Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 9
V
fi^WNUtoAtJrUR Zl. ágúst 1966
TÍMINN
Viðhorf til æskunnar
Það er mikið rætt um hið svokallaða unglingavandamál, en er þetta ekki orðum
aukið? Blaðið fékk Benedikt Viggósson til að koma að máli við 6 manns til að fá álit
þeirra á æskunni í dag; klæðaburði hennar, hegðun og beatmúsíkinni. Þeir, sem
hafa orðið fyrir valinu eru Guðmundur Ólafsson, verzlunarstjóri Herrahússins; Ólaf-
ur Sigurðsson hjá Lönd og Leiðum; Árelíus Níelsson, sóknarprestur; Andrea Odd-
steinsdóttir tízkusérfræðingur; Hilmar Helgason, forstjóri Agfa umboðsins og Emilía
Jónasdóttir, leikkona.
Ólafur Sigurðsson
ólafur Sigurðsson:
Það, sem ég tel einkenna
œskuna í dag, er hvað hún er
miklu frjálslegri en þegar ég
var á sama aldri. Það er mjög
almenn tilhneiging að flokka
æskuna alla í sama flokk og
þá rnest áberandi.
Áberandi unglingar eru þeir,
sem skera sig úr fyrir leiða
hegðun, furðulegan klæðaburð
og fleira. Það sem gjarnan
gleymist, er það, að þeir eru
lítill hluti unglinganna. Ég tók
eftir því á skólasýningu í Þjóð-
leikhúsinu í vetur, þar sem voru
unglingar á aldrinum 14 til 17
ára, að allur fjöldinn var sér-
lega vel og snyrtilega klæddur.
Undantekningar voru fyrir
hendi, stúlkur í óhóflega stutt-
um pilsum, piltar með hár nið-
ur á axlir, en undantekingarn-
ar voru fáar.
Hvað viðkemur tónlistinni,
sem unglingarnir skemmta sér
við, er bítlamúsíkin miklu betri
en margt af því, sem á undan
henni hefur farið, svo sem rock
and roll. Bezt af henni er þó
það, sem Bítlarnir sjálfir flytja.
Rótleysi það, sem einkennir
ungt fólk á íslandi, og ekki
aðeins unglingana, er afleiðing
miklu alvarlegri og erfiðari
hluta en bítlatónlistar, síðs
hárs og stuttra pilsa. Þar er
á ferðinni rótleysi kynslóðar,
sem eru afkomendur þeirrar
kynslóðar, sem lifað hefur
mestu byltingu sem þjóðin hef-
ur farið í gegnum. Sú kynslóð
kom út úr byltingunni án lífs-
skoðunar og hefur því af litlu
EmiM-
að miðla í uppeldis- og menn-
ingarmálum. Það má raunar
segja að framtíð æskunnar og
þar með þjóðarinnar fari eftir
því hvort henni tekst að ala
sig upp sjálf og finna sjálf
þann grundvöll, sem menning
okkar á að standa á. Það hefur
síðasta kynslóð ekki fundið.
Emilía Jónasdóttir:
— Unga fólkið i dag er alveg
dásamlega frjálslegt og heil-
brigt. Ef það er ekki svo, þá
mega foreldrarnir sér um
kenna. Það er mín skoðun, að
það verði aldrei of mikið gert
fyrir þá kynslóð, sem nú vex
úr grasi. Unga fólkið eru mín-
ir beztu leikdómarar, því það
er svo hreinskilið og segir
óhikað og falslaust sínar skoð-
anir. Hvað klæðnaðinn snertir,
þá sé ég ekkert hneykslanlegt
við hann og því síður bítlahár-
ið. Mörgum piltum fer þetta al-
veg prýðilega, en fyrir alla
runi, strákar, gleymið ekki að
þvo hárið. Eitt sinn, er ég var
að skemmta úti á landi, var
ég samferða bítlahljómsveit í
bæinn og ég hef aldrei kynnzt
prúðari piltum. Það er mikill
og alvarlegur misskilningur, að
unga fúlkið neyti almennt
áfengis, þegar það fer í útileg-
ur, en það þarf ekki nema einn
svartan sauð til að koma óorði
á allan hópinn. Að minnsta
kosti hef ég ekki kynnzt þeirri
hlið æskunnar, sem blöðin
hneykslast svo mjög á. Nei, ég
slekk ekki á Lögum unga fólks-
ins í útvarpinu. Það væri frek-
ar, að ég tæki mér snúning
eftir þeim. Ég á það til að
dansa Jenka með barnabörnun-
um, ef svo ber undir. Foreldr-
arnir eiga ekki sífellt að vera
að nöldra og skammast út í
unga fólkið, það er ekki rétta
leiðin, heldur eiga þau að reyna
að skilja þau og gera allt, sem
þau geta til að öðlast trúnað
þess og ef það tekst, þá þarf
engu að kvíða.
