Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 2
2
Vlsir. Fimmtudagur 22. m'ai 1975
visntm-
— Hvernig ætlið þér að
verja sumarfriinu yðar?
Jón Valdimarsson, flugmaöur: —
Ég hef hugsað mér að fara til
Lignano i hálfan mánuð. — Nei,
ég hef aldrei komið þangað áður,
enhef verið á tveim ágætum stöð-
um þar i grenndinni. Það er alltaf
gaman að reyna eitthvað nýtt.
Vilborg Ársælsdóttir, skrifstofu-
stúlka: — Ég er staðráðin i að
fara út fyrir landsteinana. Fjár-
hagurinn leyfir ekki neinar lang-
ferðir, en það er ódýrt að komast
til Kaupmannahafnar og þangað
ætla ég að fara i nokkra daga. —
Nei, mig langar ekki til sólar-
landa.
Björn Viggósson, tæknifræðing-
ur: —Ég ætla bara að nota bilinn
og bátinn i stuttar ferðir. Ætli ég
verði ekki mest á Þingvöllum.
Inga Gunnlaugsdóttir, starfs-
stúlka á Upptökuheimilinu: —
Þaö freistar min mest að ferðast
eitthvað hér innanlands. Ég hef
aldrei gert það svo neinu nemi.
Jens Bjarnason, skólanemi: —
Ég ætla bara að taka lífinu með ró
þá fridaga, sem ég fæ á þessu
sumri. Ég verð að vinna I sumar
til að geta átt pening, þegar ég
byrja i skólanum.
Jón Magnússon, verzlunarm: —
Ég kemst ekki langt. Hef ekki ráð
á utanlandsferð og hef ekki bil til
aðferðastum landið. Ég er þó bú-
inn aö fá ákveðna frfdaga á sumr-
inu. Það er i júll. Ég vona, að það
verði bara nógu mikil sól. Þá er
ég ánægður.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Lesandi skrifar undir fyrirsögninni:
HEILUM BILUM STOLIÐ
mMIIIIIDDIEC _ hverfa sP°rlaust
NlUUIUIirJ of alnraniMfœn
Einn, sem vill nefna sig
„Borgara ”,skrifar:
„í einu dagblaðanna sl.
laugardag las ég eina af þessum
mýmörgu þjófnaðarfréttum,
sem daglega eru i öllum dag-
blöðum landsins.
Flestar af þessum fréttum —
guði sé lof — eru aðeins um
smáinnbrot, þar sem stolið er
skiptimynt, sælgæti, og tóbaki
og allflest framin I ölæði, þó það
i sjálfu sér afsaki ekkert.
En nú viröist hópar allsgáðra
fullorðinna manna vera farnir
að skipuleggja stórglæpi um há-
bjarta daga og að fjölda fólks
ásjáandi, sem gerir sér enga
grein fyrir öðru en að viðkom-
andi glæpamenn séu að inna af
hendi heiðarleg störf.
Fréttin sem ég minntist á i
upphafi þessarar greinar, er sú,
að heilum bil hafi verið stolið
inni I Kænuvogi einhvern tima á
siðastliðnum tveim mánuðum
(gæti verið á sl. 3-4 mánuðum)
Ekki hefur verið neitt fljótlegt
að fjarlægja bilinn, þvi hann
stóð alveg uppi við húsvegg og
margir bilar fyrir framan hann,
út aö götu. Billinn var bæði
númerslaus og ógangfær, svo
þjófarnir hafa þurft að athafna
sig með stór flutningatæki, og er
furðulegt ef enginn hefur tekið
eftir atferli þeirra og getur gefið
lögreglunni einhverjar
upplýsingar um málið.
Frétt þessi vakti hjá mér slíka
furðu, að ég kynnti mér málið
allitarlega.
Bileigandinn er einstæö móðir
með þrjú börn á framfæri sinu.
Henni er nauðsynlegt að hafa
einhverja bildruslu til þess að
koma yngsta barni si'nu á
barnaheimili, áður en hún sjálf
mætir til vinnu, og sækja það
aftur að vinnu lokinni.
