Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 2. júni 1975 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson y Ritstjórnarfulitrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 AfgreiOsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: SfOumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuOi innanlands. t lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Tæpf stendur Einræði og lýðræði heyja harða baráttu i Portúgal þessa dagana. Það er alltof snemmt að afskrifa Portúgal sem lýðræðisriki og telja það ofurselt rauðu einræði. Enn er töggur i lýðræðis- sinnum. Þar eru jafnaðarmenn, sósialistaflokk- urinn, i fararbroddi i samræmi við mikinn sigur i þingkosningunum. Lýðræðið á enn fylgismenn i röðum herforingjaklikunnar, sem mestu ræður i landinu. Lýðræðisöflin hafa enn haft vinninginn, þótt tæpt standi. Kommúnistar, samkvæmt kosingunum fylgis- litlir meðal almennings, og bandamenn þeirra i herforingjaklikunni hafa reynt að knésetja jafn- aðarmenn. útgáfa blaðs þeirra, Republica, var stöðvuð með gerræði, sem likist atferli kommún- ista i upphafi valdatöku i Austur-Evrópurikjum. Jafnaðarmenn spyrntu við fótum, og nú um helg- ina virðist herforingjaklikan hafa gefið eftir. Það er auðsætt af kosningaúrslitunum, að yrðu jafn- aðarmenn og flokkar til hægri við þá kúgaðir og samsteypa rauðustu herforingja og kommúnista færi sinu fram, nyti slik rikisstjórn aðeins fylgis rúmlega tiunda hvers landsmanns. Samkvæmt fréttum um helgina ætla jafnaðar- menn að nýju að taka þátt i rikisstjórn, og vonast er til, að byltingarráð herforingja muni losa um tök kommúnista á verkalýðsfélögunum, þar sem völd kommúnista eru margfalt meiri en fylgi þeirra meðal almennra verkamanna. Herforingj- ar munu hafa heitið að leyfa nýkjörnu þingi að starfa, en þingið hefur samt minni völd en bylt- ingarráð herforingjanna. Kommúnistar hafa reynt að fá herforingja til að hætta við að kalla þingið saman, enda séð sem er, að þingið verður ekki hollt rauðu einræði. Kommúnistar óttast þingið og munu vafalaust reyna að hleypa þvi upp. Sigur lýðræðisflokkanna i þingkosningunum fyrir skömmu hefur leitt til þess, að hinum rót- tækustu meðal herforingja er enn sem komið er haldið i skefjum af hinum hógværari. Þetta kemur meðal annars fram i afstöðunni til At- lantshafsbandalagsins. Stjórnin i Lissabon kveðst vilja vera i NATO, enda þótt hún mæti talsverðum fjandskap frá Bandarikjastjórn, sem vildi fremur, að Spánn ætti þar sæti. Aðild Portú- gals að Atlantshafsbandalaginu er fagnaðarefni, og ástæðulitill ætti sá ótti að vera, að leyndarmál NATO fari forgörðum, þótt sumir valdhafa i Portúgal séu æði róttækir. NATO kann að halda um sitt, það hefur reynslan sýnt. Hins vegar byggist framtið lýðræðis og aðild að Atlantshafs- bandalaginu að sjálfsögðu á þvi, að lýðræðissinn- ar i Portúgal láti engan bilbug á sér finna i átök- unum næstu mánuði og njóti til þess alls mögu- legs stuðnings lýðræðissinna annarra rikja. Kommúnistar og rauðustu herforingjarnir hafa engan veginn gefið skákina. Þeir biða þvert á móti tækifæris til að hrifsa vinninginn, hvenær sem færi gefst. Portúgalskir lýðræðissinnar virðast ætla að standast þá atlögu, sem einræðisöflin hafa gert að þeim vikum saman. Þeim vex fiskur um hrygg við hverja raun, sem þeir standast, þar til svo fer vonandi, að fylgismenn einræðisins þrýtur afl. —HH Eftir hin óvæntu og snöggu endalok striðsins i Indó-Kina, eftir 30 ára strið, hafa nú leiðtogar rikja, stórra og smárra, lagt höfuðið í bleyti og leitað eftir svörum við spurningum um framtið Asiu. Hvaða áhrif hefur þetta á önnur ríki Suðaustur-Aslu? Hversu hratt mun sameining Norður- og Suður- Víetnam ganga fyrir sig? Hvern- ig verður sambandið milli Víet- nam, Laos og Kambódiu, sem i ýmsu eiga sér óllka sögu og hefð- ir? Hvaða leiðir munu risaveldin fara til að efla áhrif sln? Svaranna við þessum og öðrum svipuðum spurningum er leitað ákaft, ekki aðeins i Washington, Moskvu og Peking heldur einnig og kannski af enn meiri ákefð I NorOur-vietnamskur skriödreki fylgir fótgönguliöum til orrustu: Hefja þeir nú störf viö uppbygginguna eöa halda þeir áfram hernaöi? Halda Víetnamar sig eingöngu