Guðmundur Ólafsson:
íslenzkir karlmenn eru yfir
höfuð mjög vandlátir og smekk
legir í klæðaburði, en klæðn-
aður unga fólksins er og verð-
ur alltaf frábrugðinn þess eldra.
Hins vegar finnst mér þessi
tízka, sem nú er ríkjandi hjá
táningunum vera komin út i
öfgar og ég er ekki trúaður á,
að þetta fyrirbæri verði lang-
líft. Hvað blessað kvenfólkið
snertir þá verð ég nú að segja
það, að ég er ekki hrifinn af
þessari stuttu tízku. Mér finnst
það siwéKklegast, ef pilsið nem-
ur við hnjákollana. Mér er ekk-
ert um beatmúsík. Hins vegar
kann ég vel að meta þá tegund
af þjóðlögum, sem Sonny og
Cher og Bob Dylan flytja. Hvað
íslenzkar hljómsveitir snertir.
þá hefur þeim farið mikið fram
frá því, að ég var á mínum
táníngaárum Það er oft
hnevkslast ° framferði unga
Guðm. Ólafsson
fólksins, þegar það fer að
skemmta sér úti á landsbyggð-
inni. Ástæðan til þessa svokall-
aða ólifnaðar, getur m.a. legið
í of miklu frjálsræði í pen-
ingamálum, en það er langt
frá því, að við þurfum að hafa
áhyggjur af æskunni í dag. Það
er mjög áberandi, hvað unga
fólkið þroskast mikið fyrr, en
áður. Það er tiltölulega algengt,
að stúlkur gangi í hjónaband
18 ára og eru þá oft þegar
orðnar mæður.
■ ■ •• *
m' :§1
Árelius Nielsson
Árelíus Níelsson:
íslenzk æska er glæsilegri og
mannaðri en nokkru sinni fyrr,
en hefur mun meiri tækifæri
til góðs og ills. Það, sem ger-
ir íslenzkri æsku erfitt fyrir er
óhóflegt. eftirlæti hjá foreldr-
unum. Éf unga fólkið kynnti
sér ástandið fram að 1940 þá
væru þau kannski ekki svona
vanþakklát, sem raun ber vitni.
í skólanum er vfirleitt allt
kennt nema háttvísi og siðfág-
un. Þetta hlýtur að koma fram
í hegðun unglinganna í dag. í
kringum 1930 þótti það mikið
hneyksli, að dömurnar gengu
í pilsum. sem náðu aðeins nið-
ir fyrir hné, en þetta var tízk-
an þá og enn í dag er hneyksl-
azt á tizkunni. Hvað hárið snert
ir, þá er þetta ekki nýtt fyrir
bæri og persónulega hef ég
enga andúð á því, svo fram-
arlega að það sé vel hirt. Mér
finnst heldur engin ástæða til
að hneykslast á beatmúsíkinni.
Þetta er það, sem unga fólkið
hlustar á í dag. Þegar ég var
mínum unglingsárum, þá var
mér hrein unun að hlusta á
dægurlög þeirra tíma i útvarp-
inu, en vægast sagt, þá var full-
orðna fólkið ekki hrifið af
þessu gargi. Svona hefur þetta
alltaf verið og svona mun það
verða. En það er langt frá því,
að músíksmekkur æskunnar sé
einhliða og lélegur, hann er
einmitt mjög góður og vitna
ég þá til, að unga fólkið sækir
mikið þá hljómleika, þar sem
þekktir hljómlistarmenn flytja
verk sín, jafnvel klassísk, og
það er góðs viti. Að öllu sam-
anlögðu, þá megun við vera
stolt af æskunni í dag, en hún
þarf að skilja betur, hvað eidra
fólkið hefur fyrir hana gert.
