Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.08.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN SUNNUDAGUR 21. ágúsi 1966 ÍSLANDSMÓTIÐ Akranesvöllur: f dag, sunnudag 21. ágúst kl. 4 e. h. leika K.R. Akranes — Uómari: Hannes Þ. Sigurðsson. 'erð með Akraborginni kl. 1,30 og til baka að lokum. Njarðvíkurvöllur: í dag, sunnudag 21. ágúst kl. 4 e. h. leika á Njarð víkurvelli. Keflavík — Þróttur Dómari: Guðmundur Guðmundsson. II. DEIL Melavöllur: í kvöld kl. 7.30 (sunudag) leika Fram — Víkingur Dómari: Karl Jóhannsson. 4. flokkur Melavöllur: Úrslit Á morgun mánudag 22. ágúst kl. 6 leika til úrslita í landsmóti 4. flokks. Valur — Breiðablik Dómari: Steinn Guðmundsson. Mótanefnd. Innilegt þakklæti sendum viö öllum þeim, sem þátt tóku i leitinni aS Sigurði Theódórssyni sem hvarf aSfaranótt 24. júlí s. I. á BarSaströnd og konum þeim, sem veittu leitarmönnum beina i Birkimel. ASstandendur. FaSir okkar og tengdafaSir, Björn M. Hansson fyrrverandi skipstjóri verSur jarSsunginn frá Fossvogskirkju þriSjudaginn 23. ágúst kl. 3 e. h. RagnheiSur Björnsdóttir, Þorkell GuSbjartsson, Sólveig Björnsdóttir, Þorgeir Sigurgeirsson, Unnur Björnsdóttir, GuSI. Kristófersson, Halldór Björnsson, Þórey Kristjánsdóttir, ASalbjörh Björnsson, Lovísa NorSfjörS, Svavar Björnsson, Jón Björnsson. MaSurinn minn, Eiríkur Þ. Stefánsson, fyrrverandi sóknarprestur, verSur jarSsunginn frá TorfastaSakirkju miSvikudaginn 24. ágúst n. k. kl 2 e. h. Sigurlaug Erlendsdóttlr. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Kirkjudagur Tuttugasta öldin með öllum sínum ófriði efnishyggju og tæknidýrkun, hefur orðið lóvenju frjó um ýmiss konar nýmæli og nýjungar um kirkju- lega starfsháttu. Eitt af því er hinn svonefndi kirkjudagur, sem í sinni stærstu og fjölþættustu mynd á upp- runa sinn í Þýzkalandi eftir síðari heimsstyrjöld, er þar haldinn annaðhvort eða fjórða hvert ár, með miklum undir- búriingi, samkomum, hljóm- leikum og sýningum. Þar er hann orðinn kirkjusögulegt átak, sem markar tímamót i trúarlegum efnum. En jafnvel hér úti á íslandi var farið að halda kirkjudaga eða helga vissan dag árlega kirkju safnaðarins. En samt er þetta ekki orðið algengt hjá nærri öllum söfnuðum, þótt fyllsta ástæða væri til þess af ýmsum ástæðum, ekki sízt þar sem nýjir söfnuðir vinna að kirkjubyggingum ár eftir ár. Kirkjudagur er valinn í hverj um söfnuði á þeim tíma árs, sem heppilegast þykir til að safna fólki saman. Flestum þykir heppilegast að hafa hann seint í ágúst eða snemma í september. Þá eru sumarleyfi fólks yfirleitt á enda en hins vegar ekki kom- in haust eða vetrarveður og veg ir teknir að spillast. Ennfremur er betra að hafa kirkjudag á hátíðalausa misser- inu, og er þá vart heppilegra en mitt á milli jóla og hvíta- sunnu, nokkurs konar haust eða uppskeruhátíð. Gildi kirkjudagsins er tví- þætt. Annars vegar menningar- legt gildi til uppbyggingar fræðslu, skemmtunar og kynn- ingar, sem er ákaflega nauð- synlegt í nýjum og stórum söfnuðum til eflingar safnaðar vitunda, samstarfs og sameigin- legra átaka. Hins vegar er söfnunargildi, fjársöfnun til kirkjubyggingar, þar sem engin kirkja er eða kirkjan í smíðum eins og víð- ast er í hinum nýju söfnuð- um hér í Reykjavík. En það er eitt hið erfiðasta í starfs- aðstöðu kirkjunnar, að söfriuð- ir skuli þurfa að byggja kirkj- ur sínar sjálfir svo að segja án stuðnings frá ríki og borg eða án lána úr almennum bönk um og sjóðum. M—WBe«atíBWK.«i Raunverulega ætti að lána til kirkjubygginga fé til margra áratuga úr sérstökum kirkju- byggingasjóði ríkisins, þar eð engin sanngirni mælir með því, að ein kynslóð byggi á nokkr- um árum hús til afnota fyrir aldir fram. En það er annað og þýðingarmikið atriði, sem þarf að ræða alveg sérstaklega og bæta úr því skilningsleysi og fjarstæðum sem nú ríkja og ráða í þessu efni. Hátíðahöld kirkjudags hefj- ast venjulega með hátíða- messu þar sem söngur og hljóm list hefur verið vel undirbúin og sjálfsagt að fá aðkomuprest prófessor eða biskup til að stíga í stólinn til tilbreyting- ar, þótt ekki sé það nauðsyn- legt þar sem prestsþjónusta er sæmileg á sunnudögum. En eitthvað nýtt hefur