við uppbyggingu? Þessi mynd frá Hanoi er fíá árinu 1973. Verkamenn endurreisa hús eft- ir loftárás. Þúsundir húsa um alit iandiö blöa nú endurreisnar. Bangkok og Jakarta. Vestrænn diplomat hefur sagt: „Hanoi hef- ur trompin og spurningin er bara hvemig verður þeim spilað Ut?” Það er ljóst að leiðtogar Vlet- nam hugsa fyrst og fremst um leiðir til að hagnýta auðlindir landsins og munu vinna ötullega að uppbyggingu eftir 30 ára eyði- leggingu. Þó eru margir farnir að velta þvi fyrir sér nú þegar, hversu mikla aðstoð þeir telji rétt að veita byltingaröflum I öðrum löndum. Vfetnam er núna I einstakri áð- stöðu. Sigur kommúnista var að vonum geysileg upplyfting fyrir vinstri sinnaða byltingarmenn hvar sem er I heiminum og þá ekki sízt I Asiu. En jafnframt því fór mikill kuldahrollur um hægri sinnaða menn þar niðri. t Laos varð t.d. alger pólitisk upplausn og vinstri menn hefðu getað tekið þar öll völd I sinar hendur og geta enn. Thailending- ar fylltust einnig skelfingu og urðu Bandarikjunum sem óþarf- astir, til þess eins að kaupa sér gott veður I Vietnam. Margir lita þannig á málið að Norður-Vietnam hafi staðið af sér allt herveldi Bandarfkjanna og sé þvi nær ósigrandi. Það er þvi nóg til að valda skelfingu ef Vietnamar svo mikið sem lýsa stuðningi við einhvern byltingar- flokk, einhvers staðar i Asiu. Leiðtogar annarra Asiurikja verða þvi á næstu mánuðum og árum að sannfæra þegna sina um að þeim verði búið réttlátt þjóð- skipulag,ef bylgjan á ekki að kaf- færa þá lika. Illlllllllll umsjón Ó.T. Þetta getur þvi leitt til ýmissa endurbóta i Asiu, jafnvel án þess að Vietnam hafi þar af bein af- skipti. Það er enda óliklegt að Vi- etnam muni á næstunni iita langt út fyrir eigin landamæri. Samein- ing Norður- og Suður-Vietnam, er ekkert smáræðis verkefni. Vfst er þetta fólk af sama stofni en það hefur um langt skeið búið við mjög ólikt þjóðskipulag og það er þvi að mörgu að hyggja. Það verður áreiðanlega enginn skortur á tilboðum um aðstoð við uppbyggingu Vietnam og það er stór spuming hvaða hlutverki Bandarikin komi þar til með að gegna. Yfirlýsingar hinna nýju leiðtoga Vietnam um að aðstoð — án nokkurra skilyrða — verði þegin hvaðan sem hún komi, bendi til þess að þeir telji alls ekki útilokað að þiggja aðstoð frá Bandarikjunum. Ýmsir stjómmálasérfræðingar telja alls ekki útilokað að Banda- rikjastjórn muni viðurkenna Vi- etnam eftir sex mánuði eða svo og að það verði byrjunin á aðstoð við uppbyggingu. Það er jú nánast hefð hjá Bandarikjamönnum að aðstoða við uppbyggingu landa sem þeir hafa átt i striði við. Ýmis bandalagsriki þeirra i NATO hafa þegar viðurkennt Vi- etnam. Washington var tilkynnt fyrirfram um þær áætlanir og hafði, að þvi er áreiðanlegar heimildir herma, ekkert við þær að athuga. Það verður einnig gaman að fylgjast með þvf hvernig Sovét- rikjunum og Kina reiðir af i Viet- nam. Báðum ríkjunum er mjög I mun að ná þar áhrifum og munu beita öllum tiltækum ráð- um til þess. Þau verða þó að fara mjög varlega þvi hinir nýju leiðtogar Vietnam munu gæta þess vel að halda sjálfstæði sinu. Þeir hafa hingað til gætt þess vel að blanda sér ekki i hug- myndafræðilegar deilur Rússa og Kinverja og þeir munu ekki láta draga sig inn i herbúðir annars hvors aðilans. Þvert á móti munu þeir leitast við að hafa gott sam- band við báða, og fúslega leyfa þeim að keppa um hylli sina með efnahags- og tækniaðstoð. Vfetnam getur einnig búizt við efnahags- og tækniaðstoð frá fjölmörgum vestrænum rikjum, og hún verður sjálfsagt þegin jafnóðum og hún er boðin. Það er gifurlegt uppbyggingar- starf fyrir höndum i Vietnam en stjórnin þarf þannig ekki að óttast að hún verði ein að sjá um það. Erfiðasta verkefni hennar verður máske sameining landshlutanna tveggja eftir langan aðskilnað. Kommúnistar hafa að visu öll völd i landinu, en þjóðarinnar vegna er óskandi að þeir fari hægt og varlega I sakimar. Engum dettur i hug að kommúnistar hafi hér með hætt landvinningum sinum á þessum slóðum. Laos, Thailand og Burm a, eru án efa á matseðlinum lika. En allavega ætti að verða heldur friðsamlegra i þessum hrjáða heimshluta nokkur næstu árin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.