Vísir - 10.05.1975, Blaðsíða 8
8
Visir. Laugardagur 10. mai 1975.
Umsjón: ðrn Petersen
HANN HENGDI SIG
PETER HAM einn meölima
hljómsveitarinnar
BADFINGER fannst látinn á
•heimili sinu nýlega. Hann hafði
hengt sig.
Hann var aðaldriffjöður
Badfingers og samdi flestöll
laga þeirra.
Fyrir utan þau lög er Bad-
finger náðu vinsældum með, má
nefna lag Nilsson’s „Without
you” en það lag samdi Ham á
sinum tima ásamt Nilsson.
Peter Ham var 27 ára að
aldri.
örn.
Ljósm. BG.
Eins og alþjóð er
kunnugt kunngerðu
Tónhyrningar það i
siðustu viku, að þeim
væri kunnugt um að
STUÐMENN væru
væntanlegir í bæinn
hvað úr hverju.
Umboðsmaður Stuðmanna
hafði sosum ekkert litið fyrir
þessu, pantaði gamla bióhúsið,
heilan bilfarm af þorramat,
(ásamt viðeigandi vökvum) og
fékk bilstjórann sinn til að Utbúa
boðsmiða, og sendi siðan skrif-
stofustúlkuna sina út um allan
bæ með blessuð boðskortin, á
reiðhjólinu sinu?
„Mér er það sönn ánægja, að
bj....bla...bla...bla”, stóð á
kortinu, og við Tónhyrningar
gerðum okkur það þegar ljóst að
hér væri um glæsilegt samsæti
aö ræða, svo rykið var dustað af
fermingarfötunum, þvi finn átti
maður jú að vera.
Klukkan niu vorum við svo
mættir I „Gamla bióhúsið”, og
eftir að hafa skilið skóhlifarnar
eftirvið fatahengið. marseruð-
um við inn i salinn.
Það fyrsta sem við okkur
blasti var heljarborð, hlaðið
þorramat og ávöxtum (svo eitt-
hvað sé nefnt), þetta var nú ekki
beint okkar uppáhaldsfæði,
enda skipti það ekki máli, þvi
við fengum okkur nefnilega
pylsu á leiðinni.
Á miðju gólfinu stóð hópur
fólks, mátti þar m.a. sjá gagn-
rýnendur, meðmælendur,
hljómplötuútgefendur og aðra
-endur
Skrifstofudama umboðs-
mannsins var komin i júniform
og gekk um beina með glös á
bakka, og naut hún bersýnilega
vinsælda sinna.
Við reyndum svona smátt og
smátt að blanda okkur i aðal-
klikuna, og skyggndumst eftir
Stuðmönnunum sjálfum. Þá
stekkur umboðsmaðurinn
skyndilega upp á stól, og hefur
upp raust sina. „Sko, málið er
það, að þar eð Stuðmenn eru
ekki komnir ennþá, þá ætla ég
aðútskýra afhendingu þessarar
gullplötu fyrir ykkur.”
Og á meðan umboðsmaðurinn
malar stanzlaust um einhverja
gullplötu og væntanlegar
heimsstjörnur, verður okkur
starsýnt á hinn vinrauða
smóking hans, og bölvum þvi að
hafa eKki haft litfilmu i
apparatinu.
Það mátti sjá að fleiri voru
annars hugar en við, þvi útgef-
andinn með húfuna þarna við
hliðina á okkur, talaði i sifellu
við sjálfan sig, „Birgir átta,
Nikulás fjórir! segir enginn
bingó? ansans”.
Skyndilega heyrast mikil læti
að utan, og engu likara en að
Lúðrasveit Hafnarfjarðar sé að
koma i heimsókn. Umboðs-
maðurinn snarhættir ræðu sinni
(sem reyndar enginn hlustaði á,
nema bflstjórinn og skrifstofu-
daman) og öskrar, „þeir eru
komnir, þeir eru kom...” (Æ,
bjáninn gleymdi að hann stóð á
stól.)
Hurðinni er hrundið upp, og
Stuðmenn birtast umkringdir
kvenpeningi þeim er jafnan er
til staðar hér i höfuðborginni,
þegar að frægir tónlistarmenn
eru annars vegar. Þeir virðast i
fyrstu allhissa á þessum mann-
söfnuði, en þegar að umboðs-
maðurinn loksins kemur undir
sig fótunum, léttist heldur á
þeim brúnin.
„Hæ gamli, er þetta einhver
framboðsfundur eða svoleiðis?”
Umboðsmanninum tekst með
snilld að koma þeim Stuðmönn-
um i skilning um að við séum
hættulausir með öllu, og viljum
bara spyrja nokkurra
spuminga. „Nú jæja, það er
ókei, en hvað varstu að rövla
um plötu úr gulli”?
Umboðsmaðurinn brosir
vandræðalega til okkar, og
reynir siðan að útskýra fyrir
Stuðmönnum, hvaða svona
hljómplata úr gulli tákni I
veröld hljómplötuútgefenda.
„Tja, eigðu hana bara sjálfur
góurinn, við eigum hvurt eð er
öngvan svona grammófón”
(svarar Himmelberg eftir langa
umhugsun)
„Ha, ha, BINGO,” (hrópar
litli útgefandinn með húfuna og
hlær).
Umboðsmaðurinn lætur þessa
blammeringu sig litlu skipta, og
býður fólki hressingu.
Eftir tæplega klukkustundar
hressingu, þykir okkur Tón-
hyrningum timi til kominn, og
ráðumst að Stuðmönnum, þar
sem þeir sitja að snæðingi
umkringdir áðurnefndum kven-
peningi.
