Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Fimmtudagur 22. mai 1975
5
LÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Heimsmeistari í póker
Þeir I Bandarikjunum efna annaö veifiö tii keppni, sem þeir kalla
heimsmeistarakeppni I póker, en það spil hefur lengi verið mjög
vinsælt þar I landi. Myndin hér að ofan var tekin af nýbökuðum
heimsmeistara, Brian Roberts, sem hefur viðurnefnið „Sjóari”,
þegar boðin gengu i siðasta pottinum. Sjóarinn virðist hafa lesið
mótherjana réttút, þviaðhann vann pottinn, 210 þúsund dollara, og
titilinn.
Enn berjast
þeir við
skœruliða
Tvo siðustu daga hafa
staðið yfir skotbardagar
milli skæruliða Palest-
inuaraba og hægri-
manna i Libanon, og
eldblossarnir frá
sprengjuvörpunum og
eldflaugunum vörpuðu
birtu á Dekwaneh-
hverfið i Beirut i gær-
kvöldi, eftir að skugg-
sýnt var orðið.
Engar fréttir hafa borizt af
mannfalli I þessum átökum, sem
blossa upp tæpum þrem vikum
eftir siðustu átök skæruliða og
Falangista i Libanon.
Þessi átök ber að einmitt i
sömu mund, sem Suleiman Fran-
jieh, forseti Libanon, var i miðj-
um viðræðum við stjórnmálaleið-
toga landsins um eftirmann Ras-
hid Al-Solh, forsætisráðherra.
Rashid sagði af sér i siðustu
viku, þegar samráðherrar hans
tóku undir þá gagnrýni, að hik og
dugleysi stjórnarinnar ætti mesta
sök á bardögunum i siðasta mán-
uði milli Palestinuskæruliða og
Falangista, þar sem 140 !étu lifiö
og hundruð særðust.
KVEIKT f SÆNSKRI
FERÐASKRIFSTOFU
Öflug sprenging
kveikti i byggingu við
Champs Elysees i Paris
i gær, þar sem eru til
húsa sænsk ferðaskrif-
stofa, sænsk radio-verzl-
un og Volvo-umboð.
Slökkvilið fjögurra slökkvi-
stöðva þurfti til þess að ráða
niðurlögum eldsins, sem tókst að
lokum,ánþess að nokkurn sakaði.
Lögreglustjóri Parisar skýrði
eftir á svo frá, að sprengja hefði
sprungið á efri hæð hússins, og
hafa menn sett hana i samband
við aðra sprengingu, sem varð
fyrr i gær við vestur-þýzku ræðis-
mannsskrifstofurnar i Nice.
Höfðu menn fundið þá skammt
frá tilræðisstaðnum úrklippur úr
blöðum, sem greindu frá réttar-
höldunum yfir fjórum leiðtogum
úr Baader-Meinhof-flokknum.
Lumumbamenn rœndu
stúdentum
Lögregla og hermenn
Tanzaniustjórnar leita nú
úr lofti og af sjó við
Tanganyika-vatn að f jór-
um erlendum stúdentum,
sem rænt var úr tjaldbúð-
um þarna við vatnið.
Hér er um að ræða tvær
bandariskar stúlkur, eina
hollenzka og svo banda-
riskan ungling.
Um 40 vopnaðir og einkennis-
klæddir menn neyddu þau með
sér burt úr tjáldbúðunum, en
héldu öðrum tjaldbúum i skefj-
um með byssum sinum. —
Ræningjar þessir eru taldir hafa
komið handan frá Zaire á vél-
bátum yfir vatnið, sem 25 milna
brei tt skilur Tanzaniu og Zaire.
Tazaniustjórn hefur farið þess
á leit við yfirvöld i Zaire,
Zambiu og Burundi, að þau veiti
aðstoð við að hafa upp á stúd-
entunum og ræningjum þeirra.
Tilgangur þessa ráns liggur
ekki ljós fyrir, en það kunnu
tjaldbúar að segja lögreglu-
mönnum, að ræningjarnir hefðu
margspurt eftir mannfræðingn-
um Jane Goodall, sem um tiu
ára bil hefur rannsakað lifnað-
arhætti simpansa og babúna á
þessum slóðum, eins og islenzk-
um sjónvarpsáhorfendum er
kunnugt af myndum.
