Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 22. mai 1975
Stóriiœttuleg
Jokuð golu"
í Breíðhohí
„Veriö þið bakdyramegin.
Þar getið þið verið örugg,”
sagði Anna Eggertsdóttir, að
hpfði verið viðkvæðið hjá mæðr-
unum I biokkinni nr. 4 við Fann-
arfell, þegar börnin fóru lít að
ieika sér. Það er hins vegar
langt frá þvi, að þarna sé það
öryggi, sem ætti að vera, þótt
gatan bak við blokkina eigi að
heita lokuð gata og aðeins fyrir
gangandi vegfarendur.
Astæðan er sú., að sögn Onnu
og annarrar móður, Birnu
Einarsdóttur, að enginn friður
er fyrir Hondu-gæjunum. Og
einmitt núna á föstudaginn ók
réttindalaus 15 ára piltur á 6 ára
telpu, sem slasaðist illa, en lið-
an hennar er nú heldur að
batna.
„Það, sem vil viljum láta
gera, er að setja tálmanir i
þessa göngubraut, svo að ókleift
verði fyrir strákana að nota
hana sem æfingasvæði. Að visu
hefur heldur dregið úr umferð-
inni i augnablikinu,” segja þær
Anna og Birna. „Þegar slysið
varð, söfnuðust einir 20—30
strákar að, og ég benti þeim á,
hversu hættulegur leikur þeirra
gæti verið. Þeir jánkuðu þvi. En
maður er alltaf hræddur um, að
eitthvað hroðalegt kunni að ger-
ast,” segir Birna.
Umferðin fyrir framan blokk-
ina er alltaf að aukast, og enn er
eiginlega ekkert farið að flytja I
Einhamarsblokkirnar. Þær eru
enn i byggingu. Blokkin við
Fannarfell, Iðufell og Gyðufell,
er lengsta blokk landsins og
hefur 20 stigaganga.
Þær Anna og Birna sögðu okk-
ur, að I Fannarfelli 4 búi 20 börn
fyririnnanfermingu. Það þýðir,
að I þessari löngu blokk má bú-
ast við, að búi u.þ.b. 400 börn á
þessum aldri. Fyrir utan öll
bömin, sem búa i blokkunum
bakatil við blokkina.
„Svo er lika annað. Börnin
þurfa að fara yfir Norðurfellið á
leið sinni I skólann. A götunni er
zebra-braut, en engin ljós né að
þar hafi verið gæzla I vetur,”
sögðu þær Anna og Birna.
—EVI—
Hann var á lokasprettinum I prófunum, danska næst á dagskrá. En
skyldi hann hafa nokkuð fyrir stafni, eftir að prófum lýkur? Margir
skólamenn verða nú að horfast I augu við atvinnulltið sumar.
(Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson).
Tveir slasast
á Seltjarnar-
nesi
Tvennt var flutt á slysavarð-
stofuna eftir árekstur á Nesveg-
inum um klukkan niu I gærkvöldi.
Bifreið kom akandi austur Nes-
veginn, er önnur ók i veg fyrir
hana á Suðurbraut, sem liggur
neðan frá Eiðsgranda.
Bilarnir skullu harkalega sam-
an á gatnamótunum og varð að
flytja ökumann bilsins, sem kom
Nesveginn og farþega hinnar bif-
reiðarinnar á slysadeiid.
—JB
Bílrúðan sall-
aðist yfir
ökumanninn
Nokkuð harður árekstur varð
skömmu eftir hádegi i gær á milii
dráttarvéiar og fólksbifreiðar á
móts við Suðurlandsbraut 6.
Dráttarvélin kom eftir stig
norðan Suðurlandsbrautar og
hugðist ökumaður hennar beygja
i vestur. Fólksbill kom akandi
austur Suðurlandsbrautina og
rakst dráttarvélin á hann.
Hliðarrúða i fólksbilnum moln-
aði og sallaðist yfir konu, er biln-
um ók. Hún var flutt á slysavarð-
stofuna.
—JB
Hér sjáum við hina hættulegu „lokuðu götu”, sem alls ekki er lokuð. Bara I löngu blokkinni búa senni-
lega um 400börn fyrir innan fermingu. (Ljósm. Visis: Bj.Bj.)
19,3 millióno munur...
á hœsta og lœgsta tilboðl í hitaveitu Garðahrepps
//Jú| það er anzi mikill
munur á lægsta og hæsta
tilboðinu í 1. áfanga hita-
veitunnar i Garða-
hreppi," sagði Gunnar
Kristinsson, verk-
fræðingur hjá Hitaveit-
unni, í viðtali við blaðið.
Hann sagði, að kostnaðar-
áætlun hefði verið 53,6 milljónir.
Fjarhitun sér um teikningar og
útreikninga. Lægsta tilboðið
hljóðaði uppá 39,9 milljónir, var
það frá Véltækni, en það hæsta
var upp á 59,2 milljónir og var
frá Jóni V. Jónssyni s.f.
Gunnar sagði, að alls hefðu
borizt 8 tilboð, sem væri það
flesta, sem Hitaveitan hefði
fengið. Yfirleitt bærust 4—5.
Augsýnilegt væri, að markaður-
inn væri að þrengjast, þvi að
annars byðu menn ekki svona
lágt. T.d. hefði verið boðið i
hitaveituframkvæmdir i Kópa-
vogi um 10% undir kostnaðar-
verði. I fyrravor voru tilboðin
yfirleitt yfir áætluðum kostnaði.
