Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 21. ágúst 1966 TÍMINN ÍSPEGLITIMANS Eins og kunnugt er af frétt- um varð Luci Johnson, dóttir Johnsons Bandaríkjaforseta, frú Nugent við hátíðlega athöfn í Washington og var haldin mikil veizla í Hvíta húsinu í því. til- efni og margt manna þangað boðið. Vakti það talsverða at- hygli, að enginn af Kennedy- fjölskyldunni var viðstaddur brúðkaupið. ★ Hertoginn af Edinborg lenti í mikilli ringulreið á Jamaica fyr ir skömmu. Hafði hann komið til íþróttakappleiks, sem þar var haldinn rétt áður en mara- þonhlaupi lauk. Olli þetta að allir starfsmenn íþróttavallar- ins og lögreglumenn gleymdu sér og gleymdu að leiðbeina þeim hlaupurum, sem fyrstir komu í mark og fór svo, að Skotinn Alden, sem var 60 metr um á undan næsta manni, valdi aðra letð en sá, sem næstur kom og varð Alden að snúa við til þess að komast á rétta braut en þá var Englendingurinn Adcocks búinn að ná nokkru forskoti. Alden lét það ekki á sig fá og hljóp fram úr honum á ofsahraða og sigraði í hlaup- inu. Lynda Bird Johnson, eldri dóttir Johnsons Bandaríkjafor- seta, er nú komin til New York í atvinnuleit og að sögn hefur hún einna mestan hug á að ger- ast blaðakona. Þessi mynd var tekin af Lyndu,*þegar hún er að tala við leikarann Richard Kiley, sem leikur Don Quixote í söngleiknum Man . of la mancha. Með forsetadotturinni er auðvitað George Hamilton kvikmyndaleikari. Annars finnst Lyndu hún vera heldur ófrjáls síðan hún varð forsetadóttir og kvartar sáran yfir því. Meðaí annars minnti hún á það, að Margaret Truman hefði verið frjáls ferða sinna, þegar hún bjó í Hvíta húsinu, og hefði ekki þurft að hafa menn úr leyniþjónustunni á hælunum á sér hvert sem hún fór. En Margaret var fljót að gefa skýringu á því og sagði Lyndu, að faðir sinn, hefði ekki tekið við af myrtum forseta. En Lynda hefur við fleiri vandamál að stríða, því að eins og kunnugt er hefur George Hamilton verið hennar föru- nautur í um það bil 4r, en talið er, að ekki sé litið á hann sem s?skilegt tengdasonarefni í Hvíta húsinu meðal annars vegna þess að hann hefur ver- ið undanþeginn herskyldu og myndi það kasta rýrð á forseta- fjölskylduna ef slíkur maður yrði tengdasonur forsetans. Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, , fékk fyrir skömmu senda ávísun, sem hljóðaði upp á 5 dollara. Und- ir ávísunina hafði skrifað Ijest- er Pearson forsætisráðherra Kanada, en þeir Wilson höfðu veðjað um úrslit heimsmelstara keppninnar í knattspyrnu milli Bretlands og Þýzkalands. * Alskeggjaður maður kom fyr ir skömmu inn á veitingastað í Madison, Wisconsin, og var honum vísað þaðan út sökum skeggs síns. Fór hann beinustu leið á næstu lögreglustöð og kvartaði yfir þessari meðferð. Svarið, sem hann fékk hjá lög- reglunni, var það, að ekkert væri hægt að gera í þessu máli, það væri ólöglegt að neita fólki um afgreiðslu vegna litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða, en ekkert væri tekið fram um skegg. Kvikmyndaleikkonan Natalie Wood hefur nú setzt á skóla- bekk og lét innrita sig í háskól- ann í Los Angeles. Ástæðan var sú, að hún var orðin leið á að vera alltaf álitin heimsk kyn- bomba og ætlar nú að sanna heiminum það, að hún geti náð námsárangri. Hin fræga franska leikkona Martine Carol sést hér á mynd- inni ásamt franska gamanleikar anum Fernand Raynaud. Hann ★ Fyrir nokkru síðan lézt á heimili sínu söngvarinn frægi, Jan Kiepura 62 ára að aldri. Kiepura var fæddur í Póllandi en fluttist þaðan til Bandaríkj- anna, þar sem hann lék í fjöl- mörgum tónlistarkvikmyndum. er með tveimur uppeldissonum sínum, sem hann ættleiddi fyr- ir skömmu síðan. Um sama ★ Frú Mary Williams, sem rækt- ar rósagarð eins og svo margir Englendingar, gekk dag nokk- urn út í garð sinn í Leicester og hugðist hyggja að blómum sínum. Allt í einu varð henni heldur illa við, því að í einu rósabeðinu hennar hafði helj- leyti gaf hann 100 þúsund krón ur til styrktar munaðarleysingj- um í Nice. armikill krókódíll hreiðrað um sig. Hafði hann sloppið úr dýra garði og þegar starfsmenn garðsins höfðu náð krókódíln- um, gat frúin haldið áfram garðyrkjustörfum sínum í ró og næði. Kirk Douglas hefur í hverri kvikmyndinni af annarri faðm- að að sér hinar fögru leikkon- ur, sem leikið hafa á móti hon- um og það án þess að blána eða blikna. En nú gerðist það allt í einu við eina kvikmyndatökuna að Kirk var eitthvað ósköp upp- burðarlaus við þetta og þótti ekki gangast upp í hlutverkinu. Var farið að kanna málið og fór svo, að einum aðstoðarmann inum við kvikmyndatökuna var vísað út úr salnum. Var þetta unglingspiltur og sonur Kirks. Eftir það gekk kvikmyndatak- an eins og í sögu. Þessi stúlka, sem við sjáum hér á myndinni er dönsk leik- kona og er myndin tekin, þegar hún kom til Kaupmannahafnar fyrir skemmstu frá Los Ange- les. Á hún að fara að leika í kvikmynd, sem Frank Sinatra leikur einnig í og á að taka, kvikmyndina í Danmörku. Enn sem komið er hafa Danir ekki séð hana á hvíta tjaldinu. Dýrasta mjólk í heimi er, að sögn svissneska landbúnaðar- ráðsins, rottumjólk. Kostar lítir- inn um 400 krónur íslenzkar. Illu heilli fyrir sælkera er þessi drykkur ekki falur og er ekki notaður nema við vísindatilraun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.