Til þessa hafði hún keypt sér
pinulitinn og eldgamlan Simca-
bil (árgerð 1963 eða 1964).
Vegna þess hve billinn var
gamall reyndist svo til útilokað
að fá i hann varahluti. Frúin
keypti þvi annan sams konar
bil, sem búið var að afskrá eftir
árekstur, til þess að nota i
varahluti. Sá bill var mikið
skaddaður á hægra frambretti
og húddi sömu megin.
Bifvélavirki sem starfaði i
Kænuvogi annaðist allar
viðgerðir fyrir konuna. Búið var
að nota ýmislegt úr bilnum sem
varahluti I þann bil, sem hún ók,
og til stóð að rifa bilinn allan og
halda þvi til haga, sem nýtilegt
reyndist, en fara með hitt á
öskuhaugana.
Það sem hirða átti var t.d. öll
dekk og felgur (en undir bilnum
VP
##
Ómakleg árás
##
Guöni J. Þórarinsson háseti
skrifar:
,,1 lesendadálkum blaðsins
mánud. 12. mai ’75 er ómakleg
árás á séra Arelius Nielsson.
Þótt ég undirritaður þekki ekki
séra Arelius Nielsson persónu-
lega, vakti hann snemma at-
hygli mina með guðsþjónustum
sinum.
Hugsunin aö baki orða hans
og framsetning hafaávallt feng-
iðmig til að leggja við hlustir.
Ræöúr hans eru uppbyggilegar,
og ylur er i brjósti eftir að hafa
hlýtt á þær. Sagt hefur verið að
af gnægð hjartans mæli munn-
urinn.
„Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá.” Heyrt hef ég, að
mörgum smælingjanum hafi
séra Árelius rétt hjálparhönd.
Jafnvel þeir er haft hafa vln
fyrir gluggaá bústað sálar sinn-
ar.
1 upphafi greinar Ólafs
Sveinssonar segir: „Maður er
nefndur Árelius Nielsson. Hann
hefur of lengi skrifað pistla af
ýmsum gerðum, en aðallega um
sama efni, á þessa blaðsiðu.
Þeir, sem ekki vita betur og
dæma manninn eftir skrifum
hans, kynnu að halda, að hann
væri eitthvað undarlegur, jafn-
vel ruglaður. Boðskapur
Areliusar er mikill, en kemst
fyriri fáum orðum, „Burt, burt,
burt með allt áfengi”.
Og siðar i grein ólafs.
„Hversvegna drekkur ungt
fólk? Hversvegna eru hús með
glugga? Hefurðu hugsað um
það, Árelius, að það er ekki einn
einasti skemmtistaður i allri,
Reykjavik fyrir unglinga á aldr-
inum 16 til 20 ára”.
Og enn segir Ólafur: „Bind-
indispostularnir hafa hingað til
getað blindað ráðamenn með
oröagjálfrium, að þjóðinni væri
stefnt á barm glötunar með þvi
að leyfa bjórdrykkju I landi
voru. En hvernig geta þessir
menn dæmt, sem aldrei hafa
svo mikið sem drukkið einn ein-
asta dropa af bjór eða öðru
sterkara?”
Þannig er orðanna hljóðan.
Ég hygg að ef þjóðin ætti fleiri
menn og konur á borð við séra
Arelius Nielsson mætti margt til
betri vegar færa. Hann vill þjóð
sinni vel og hefur I lifsstarfi
sinu kynnzt jákvæðum sem nei-
kvæðum hliðum lifsins. Þeir
sem eru i beinni snertingu við
hin ýmsu vandamál einstakl-
inga og fjölskyldna hafa betri
yfirsýn yfir vandamálin en hinn
óbreytti borgari. Það vill þvi
miður oft verða svo að við leik-
menn gagnrýnum of, og jafnvel
gerum harkalegar árásir á þá
er af óeigingirni hafa tekið á sig
leiðsagnar- og björgunarstarfið.
Hvernig væri umhorfs hér hjá
okkur eða annars staðar I heim
inum ef enginn reyndi að rétta
fram hjálparhönd til þeirra er
bágt eiga?
