Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 22. mai 1975 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf. Landbúnaðarlausnin Ýmsir hafa á undanförnum mánuðum lagt til, að sem fyrst yrði hætt að greiða niður land- búnaðarafurðir til neyzlu innanlands og uppbæt- ur á útflutning þeirra, jafnframt þvi sem leyfður yrði innflutningur á landbúnaðarvörum. Hagfræðilega er þetta laukrétt stefna. Hins vegar er þetta hægar sagt en gert. Ef sjálfs- afgreiðsla landbúnaðarins af almannafé yrði lögð niður, mundu óseljanlegar birgðir islenzkra af- urða hrannast upp og bændur almennt flosna upp af jörðum sinum. Félagslega séð eru slikar aðgerðir bæði óverj- andi og óframkvæmanlegar. Ef takast á að koma á jafnrétti milli landbúnaðar og arðbærari at- vinnugreina, þarf miklu flóknari aðgerðir, sem taka munu langan tima. Þrýstihópi landbúnaðarins hefur með mark- vissri stefnu tekizt að byggja upp fyrirgreiðslu- kerfi, sem á ekki sinn lika i viðri veröld. Land- búnaðurinn hefur lagað sig að þessu þægilega gerviástandi og getur með engu móti lifað við eðlilegar aðstæður. Þess vegna þarf að byrja á byrjuninni og hætta að hvetja til fjárfestingar i landbúnaði. Rætur meinsins liggja nefnilega i óhóflegri fjár- festingu i greininni. Leggja ber niður styrki til framkvæmda i hinum hefðbundna landbúnaði og hætta að veita honum lánafyrirgreiðslu umfram ■ aðra starfsemi. Sumt af þvi f jármagni, sem með þessu mundi sparast, má nota til að hjálpa bændum til þess að fara i aðrar búgreinar, sem samkeppnishæfari eru eða eiga meiri framtið fyrir sér. Má þar nefna ylrækt, fiskirækt og loðdýrarækt. Einnig kemur til greina hrein grasrækt til fram- leiðslu á grasmjöli eða heykögglum, þvi að margt bendir til, að grasræktin sé minnst óhagkvæm af hinum hefðbundnu þáttum landbúnaðarins. Annað af þessu fjármagni mætti beinlinis nota til að hjálpa bændum sem vilja bregða búi og koma sér fyrir i öðrum atvinnugreinum. Sú að- stoð gæti falizt i útvegun húsnæðis svo og greiðslu launa meðan á þátttöku i endurhæfingarnám- skeiðum stendur. Næsta skrefið gæti verið að breyta niður- greiðslum landbúnaðarafurða i almennar fjöl- skyldubætur. Þetta mundi leiða til verulegrar minnkunar á neyzlu hinna hefðbundnu land- búnaðarafurða, er neytendur sneru sér að ódýrari matvælum. Unnt er að vega upp á móti timabundinni of- framleiðslu á mjólk með nýjum geymsluað- ferðum, sem gera kleift að geyma hana mánuð- um saman. Þessar aðferðir hafa þegar verið teknar i notkun hér. Þetta gæti komið i veg fyrir þörf á árstiðabundnum niðurgreiðslum á mjólk. Siðan þyrfti að afnema útflutningsuppbæturnar og hvetja þannig landbúnaðinn til að haga fram- leiðslu sinni þannig, að hún verði öll seljanleg innanlands. Loks þegar framleiðsla landbúnaðarins hefur minnkað nógu mikið, er unnt að hefja innflutning erlendra landbúnaðarafurða, einkum þeirra sem dýrastar eruinnanlands, svo sem smjörs og osta. Þannig er á löngum tima unnt að leysa málið þannig, að bændum fækki ört, en þeir, sem eftir sitja, hafi bærilegar tekjur. Jafnframt mundu neytendur fá kost á ódýrum og f jölbreyttum land- búnaðarvörum erlendis frá. Og loks mundi þjóðin árlega spara stórfé til eflingar aðbærra atvinnu- greina i landinu. -JK ! FJÖGUR FYRIR rÉtti ) Fjórir leiðtogar \ Baader-Meinhofskæru- I liðanna, sem í gær komu ) fyrir rétt til að svara til í( saka fyrir morð og ) sprengjutiIræði, koma \ allir frá velstæðum milli- / stéttarfjölskyldum. öll \ eiga þau það sameigin- ( legt, að áhugi þeirra fyrir ) stjórnmálum vaknaði \ seint á sjöunda áratugn- ( um, þegar stúdenta- ) óeirðir fóru eins og eldur i \ sinu um álfuna. Þegar / Rauði Danni og aðrir \ slíkir kyndilberar í( stúdenta voru daglegur ) fréttamatur. ) Andrés Baader fæddist 1942, (sonur sögukennara frá ) Miinchen. Faðir hans lét lifið á \ slðustu dögum seinni heims- ) styrjaldarinnar. \ Aður en Andrés lauk prófum / hætti hann námi og flutti til \ Berlinar, átján ára að aldri. Það / var á þeim tima, sem múrinn \ illræmdi var reistur, er æ siðan / hefur klofið borgina I tvennt. ) Andrés hékk á knæpum og í( sótti kaffihús háskólanna, þar ) sem -hann lagði lag sitt við ( stúdenta. Hans er minnzt frá ) þessum árum sem eirðarlauss ( ungs manns með frekjulega ) framkomu. Leið að þvi, að hann ( vildi sem minnst kannast við ) smáborgaralegan uppruna sinn ( og sogaðist með byltingaröldu ) stúdenta. \ Þar kom, að stjórnmálaáhugi !