T. „Hvenær kemur stóra
platan ykkar út?” spyrjum við
þann er næst situr, Lars
Himmelberg.
L.H. „Hún, já (smjattar á
harðfiskinum), já hún kemur
einhvern tima eftir Sjómanna-
daginn”.
T. „Hvað inniheldur hún mörg
lög?”
L.H. „Tja, þau eru heilmörg, en
sjáðu til (fær sér mjólkursopa
og stangar úr tönnum), sko
þetta er eiginlega svona tón-
verk, eins og þeir kalla það hjá
útvarpinu.”
T. „Meinarðu þá klassik”?
LH. „Nei ertu galinn, þetta eru
bara, bara svona draumar, eða
bara einn draumur.
Við Tónhyrningar h'tum hver
á annan og ákveðum þegjandi
aö snúa okkur að annarri
spurningu, en Himmelberg
heldur bara áfram.
„Sko við sáum einu sinni þetta
„jóka” i sjónvarpinu, og þannig
varð þessi plata eiginlega til.”
Og á meðan Lars fær sér
annan harðfisksbita, foröum við
okkur og náum i Lilla (Leó
Löve) þar sem hann virðist eiga
I miklum vandræðum með stór-
an bita af hákarli.
T. „Heyrðu Lilli, eru Lónli Blú
Bois að stæla ykkur?”
L. „Lónli blú bois, ha, hvað er
nú það?”
T. „Það er hljómsveit úr
Keflavik”.
L. „Nú, já”, svarar hann
áhugaleysislega kyngir siðasta
hákarlsbitanum og ropar.
T. „Hver eru helztu áhugamál
ykkar?”
L. „Kva segirðu, áhugamál, þau
e...„ heyrðu Jói, slakaðu einni
tvlböku. takk. (Snvrsér aftur að
okkur). Kva varstu -að segja?”
T. „Gleymdu þvi”.
L. „Fáðu þér þá tvfböku”.
T. „Nei takk.”
Við ákveðum að reyna að hafa
upp á einhverjum með fullu viti
og snúum okkur að Elmari
Eyþórssyni, þar sem hann er i
hörkusamræðum við stærri út-
gefandann.
En um leið og sá stóri sér
okkur koma skundar hann á
brott, og engu likara en að
Elmar kunni vel að meta það.
E. „Þetta er nú meiri fálkinn,
bað mig að syngja inná ein-
hverja „Bangsi og Lisa i útgef-
andalandi”.
T. „Já, það er i tizku að gefa út
bangsa núna”.
E. „Nú, já,” (segir Elmarhálf-
ruglaður og telur okkur örugg-
lega jafnmikla fálka og þann
nýfarna).
T. „Hvernig stóð á þvi að þið
fóruð að gefa út plötur?”
E. „Ja, við vorum nú búnir að
dúfla við þetta lengi, en það var
i fyrrasumar að þetta byrjaði
svona fyrir alvöru.”
T. „Hvernig stóð á þvi?”
E. „Nú þessi ,,umbi”(lausi. þýtt
umboðsmaður) kom austur i
söluferð, og þaá bar..”
T. „Hvað var hann að selja?”
E. „Notuð húsgögn og svoleiðis,
kemur á hverju vori.”
T. „Já,haltu áfram” (hláturinn
lengi lifi).
E. „Nú, vörubilstjórinn hans
stakk af, og við leyfðum honum
að sofa á káetunni okkar, á
meðan hann beið eftir næsta
mjólkurbil. (Fær sér drjúgan
sopa af mjólk). Nú (ræskir sig),
þá spiluðum við nokkur lög
svona að ganni (ropar) og hann
vildi ólmur fá okkur i bæinn og
gera okkur fræga.”
T. „Þið hafið tekið þvi boði
strax?”
E. ,.Ja, þetta var nú bezti
drengur, og þar eð vertfðin var
eiginlega búin, þá slógum við
til.”
Lengra náði það viðtal ekki,
þvi Elmar var kallaður upp á
svið, nú áttu Stuðmenn að taka
lagið.
Umboðsmaðurinn hóf upp
raust sina, „sko, málið er það,
að nú ætla Stuðmenn að spila
nokkur lög af næstu plötu sinni,
sem ég gef út, ha,ha.
Þessi brandari umboðs-
mannsins var nokkuð góður, þvi
hann hló i tæplega sjötiu og átta
sekúndur.
Lilli tilkynnti að fyrsta lag
þeirra félaga héti „út á
stoppistöð”.
Siðan spiluðu Stuðmenn fieiri
lög af nýju plötunni, öll þrælgóð
og vönduð.
Fólk fór nú að dansa, og
stemningin virtist vera að
kippast í liðinn.
Gæinn frá Rúbin h/f fékk sér i
pipu, „fálkinn” fór að dansa við
„Bæó Bangsa”, og litli útgef-
andinn hrópaði þrefalt BINGÓ.
Það var svo ekki fyrr en að
Stuðmenn fóru að spila „Give
me á ticket for an airplane” i
nýrri útsetningu „Giv mig en
billet for en flyvemaskine”, að
við Tónhyrningar sáum okkur
hag i þvi að nálgast skóhlifarnar
og skunda á brott, annars yrði
vart mikið skrifað um þessa
hátið f „Gamla bióhúsinu.”
ÖRP.
Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á hluta I Gilhaga v/Blesugróf, þingl. eign Lúðviks Hraundal o. fl. fer fram eftir kröfu Benedikts Sigurðssonar hdl. og Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri miðviku- dag 14. mai 1975 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var I 1., 3. og 5. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á Bókhlöðustig 6 B, þingl. eign Leikvangs h.f„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri mið- vikudag 14. mai 1975 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö I Reykja vik.