Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 02.06.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 2. júni 1975 7 cTVlenningarmál VERTÍÐARLOK Sinfóniuhljómsveit Isiands, 16. tónleikar i Háskólabiói 19.5. ’75. Efnisskrá: Geirr Tveitt: Harðangurskviða Johannes Brahms: Fiðlukonsert i D-dúr Carl Nielsen: Sinfónía nr. 5. Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Aaron Rosand. Salur Háskólabiós var fremur þunnskipaður á 16. og siðustu reglulegu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar íslands á fimmtudagskvöld. Að visu liður að lengstum degi og menn farnir að dunda i görðum sinum við gróðursetningu og limgerðisklippingar, og finnst þeir eflaust búnir að fá nóg af klassikinni i kollinn. Efnisskrá tónleikanna var heldur ekki neitt sérlega spennandi, sumir yiðurkenna ekki önnur norðurlandatónskáld en Sibelius og Grieg, og Brahms hefur verið spilaður oft i vetur. Ódýrt kveðið Geirr Tveitt held ég sé með öllu óþekktur hér á landi, , daninn Carl Nielssen hefur löngum átt erfitt uppdráttar, og fiðlukonsert Brahms er öllum kunnur, a.m.k. þeim, sem eitthvað eru „inni” klassiskri tónlist enda er konsertinn eitt af öndvegis- tónsmiðum þessa mikla tónskálds. Harðangurskviða er vei sam- sett verk, stuttir og örstuttir þættir, léttir og myndrikir, en stundum ódýrt kveðnir. Tveitt mun vera afkastamikið tónskáld, á að baki um 200 verk fyrir leikhús og hljómleikasali, þannig að hann á auðvelt með að semja. Sinfóniuhljómsveitin lék verkið þokkalega. Brahms samdi hjnn stórbrotna fiðslukonsert sinn um 1877, og tileinkaði hann vini si'num, fiðlu- leikaranum fræga, Joseph Joachim. Joachim aðstoðaði Brahms við samningu verksins, sérstaklega við einleiksþættina. Aaron Rosand er heimsþekktur fiðlari en fremur fannst mér leikur hans litlaus á stundum, hann lék að sönnu vel og fallega, en frekar venjulega. Hann var t stundum að þvi kominn að „drukkna” i hljómsveitinni, en ekki alveg. Hljómsveitin lék með, ekki meira, en vert er að benda á mjög fallegan leik Kristjáns Þ. Stephensens 1. óbóista, i upphafi 2. þáttar. Rosand er einn af fáum sólistum, sem hingað hefur komið, sem „gefur” aukalag. Þá fékk maður að heyra hvilikur fiðlusnillingur hann er. Paganini- tilbrigðin eru með þvi erfiðara sem fiðlari getur tekist á við, en Rosand, með aðdáunarverðri fingrafimi og tækni, flaug I gegn- um þau eins og hann væri að fara i gegnum einfaldar fingraæfingar á sunnudagsmorgni. Skrýtið 5. sinfónia Nielsens er á marg- an hátt skemmtilegt verk. Fyrir þá er þekkja það ekki, virðist það eflaust „skrýtið”, ásláttarhljóð- færin eins og fari að leika i allt öðrum takti, og laglinur, sem „passa” ekki, skjóta upp kollin- um. En allt myndar þetta eina heild, myndauðugt og litrikt, og þar sem verkið ber enga yfir- skrift, ólikt öðrum sinfónium 'Nielsens, þá er áheyrandanum i sjálfsvald sett, hvers konar mynd hann dregur upp i huga sér, ef hann á annað borð er fær um það. Hljómsveitin lék mjög skemmti- lega, sérlega ásláttarmennirnir, að visu fannst mér sneriltrornm- an full sterk i fyrstu, en það féll samt sem áður vel að verkinu. „Satan conduit le bal” 1 vertiðarlok er oft litið yfir far- inn veg. Um verkefnaval vil ég litið ræða, þar sýnist alltaf sitt hverjum, en samt finnst mér hljómsveitin hefði mátt fá fleiri nútimaverk til flutnings, og tón- skáldin okkar meiri rúm. Ein- leikarar með hljómsveitinni hafa einskorðast um of við pianó og fiðlu, ásamt cellói, klarinetti, flautu og kontrabassa. Enginn málmblásari sást á sviðinu, og er það verr, þvi' margir góðir menn eru til og mörg góð verk. Hljómsveitin má vera ánægð með sinn hlut, hún hefur staðið sig vel i vetur, að visu fannst mér koma smá deyfð yfir hana um tima. Það var ef til vill eðlilegt, sl. sumar var erfitt, með lista- hátið og þjóðhátiðarspili, en með hækkandi sól hækkaði risið á hljómsveitinni. Karsten Andersen má vera ánægður með sinn hlut, hann og hljómsveitin féllu vel saman, hann er nákvæmur stjórnandi, sem leggur mikið i þau verk sem hann stjórnar, og hann hreif hljómsveitina með sér. Gott er að vita að hann verður aðalhljóm- sveitarstjóri aftur næsta starfs- timabil hljómsveitarinnar. Hann hefði að skammlausu mátt fá blóm I lok hljómleikanna, hann átti það skilið. Aðrir hljómsveitarstjórar hljómsveitarinnar voru góðir, þótt engir séu eins minnisstæðir og pólverjinn Stanowsky, sem náði að minum dómi fram þvi besta sem hljómsveitin á, svo og Ashkenazy, sem •er vaxandi stjórnandi. Ekki má gleyma Páli P. Pálssyni, sem hefur æft hljóm- sveitina I allan vetur, hann ætti að fá að stjórn hljómsveitinni á fleiri