Það var Goodall, sem kom
upp bækistöðinni þarna við
Tanganyika-vatn, en henni tókst
að komast i felur og fundu ræn-
ingjarnir hana ekki.
Þrettán stúdentar urðu eftir i
tjaldbúðunum, þegar raeningj-
arnir hurfu á brott með gisla
sina fjóra. Þeim hafði ekkert
mein verið unnið.
Talið er, að þarna hafi verið
að verki leifar af „Simbahern-
um” svonefnda, sem saman-
stendur af fyrrum stuðnings-
mönnum Lumumba, fyrsta for-
seta Kongo, sem nú heitir Zaire.
Óttast um ýsu og síld
Bretar voru talsmenn
fiskverndunarsjónar-
miða á fundi fiskveiði-
nefndar Norðaustur At-
lantshafsins, sem hófst i
London i gær. Fulltrúar
14 rikja við Atlantshafið
sitja þessa fundi, þar á
meðal íslendingar.
Fulltrúar Breta vöruðu við þvi,
að fiskimið Norðaustur Atlants-
hafsins væru i hættu vegna ofveiði
og sumir fiskstofnar útrýmingu
nær.
„Nú eru alvarlegri timar fyrir
fiskiðnað Evrópu en nokkru sinni
fyrr,” sagði Hugh Brown frá
Skotlandi.
Á þessum fundum kunna að
verða teknar ákvarðanir um,
hvort unnt sé að bjarga einhverj-
um þessara fiskstofna, sem taldir
eru I hættu.
Fulltrúar Breta lýstu áhyggj-
um slnum yfir þvi, hve gengið
hefði á sildar- og ýsustofna, eink-
anlega i Norðursjónum austur af
Skotlandi. — Töldu þeir, að verk-
smiðjuskipin, sem notuðu smá-
riðin net i vörpur sinar og veiddu I
bræðslu, þá jafnt smæstu seiði
sem málfiska, ættu höfuðsök á
þessu. — Ennfremur vildu þeir
meina, að fiskveiðitakmarkanir
annars staðar (eins og við ísland)
hefðu beint fleiri skipum i
Norðursjóinn.
Þessl mynd var tekin á götum Beirut, þegar bardagarnir milli Falangista og skæruliða Palestinuaraba
stóðu þar sem hæst I siðasta mánuði.
SLEPPUR MORÐINGI KENNEDYS
ÚR FANGEISI EFTIR 11 ÁR?
f tilhugsuninni og
i aftur
„Ætlunin var sú, að slikir fang-
ar væru i öryggisvörzlu til lífs-
tiðar”, sagði Busch.
Sækjandinn i réttarhöldunum
yfir Sirhan á sinum tima, Lynn
Compton, sagði: „Þetta kann að
valda sliku hneyksli, að margir
okkar fari að óska þess, að við
heföum beitt dauðarefsingunni”.
Sirhan var i fyrstu dæmdur til
dauða, en hæstiréttur breytti
dómnum i lifstiðarfangelsi. — Ef
Sirhan verður látinn laus eftir 11
ár, eins og náðunarnefnd Los
Angeles hefur ákveðið, þá hefur
hann afplánaö 16 ár og 9 mánuði.
Sirhan Sirhan, morðingi Robert
Kennedys, slapp við dauðarefs-
inguna, þegar dómnum var
breytt i lifstiðarfangelsi, en var-
ir sú lifstið aðeins rúm 16 ár?
Margir hneykslaðir al
vilja dauðarefsinguna
Ýmsir frammámenn
dómsmála i Bandarikj-
unum hafa mótmælt þvi
harðlega, að ákveðið
hefur verið að láta laus-
an Sirhan Sirhan, morð-
ingja Roberts Kenned-
ys.
Joseph Busch, saksóknari Los
Angeles, sagöi, að náðun Sirhan
Sirhans kynni aðleiða til þess, að
fleiri hættulegir refsifangar, eins
og Charles Manson, morðingi
Sharon Tates, yrði einnig látnir
lausir til reynslu.