Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 9. júni 1975 ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLOND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: Óli Tynes TUGIR FÓRUST í JÁRNBRAUTAR- SLYSI í VESTUR -ÞÝZKALANDI AÐ minnsta kosti 42 iétu lífið og 80 slösuðust þegar tvær hraðlestir rákust á á fullri ferð fyrir sunnan Miinchen í morg- un. Áreksturinn var svo harður að margir vagn- anna lögðust saman eins og harmónikur. Lestin var full af ferðamönnum. Fljótlega eftir slysið komu hundruð björguna rmanna á staðinn og þyrlur voru notaðar ásamt sjúkrabíl- um til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Björgunarstarfið stendur enn yf ir og verður að nota logsuðutæki og tjakka til að losa marga sem enn eru fastir. Ekki hafa enn borizt neinar upplýsingar um hverra þjóða farþegarnir eru. Skammt frá slys- staðnum er herstöð úr- valssveita bandaríska hersins „Green Berets", en hver einasti maður í þeim er þjálfaður í slysa- hjálp og var þeim stefnt á staðinn strax og fréttist um slysið. Taliðer aö misskilning- ur vegna nýrrar tímaá- ætlunar hafi valdið slys- inu. Búizt við frekarí tilslökunum af Bretland: Efnahags áhyggjur hálfu ísraela eftir sigurinn Skýrslu Harolds Wilsons um þjóðaratkvæðagreiðsl- una um aðilda Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu verður útvarpað beint í dag og er það í fyrsta skipti í sögu þings- ins, sem það er gert. Wil- son er að vonum hress yfir stórsigri i atkvæðagreiðsl- unni, enda er hún talin mikill sigur fyrir hann per- sónulega. Búizt er viö, að Wilson lýsi yfir aukinni þátttöku Bretlands i EBE og aö þaö muni héöan i frá taka þátt i störfum þings bandalags- ins, en hingaö til hefur Verka- mannaflokkurinn ekki gert þaö. Það er þó langt frá þvi, aö þessi atkvæðagreiösla leysi öll vanda- mál Bretlands. Þvert á móti veröur Wilson fljótlega aö hætta aö hugsa um sigur sinn og ein- beita sér aö leiöum til aö bæta bágan efnahag landsins. Israelska þingið stað- festi i dag vilja sinn til að gera tilslakanir í því skyni að ná friðarsamningum við Egyptaland. Yitzhak Líka í Bretlandi um helgina Sjö manns fórust og yfir 30 slösuöust alvarlega þegar hraö- lestin milli London og Glasgow fór út af teinunum fyrir helgina. Eins og sjá má á þessari mynd fóru margir farþegavagnar út af sporinu og margir þeirra ultu. Talin er mesta mildi aö ekki skyldu fleiri farast. Rabin forsætisráðherra fer í vikunni til New York, til viðræðna við Ford for- seta, og er búizt við að í sambandi við það verði gefin yfirlýsing um frek- ari tilslakanir. Akvöröunin um aö fækka i her- liöinu viö Suez-skurö i sambandi viö opnun hans hefur mælzt mjög vel fyrir og fór meira að segja Anwar Sadat lofsamlegum oröum um ísrael vegna þess. í ályktun þingsins var þó lögð áherzla á, aö það teldi gersamlega ótækt að ganga aö öllum kröfum forseta Egyptalands. tsrael er I fremur slæmri vig- stööu á pólitiska vettvanginum vegna þess, sem andstæöingar þess kalla ósveigjanleika, og er taliö aö heimsókn Rabins til Bandarikjanna veröi notuö til aö bæta nokkuð úr þvi. SKOTIÐ Á ÞÝZKA FLÓTTA- MENN Austur-þýzkir landamæra- veröir skuti I gær af vélbyss- um á bifreiö, sem var ekiö fram hjá þeim á mikilli ferö, aö landamærum Vestur-Ber- linar. Aö sögn vestur-þýzkra landamæravaröa særöist öku- maöurinn og var handtekinn og sömuleiöis maöur, sem haföi faliö sig I farangurs- geymslu bifreiöarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.