Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 5
V!*ir. Mánudagur 2. júni 1975 KtUTER AP NTB UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND Umsjón: Óli Tynes Brezkir móla- liðqr gegn Ródesíu? Liðssöfnun stendur yfir í London Brezka blaöiö Daily Mail skýröi frá þvl i dag, að veriö væri aö safna sainan flokki máiaiiöa til aö vinna skemmdarverk og halda uppi skæruliöastarf semi i Kódesiu. Liöiö á aö vera tilbúiö til aðgeröa I ágúst næstkomandi. Þaö er fyrrverandi fallhlifa- sveitahermaður, John Banks, sem er að safna liöinu saman. Hann hefur auglýst eftir mönnum I nokkrum stærstu blöðum Bret- lands og sækist einkum eftir þeim, sem hafa veriö i vikinga- sveitum flotans, failhlifaliðinu eöa SAS sem er sveit sérþjálfaðra skæruliða i brezka hernum. Málaliðunum er ætlað að vinna gegn stjórn hvitra manna i Ródesiu. Banks, sem er fyrir stofnun, sem hann kallar „Inter- national Security Organisastion" kallaði menn sina saman til fund- ar á Regent Centre hótelinu i London nýlega. Þeim, sem þangað komu, var sagt að ef þeir hefðu eitthvað á móti þvi að berjast með svörtum mönnum gegn hvitum, skyldu þeir ganga strax út. Þó nokkuð margir hurfu þá þegar á braut. Stórt landakort var sýnt á fundin- um og þótt þar væru engin nöfn skráð, var augljóst, að landið var Ródesia. Banks hefur ekkert látið uppi um hvaða samtök innan Ródésiu hann er i sambandi við né heldur hver borgi brúsann, en málaliðar eru dýrir i rékstri. Ekki hafa brezk stjórnvöld aðhafzt neitt i þessu máli, en þótt þau eigi i úti- stöðum við stjórn Ródesiu, eru iitlar likur til, að þau verði hrifin af þvi að málaliðum verði safnað til höfuðs henni i Bretlandi. Her Ródesiu er fremur litill en yfirmenn hans eru flestir þjálfað- ir i Bretlandi og hafa gengið i Sandhurst herskólann. Af- tökur í Víet- nam Tuttugu og eins ár gamall fyrrverandi hermaöur i Suð- ur-Vietnam var tekinn af lifi i dag fyrir andspyrnu við hersveitir kommúnista. Iiann var fjórði maöurinn sem var liflátinn á fjórum dögum fyrir svipaöar sakir. Iiermaöurinn, Nguyen Tu Sang, var sagöur hafa viöur- kennt fyrir rétti að hann heföi haft I fórum sinum nokkrar bandariskar hand- sprengjur sem hann heföi ætlaö aö nota til skemmdar- verka. Þúsundir voru við af- tökuna sem var auglýst fyrirfram. Alexander Solshenitzyn: Vesturlönd hofa tapað 3ju heimsstyrjöldinni Rússneski rithöfundur- inn Alexander Solshenit- syn sagöi í gær F grein, sem hann ritaöi i franska blaðið Le Monde, að þriðja heimsstyrjöldin væri þegar yfirstaðin og að Vesturlönd hefðu tap- að henni. Þetta er talin harðorðasta grein, sem Solshenitsyn hefur skrif- að siðan hann var neydd- ur í útlegð frá heimalandi sinu. I henni segir nóbelsskáldið, að þriðja heimsstyrjöldin hafi haf- izt um leið og þeirri annarri lauk og að henni hafi lokiö á þessu ári meö sigri kommúnista i Indókina. „Það þarf ekki nema tvo til þrjá áratugi i viöbót af hinni dýrlegu friðsamlegu sambúö siöustu áratuga til þess aö hug- takið „Vesturlönd” veröi úr- elt,” segir Solshenitsyn. Skáldið segir, að siöustu þrjá áratugi hafi Vesturlönd verið á stöðugri niðurleiö. Eftir sigur i tveim heimsstyrjöldum hafi þeim farið stöðugt hrakandi, misst bandamenn og virðingu og látiö lönd og lýði lenda i höndum óseðjandi andstæöings. Solshenitsyn nefnir Kina, Norður-Kóreu, Kúbu, Norður- Vietnam, Suöur-Vietnam og Kambódiu, máli sinu til stuön- ings. „Laos er að falla, Thai- land, Suður-Kórea og ísrael eru i hættu, Portúgal stefnir lika i hyldýpið. Finnland og Austur- riki