Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 3
•Vlsir: Fimmtudag«r-2i. m’al 4975
3
rv
voru mjög litið slitin sumar-
dekk), allar rúður og hurðir,
ýmsir vélarhlutir og girkassi,
hlutir Ur stýrisútbúnaði,
bremsubúnaöur, lugtir, vélar-
hlif og ýmislegt fleira.
Aður en af þessu gat orðið
slasaðist viðkomandi bifvéla-
virki illilega og átti lengi i
veikindum sinum. Hann hætti
þvi starfi á umræddu verkstæði.
Þar sem komið var fram yfir
nýár ákvað frúin að biða með
niðurrif bilsins þar til að þvi
kæmi að skipta þyrfti frá nagla-
dekkjum yfir i sumardekk, en
eins og áður getur voru mjög
litið slitin sumardekk undir
bilnum, sem stolið var.
Um mánaðamótin apríl/mai
átti svo að skipta um dekk á
bilnum, svo sem lög gera ráð
fyrir.og rifa bilinn I varastykki,
svo sem fyrr getur, en þá kom
þjófnaðurinn I ljós.
Verðmæti dekkjanna éinna,
ásamt felgum, er um 40-50
þúsund krónur, og hefur frúin
engin efni á slikri fjárfestingu
og verður þvi að láta draga alla
nagla úr snjódekkjum sinum til
þess að fylgja lögum, en allt
tjónið verður vart metið á
minna en 100-200 þúsund krónur ■
og hlýtur hver maður að skilja
hvað það þýðir fyrir einstæða
móður með þrjú börn á fram-
færi sinu.
Ég skrifa þetta bréf i þeirri
trú og von að tugir manna hljóti
að hafa orðið varir við óþokka-
verknað þennan og geti gefið
lögreglunni upplýsingar um
hann, svo hægt verði að
uppræta svona glæpaflokk —
eða glæpaflokka- áður en al-
menningur lendir i klónum á
þeim.“
Enginn hugsandi maður getur
neitað þvi að hættur séu ekki
samfara áfengisneyzlu. Sá, er
af léttúð talar um áfengismál,
hefur litla vitneskju um afleið-
ingar áfengisneyzlu. Afleiðing-
amar geta, og eru oft ólýsanleg-
ar hörmungar, svo sem margir
þekkja mæta vel.
Sá voði virðist blasa við
mannkyni nú að ábyrgð og heið-
arleiki fari þverrandi, og það
með ógnarhraða. Sá, sem
snjallastur er að hagræða lyg-
inni I viðskiptaheiminum og
vlðar, er jafnvel talinn mestur,
og stærstur og kemst auk þess
bezt áfram I þeim heimi. Gæti
verið að slikt mætti rekja til
neyzlu á eiturlyfjum og áfengi.
Jafnvel æðsta stjórn stórþjóð-
anna, er byggja tilveru sina á
lýðræði, verður uppvís að stór-
fölsun og svikum gagnvart
þegnum sinum. Lif einstaklinga
og heilla þjóðakerfa er að verða
svo gjörspillt að vart má nein-
um treysta. Ef ekki á illa að
fara verður að breyta stefnunni.
Það er hugarfar hvers og eins
sem verður að breytast. Það er
til litils að hei.mta frelsi á öllum
sviðum eða taka upp venjur
erlendra þjóða, en valda svo
ekki frelsissprotanum vegna öl-
vlmu. Við skulum vera glaðir
yfir þvi að vera frjálsbornir
ófullir Islendingar! Við skulum
hætta að vera óánægðir með það
sem Islenzkter. Heldur gleðjast
yfir hreinni Islenzkri tungu og
hreinu íslenzku vatni með þvi
getum við sem heilsusamlegast
slökkt þorsta okkar.
Við getum þrátt fyrir smæð
okkar og bjórleysi verið stórir I
landinu okkar fagra, þar sem
tign og fegurð þess býður hverju
barni sinu aö bergja á „bikar
sinum.”
86611
„Stórfínt að búa í tjaldi."
— segja fyrstu
tjaldbúarnir í
Laugardalnum
í sumar
„Að búa i tjaldi? Það
er alveg stórfint”,
sögðu þrir af fyrstu
tjaldbúunum i Laugar-
dalnurn i sumar, þeir
Kristján Kristinsson,
Gunnar Guðmundsson
og Gunnar Eiriksson.
