Vísir - 22.05.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Fimmtudagur 22. maí 1975
cTVIenningarmál
Sjónvarp:
LÉNHARÐUR FÓGETI
Kvikmynd byggö á leikriti eftir
Einar H. Kvaran. Texti: Ævar
Kvaran
Kvikmyndahandrit: Baldvin
Halldórsson, Haraldur Friöriks-
son, Snorri Sveinn Friöriksson,
Tage Ammendrup
Tónlist: Jón Nordal
Léikstjórn: Baldvin Halldórsson
Eitt er skrýtið: úr þvi
sjónvarpsmenn endilega
langaði að búa til káboj-
og samúrajamynd um
sögulegt islenskt efni, af
hverju völdu þeir þá
Lénharð fógeta til að
koma fram þessari fýsn
sinni? Og úr þvi þá lang-
aði að búa tii mynd um
Lénharð, af hverju
þurftu þeir þá endilega
að taka leikrit Einars
Kvarans til þeirra nota,
en fjölluðu ekki sjálfir
um efnið, þjóðsögur um
Lénharð og annað efni
sem henta þætti? Er það
þá vegna nafnsins?
Þessar spurningar hafa svo
sem verið bornar upp áöur I um-
ræðum um hina sögulegu mynda-
töku, en aldrei hafa fengist svör
né skýringar við þeim. Eftir
frumsýningu kvikmyndarinnar
um Lénharð hygg ég að tlmabært
sé orðið að sjónvarpsmenn leysi
frá skjóðunni. Til þess eru mistök
að læra af þeim, og öllum sem sáu
myndina hygg ég að beri saman
um að kvikmyndin um Lénharð
fógeta sé gagngert misheppnað
verk. En hitt er líka ljóst að mis-
tök Lénharðs fógeta stafa ekki af
neins konar slysni einhvers stað-
ar á framleiðsluferli kvikmynd-
arinnar, heldur er hún á misskiln-
ingi byggð frá fyrstu byrjun.
Leikrit Einars Kvarans um Lén-
harð fógeta hentar sem sé alls
ekki til þeirra nota sem sjón-
varpsmenn hafa ætlast til af þvl.
Kvikmyndinni tekst á hinn bóginn
aldrei að segja skilið við leikritið
og fjalla með sjálfstæðum hætti
um efnið.
Hvað er milljón?
Menn hafa miklaö fyrir sér til-
kostnað við gerð þessarar mynd-
ar, og vlst eru 20 milljónir króna
Vegna nafnsins?
mikið fé. Samt er sannleikurinn
sá að einmitt innlend kvikmynda-
og leikritagerð fyrir sjónvarp er
starfsemi sem gjarnan má verja
til verulegum fjármunum. Eng-
inn þarf aö búast við öðru en
ýmisleg mistök og slysfarir verði
I byrjun sllkrar starfsemi, og það
fé sýnist kannski I bili „tapað”
sem til hennar er varið. Mistökin
eru til þess að læra af þeim. Hitt
er óþolandi að sjá starf renna Ut I
sandinn, fjármunum á glæ kastað
I tómu ráðaleysi, listrænni mark-
leysu, af þvi enginn virðist vita
hvað eigi að gera né til hvers sé
verið að þvl, til hvers sé að vinna
með frumlegum verkum fyrir
sjónvarp.
rit nU á dögum. En það breytir
ekki þvl að Lénharður fógeti er
heilt verk, byggt upp I fyrsta lagi
um mannlýsingu fógetans sjálfs,
eina eiginlega renissansmanns I
Islenskum bókmenntum, og I öðru
lagi um ósköp skýrar og einfaldar
siðferðislegar og pólitiskar hug-
myndir. Einar Kvaran var að
minnsta kosti enginn asni heldur
vissi hvað hann var að gera.
En sjónvarpsmenn eru allir upp
á „sex & violence”. Úr þætti
Freysteins á Kotströnd, eina al-
mUgamanns I leikritinu, smæl-
ingja með orðum Einars Kvar-
ans, sem gerir hann að eindreg-
inni skopflgUru, bUa þeir til klúr-
an og ruddalegan „harmleik” þar
Frá upptöku á Lénharöi fógeta —Sunna Borg og Gunnar Eyjólfsson I
hlutverkum slnum.