/ hans knúði hann til þess að vilja \ breyta heiminum. Afskipti / Bandarikjamanna af Vietnam- \ striðinu höfðu mikil áhrif á / hann. — Að þvi rak, að hann var Fyrir utan dómhúsiö i Stuttgart þar sem réttarhöldin hófust I gær. skólaárum sinum og ætlaði sér að verða kennari. Hún var dæmd brennuvargur með Andrési 1970, en slapp i felur áður en þriggja ára fangelsis- dómur yfir henni var staðfestur. Þessi grannvaxna ljóska, sem áður hafði leikið i einni eða tveim stúdentakvikmyndum, / handtekinn (i október 1968) og \ dæmdur I þriggja ára fangelsi / fyrir ikveikju. Hann hafði borið \ eld að verzlun einni i Frankfurt / og vildi kalla það mótmæli við \ aðgerðum Bandarikjamanna i / Indókina. \ Honum var sleppt lausum, / eftir að hafa afplánað niu mánuði refsivistartima sins. En i apríl 1970 var hann handtekinn aftur i Berlin. Fimm vikum siðarfengu vinir hans og áhang- endur náð honum úr fangelsi með valdi. Meðal þeirra var Olrika Meinhof. — Þau (Jlrika stofnuðu hreyfingu, sem þau kölluðu „Brot úr rauða hern- um”. Að undangengnum skotbar- daga fékk lögreglan i Frankfurt, sem umkringt hafði fylgsni Andrésar, handsamað hann og meðreiðarsvein hans, Jan-Carl Raspe. Það var i júni 1972. — Þeir hafa setið i varðhaldi siðan. öfugt við Andrés þá hlaut (Jlrika Meinhof — dóttir kennara i listasögu — háskóla- menntun. Fædd 1934 vann Úlrika sig áfram sem blaða- kona. Varð hún smám saman eldheitur vinstrisinni i skrifum og eindreginn talsmaður kvenréttinda og rauðsokka. Henni urðu það mikil vonbrigði, þegar stúdenta- hreyfingunni mistókst að bæta hag v-þýzkra verka- manna. Hún brauzt út úr öryggi heimilsins og yfirgaf mann sinn og tviburadætur til þess að taka upp flóttalíf undirheimanna. Konur hafa gegnt miklu hlut- verki i Baader-Meinhofflokkn- um allt frá upphafi. Tólf þeirra 22 skæruliða, sem flokkurinn taldi haustið 1972, voru konur. Eftir að Úlrika hafði náð Andrési úr fangelsinu fyrir það hlaut hún átta ára fangelsisdóm fyrir rétti i V-Berlin — hélt hún og flokkur hennar til Austur- landa nær til þess að þjálfa sig i skæruhernaði með skæruiiðum Palestinuaraba. Þau sneru heim eftir nokkurra vikna þjálf- un. Guðrún Ensslin, 35 ára prestsdóttir, lagði stund á nám i þýzku, ensku og heimspeki á há- Andreas Baader Ulrike Meinhof Gudrun Ensslin Jan-Carl Raspe varð dulmálssérfræðingur flokksins. Af hreinni tilviijum var hún handsömuð 1972, þegar hún fór inn i tizkuverzlun I Hamborg, en þekktist af einni afgreiðslustúlkunni, sem hringdi i lögregluna. Hún hefur setið i gæzlu siðan. Nafn Jan-Carl Raspe bar fyrst á góma lögreglunnar i desem- ber 1970. Þessi 31 árs gamli maður var þá farþegi i bifreið, sem stakk af frá venjulegu um- ferðareftirliti. Raspe hafði komizt vestur yfir járntjaldið sem pólitiskur flóttamaður frá Austur-Þýzkalandi, þar sem móðir hans býr enn. Hann kynntist Úlriku fyrst i stúdenta- óeirðum og átökum við lög regluna á árunum 1968 og ’69. Um þátttöku hans i aðgerðum Baader-Meinhofflokksins, er ekki ljóst vitað, en lögreglan rakti siðar slóð hans til Parisar og þaðan til Beirut (æfingabúða Palestinuskæruliða) og aftur þaðan til London. Siðan hvarf hann og spurðist ekki til hans i marga mánuði, þar til hann var handtekinn um leið og Andrés 1972. mmmm Umsjón: G.P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.