Ég er viss um, að framtíð ís-
lenzku þjóðarinnar verði björt
í höndum æskunnar, ef hún
fær tækifæri til að reisa sér sín
ar eigin íbúðir í tómstundum
sínum.
Andrea Oddsteinsdóttir:
Frá alda öðli hefur það verið
snar þáttur í fari unglinga að
rísa öndverðir gegn hvers kyns
boðum og bönnum. Megin þorri
þeirra gerir tilraun ýmist beint
eða óbeint til að losa sig und-
an aga foreldra sinna og kenn
ara og setja stolt sitt í það að
hafna smekk, listmati og lífs-
skoðunum eldri kynslóðarinn-
ar eins og slitinni flík, sem
bezt væri geymd í ruslakistu.
Nútímaæska er yfirleitt leiði-
töm og blinduð af nýjungum,
eltir tízkufyrirbæri á flestum
sviðum jafnt í klæðaburði sem
tónlist, skortir eins og eðlilegt
er bæði þroska og dómgreind
til að velja og hafna og lend-
ir þar af léiðandi iðulega í
ógöngum eða með öðrum orð-
um hafnar í broslegum öfgum,
afkáraskap og unggæðingslegri
sérvizku, sem lýsir sér meðal
annars í hárklippingarbindindi
pilta, stuttpilsum stúlkna og
marglitum plastkápum, sem
eiga í rauninni hvergi heima
nema í búningsklefum trúðleik-
húsa. í sambandi við stutttízk-
una eins og hún gerist róttæk-
ust er það að segja að fæFtar
stúlkur eru þannig vaxnar, að
þær geti rneð gúðum sóma geng
ið í mjög stuttum kjóium og
pilsum. Sannleikurinn er sá, að
þessi nýja tízka, ef nýja skyldi
kalla, gerir ráð fyrir ákaflega
afbrigðilegu vaxtarlagi og allt
að því kvenþokkalausu.
Rétt er að geta þess hér, að
meðal táninga er a' finna ein-
staklinga, sem skera sig úr sak-
ir smekkvisi, prúðmannlegrar
framkomu og siðfágunar, en
Andrea Oddsteinsdóttir
því miður fylla þeir ekki stór-
an flokk.
Um tónlistarsmekk æskufólks
mætti skrifa langt mál, en um
það efni tel ég ekki ástæðu
til að eyða mörgum orðum, en
ég vil þó segja þetta: Bitlarnir
brezku eru sannir brautryðjend
ur í sinni grein, enda bera þeir
af eins og gull af eir. Læri-
sveinar þeirra standa þeim
langt að baki.
Foreldrum er í rauninni vork
unn þótt þeim gangi misjafn-
lega að ala uþp börn sín og
siða á þessum tímum forheimsk
andi fjölmiðlunartækja og auk-
innar velmegunar. Vegna vax-
andi auraráða geta unglingar
nú leyft sér að kaupa áfengi
á veitingahúsum löngu áður en
þeir hafa náð lögaldri til þess,
en slikt ber vitanlega að for-
dæma undir öllum kringumstæð
um.
Hvort við getum verið stoit
af íslenzku æskufólki nú á cím
um er álitamál. Hitt er ekki
síður álitamál hvort íslenzkir
unglingar geti ávallt borið virð-
ingu fyrir foreldrum sínum.
Hilmar Helgason:
Þetta svokallaða bitlahár er
gersamlega fráleitt og ósmekk-
legt, að ég tali nú ekki um,
þegar það er illa hirt, en það
vill oft brenna við. Klæðnað-
urinn er ekki á neinn hátt
hneykslanlegur. Þegar ég var
15 ára var mikið í tízku víð-
ar, hvítar buxur, rauðar peysur
Framhald á bls. 15.
Hilmar Helgason