Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 5
rNCÐAGUR 21. ágúst 1966 TÍMINN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsipgastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur l Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslustmi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Askriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f ís- lands haldinn og komu þá fram ýmsar upplýsingar um skógræktarstarfið á síðasta ári. Það er nú nokkurn veg inn í föstum skorðum og byggist jöfnum höndum á al- menura framlögum og sjálfboðastarfi. Skógræktarfélög- in víða um land vinna hið ágætasta starf, en í raun og veru er hinn sýnilegi árangur samt enn undarlega lítill eftir nálega fjögurra áratuga starf. Kemur þarna vafa- laust margt til. Skógrækt á íslandi er enginn leikur, og áföll vegna veðurfars og reynsluskorts orðið allmikil, svo að gróðursett hefur verið í vindinn. Hlýtur svo jafnan að verða, þegar við slíkar aðstæður er að fást. Þá má og nefna stóráföll eins og áhlaupið mikla fyrir þremur árum. Við höfum vafalaust dreift kröftunum allt of mikið og verðum nú að einbeita okkur betur að sérstökum svæð- um á landinu, sem bezt eru fallin til skógræktar og árvissust. í þessa átt hnígur og starf skógræktarinnar æ meira. Á síðasta ári var gróðursett um hálf milljón plantna. Það er of lítið. Við verðum að taka stærri skref á næstu árum og leggja til þess miklu meira fé úr al- mannasjóði. Þá verður og miklu meiri skriður að komast á skjól- beltaræktina, en lög frá síðasta Alþingi er skref sem nokkurs má vænta af. í því efni þarf að setja upp sér- staka tilraunastöð eða fela einhverri skógræktarstöð sérstaklega það verkefni. Ef skjólbelti eiga að koma landbúnaði að notum, verða bændur að fá eðlilega leið sögn um ræktun þeirra og losna við leið mistakanna. Skjólbelti hljóta að geta komið að mjög miklu haldi hér á landi, og það má ekki dragast að fá betur skorið úr á að hefjast ? Stjórnarblöðin hafa ritað mikið um landhelgismálin nú að undanfömu. Tilefni þessara skrifa þeirra er for- ystugrein Tímans þar sem minnt var á tillögu til þings- ályktunar er Ólafur Jóhannesson og fl. fluttu á Alþingi ttm skipun 7 manna nefndar til að vinna að því með ríkisstjórninni að afla viðurkenningar á rétti íslands til nýtingar og verndar fiskstofnunum á landgrunninu öllu. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga og utanríkisráð- herra lýsti yfir að hann teldi skipun slíkrar nefndar óþarfa. í landhelgissamningnum við Breta frá 1961, er kemur í veg fyrir að við getum fært út fiskveiðilögsög- una með sama einhliða rétti og áður, lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún myndi halda áfram að vinna að öflun viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins. Stjórnar blöðin skrifa nú um samning þennan sem hinn mesta sigur íslands, sem leggi síður en svo nokkur höft á að- gerðir okkar til að friða og nýta fiskistofnana. í því til- efni er rétt að spyrja ríkisstjórnina: Hvað hefur hún gert til að afla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunns ins? Ekki er vitað til að hún hafi nokkuð raunhæft eða skipulagt starf lagt fram á þessum vettvangi. Finnst henni ekki tímabært að fara að sanna ágæti samningsins við Breta og hefja markvissar aðgerðir? Hvenær á að hefjast handa? nytsemi þeirra hér. Hvenær Skógræktín Fyrir helgina var aðalfudnur Skógræktarfélags JOHN HATCH: Stjórnmálaástand í Afríku III Ródesíumálið gengur fyrir flestu öðru fyrst um sinn Útrýming kynþáttamisréttis er markmiðið, en Afríkumenn eru nú reiðu búnir að fara sér hægar en í fyrra. — Matvælaframleiðsla vanþróuðu þjóðanna eykst hægar