Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 2. júni 1975 9 Bezti lang- hlaupari USA fórst í bíl- slysi Steve Prefontaine, bezti lang- hlaupari Bandarikjanna siðustu árin — bandariskur methafi á öllum vegalengdum frá 2000 m og upp úr — fórst i bilslysi i Eugene, Oregon, — heimaborg sinni — á föstudag, aöeins 24ra ára að aldri. Prefontaine var frábær hlaupari, en var þó ails ekki kominn „á toppinn”. Hann keppti á móti i Oregon fyrr á föstudaginn, en lenti f árekstri, þegar hann hélt frá mótstaðnum — og beið samstundis bana. A mótinu hljóp hann 5000 metra og náði öðrum bezta tima sinum á vegalengdinni — hljöp á hin- Steve Prefontaine lézt á föstudag um stórgóða tima 13:23,8 min., sem er einni og hálfri sekúndu frá Bandarikjameti hans. Ste.ve Prefontaine var i fremstu röð langhlaupara heims siðustu fjögur árin, þrátt fyrir ungan aldur. Á Olympiu- leikunum i Munchen 1972 varð hann i fjórða sæti i 5000 m hlaupinu. Hann var vinsæll keppnismaður — djarfmæltur og ákveðinn — og er nú sárt saknað af mótherjum hans á hlaupabrautinni. Það var sama hvort það var vestan hafs eða austan, þegar andlátsfréttin barst. Viðbrögð voru öll á sama veg — mikill söknuður og sorg. —hsim. Stórórangur atvinnumanna í frjólsum íþróttum í Atlanta Oly mpiumeistarinn Dave Wottle setti nýtt heimsmet at- vinnumanna i 880 jarda hlaupi innanhúss á móti i Atlanta, Georgiu, I gær. Hann hljóp vega- lengdina á 1:48.6 mín. — en fyrr- verandi methafi, Tommie Fulton, varð 3ji á eftir Ken Swanson. Bandarikjamennirnir John Smith og Rod Milburn jöfnuðu heimsmet sfn innanhúss. Smith hljóp 440 jarda á 47 sekúndum og Milburn fékk 6.7 sek. i 60 jarda grindahlaupi. Ben Jipcho, sem hefur unnið sér inn mesta peninga i keppni at- vinnumannanna, sigraði i milu- hlaupi á frábærum tima 3:56.6 min, sem er sekúndubroti lakara en heimsmet hans innanhúss. Þá varpaði Brian Oldfield kúlu 21.22 metra á mótinu. ANDERLECHT BIKARMEISTARI Úrslitaleikur belgisku bik- arkeppninnar var háður i gær — sunnudag — I Brússel og áttust þar við Anderlecht og Antwerpen. Úrslit urðu þau, að Anderlecht sigraði með eina markinu, sem skorað var i leiknum. Markið skoraði Denul á 33. min. Ahorfendur voru fjörutiu og fimm þúsund og þetta er i fjóröa skipti, sem Ander- lecht verður bikarmeistari Belgíu. hsim. Skotland sigraði Rúmeniu 2-1 i Evrópukeppni landsliða, ieik- menn yngri en 23ja ára, i Pitesti í Rúmeníu á laugardag. Young (34 min.) og Pettigrew (74 min.) skoruðu fyrir Skotland, en Beide- anu fyrir Rúmeniu á 65. min. Ahorfendur voru 12 þúsund. Aföll Víkings Vikingur hcfur orðið fyrir miklum áföllum i tveimur fyrstu leikjum sinum i l. deild. 1 leiknum á Akranesi á laugardag ristarbrotnaði einn bezti maður liðsins, Stefán Iialldórsson og verður frá knattspyrnu um sinn. Stefán er landsliðsmaður i handknattleik og lék marga unglingalandsleiki i knatt- spyrnu. i leik Vikings i Vest- mannaeyjum slasaðist fyrir- liði liösins, Eirikur Þor- steinsson, illa á hné og er hætt við, að hann verði lengi frá knattspyrnu. Eirikur lék með islenzka landsliðinu i fyrrasumar — og meiðslin i Eyjum komu i veg fyrir að hann værivalinn i landsliðs- hópinn gegn Frökkum á dög- unum. —hsim. CROWN bílaviðtœki draga afburðavel, en eru þó ódýrari en önnur tœki Verð er sem hér segir: Car 100 kr. 6.000,- Car 200 kr. 8.885,- Car 300 kr. 11.495,- Csc 702 kr. 21.800,- bilaviðtæki stereo, rneð kassettutæki. Csc 8000 kr. 14.000,- stereo magnari með kassettutæki. Hátalarar á 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburða kaup i Crown. ísetningar samdægurs. Viðgerðáþjónusta á eigin verkstæði. Sólheimum 35, simi 33550. Skipholti 19, simi 23800. Klapparstig 26, simi 19800.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.