biða örlaga sinna án mögu- leika til að verjast og án vonar um utanaðkomandi hjálp,” seg- ir rithöfundurinn. Hann segir einnig, að þaö væri of langt að telja upp öll þau litlu Afriku- og Arabariki, sem eru leiksoppar kommúnismans. Hann minnist á viðbeögð vest- rænna þjóða i Yom Kippur striðinu 1963: „Þegar hugrakkt ísrael baröist til úrslita, eitt en innra sameinað, þá gafst hvert Evrópurikiö af ööru upp vegna ótta við að missa af sunnudags- biltúrunum.” Solshenitsyn, sem nú býr i Sviss, dró i efa gildi Atlants- hafsbandalagsins og spáði þvi, aö áður en lagt um liöur yrði háö striö um öryggi Bandarikjanna sjálfra. Selassie á spítala Haile Selassie, fyrrum keisari Eþiópiu, er sagöur, viö góða liöan eftir skurðað- gerö viö þvagfærameini. Keisarinn fyrrverandi hefur verið veikur siöan i byrjun þessa mánaöar og tilraunir til að lækna hann með lyfj- um, mistókust. Einkalæknir Selassies kvaöst vongóður um, að að- gerðin hefði tekizt vel. Hann sagði, að hann hefði eindreg- ið ráðlagt aðgerðina og að herforingjastjórn Eþiópiu hefði þegar samþykkt hana. Haile Selassie hefur nán- ast verið i stofufangelsi siðan honum var steypt af stóli i september siðastliðnum. Litlar Fréttir hafa fengizt af honum og um tima var ótt- azt, að herforingjastjórnin, sem steypti honum, myndi dæma hann tii lifláts. Dauðadómur fyrir eiturlyfjasmygl Bandarikjamaöur var uin heigina dæmdur I 20 ára fang- elsi i Alsir fyrir eiturlyfja- smygl. t siöustu viku voru Breti og Hollendingur dæmdir til dauöa fyrir svipuð brot og ekki er útilokaö, að Banda- rikjamaöurinn verði einnig dæmdur til dauöa siöar. Pauðarefsing viö þessum brotum var tekin upp nýlega, eftir að lögreglan skýröi frá þvi, aö hún liandtæki reglulega mikinn fjölda út- lendinga, sem væru á leið frá Marokkó meö eiturlyf. Kord forseti linýtur á ieiö út úr vélinni i Austurríki. Kona hans hefur ekki tekið eftir þvi, en ör- yggisvöröur þýtur til og gripur i forsetann. FORD DETTINN I AUSTURRIKI Fundir Fords, forseta Banda- rikjanna og Sadats, forseta Egyptalands, I Salzburg, hafa veriö mjög vinsamlegir og gagn- legir aö sögn taismanna þeirra. Bandarisku talsmennirnir hafa lagt mikla áherzlu á, aö engar stórvægilegar ákvarða'nir veröi teknar eftir þennan fund og að Ford muni ekki ákveða neina nýja stefnu i málefnum Miöaust- urlanda, fyrr en eftir fund sinn með Yitshak Rabin, forsætisráö- herra ísraels, slöar I þessum mánuöi. Egyptar hafa hins vegar viljað leggja meira upp úr þessum fundi og þótt þeir hafi ekki skýrt opin- berlega frá efnislegum viðræðum forsetanna, hafa þeir látið i það skina, að góður árangur hafi náðst. Það er enda talið ekki óliklegt, að Ford hafi viljaö veita lsraelum nokkra ráöningu fyrir stifni, er hann ákvað að eiga fund meö Sadat, i Evrópuferð sinni. Það hefur hins vegar vakið mesta at- hygli fréttamanna i sambandi við þennan fund, hversu dettinn bandariski forsetinn hefur veriö. Þegar Ford var að stiga út úr flugvélinni við komuna til Austur- rikis, hnaut hann og féll á fjóra fætur. öryggisverðir þustu til og hjálpuðu honum á fætur og var auðséð, að forsetinn var ergileg- ur, þótt hann væri ómeiddur. Aftur svo, þegar hann var aö ganga niður tröppur með egypzka forsetanum, hnaut Ford og ef Sadat heföi ekki brugðið snarlega við og hlaupið undir hann. hefði hann farið á höfuðiö niður stig- ann. Aðstoöarmenn Fords halda þvi stift fram. aö forsetinn sé viö góða heilsu og þetta hafi aðeins veriö smávægileg óhöpp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.