en fólksfjölgunin og takist ekki að breyta þeirri þróun í snatri er voðinn vís. RÓDESÍUMÁLIð hefur knú- -* ið ríkin þrjú til þess að fara hægar í sakirnar en þau vildu gera í fyrra. Hugmyndin um rikjasambandið náði upphaf- lega til allrar Austur- og Mið- Afríku og gert var ráð fyrir, að það næði að lokum einnig til Suður-Afríku . Ethíópíu- menn hafa komið á jafnvel enn nánari tengslum við fyrrver- andi brezku nýlendurnar þrjár, en deilan út af Somaliumönn- unum, sem búa í Ethiopíu og Kenyu, hefur til þessa haldið Somalíu utan samtakanna. Malawía, undir forustu Hast- ings Banda, er heldur ekki sér- lega velkomin vegna þess, hve hún er háð Mozambique og Rodesíu, auk þess sem sú full- yrðing Hastings Banda, að uppreisnarmenn í ríki hans njóti stuðnings frá Tanzaníu, hefur valdið nokkrum kaia. Horfurnar á að innfæddir Af- ríkubúar nái völdum í Suður- Afríku eru of litlar til þecs, að unnt sé að gera ráð fyrir að aðild hennar verði að veru- leika um sinn. Um Zambíu gegnir allt öðru máli. Nyerere og Kaunda hafa ætíð haft ríka samúð hvor með öðrum. Síðan að mest reyndi á Zambíu í UDI-átökunum hef ur Tanzanía orðið henni vin- veittari en nokkurt, annað ríki. Hneigðin var áður fyrir hendi. f sannleika sagt gæti vel svo farið, að samband milli Tanza- níu og Zambíu yrði að veru- leika, ef ekki verður úr ríkja- samtökum Austur-Afríku. FLUTNINGUR aðalstöðva einingarhreyfingar Afríku frá Accra til Dar-es-Salem kann að valda þeirri breytingu, að nú verði áherzlan lögð á ríkja- samtök sem leið að einingu í stað beinnar sameiningar en innsta eðli hreyfingarinnar er þó óbreytt. Vestrænir blaða- menn geta hlakkað yfir að komist hafi upp um æfinga- stöðvar fyrir skæruliða í Ghana eftir að Nkruma féll, en það svertir Nkruma ekki á nokkurn hátt í augum Afríkumanna. Af- ríkubúar eru allir staðráðnir í að sigrast á þeim, sem fyrir kynþáttamisrétti standa í Suð- ur-Afríku, en mismikil áherzla er lögð á að láta það ganga Eyrir öðru. Æfingabúðir fyrir „baráttumenn frelsisins“ eru vissulega einnig í Tanzamu. Nyerere er jafn rkafur dýrk- andi þegnlegs jafnréttis og Nkruma, enda þótt þá greini á um aðferðir. Nyerere getur ekki stuðzt við neitt, sem jafnast á við auð ríkjanna i Vestur-Aft íku og verður því að byrja frá grunni. Hann leggur mesta áherzlu á sjálfsbjörg, er mjög strangur og hagar skipulagi flokks síns þannig, að hann auki á þjóðarátakið þegar í ( þorpunum. Allt miðar þettíi að | því að vera til fyrirmyndar um beitingu ákveðinna einkeöna afrískrar menningar við efna- hagsþróunina. Nyerere stend- ur einnig á því fastar en fót- Unum, að í stjórnmálum skuli gengið út frá ákveðnum grunn reglum og styður það að auk- inni siðferðislegri staðfestu þjóðar hans. Þegar hann ákvað að hlýða samþykkt einingar- hreyfingar Afríku og slíta stjórnmálasambandi við Bret- land vegna Ródesíumálsins varð hann að minnsta kosti í bili af 7,5 milljón sterlings- punda láni, en hann hefur ekki sætt neinni gagnrýni vegna þessa. ENN er of snemmt að dæma um, hvort einörð og skelegg afstaða Obotes gegn Kabaka ásamt hefðbundinni fylgd í Bu ganda kveði niður sjálfstæðis- kröfur þess eða ráði niðurlög- um þeirra afla, sem ógna valdi hans. Tími hefur heldur ekki gefist til að dæma um áhrif og afleiðingar klofningsins í fylgi Kenyatta og brigða Og- inga Odinga. í Uganda og Ken- yu er fyrir hendi miklu meiri auður en í Tanzaníu, bæði til neyzlu og uppbyggingar. Enn er þó óséð, hvort framfylgt verð ur í þessu efni fullu félagslegu réttlæti, eða viðhaft sama bruðl ið og tíðkast hefur í öðrum Vestur-Afríku-ríkjum. Enginn efi leikur á því, að öll Austur-Afríka fylgir Ny- erere fast í Rodesíumálinu. Á