Það er ekki endilega vist, að
lægsta tilboðið sé tekið. Tilboðin
fara fyrir stjórn innkaupastofn-
unarinnar og siðan fyrir borgar-
ráð. Sagði Gunnar, að þegar
fyrirtæki byði djarft, væri at-
hugað, hversu burðugt það væri.
Fyrirtækin hafa svo oft viðhlit-
andi skýringu á þvi, hvers
vegna þau eru svo miklu lægri
en aðrir.
—EVI—
„ALMENNIR LAUNÞEGAR
VILJA FRJÁLSA VERZLUN"
— en verkalýðsforystan andvíg — sagði Guðmundur H.
Garðarsson á viðskiptaþingi
Aimennir launþegar viija
frjálsa verzlun, en forystan i
verkaiýðsfélögunum er henni
andvig. Þetta sagði Guðmundur
H. Garðarsson á viðskiptaþingi,
sem lauk i gær.
Þessar upplýsingar fékk blað-
ið i morgun hjá Magnúsi Finns-
syni, framkvæmdastjóra Kaup-
mannasamtakanna. Þingið var
fjörugt. Það sátu um 150 manns.
Enginn andmælti frjálsri verzl-
un, en menn greindi á um, hvort
unnt væri að afnema verðlags-
eftirlit fljótlega eða hvort gera
þyrfti það I áföngum. Margir
vildu, sem vænta mátti, afnema
verðlagseftirlitið strax, en aðrir
töldu, að fyrst þyrfti aö breyta
nokkrum öðrum þáttum, svo
sem setja lög til að sporna við
hringamyndun.
Til umræðu var hlutverk
verzlunarinnar og ýmsir þættir
hennar. Þinginu var skipt i
marga hluta, erindi flutt, starf-
að i starfshópum og hringborðs-
umræður fóru fram. Þingið stóð
i tvo daga.
—HH
MIKLU FLEIRI EIGA
EFTIR AÐ BÆTAST VIÐ
Á ATVINNULEYSISSKRÁ
— atvinnumiðlun stúdenta tekin til starfa
— aldrei eins margir ó skró
„Það bætast örugg-
lega miklu fleiri við nú,
þegar friin eru að
byrja”, var okkur sagt á
Ráðningarstofu borgar-
innar i morgun. Þar eru
núna samtals 292 á at-
vinnuleysisskrá, þar af
99 stúlkur og 193 dreng-
ir. Þessi tala á þvi eftir
aðhækka að mun og sér-
staklega er búizt við
mörgum stúlkum.
Hjá Ráðningarstofu landbúnað-
arins eru hvorki meira né minna
en á fimmta hundrað börn á skrá.
„Þaö er gjörsamlega óhugsandi,
að við komum öllum þessum
bömum fyrir i sumar. Við reyn-
um að ráða fram úr þessu eftir
beztu getu, en ef að likum lætur á
þessi tala fljótlega eftir að hækka
upp I 7-800 börn”, var okkur tjáð.
Hér er um að ræða börn á aldrin-
um 12-15 ára, en 16 ára og eldri
eru settir I einn hóp. Og þar er
lika talsverður fjöldi, þó ekki
nærri eins há tala og hjá bömun-
um. I gær bættust 20 börn á
skrána, — aðeins á einum degi.
Þá hefur atvinnumiðlun stú-
denta tekið til starfa. Til 15. mai
höfðu 89 stúdentar látið skrá sig.
Aldrei hafa eins margir stúdentar
verið á skrá og nú i vor.
I tiikynningu frá Stúdentaráði
segirm.a.: „Þar sem sumartekj-
ur hafa löngum verið bjargráð
háskólastúdenta til að brúa bilið
milli ónógra námslána og stöðugt
hækkandi framfærslukostnaðar,
þá horfir illa fyrir þeim stúdent-
um, sem sjá fram á atvinnuleysi
á komandi sumri”. Eru atvinnu-
rekendur sem þurfa þjálfaðan og
menntaðan starfskraft, beðnir að
hafa samband við atvinnumiðlun-
ina i sima 15959.
Þá er auðséð, að fyrirtæki geta
ekki tekiö nema litið brot af þeim,
sem sækja um vinnu. —EA
Eitt tonn
af skraut-
jurtum
til Eyjo!
Eitt tonn af skrautjurtum,
hvorki meira né minna, fá
Vestmannaeyingar að gjöf frá
tslandsvinum i Vinarborg. Er
þarna um að ræða fjöiær
skrautblóm og runna og er
gróðurinn þegar kominn til
Eyja, en hefur ekki verið
formlega afhentur. Stendur
það til nú á næstunni.
Gróðurinn verður gróður-
settur i lóð nýja sjúkrahússins
i Eyjum, en þar stendur til að
koma upp nokkurs konar
skrúðgarði.
Islandsvinafélagið i Vinar-
borg stingur upp á þvi, að
garðurinn verði annaðhvort
nefndur Vinargarður eða Vin-
argarður, en ekki hefur enn
verið tekin ákvörðun um,
hvort nafnið verður valiö.
Félagið stóð fyrir söfnun i
Vínarborg, á meðan enn gaus I
Eyjum, og er fénu varið á
þennan hátt.
—EA
vísrn