Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 20
VÍSIR Visir. Mánudagur 9. júni 1975 FÓÐUR- EITRUN GERIR VART VIÐ SIG Fóðureitrun gerði vart við sig á bæ einum i Biskupstungum. Nokkrar ær létu lömbum, ein kýr veiktist mjög alvarlega og nytin i þeim 20-30 kúm, sem þarna eru, lækkaði verulega. Er haft var samband við Gunnar Bjarnason hjá Fóður- eftirlitinu sagði hann rannsókn vera að hefjast. Við frumathugun hefði ekkert fundizt að fóðrinu sjálfu. Þetta er heimagert fóður, þ.e. blandað hér innanlands. Ein af mögulegum skýringum væri, að fóðrið hefði verið blandað með snefilefnum og vitaminum, sem átt hefðu að fara i alifuglafóður. Slíkt væri allt saman eiturefni, ef of mikið væri notað. BA TÆTTI í SUNDUR RUSLA- FÖTUNA — með haglabyssu l.ögreglan brá sér á skemmti- stað i borginni á iaugardags- kvöldið og handtók þar tnann, sem fyrr um kvöidið hafði gripið tii haglabyssu i liúsi við Lauga- veginn og skotið af henni tveim skotum innanhúss. Maðurinn kom eftir nokkurra daga drykkju heim til fyrrver- andi konu sinnar á laugardags- kvöldið og greip i ölæði til hagla- byssu, sem hann átti þar. Hann hlóð hana tveim skotum og lét þau riða af i ruslafötu inni i eld- húsi. Fatan tættist i sundur og högl var að finna i veggnum á bak við hana. Konan sem þarna býr var fjarri en vinur mannsins skammt frá. Honum mun þó ekki hafa verið hætta búin. Skotmaðurinn fékk að sitja af sér ölvimuna hjá lögregl- unni um helgina. —JB þarf eitthvað að gerast..." Dauft hljóð í vinnuveitendum í morgun „Það mikið Djúpur ágreiningur um öll aðalatriði Eitthvað cru menn bjarsýnni, en ekki svo, að dugi. Hljóðið var dauft i morgun i talsmönnum vinnuveitenda. Ekkert hafði gengið um kaupið eða visitöluna, en samningamenn, með aðstoð sáttancfndar, voru einhverju nær um ,,ytri umgjörð” samninganna. Hvað er ytri umgjörð? Það er til dæmis, að á hreinu sé, við hvaöa kjör í dag skuli miðað við samninga, þegar að þeim kem- ur. „Flestallt er enn laust i böndum. Það þarf eitthvað mikið að gefast, ef á að afstýra verkfalli. Þá þyrfti að koma til mjög góður vilji á elleftu stundu,” sagði einn samninga- mannanna i morgun. Alþýðusambandsmenn eru eitthvað bjartsýnni en vinnu- veitendur, en i rauninni hefur mjög litið miðað i samkomu- lagsátt, þótt sú litla hreyfing, sem varð um helgina um formsatriði sé hagstæð breyting frá tómahljóðinu, sem verið hefur i mönnum vikum saman. Samningafundur stóð i um fimm klukkustundir i gær, og heldur lengur i fyrradag. Eftir hádegi i dag mun baknefnd Alþýðusambandsins ræða stööuna i samningunum og kl. 17 i dag verður félagsfundur Vinnuveitendasambandsins, þar sem á dagskrá eru samningarnir og möguleikar á verkbanni. Sam ningafundur verður klukkan niu i kvöld. Verkfallsboðun Verzlunar- mannafélags Reykjavikur reyndist ólögmæt, þegar til kom, svo að verkfall verður ekki hjá félagsmönnum hinn 11. Sennilega verður verkfall boðað hinn 18. og verður ákvöröun um það efni tekin eftir hádegi i dag. -HH. Þegar flugiö fer úr skorðum, veröa farþegar oft fyrir leiöindum, og hér sofa t.d. tveir farþegar og biöa eftir véi, sem hefur seinkaö. (Ljósm. R. Th. Sig.) „TREYSTI ORÐUM STARFSBRÆÐRA MINNA" — segir formaður samninganefndar flugmanna um stoppið, sem var af völdum vélarbilunarinnar, sem flugvirkjar gátu ekki fundið „Ég treysti oröum starfs- bræöra minna og trúi ekki ööru en aö um vélarbilun hafi veriö að ræöa i DC-8 vélunum, ef þeir hafa haldiö