En það er dæmigert um viðhorf
sjónvarpsmanna, að aðfinnslum
að tilkostnaði við Lénharð fógeta
svara þeir með þvl að flíka von-
um um fé og frama myndinni til
handa á alþjóðlegum sjónvarps-
myndamarkaði.
Hvað sá kýrin?
Leikrit Einars H. Kvarans um
Lénharð fógeta kann aö þykja
fornfálegt nú á dögum, bæði róm-
antlk og pólitik þess barnaleg og
Urelt orðin. Það breytir ekki þvi
að Lénharður fógeti er merkisrit
á slnum stað I leiklistar- og bók-
menntasögunni. Menn kann aö
greina á um það hvort eða hversu
gott verk Lénharður sé, og
kannski þykir það voða vont leik-
sem Flosi Ólafsson nauðgar Ing-
unni Jensdóttur i fjósi þar á Kot-
strönd með miklum dæsingum. Af
hverju fóru þeir út með kúna
fyrst? spurði ungur maður i
minni áheyrn. Mátti hún ekki sjá
svona ljótt?
A sama máta má til með að
leyfa Lénharði fógeta: Gunnari
Eyjólfssyni að koma fram losta
sinum á Guðnýju heimasætu frá
Selfossi: Sunnu Borg. Hann
naugöar henni á stofugólfi á
Hrauni I ölfusi. En I ákafa slnum
hafa þeir sjónvarpsmenn ekki
gáð að þvl að með þessu móti er
fótunum kippt undan mannlýs-
ingu Lénharðs, samkvæmt leik-
ritinu, og öll meining fjarlægð úr
fjórða þætti leiksins, viðureign
þeirra Lénharös og Guðnýjar, þar
! Að „syngja konsert"
Karlakór Reykjavlkur, tónleik-
ar fyrir styrktarfélaga I
Háskólabiói 12.5. ’75.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Undirleikari: Kristln ólafsdótt-
ir og blásarakvintett.
Það var mánudaginn 12.
maí kl. rúmlega 19, að
fjórir tugir glæsilegra,
hvítklæddra karla gengu
hröðum skrefum inn á
svið Háskólabiós, röðuðu
sér í skipulega, óhefð-
bundna röð: frá vinstri til
hægri 1. bassi, 2. tenór, 1.
tenór, og 2. bassi, og
„sungu konsert".
— Að „syngja konsert” þýðir
á karlakóramáli lok enda-
lausra, leiðinlegra, og fyrir
marga, gagnslitilla æfinga.
Endalausra vegna þess, að enn
þarf heilan vetur til að æfa 20
lög fyrir styrktarfélaga, leiðin-
legra vegna siendurtekinna
leiðbeininga stjórnandans
vegna þeirra sem mæta endrum
og eins, og gagnslltilla fyrir þá
sem mæta samviskusamlega
allan veturinn og kunna sitt um
áramót. Nú veg ég ekki að
Karlakór Reykjavikur, en taki
hver sneiðina sem á.-
Uppröðun kórsins gerði það
að verkum, að hljómur hans
varð samfelldur og jafn. Engin
ein rödd skar sig i gegn og varð
þyngri en hinar þrjár. Var
ánægjulegt að heyra hversu
kórinn er hljómmikill og sam-
sunginn. Raddmyndun hjá 1. og
2. bassa var með afbrigðum
góð, og náðu þeir að halda dökk-
um, mjúkum tónvef utan um
tenórraddirnar fyrir miðju. Ef
til vill voru neðri raddirnar ein-
um of hlédrægar, en það kom
ekki að sök, tenórraddirnar
voru góðar og bjartar, 2. tenór
ef til vill einum of „hvitur”, en
það var þó betra en að hafa þær
dökkar og hangandi. 1. tenór gaf
þá tilfinningu, að þeir ættu alltaf
svolltið meira til að gefa, bæði i
hæð og styrkleika. Þeir voru
Páll P. Pálsson
samsungnir og áttu mýkt, sem
var unaðslegt á að hlýða.
