Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. —Mánudagur 9. júni 1975 —127. tbl. TAYLOR ENN BALDINN? Brezki togarinn Forester viöheldur samvizkusamlega óvinsældum sinum hérlendis. t hádeginu siðastliöinn föstudag sigldi hann utan I Gylfa, 250 lesta bátfrá Patreksfirði, og olli þannig töluverðum skemmdum. Siðan sneri hann til hafs og gerði ekki svo litið að svara beiöni um að snúa til lands. Asiglingin varð 23 milur norður af Horni og voru margir bátar að veiðum á svæðinu, þeirra á meðal Dagstjarnan frá Keflavik. Var verið að hifa inn trollið um borð i Gylfa, þegar Forester sigldi á bátinn. Veður var bjart og þvi álitið, að ásiglingin hafi annaðhvort orðið vegna geysi- legs kæruleysis eða hreinlega af ásetningi. Viö ásiglinguna bognaði lunning bátsins og gálgarnir eru taldir þvi sem næst ónýtir. Það þarf tæpast að minna á það, að þaö var á Forester, sem Taylor var tekinn i landhelgi um siöustu jól. Ekki er vitað, hvort Taylor stjórnaði ferðum skips- ins að þessu sinni. — ÞJM „Bylting" í lánomálum? Lán f járfestingarlána- skuli vera verðtryggð — nema hvað landbúnaðurinn hafi forréttindi — tillögur Seðlabanka og Framkvœmdastofnunar Lánin verða annaðhvort með gengisákvæði eða vísitölubundin. Þetta á að verða regla um flest lán FramkvæmdasjóðS/ sam- kvæmt tillögum Seðla- banka og Framkvæmda- stofnunar. Landbúnaðar- sjóðirnir eiga að hafa sér- stöðu og jafnvel fá allt óverðtryggða féð. Meðan önnur lán verði verð- tryggð, telur Seðlabanki og Framkvæmdastofnun, að land- búnaðurinn eigi að hafa algera sérstöðu vegna þess hve litiö eig- ið ráðstöfunarfé þeir hafi. Verði þvi trúlega ekki hjá þvi komizt, að þeir gangi fyrir við skiptingu óverðtryggðs f jár. Að öörum kosti þyrftu þeir á að hal da nærri 100 prósent gengis- og vcrðtryggingu, telja aðstandendur tillagnanna. A þessu ári skuli aðeins um 450 milljónir króna verða óverð- tryggt af 3650 milljónum króna, sem Framkvæmdasjóður ráð- stafar. 600milljón króna lán verði með visitöluákvæði en yfirgnæf- andi meirihluti, 2600 milljónir, verði með gengisáhættu. útlána- Kjör sjóðanna verða hin sömu, sem skylt er við endurlán. Samkvæmt nýjum lögum á rikisstjórnin að láta fara fram ár- lega endurskoðun á lánskjörum fjárfestingarlánasjóða, og skal hafa hliðsjón af samsetningu þess fjármagns, sem sjóðirnir hafa yf- irað ráða. Fyrsti áfangi þessarar endurskoðunar er, að Seðlabanki og Framkvæmdastofnunin gera nú tillögur til rikisstjórnarinnar um meginreglur um lánskjör allra fjárfestingarlánasjóða i samræmi við það, aö þeir endur- láni fé það, sem þeir fá til ráð- stöfunar, með sambærilegum kjörum og þeir sæta sjálfir. — HH Ljósastaurar óttu slœma helgi _ bis. 3 • Dauft hljóð í vinnu- veitendum — baksíða Járnbrautarslys í V-Þýzkalandi: Tugir hafa týnt lífi — erlendar fréttir á bls. 5 LÆKNAÐ MEÐ LIST TVEIR PILTAR HAND- TEKNIR FYRIR NAUÐGUN Tveir piltar um tvitugt voru í gær teknir höndum vegna nauðgunar á 25 ára stúlku aðfaranótt laugar- dagsins á þriðja tíman- um. Stúlkan hafði komið miður sín til lögreglunnar á laugardaginn og kært tvo pilta fyrir nauðgun. Góð lýsing á þeim leiddi siðan til handtöku þeirra í gærkvöldi. Stúlkan hafði verið á gangi á Vegamótastig við Laugaveg, er tveir piltar veittust að henni og þröngvuöu henni með sér á af- vikinn stað. Komu þeir þar vilja sinum fram með valdi. Höfðu þeir jafnframt i hótun- um við hana til að hún hrópaði ekki á hjálp. Eftir að hafa fengið sinu framgengt, drógu piltarnir stúlkuna með sér inn i húsagarð i Þingholtunum og nauðguðu henni á ný. Piltarnir hafa viðurkennt að hafa átt hlut að máli en annar þeirra heldur þvi aftur á móti fram, að um gagnkvæman vilja Stúlkunnar og þeirra hafi verið að ræða i fyrra skiptið en nauðg- un i það siðara. Piltarnir sitja nú inni eftir að hafa verið vfirheyrðir i nótt. —JB List til lækninga er sérstök meðferö vanheilla. Þessi að- ferö er fólgin i þvi að myndlist og önnur skapandi störf, t.d. leikræn tjáning og dans, eru notuð til að h jálpa einstakling- um á ölluin aldri, eigi þeir við iikamleg, andleg og til- finningaleg vandamál að striöa. Þá cr þessi aöferð not- uð til cndurhæfingar, þjálfun- ar, lækninga og sjúkdóms- greiningar, til aö stuðla að fyrirbyggingu hugsanlegra skaða á tilf inninga lifí eða stöönun á þroskaferli, eins og átt getur sér stað hjá smá- börnum, er lengi dveljast á sjúkrahúsum. Sýningin og ráðstefnan I Norræna húsinu um helgina voru vel sóttar, en á myndinni er ung sænsk dama, Ingrid Gustafsson, barnfóstra i Nor- ræna húsinu, ásamt 6 mánaða syni Maj-Britt Imnander, for- siöðukonu þar, aö skoða sýn- inguna. Sá litli heitir Sven Ivar Gustafsson. HE/Ljósmynd Bjarnleifur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.