Prestastéttin er vist fær um
að bera hönd fyrir höfuð sér, en
samt vil ég taka hér upp hanzk-
ann fyrir hana. Alltof margir
eru þeirrar skoðunar að prestur
og kirkja sé óþarfi og gott ef
ekki stór baggi á þjóöinni. Þrjár
kirkjur væru nóg i Reykjavik
segir I áðurnefndri grein ólafs.
Til eru þeir meira að segja sem
er illa við kirkjuhús og presta.
Þeir látast ekki taka eftir neinu
góðu I fari presta, telja þá alla
eins. Þvi er það að orð og gerðir
presta er sem rödd hrópandans I
eyðimörkinni. Auðveldara er að
brjóta niður en byggja upp.
Þeir er fást við uppbyggingar-
og leiðsagnarstarfið ráta oft i
vanda. Þeir eiga þvi oft úr
vöndu að ráöa. Þeir einir eru
færastir til slikra starfa sem ala
með sér gott hjarta og leita eftir
korni sannleikans i brjósti sér
og annarra. Starf prests er
varla alltaf dans á rósum. Sæll
er sá er stöðugur stendur allt til
enda. Það er ekki nýtt að hug-
litlir og duglitlir menn hefji
skitkast að hinum dugandi og
góðgjörnu. Oftast missa slikar
aðgerðir marks, og skotmaður-
inn á mest á hættu að útata
sjálfan sig. Það er starf prests-
ins að vera andlegur leiðtogi.
Góður andans leiðtogi lætur gott
af sér leiða. Hann bendir villu-
ráfandi, óstöðugri og lifsleiðri
hjörð sinni á augljósar hættur.
Hættur eru við hvert okkar fót-
mál. Þvi er bölið meðal okkar, '
að við hlýðum ekki á þá rödd, —
höfum kæft hana, — sem þó
innra með hverjum heilbrigðum
manni bærist og býður að „hægt
skuli gengið um gleðinnar dyr.”
Allt hefur okkur verið gefið af
ómælanlegri náð og fullkomleik
hins volduga sem allt hefur
skapað um alheimsins rúm. Og
frelsari mannkynsins sannaði
mátt hans, I sér, með lifi sinu og
starfi hér á jörðu. Orð Hans er
Ljósið mikla, sem aldrei deyr
og lýsir upp timanna rásir um
alla heima um alla eilifð. Hann
er hinn eilifi, upphafið og endir-
inn. Sá er allt þekkir, skilur og
umber — var i llkama manns,
Jesú Krists. Lygin og hórsöm
kynslóö vill alltaf gera hann að
leiksoppi, hafa hann sem
skálkaskjól. Þannig er heimsins
blinda.
Vandamál einstaklinga og
þjóða eru margs konar. Afengis-
og eiturlyfjaneyzla er nú sem
jafnan áður fyrr eitt voðaleg-
asta vandamál sem við er að
striða. Vegna neyzlu áfengis og
annarra eiturlyfja er talið að
rekja megi meirihluta ýmiskon-
ar glæpaverka. Otsölufyrir-
komulag áfengis hér hjá okkur
Islendingum og áfengismál I
heild sinni er talsvert hitamál,
hér sýnist sitt hverjum sem og i
öðru. Sumir kunna meðferð
áfengis, aðrir ekki, og þvi er
vandinn! Kjánalegar árásir á
presta og kirkju, eða aðrar
gegnar stofnanir og stéttar i
landinu, leysa ekki áfengis-
vandamálið. Við skulum ekki
gera okkur rellu útaf þvi þótt út-
lendar þjóðir drekki mikinn
bjór, verum þakklátir fyrir að
hafa ekki fengið „bjórvömb”.
Meiri lifshamingja okkar Is-
lendinga er tæplega fólgin i
bjórinnflutningi. Fint getur
varla talizt að ganga um með
bjórvömb — eðahvað! Samthef
ég aldrei verið stórstúkumaður.
HRINGIÐ KL. 13
15 I SIMA