Fastir liðir eins og venju-
lega
Efnisskráin fyrir hlé saman-
stóð af islenskum lögum (fastir
liðir eins og venjulega). Björg-
vin Guðmundsson er tónskáld,
sem við virðumst vera að berj-
ast við að gleyma. Þetta
afkastamikla tónskáld hefur
auðgað tónlist okkar með mörg-
um einföldum og hugljúfum
verkum, sem þrátt fyrir allar
tilraunir „blífa” enn.
Hallgrimur Helgason er
einnig eitt þeirra tónskálda okk-
ar sem hefur átt að gleyma og
þegja i hel. Mér finnst við
hvorki hafa haft né hafa enn efni
á svoleiðis fiflshætti. En er ekki
sagan þannig að þeir sem ekki
geta sjálfirskulusjá um að aðr-
ir geri ekki betur. Þökk fyrir,
K.R., og syngið meira eftir
Hallgrim, þvi nóg er til, og
margt mjög gott.
Páll tsólfsson var um tlma
stjórnandi kórsins og útsetti þá
sérstaklega sálmalagið „Vist
ertu JesU kóngur klár”, og söng
kórinn það sérstaklega vel.
Emil Thoroddsen var sunginn
i öðrum búningi en venjulega,
en sakir þess hve Utsetningar
kórs og hljóðfæra voru smekk-
lega og vel unnar og vel fluttar
LEIKHUS
• •
EFTIR OLAF JONSSON
sem æskan, fegurðin og ástin
sigrast á ofbeldismanninum.
Samt hafa þeir séð ástæðu til að
halda til haga efni þáttarins að
öðru leyti, mestöllu samtali Guð-
nýjar og Lénharðs — nema Guðný
fær ekki að syngja. Þess i stað er
Sunna Borg látin fara að lesa upp
kvæði fyrir Gunnar Eyjólfsson.
Barasta bara....
Leikrit Einars Kvarans nær há-
marki sinu I fjórða þættinum þar
sem þau eru leidd saman, Guðný
1 og Lénharöur, og ástin sigrar of-
beldið. Þar kemur á daginn að
Lénharður er ekki bara ofbeldis-
seggur heldur lika rómantlskur
ástamaður og fegurðardýrkandi.
Þar er mannlýsing hans leidd til
lykta og maðurinn réttlættur: I
krafti fjórða þáttarins fá afdrif
Lénharðs traglskt gildi. Úr þvl
nauðsynlegt þótti að brútalisera
efnið, gera Lénharð alveg ótlndan
þorpara, hefði vitaskuld þurft að
taka alla mannlýsinguna til
endurmats og túlkunar alveg upp
á nýtt. En það láta þeir sjón-
varpsmenn barasta eiga sig —
svo ekki er vonlegt að Gunnari
Eyjólfssyni, sem annars sýnist
ágætlega til þess fallinn að fást
við Lénharð, verði mikið úr efn-
inu. Það þarf hlutverk til að leika.
Eins og sjá má af þessu ágripi
umturnast allavega hið róman-
tlska frásagnarefni Einars Kvar-
ans af Lénharði fógeta I meðför-
um sjónvarpsins. Aftur á móti
hefur þeim sjónvarpsmönnum
þótt vert að viðhalda mestöllu
þjóðræknis og þjóðrembutalinu
úr leikritinu I sinni gerö af leikn-
um. Arið 1913 þótti vlst gott að
svalla I þjóðrækni. En þar fyrir
utan flytur leikritiö alveg skýran
pólitiskan boðskap á bræðings-
tima milli uppkasts og fullveldis,
boðar sameiningu I stað sundur-
lyndis, samstöðu I sjálfstæðis-
baráttu, sigurvon felst I samstöðu
litillar þjóðar. Er nú alveg vist að
þennan boðskap mætti ekki heim-
færa okkar tímum? Þeim sjón-
varpsmönnum hefur þött hyggi-
legra að endurtaka óbreyttar
allar hinar innantómu glósur Ur
texta Einars Kvarans.