Alls eru þeir 10, sem
búa i þremur tjöldum á
svæðinu núna, allt
skólabræður og félagar
i vélhjólaklúbbnum
Stormsveitinni frá
Akureyri.
„Við komum hingað á laugar-
dagskvöldið og ætlum að vera
fram að næstu helgi. Við vorum
að klára skólann og ákváðum
bara að bregða okkur hingað.
Nei, við komum ekki á vélhjól-
unum, þá hefði nú ferðin tekið
margar vikur. Við komum bara
á bllum”.
Ekki var annað að sjá en að
þeir svæfu vel I tjöldunum, þvl
að við vöktum þá þrjá rétt eftir
hádegið i gær, hinir voru þá
famir eitthvað út. „Við sváfum
samt ekki hérna fyrstu nóttina.
Það var svo kalt, að við fengum
inni á lögreglustöðinni”, sögðu
þeir. Tveir sváfu llka I einum
bllanna I nótt. Ástæðan fyrir þvl
var litil mús! Hún hafði gert sig
of heimakomna hjá strákunum,
og þegar þeir sáu, að nartaö
hafði verið i svið I einu tjald-
anna, sem var læst, leizt þeim
tveimur ekkert á, en forðuöu sér
bara I bilinn.
„Annars er þetta soldið erfitt
héma hjá okkur”, sögðu strák-
amir. „Fjórir okkar heita nefni-
lega Gunnar og aðrir fjórir heita
Stjáni. Við verðum þvi
bara að uppnefna hvor annan og
köllum þá einn þorskinn, annan
Linu langsokk,einn Lilla og þar
fram eftir götunum”.
Sumir myndu kannski búa i
tjaldi og leggja i svona ferð til
þess að spara. En strákarnir
eru ekkert að hugsa um það,
enda kváðust þeir vera búnir að
eyða heilmiklum peningum. En
um leið og þeir koma heim,
verður lika tekiö til við sumar-
vinnuna. —EA
„Það var ekkert farið að tjalda á tjaldsveðinu á Akureyri”, sðgðu fyrstu tjaidbúarnir I Laugardalnum,
sem við hittum I gær, f.v. Gunnar Eiriksson, Kristján Kristinsson og Gunnar Guðmundsson. Þeir eru
einmitt frá Akureyri. Ljósm: BG.
Hverjir framleiða mest?
ÍSLAND í HÓPI 10 „TOPPRÍKJA
##
island ndði áttunda sæti i
heiminum að sögn tlmaritsins
Business and Finance, sem birt-
ir lista yfir 10 efstu rlki heims
um þjóðarframleiðslu á Ibúa.
Samkvæmt útreikningum.
ritsins, sem kom út i fyrradag,
hefur arabiska ollurikið Kuwait
forystu með 1650 þúsund krónur
tslenzkir keramikmunir eru
mjög vinsælir og þessa dagana
ætti fólki að gefast kostur á að sjá
ýmsa nýja slika.
Glit heldur nú sérstaka sýningu
á nýjum keramikmunum hjá Is-
lenzkum heimilisiönaði i Hafnar-
stræti. A sýningu þessari eru
fyrst og fremst verk eftir listiðn-
aðarfólk, sem starfar hjá Glit,
á mann. Island hafði um 900
þúsund krónur á mann, sam-
kvæmt fréttinni.
I ööru sæti var Sviss, Svjþjóð i
þriöja, Danmörk i fjórða,
Bandaríkin fimmtu og Kanada i
sjötta sæti. Þá kom Vestur-
Þýzkaland. Noregur var á hæla
Islands og siðan Frakkland.
þau Magneu Hallmundsdóttur,
önnu Kamp og Paul Martin.
A súningunni eru 62 verk, þar af
35 sérunnir plattar eftir Magneu
og Paul. Mótif eru fjölbreytt, þar
á meðal nokkrar þjóðlifsmyndir.
Þá er að finna keramikborð, te-
sett, lampa, skálar og vasa, og
einnig er sýnt nýstárlegt tesett,
sem kallað er sólglit.
Tölur þessar eru miðaðar við
síðastliðið ár.
