Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. —Mánudagur 2. júni 1975 — 121. tbl. DOMI FRESTAÐ í MAROKKÓ Utanrikisráöuneytinu barst á laugardaginn skeyti um þaö frá danska sendiráöinu I Marokkó, að dómsúrskuröur i máli islend- inganna tveggja, sem þar eru I haldi, lægi ekki enn fyrir. Aftur á móti yrði skýrt frá honum i skeyti strax og hann væri kunnur. Ekki var gefin á þvi skýring i skeytinu, hvers vegna dómnum haföi veriö frestaö en aftur á móti var þaö tekið fram, aö föngunum tveim liöi vel. Piltarnir tveir, sem hand- teknir voru fyrir rúmri viku, voru á eigin vegum i Marokkó. Þeir höfðu hafið utanferö sina i Kaupmannahöfn og feröazt meö lest suður Evrópu og siöan til Marokkó. 1 nágrannarikinu Alsir liggur dauðarefsing viö eiturlyfjabrotum. t Marokkó mun ekki eins stranglega tekiö á brotum af þessu tagi. — BLS. 5. Engar vísi- tölubœtúr um þessi mánaða- mót — allsherjar- verkfall nálgast — Bls. 3 • Rétt einu sinni enn! Búvörur hœkka — Baksíða f«88Si Bilalestin, sem beiö eftir að taka áburö Skammgóður vermir Dularfullt neyðarkall — Baksíða Hún er útlœrð sem vélstjóri — baksiða — það sem til er af „Sementið verður búíð frá afgreiðslunni fljótlega eftir hádegi,” sögðu þeir i afgreiðslu Sementsverksmiðjunn- ar, þegar Visir hafði tal af þeim i morgun. Og i Áburðarverksmiðjunni var sömu sögu að segja. Þar var búizt við, að það, sem til væri af sekkjuðum áburði, færi allt í dag. Þegar blm. og ljósmyndari Vis- is komu aðAburðarverksmiðjunni I morgun, biðu þar 54 flutninga- bilar, stórir og smáir, eftir að taka áburð. Þeir fyrstu höfðu komiö i gærkvöldi, en hinir voru að tinast á staöinn i nótt og snemma I morgun. „Þegar ég kom hingað i gærkvöldi, voru sjö á undan mér,” sagði einn bilstjórinn á staðnum, Sigursveinn Guðjóns- son. Hann sagðist vera úr Skaftafellssýslu og vera að sækja áburð fyrir sig og nokkra ná- granna sina. „Við vorum búnir að fá megnið af þvi, sem við þurftum, og flestir • búnir að dreifa þeim áburði, sem fékkst fyrir lokun,” sagði Sigur- sveinn. „Þetta er bara litilræði, sem upp á vantar.” Sementið á þrotum „Þaö hafa verið hér inni eitt- hvað um 100 tonn af sekkjuðu se- menti. Það eru ekki eftir af þvi nema um 56 tonn, sem verður allt sekkjuðum áburði og sementi gengur til þurrðar í dag farið eftir hádegi,” sagði einn starfsmanna afgreiðslu Sements- verksmiðjunnar, þegar blm. VIsis kom þangað i morgun. „Þeir voru byrjaðir að biöa hér strax I gærkvöldi, og í nótt stóðu hér fyrir utan þrir bilar frá Aðal- braut hf. Þeir áttu pantað megnið af þvi, sem hér var inni, eða um 40 tonn, Hitt var allt saman frá- tekið lika,” sagði þessi af- greiðslumaður ennfremur. Og þá heyrðist óánægjurödd skammt frá: „Það var leikið laglega á okk- ur, sem ekki áttum pantað se- ment,” sagði maður sem gaf sig á tal við blm. Visis. „Þegar auglýst var i útvarpinu, að af- greiðsla yrði hér með eðlilegum hætti i dag, komum við nokkuð margir i þeirri góðu trú, að það væri hægt að fá sement afgreitt. Sumir komu langt að, eins og t.d. tveir með aftanivagna frá Vik. Þegar að er gætt, kemur svo i ljós, að það er sáralitið til af se- menti og það alltsaman frátekið og okkur visað i burtu.” Það, sem til var af lausase- menti, var keyrt til steypustöðv- anna i Reykjavik, og var búizt við, að tankarnir yrðu tæmdir nú slðdegis. „Við höfum fengið 23 tonn i morgun, og erum búnir að senda það frá okkur nú þegar. Við erum farnir að biða eftir næsta skammti,” sagði starfsmaður hjá B.M. Vallá, þegar.blm. Visis leit þar við um klukkan tiu i morgun. „Steypan frá okkur fer i mörg smáverk,” sagði starfsmaðurinn. „Það þora engir að byrja á stór- um verkum, ef allt verður stoon strax aftur og ekki meiri steypu aö fá til að halda áfram.” —ÞJM Þeir fáu sementspokar, sem voru til I skemmum Sementsverksmiðj- unnar viö Sæviðarhöföa, voru allir fráteknir fyrir ákveöna aöila, sem voru fljótir að sækja þá, þegar afgreiöslan var opnuöi morgun. VERÐUR AÐ STÖÐVA ORKUFRAMLEIÐSLU UM SINN „Það er galli frá upphafi i hinu svokailaöa gangráöskerfi, sem stýrir gangi vélarinnar. Þetta er vökvaþrýstivalkerfi og vökvinn (olian) brotnar niður af einhverjum ástæðum”, sagði Erling Garðar Jónasson, raf- veitustjóri Austurlands, er við ræddum viö hann i morgun um bilun i Lagarfossvirkjun. Hann sagði, að neitað hefði verið að taka við vélunum af Tékkum, sem eru framleiðend- ur vélanna, þvi að þeir hefðu ekki getað leiðrétt gallana. Þeir hafa komið með ýmsar skýring- ar, sem ekki hafa reynzt réttar. Þeirra meginskýring hefur ver- ið sú, að það séu bakteriur i oli- unni. Vatn kemur inn á oliukerf- ið. Það inniheldur bakteriur og olian inniheldur köfnunarefni, sem þær nærast á. Þessi skýring hefur ekki reynzt fullnægjandi og hefur sýni verið rannsakað i Prag, Bretlandi og i Reykjavik. Það er eins og olian brenni og það myndast mikil kolefnisúr- felling, sem sezt i alla fint verk- andi ventla. Verður þvi að vera vakt allan sólarhringinn og handstýra vélinni. Þetta hefur ekki valdið mikl- um truflunum á rekstri, en þetta hefur i för með sér „fint verk- andi truflanir”. Erling sagði, að virkjunin yrði stoppuð núna i vikunni til þess aö kanna, hvar bilunin væri i kerfinu. I þetta sinn koma Tékk- ar ekki nálægt, en þeir kref jast að Rafmagnsveitur rikisins yfirtaki vélarnar. Það er mitt persónulega mat, aö ekki sé hægt að eiga viðskipti við framleiðendur, sem ekki viljaskila af sér sómasamlegri vöru, sem þeir geti verið stoltir af”, sagði Erling. Vélarnar hafa nú verið i gangi siðan 5. marz og skilað af sér orkuverömætum sem spara 60- 65 milljónir króna. Hver sólar- hringur, sem vélarnar eru stopp. kostar um 600 þús. —EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.