þetta er litið sem eins konar baráttu um landsvæði milli víg lína svartra manna og hvítra. Kongó var jafnvel talið skipta minna máli. Eftirtektarvert er, að Austur-Afríkubúar hafa iát- ið af stuðningi sínum við upp- reisnarmenn í Kongó og voru jafnvel reiðubúnir að viður- kenna hina óvinsælu stjórn Mobutu hershöfðingja í því skyni að tryggja Zambíu fjár hagsstuðning til þess að létta umsátursástandi af efnahagslifi landsins. Þarna nægir ekkert minna en fullur ósigur Ian Smiths og hvítra fylgjenda hans í kyn- þáttamisrétti. Með þessu er þó ekki fullyrt, að leiðtogar Af- ríkumanna heimti, að Afríku menn í Rodesíu fá völdin í landinu þegar í stað, enda eng- um jafn ljóst, hve veik forusta þeirra er. En leiðtogar Afríku manna heimta, að uppreisn Ian Smiths verði bæld niður. Þegar bað er um garð gengið eru þeir reiðubúnir til sam- vinnu um beina, brezka bráða- birgðastjórn, sem hjálpa á Af- ríkumönnum að búa sig undir lýðræðisstjórn. Leiðtogar Af- ríkumanna eru reiðubúnir að verja Breta fyrir öllum ásök- unum um endurvakta nýlendu- stefnu í bessu tilefni. En þeir sætta sig ekki við neitt, sem skemmra gengur en þessi lausn. EKKI leikur á tveim tung- um, að byltingarnar í Afríku síðast liðið ár hafa veikt mál- stað einingarhreyfingar Afríku. (Táknrænt er þó í þessu sam- bandi, að enn eru við lýði á meginlandi Afríku samtök, sem kveðja alla leiðtogana saman einu sinni á ári.) Byltingarn- ar hafa einnig dregið úr árás- arþunganum á kynþáttamisrétt ið í sunnanverðri álfunni, þó ekki sé með öðrum hætti en þeim, að veikja trú manna á hæfni Afríkumanna til að halda uppi nútímaríki. Staðfesta Af- ríkumanna í þeim ásetningi að yfirbuga vald kynþáttamisrétt- armanna er þó enn óhögguð. Fleiri og fleiri menn gera sér þó ljóst, að þetta verður lang- vinn styrjöld og sigur verður ekki unninn, með fáeinum, snöggum áhlaupum. Baráttan gegn nýlendukúg- uninni á yfirráðasvæði Portúg- ala geysar enn sem ákafast, enda þótt fátt eitt sé frá þeim átökum sagt. Harðstjórn- arvald Verwoerds eykst að mætti eftir því sem Afríkansk- ir þjóðernissinnar eflast, fleiri og fleiri hvítir, enskumælandi menn þiggja skírteini sem ann ars flokks félagar í kynþáttaað- skilnaðarklúbbnum og ríkis- stjórnin bugar æ fleiri hófsama frjálslynda menn með tilstyrk leyniþjónustunnar. íbúar Bechuanalands og Baru tolands búa sig undir að taka við sjálfstæði sínu í haust. Leið togar Afríkumanna annars stað ar eru farnir að gera sér grein fyrir, að þeir geta ekki ætlast til að íbúar þessarra landa hætti á að fórna heill og lífi fjölskyldna sinna í opinberri styrjöld við Verwoerd. (Þetta styrkir aðstöðu Brezku stjórn- arinnar, sé henni í raun og veru kappsmál að hnekkja kyn þáttamisréttarstefnunni, og gefur henni tækifæri til að veita íbúum þessara landa ríf- lega fjárhagsaðstoð, til þess að þeir geti losað sig úr efnahags- skrúfstykki Suður-Afríku, en í þá klemmu hefur stefna Breta þrýst þeim.) „ÞRÁTT fyrir vonbrigðin, sem raunsæi í þessum málum óhjá- kvæmilega veldur, hljóta mis- tök Alþjóðadómstólsins í suð- vestur Afríku að gera Afríku- menn enn ákveðnari en áður að hnekkja kynþáttaaðskilnað- arstefnunni. Mörgum Afríku- mönnum hlýtur í raun og veru að vera skemmt með niður- stöðu dómsins, enda þótt þeir blási í lögmæti hans og eins þá staðreynd, að tveir dóm arar frá brezka samveldinu greiddu brjú atkvæði í sex ár, en Suður-Afríkuntenn hafa á meðan undirbúið ýmsar ráð- stafanir til að draga fram- kvæmdir á langinn, ef dómsnið urstaðan hefði orðið þeim and- snúin. Nú hlýtur umsvifalaust að taka til Sameinuðu þjóð- anna. Vel má vera, að notast megi Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.