þvi fram. — Já, hvað svo sem blööin hafa haft eftir flug- virkjum,” sagöi Björn Guð- mundsson flugmaöur, þegar Visir haföi tal af honum I morgun. Björn er formaður samninga- nefndar flugmanna, og á meðan allt var i „háalofti” út af Atlants- hafsflugi Flugleiða, eins og frá hefur veriö skýrt i fréttum, sat Bjöm á fundi hjá sáttasemjara. Fundurinn, sem hófst klukkan tvö eftir hádegi á föstudag, stóð til klukkan fimm i gærmorgun. Eftir þann 39 tima fund fóru samningamenn heim að sofa, en voru mættir á fundarstað að nýju strax i eftirmiðdaginn. Viðdvölin varö ekki löng i það skiptið. Stóð aðeins i um þrjá tlma. Aðspurður um árangur hins langa samningafundar um helg- ina svaraði Björn aðeins: „Við erum ekki búnir að semja.” Nýr fundur flugmanna og Flug- leiða með sáttasemjara hefur ekki verið boðaður. Sagðist Björn ekki búast við að það yrði i dag. Til gamans má geta þess, að lengsti samningafundur flug- manna hérlendis stóð i nákvæm- lega 85 klukkutima og 10 minútur — en að loknum þeim fundi var lika samið.... —þjm Fannst á Skeiðarársandi Ellefu ára piltur a gangi i Ellefu ára strákur, Sveinn Nikulásson, sem týndist inni viö Svartafoss við Skaftafell um hádegi á laugardag, fannst á gangi vestur undir Sandgigju- kvisl á Skeiðarársandi 12 timum siðar. Pilturinn hafði verið með ferðahópi úr Reykjavik, en oröið viðskila við hann. Fýrst leitubu ferðafélagarnir að piltinum, en er það bar ekki árangur, voru hjálparsveitir 12 tima kallaðar út frá Kirkjubæjar- klaustri, Fagurhólsmýri og Vik. Þyrla landhelgisgæzlunnar var teppt norður i landi, en gerðar voru ráðstafanir til að senda þyrlu frá varnarliðinu austur i birtingu á sunnudag. Um klukkan eitt um nóttina fundu vegfarendur á Skeiðarár- sandi svo piltinn. Var hann þá að mestu genginn niður úr skóm og sokkum enda landið þarna erfitt yfirferðar. -JB. Flugið stöðvast ef til verkfalls kemur: INNANLANDS ANNAÐ KVÖLD - UTANLANDSFLUG Á FÖSTUDAG „Innanlandsflug stöövast á miðnætti 11. júni, en utaniands- flug tveim sólarhringum siöar, ef verkalýösfélögin á Suðurnesjum fara i verkfall,” sagði Sveinn Sæ- mundsson, blaöafulltrúi Flug- leiöa í viötali við Visi f morgun. „Þetta mundi gcta bjargazt, ef hlaðmenn einir færu i verkfall. Það hcfur skeð i verkföllum er- lendis, aö farþegar fái að bera farangur sinn sjálfir út i vélarn- ar. En nú fara þeir lika I vcrkfall, sem dæla eidsneyti á vélarnar — og án eldsneytis fara vélarnar ekki langt”. „Það er mjög áberandi, að þeir, sem þurfa að komast utan, hafi flýtt ferðum sinum og þeir eru fá- ir, sem hafa þorað að panta flug- feröir, eftir að verkfall kynni að verða skollið á,” sagði Sveinn. „Núna, þegar bókanir eru svona miídar, koma tafir, eins og I Atlantshafsfluginu nú um helg- ina, sér afar illa,” sagði Sveinn ennfremur. Hann kvað þó allt flug hafa verið komið i eðlilegt horf á nýjan leik i morgun. Hvort Flugleiðir óttuðust skaðabótakröfur frá þeim, sem urðu fyrir töfum vegna vandræð- anna um helgina? „Það er ekki gott að segja,” svaraði Sveinn. „Menn nota oft stór orð I stundarhasar, en það er erfitt að segja til um, hvort nokk- ur muni standa við hótanir um bótakröfur.” Að lokum lét Sveinn þess getið, að yfirvofandi verkfall hafi valdið þvi, að ýmsir erlendir aðilar, sem hugðust þinga hér á næstunni, væru nú farnir að aflýsa þeim samkomum. Þar á meðal væru t.d. einar þrjár norrænar ráð- stefnur. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.