagur varnarinnar. Það er talsvert áhætta, sem fylgir þvi að spila tigulkóngn- um, þvi n-s gætu misst dýrmæt- an slag, en e< til vill er þetta spil táknrænt fyrir hinn djarfa, stil, sem Besse og þó einkanlega Trad spiluðu i tvimennings- keppninni og dugði þeim til sig- urs. Láttu ganga A Íjóéaskrá EINU SINNI ATTI EG HEST Væri ekki tilvalið að framleiða dagblöðin úr marsipani. Þá gætu ekki einúngis lesendur þeirra gætt sér á þeim með morgunkaffinu, heldur gætu rit- stjórar og blaðamenn ásamt alls konar þáttahöfundum étið með góðri lyst ofan i sig, það sem þeir kunna að hafa sagt af litilli skynsemi i það og það skiptið. Þótt ýmislegt Glfar Þormóðs þyldi af þvi sem firinn sjálfur brasar, ætli Kjartan Ólafs vildi eta skrifin Matthiasar. Þetta yrði þess valdandi að blöðin myndu lækka í verði, þvi að eftir þvf sem mér hefur verið sagt, hefur sykur stór- lækkað i heiminum. Það er raunar margt fleira sem lækkar við það að sykurinn gerði það. Má t.d. nefna gosdrykki, brauð alls konar, sultutau og fleira og fleira. AHt þótt hækki enn um sinn, annað finnst mér lakara, ef hugsar sér aðal heildsalinn að hengja mig fyrir bakara. Að sjálfsögðu er ekki öruggt að þessar vörutegundir lækki, enda ekki alveg víst að ísland tilheyri heiminum. En ef svo er, geta menn keypt sér ýmislegt fyrir það sem sparastá sykurkaupunum, t.d. hest. Það er svoholltað eiga hest, sérstaklega fyrir hestinn. Ég kæri mig ekki hætis hót um, þótt hafi margir Ijótan grun um, að báðir heim á fjórum fótum við förum að loknum útreiðunum. Margt fleira er hægt að gera sér til hollustu. Eitt af þvi er að fara i sund og sakar þá ekki að synda tvö hundruð metrana i leiðinni, eða bara á eftir ef fólk vill það heldur. Þetta er samnorræn keppni. Kannski er þarna lifandi komið það norræna samstarf sem allir eru að tala um, en enginn veit i hverju er fólgið. Það næða svalir vindar um friða fjalla- tinda, á fegurð Esjunnar nú traðkar hrund og sveinn. Hérna eru búnir sjö þúsund að synda I samnorrænu keppninni og þó drukknaði ekki neinn. Svona hefur nú sumarið góð áhrif á okkur. Og þegar græna byltingin er komin i framkvæmd ætla ég að taka mig til einn góðan veðurdag og fara að ganga. Eins og er finnst mér allar gönguferðir slæmar fyrir skóna mina og buxurnar minar upp að hnjám. Að fá sér göngu, er gaman, um vor, þótt grasið komi brúnt undan snjónum. Maður sekkur i ökkla i aur og for, og eiginlega er best að fara úr skónum. Það skiptir mig engu þótt gatan sé grýtt, en galvaskur áfram ég lóna. Ég elska sko landið fagurt og frftt og fer bara aftur I skóna. Það er sem sagt ýmislegt hægt að gera þegar vorhugurinn er að drepa menn. Kannski er ekki rétt að taka svona til orða, en þá skal það haft i huga, að eftir þættinum um mælt mál aðdæma, virðist heitasta ósk þeirra sem skrifa i blöð að komast i hann. Þar sem samkeppnin virðist hörð i þessu efni verð ég ef til vill að biða enn um sinn. Ég riti einu hafði hælt, hélt þar ekkert of né van en þegar skáldsins mál varð mælt, metri reyndist ambagan. Vegna þess að ég var að tala um hesta áðan, get ég upplýst það að sjálfur kann ég eina hestavisu. Hún er svona. Einu sinni átti ég hest ofurlitið skjóttan. Það var sem mér þótti verst þegar dauðinn sótti hann. Mér finnst hrossakjöt gott og vildi þvi alltaf breyta orðinu verst i best. Siðan vildi ég halda áfram þannig. Einu sinni átti ég hest ofurlitið rauðan. Það var sem mér þótti best þegar amma sauð hann. Með nútima eldavélum er enn hægt að gera betur. Einu sinni átti ég hest ofurlitið lillaðan. Það var sem mér þótti best þegar amma grillaði hann. Svona getur sykur sem sagt tekið á sig margs konar myndir. Sný ég mér þá að þvi efni sem þættinum hefur borizt. p.br. sendi næstu visu fyrir þó nokkru. Nefnir hann hana A gönguferð við höfnina. Þarna liggja þær bundnar á bás, bjargræði landsins fleytur. Hengt hefur á þær hespu og lás heimskunnar skollaleikur. Þá er efnið frá lesendum þrotið og ekki annað eftir en að kveðja og þakka þá ræktarsemi sem þættinum hefur verið sýnd fyrr og siðar. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.