Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 12
12 Visir. Mánudagur 9. júni 1975 Fékk aðstoð víð sigurmarkíð...! — ÍBK sigraði KR í 1. deildinni í gœrkvöldi 1-0 „Knötturinn stefndi hægra megin viö, en ég haföi öll tök á aö Grétar Magnússon hefur betur i viöureign viö tvo KR-inga og skorar eina markiö i leiknum i Kefiavik i gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur. Plastprent hf. f lytur að HÖFÐABAKKA 9 o A o L Ptartprentht í- Z o *n > œ > X GLIT ID SIS MIKLABRAUT VESTURLANDSVEGUR Systurfyrirtæki sameinast Plastprent h/f. og Plastpokar h/f. hafa nú hafið starfsemi nýrrar og fullkominnar plastverksmiðju að Höfðabakka 9 í Árbæjarhverfi. í hinni nýju og rúmgóðu verksmiðju verða framleiðslu- og söludeildir undir einu paki. Ný og fullkomin verksmiðja. Plastprent h/f. hefur frá upphafi verið í fararbroddi í plastiðnaði. Fyrirtækið hóf starf sitt árið 1958 með einni vél og tveim mönnum á 60 m gólffleti. í dag starfa 30 manns við fyrirtækið. Gólfflötur nýju verk- smiðjunnar er 2018 m og vélarnar eru 18, þar af 6 nýtízku vélar, sem hafa verið teknar í notkun á þessu ári. Tækninýjungar. Aukning vélakosts og sífelld endurnýjun hefur gert fyrirtækinu kleift að framleiða plastvörur í háum gæða- flokki, — fyllilega sambærilegum viá erlenda fram- leiðslu. í hinni nýju verksmiðju að Höfðabakka 9, mun Plastprent h/f. framleiða sína eigin plastfilmu í öllum þykktum, hvort sem filman verður notuð í bygginga- plast eða umbúðaplast, garöaplast eða heimilispoka. Framleiðsluvörur. Plastprent h/f. er fyrsta fyrirtækið á íslandi, sem framleiðir og prentar á plastpoka. Plastprent h/f fram- leiðir heimilispoka, burðarpoka, sorpsekki, umbúða- poka fyrir iðnvarning, byggingaplast, garðaplast ofl. Auk þess annast fyrirtækið prentun á umbúðapappír og sellofanumbúðir. VERIÐ VELKOMIN AÐ HÖFÐABAKKA9 SÍMINN ER 85600 Plastprent fyrstir og ennþá fremstir góma hann,” sagöi Magnús Guö- mundsson, markvöröur KR, ,,en óvænt lenti knötturinn i varnar- manni okkar og breytti viö þaö um stefnu, og skoppaði i markiö, hægra megin við mig, án-þess aö ég fengi rönd viö reist, enda kom- inn úr jafnvægi.” „thlutun” varnarmanns KR- inga I fast skot Grétars Magnús- sonar frá vltateigshorninu, reyndist örlagarlkt atvik. Mark- iö, sem af þvi leiddi, var það eina, sem skorað var i leiknum og hið fyrsta, sem IBK gerir i deildinni i sumar. Markið færði þeim einnig tvö dýrmæt og kærkomin stig til viðbótar þvi eina, sem fyrir var eftir þrjá leiki, auk þess sem þeir sitja ekki á botninum, — a.m.k. i bili. Reykjavikurmeistarar KR- höföu svo sem nægan tima til að rétta hlut sinn gegn meistaraliði ÍBK — markið var^skorað á 18. min. fyrri hálfleiks — en tækifær- in, sem buðust, nýttust ekki. Tvö hörkuskot, hið fyrra frá Atla Þór Héðinssyni i fyrri hálfleik og hið síðara frá Stefáni Sigurðssvni úr aukaspyrnu i seinni hálfleik, smullu i þverslánni, en auk þess átti Jóhann Torfason skot úr „dauðafæri” rétt fyrir hálfleik, en Þorsteinn Ólafsson, mark- vörður IBK, varpaði sér marflöt- um og tókst að slá knöttinn aftur fyrir endamörk. En Keflvikingar fengu lika færi á að auka við markatöluna — og öllu fleiri en KR-ingar, en Magnús markvörður KR sýndi snilld sina i markinu og varði af mikilli fimi föst skot af stuttu færi frá þeim Ástráði hinum sókn- djarfa, Kára Gunnlaugssyni, ólafi Júliussyni og Grétari Magnússyni, sem virtist einkar laginn á að skapa sér færi, en seinheppinn að nýta þau — utan, þess eina sem hann skoraði úr — með vel þeginni aðstoð mótherja. Þrátt fyrir rigningu og suðaust- an kalda, sem blés á völlinn þver- an, var geysilegur hraöi i leikn- um, ekki sizt undir lokin, þegar mönnum hefði kannski helzt átt að vera þorrinn kraftur. Það er þvi ekki þrekleysi, sem þjáir pilt- ana — en samleikurinn var oft á tiðum ekki upp á marga fiska, þótt fast hafi verið sótt — en það var einnig hart varizt. Sigur IBK var réttlátur — þeg- ar á heildina er litið. Lið þeirra orkaði traustar en KR-liðið og munaðiþarmestuum tengiliðina, sem voru mun virkari i IBK-lið- inu en hjá KR. Annars var það Grétar Magnússon, sem dreif ÍBK áfram með sinum alkunna dugnaði og seiglu, en auk hans áttu þeir Gisli, Astráður og Einar Gunnarsson ágætan leik. Steinar Jóhannsson lék ekki með og Hilmar Hjálmarsson, sem kom i hans stað, skilaði sinu hlutverki þolanlega. KR-ingar hafa yfir geysilega kröftugu liði að ráða, — og snörp- um leikmönnum, en þeim nýttust ekki þessir eiginleikar á grasvell- inum i Keflavik i gærkveldi. Kappið var of mikið, án forsjár og þvi voru sóknaraðgerðir þeirra meira háöar tilviljunum en skipu- laginu. Halldór Björnsson var þeirra atkvæðamestur, ásamt Atla Þór og Jóhanni Torfasyni. Ólafur Ólafsson var mjög traust- ur i vörninni, svo og Stefán Sig- urðsson. Dómari var Eysteinn Guð- mundsson. Dæmdi nokkuð vel hraðan og fastan leik. Einum leikmanni, Atla Þór Héðinssyni, sýndi hann gula spjaldið fyrir að sparka i Einar Gunnarsson, — en þarna hefði verið réttlátast að báöir hefðu hlotið sömu refsingu, — Einar hafði brotið af sér áður, þegar Eysteinn sá ekki til. Þarna hefði linuvörður getað orðið dóm- ara til aðstoðar, ef til hans hefði verið leitaö. emm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.