Ritið segir,að olluríkin litlu,
Qatar og Sameinuðu fursta-
dæmin svokölluðu, kunni að
vera einhvers staðar inn á milli
á þessum lista yfir 10 „topprlk-
in”.
—HH
Sýning þessi er upphaf um-
fangsmikillar sýningaráætlunar
hjá Glit hér á landi. Nú er verið að
leggja lokahönd á sýningar, sem
haldnar verða I næsta mánuði á
Akureyri og Reyðarfiröi, og aðrar
slikar eru I deiglunni. Þá er fyrir-
hugað að halda sýningu i Færeyj-
um siðar á árinu:
Sýningin i Hafnarstræti stendur
yfir 20. til 31. mal og er opin á al-
mennum opnunartima verzlana.
— EA
Slagsmól í
lauguntim
Fjórir piltar voru fluttir burtu
af lögreglunni úr Sundlaug
Vesturbæjar i morgun, eftir aö
hafa valdir þar miklum slags-
málum.
Piltarnir komu drukknir i laug-
arnar og þó einkum einn þeirra.
Þeir voru með læti ofan I lauginni
og þegar einn þeirra synti harka-
lega utan I einn gestanna, sauð
upp úr. Til átaka kom milli gests-
ins og piltanna, og fljótlega skár-
ust fleiri laugargestir I leikinn.
Lögreglan kom svo og skakkaöi
leikinn, áður en meiri háttar
meiðsl hlutust af, en eitthvað
munu piltarnir hafa hruflazt i
átökunum. Einn piltanna var
settur inn, en hinum leyft að fara,
eftir að skýrslur höfðu veriö
teknar.
—JB
Keramiksýning víða um land
Bókaútgúfa komin d
— mjög hefur dregið úr bókakaupum
„Bókaútgáfa á tslandi stend-
ur á mjög alvarlegum timamót-
um. Bókasala hefur dregizt al-
varlega saman og er komin á
hættustig,” sagði örlygur Hálf-
dánarson formaður Félags
Islenzkra bókaútgefenda I viö-
tali viö blaöiö, en á föstudag var
haldiö bókaþing á Hótel Sögu.
Var þingið haldiö út af þvi al-
varlega ástandi, sem skapazt
hefur I bókaútgáfu.
örlygur sagði, að margt ylli
þessum vanda. Ekki væri þetta
sérlslenzkt fyrirbrigði. Bækur
væru alls staðar i heiminum á
undanhaldi vegna annarra fjöl-
miðla, t.d. sjónvarps, timarita,
dagblaða og vegna þess að notk-
un fritima hefur breytzt. Allt
eru þetta samverkandi þættir.
Vandinn hjá litilli þjóð, með
litið málsamfélag, er þó mest-
ur,” sagði örlygur, „þegar
dregið er úr bókainnkaupum, þó
að ekki sé nema nokkrum
hundruðum eintaka á hverri
hœttustig
prentaðri bók, getur það ráðið
framtiö bókarinnar.”
örlygur sagði, að sérstaklega
heföi verið bent á það á þessu
bókaþingi, að Borgarbókasafniö
heföi fært út kvíarnar af mikl-
um myndarskap. Það miklum,
meira að segja, að álit þingsins
er, að þetta hamli gegn bóka-
kaupum almennings. Er þvi
skorað á stjórnvöld að beita sér
fyrir því, að útlán á söfnum
verði með þeim hætti, að fólk
borgi fyrir lán á bókum og að
þeir peningar, sem þannig komi
til safnsins, skiptist milli höf-
unda og bókaútgefenda. Þá
• ••
sagði örlygur, aö settar hefðu
veriö fram óskir um, að sölu-
skattur af bókum yrði felldur
niður. (Enginn söluskattur er
t.d. á dagblöðum). Bókaútgáfu
væri ætlaður staöur i banka-
kerfinu. Komið yrði á stofnlána-
sjóöi til lána á viðameiri rit-
verkum og sú úttekt, sem beðið
hefur verið um af bókaútgef-
endum i landinu, verði fram-
kvæmd.
örlygur sagði, að bókaútgáfa
væri almennt hætt að bera sig I
heild nema einstaka bók. Við
svo búið gæti ekki staðið lengi.
—EVI—