reglulegum hljómleikum. TONLIST eftir Jón Krisíin Cortez Aaron Rosand —myndin er tekin á æfingu I Háskólabiói. Ljósm. JKC. Kór Langholtskirkju Kór Langholtskirkju tónleikar i Háteigskirkju 28.5 ’75 Forsöngvarar: Margrét Bóasdóttir, Ólöf K. Harðardóttir, Sverrir Guðjóns- son Viðar Gunnarsson, Halldór Torfason. ísland er mikið kóra- land. Ekki veit ég hvort nokkru sinni hefur verið kasta tölu á allan þann aragrúa karlakóra/ kvennakóra og samkóra/ sem starfandi eru i land- inu, en eitt er vfst, að við þá óþekktu stærð má sennilega bæta við ríflega tvö hundruð kirkjukór- um. Þessir kirkjukórar starfa að sjálfsögðu mis- jafnlega mikið, það fer auðvitað eftir stærð sóknarinnar og messu- fjölda, en þær eru ómældar vinnustundirnar sem fara í starfsemi þeirra. Einn allra ötulasti kirkjukór landsins er án efa kór Lang- holtskirkju i Reykjavik og stjórnandi hans, Jón Stefánsson organisti. Ef ég man rétt, þá voru tónleikar kórsins sl. miðvikudagskvöld, þeir þriðju i vetur, og ekki nóg með það, heldur voru tónleikarnir upphaf tónleikarferðar kórsins. Kórinn söng i Akraneskirkju 29.5. i Akureyrarkirkju 30.5., og að lokum i Félagsheimilinu að Skjólbrekku þann 31.5. Það_ er ekki oft að kirkjukórar taki sig upp og sæki aðra staði til hljóm- leikahalds, en ef einhver kirkju- kór ætti að gera slikt, þá er það kór Langholtskirkju. Vona ég að sem flestir hafi sótt tónleika kórsins, þvi að þar má heyra vandaðan söng. Fjölbreytt efnisskrá A efnisskrá tónleikanna i Há- teigskirkju, svo og i ferðinni, voru verk eftir Handel, Schutz, Bruckner, Hugo Diestler, Þor- kel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Michael Tippet og sálmalög i útsetningu dr. Róberts A. óttóssonar. Strax i fyrsta laginu, „Guði dýrð og foldu frið” eftir Handel, mátti heyra hve góðar raddir eru i kórnum. Þetta lag hélt ég að væri tæplega hægt að flytja nema með stórum kór, en að heyra hvernig 36 manna kór Langholtskirkju 24 i kvenna- röddum og 12 i karlaröddum, fór. með lagið, var nánast upplifun. Kórinn söng lagið mjög vel og fannst mér samt, að eftir mjúka og fallega byrjun kvennaraddanna, þá komu karlaraddirnar of sterkt inn, þeir kváðu of sterkt að fyrsta at- kvæðinu. Það skemmdi samt ekki flutninginn. „Alta Trinita beata”, italskur madrigal, var sömuleiðis mjög mjúklega sunginn. 1 „Lobe den Herren” eftir Schutz var kórnum skipt i tvo hópa, n.k. „antifón”, þ.e. hóparnir sungu hvor á móti öðrum, var þá vinstri hópurinn sýnu veikari og að þvi er virtist óöruggari. Kórinn söng hvert lagið af öðru af miklu öryggi, þó riðlaðist aðeins i „Christus factus est” eftir Bruckner, bassarnir fóru eitthvað úr sam- bandi. Þreyta? Undir lok fyrri hluta tónleikanna fór að gæta þreytu i kórnum, öryggið var það sama, en það var eins og aðeins dofnaði yfir söngnum. „Heyr himnasmiður” eftir Þorkel og „Crusifixus” eftir Gunnar Reyni voru vel flutt, svo og sálmalögin i útsetningu dr. Róberts, enda eru þau á plötu kórsins, þannig að æfingin og kunnáttan var fyrir hendi, það sem maður þekkir vel flytur maður vel. Rúsinan i pylsuendanum voru negrasálmar i útsetningu enska tónskáldsins Michael Tippets, „Steel away”, „Go down Moses” og „Nobody knows”. Þar var öryggi kórsins i há- marki. Lögin eru einstaklega skemmtilega útsett, og var flutningur kórsins ákaflega lif- andi og léttur, eins og á að syngja negrasálma. For- söngvararnir gengu vel frá sinu þó hefði mátt heyrast betur i þeim. Að klappa í kirkju Ef mig hefur einhvern tima langað að klappa i kirkju, þá var það eftir flutning negra- sálmanna. En einhvern veginn virðist sá siður ætla að verða langlifur, og er verr, þvi ekkert hefur eins góð áhrif á kór og gott lófatak. Ég veit til þess, að klappað er i Akureyrarkirkju, og vona ég að þau hafi fengið það verðskuldað. Framkoma Tvöatriði i framkomu kórsins vil ég minnast á. öllum flutningi fylgir viss spenna. Þvi finnst mér slæmt að sjá kórmeðlimi hreyfa sig og fletta blöðum um leið og stjórnandinn hefur slegið af, meira segja áður en hljóm- urinn er horfinn úr kirkjunni, eða þeim sal. sem sungið er i. Kórinn á að biða þar til stjórnandinn gefur þeim merki eða slappar af sjálfur. Annað er, að þó einhver geri eitthvað rangt, þá er alveg óþarft að snúa sér við eða pota i viðkomandi. Það ber mun meir á þvi stundum en villunni sjálfri. Jón Stefánsson, stjórnandi má vera ánægður með kórinn sinn, nú sem áður, það sýnir sig, að vandvirkni borgar sig alltaf, stjórnendur, sem kasta til hönd- unum ná ekki langt. Karsten Andersen stjórnar hér hljómsveitinni á æfingunni á fimmtu- daginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.