mikið að segja til að vekja athygli og áhuga fólks til að koma. En á kirkjudegi verða söfnuðir að setja metnað sinn í að fjöl- menna til kirkju og helgihalds. Þá er gott að hafa útisam- komur, ef veður heppnast vel og miða hana mest við börn og æskulýð með léttu en þó virðulegu efni dagskrár. Má þar nefna sitt af hverju eins og skemmtiþátt, þjóðdansa, úti- leiki, íþróttakeppni og jafnvel helgisýriingar, að ógleymdum söng og hljóðfæraslætti. Þá kæmi að síðustu kvöld- samkoma í kirkju eða safnað- arheimili eða á samkomustað. Þar yrði aðalræða dagsins flutt af einhverjum þekktum og snjöllum ræðumanni, einsöngur, kórsöngur, myndasýningar og helgisýningar eftir aðstæðum á hverjum stað. Gott og raunar sjálfsagt væri að ljúka dagskránni alveg síð- ast með hljóðri helgi og bænar- stund, þar sem starfsfólk og þátttakendur hátíðahaldanna mættust á helgum stað undir leiðsögn prests síns eða safn- aðarstjóra. Að sjálfsögðu væru kaffiveit- ingar og önnur risna veitt eftir ástæðum allan daginn á vegum kvenfélags eða safnaðar- kvenna. Þetta ætti þennan dag að vera veizlukaffi, en hins veg ar gjört ráð fyrir góðri eða rausnarlegri greiðslu veizlu- gesta. Þarna eru allir í veizlu hjá kirkju sinni eða óbeinlínis hjá sjálfum sér. Og efling safn- aðarstarfs og kirkjulegra fram- fara er auðvitað takmarkið hjá öllum um leið og notið er þess sem fram er boðið andlega og efnislega. Rausn og höfðingsskapur hef- ur jafnan þótt einkenna íslend- inga og um leið verið sérkenni sannkristinna einstaklinga um heim allan á öllum öldum. Hvergi þarf það að sýna sig betur en á kirkjudögum. Þá skal tjaldað því sem til er af andlegum skartflíkum safnað- arfólksins. Dansleikur að kvöldi kirkju- dags kæmi auðvitað til greina. En slík skemmtan þarf að hafa svo virðulegan blæ að vandi er um skipulag og þátttöku og hætt við að það fólk komi ekki, sem helzt hefur áhuga. Og nú eru hljómsveitir svo dýrar að ókleift er til greiðslu án geysi- legrar þátttöku. Áfengis- og tóbaksnautn, sem nú þykir í ómennsku aldarfarsins sjálf- sagðir þættir í skemmtanalífi, kæmu auðvitað ekki til greina s á skemmtisamkomu kirkjunn- ► ar. Því mun heppilegast að sleppa dansleiknum, meðan sú tízka helzt um aðstöðu og gleði mót, sem nú ríkir. En von- andi verður fólki kennt að skemmta sér betur en nú er raunin á. Og þá ætti að endur- skoða málið. Fátt sæmir kirkj- unni betur, en fögur gleðimót. „Dansið eins og börn, þá dansa ég með ykkur“, sagði Lúther forðum. Fjársöfnun kirkjudaga er að- allega á þrennan hátt: 1. Seid merki kirkjudagsins. En þau veita svo aðgang að öllum at- riðum dagskrár. 2. Seldar veitingar kaffi og fleira eftir föngum. 3. Gjafir til kirkjunnar, sem gjarnan skulu færðar sem af- mælisgjafir. Og bezt er að líta á kirkjudaginn sem afmælisdag kirkju sinnar, þótt ekki sé um sama mánaðardag að ræða, sem hún var vígð upphaflega. En að sjálfsögðu mætti velja þann dag, ef hann er ekki á mjög óheppilegum árstíma. En af- mæli kemur náttúrlega elcki til greina þar sem enn hefur ekki verið byggð kirkja. Ég vil ljúka þessari kirkju- dagsgrein með þeirri ósk og áskorun, að allir söfnuðir ís- lands reyni að eignast sinn kirkjudag árlega í einhverri mynd og með einhverjum hætti Það vekur og hvetur til átaks og alltaf verður nægilegt til- efni til söfnunar og eflingar andlegra verðmæta jafnvel í gömlum og ríkum söfnuðum virðulegustu kirkna, hvað á hinum, sem eru að fæðast. Árelíus Níelsson. FRÍMERKI Fyrir hvert tslenzkt frl- merki. sem pér senílið mér. t'áið þér 3 erlend Sendið minnst 30 stk JÓN AGNARS, P.O. Box 965, Reykjavík. Látið okkur stilla oq herða upp nýju bifreiSina Fylg- izt vel meS bifre'ðinni. BÍLASKODUN Skúlagötu 32, sími 13100. Bifvélavirkjar eða menn vanir bifreiðaviðgerðum. Viljum ráða nokkra starfsmenn á hið nýja verk- stæði okkar. Meðal annars vantar okkur sérhæfða menn við rafkerfi og mótorstillingar. Góð vinnuskilyrði, mötuneyti á staðnum. Getum tekið nokkra nema í bifvélavirkjun í októ- ber n. k. æskilegt að þeir séu ekki yngri en 18 ára. Upplýsingar gefur yfirverkstjórinn Bent Jörgensen, / FordumboðiS Sveinn Egilsson h. f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.