Um viðreisn.
Astarsagan og pólitíska sagan
loða auðvitað saman I leikritinu
um Lénharð fógeta. 1 lok leiksins
taka þau saman, Guðný frá Sel-
fossi, arftaki alls hins besta úr
höfðingjastéttinni, og Eysteinn Ur
Mörk, frjáls og sjálfstæður ein-
staklingur, höfðingi Ur almúga-
stétt. Lífið biasir við þeim. Ef
manni leyfist að hugsa sér áfram-
hald sögunnar ögn lengra en sjón-
varpskvikmyndin nær — já, þá
blasir við sýn hjúskapur Sunnu
svlvirtu og liðleskjunnar
Magnúsar biskupsfóstra: Glsla
Alfreðssonar: Það verður löguleg
„viðreisn” sem þá hefst á voru
landi tslandi.
Þetta mál mætti lengja. Ráða-
leysi sjónvarpsmanna gagnvart
söguefninu af Lénharði fógeta
blasir við sýn af Imyndunarleysi
frásagnarinnar: þeim dettur ekk-
ert i hug nema nauðganir og
drykkjuskapur til að sýna fram á
ofbeldi gagnvart friðsemi, er-
lendan yfirgang yfir meinlausri
alþýðu. Imyndunarleysi frásagn-
arinnar er vandlega fylgt I kvik-
myndatökunni. Og sýnilega hafa
forsjármenn Lénharðs vandlega
horft á tilfallandi bæði samúraja-
og kábojmyndir, 0 cangaceiros
hét mynd frá Brasillu sem merki-
lega speglast I Lénharði, allri
hennar reiðmennsku við stóran,
stóran sjóndeildarhring. En
Gráni Jóhanns Friðrikssonar er
fallegur hestur!
Það væri leiðinlegt að fara að
ragast i einkunnagjöf handa leik-
urum I Lénharði fógeta. En segja
má að Gunnar Eyjólfsson, RUrik
Haraldsson verði sér ekki bein-
llnis til skammar I myndinni. Hitt
veit enginn af hverju Sunna Borg
þykir sjálfkjörin I stór „þjóðleg”
kvenhlutverk I sjónvarpinu?
Skyldi það vera vegna nafnsins?
var þessari nýbreytni vel tekið
af áheyrendum. Kórfélagarnir
úr 1. tenór og 1. bassa, Ragnar
Þjóðólfsson og Hreiðar Páls-
son, sungu fallega vögguvisuna
frægu, „Litfrið og ljóshærð”.
Hættu að skiija
Eftir hlé fór að halla undan
fæti, bæði hvað snerti uppbygg-
ingu og sönghæfni. Aheyrendur
virtust ekki alltaf vera með, —
hættir að skilja lög og texta,
meira að segja tvær góðar
þýðingar Þorsteins Valdimars-
sonar, fóru forgörðum. Mig
grunar hvað vakti fyrir söng-
stjóranum með seinni hluta
efnisskrárinnar. Að mennta
styrktarfélaga sina i „eitthvað”
betra en Islensk lög, en mig
grunar lika, að róðurinn verði
þungur, sælla minninga...
Hreinn Lindal söng einsöng
TONLIST
Hreinn Lln'dal
eftir
Gorðar Cortes
með Karlakór Reykjavikur að
þessu sinni, og söng hann
Funicula, funiculi, eftir L.
Denza hressilega. Hreinn hefur
fallega rödd, en því miður virð-
ist tónmyndun hans vera reikul,
og er það þröskuldur fyrir hann.
P.P.P.
Undirleikari með kórnum nú
var frú Kristin ólafsdóttir, og
skilaði hún sinu af látlausu
öryggi. Karlakór Reykjavikur
nýtur þess, að söngstjóri þeirra,
Páll P. Pálsson, skuli vera einn
fjölhæfasti og vandvirkasti tón-
listarmaður okkar I dag. Það að
hafa hann i fararbroddi er
gæðamerki i sjálfu sér. Þökk
fyrir góða tónleika og góða ferð
til Kanada i haust.